Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Ólafsvík:
Bókagjöf til dvalar-
heimilisins Jaðars
Ólafsvík.
í SUMAR barst dvalarheimilinu
Jaðri góð gjöfþegar Gísli Olafs-
son frá Geirakoti gaf því bóka-
Leiðrétting
Villa var í frétt Morgunblaðsins
síðastliðinn laugardag um síðustu
réttir haustsins. Stóðréttir verða í
Laufskálarétt, Víðdalstungurétt og
í Svarfaðardal 6. október og í Borg-
arrétt í Eyjafirði 13. október. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
safn sitt til minningar um for-
eldra sína Ólöfu Einarsdóttur
og Ólaf Gíslason er bjuggu í
Geirakoti.
Að sögn Öldu Vilhjálmsdóttur,
forstöðumanns, er þetta góð og
mikil gjöf sem kemur sér vel fyrir
vistfólk. Safnið er yfir 800 bindi,
verk innlendra höfunda þar á
meðal heil ritsöfn. í heild er safn-
ið vandað og gott bæði til fróð-
leiks og afþreyingar. Er Jaðar og
heimilisfólk þa_r í mikilli þkkar-
skuld við Gísla Ólafsson fyrir þessa
kærkomnu gjöf.
Helgi
Blönduós:
Urðarbraut 1 val-
in fallegasta lóðin
Blönduósi.
VIÐURKENNIGAR fyrir fallegar og vel hirtar lóðir á Blönduósi
voru veittar fyrir skömmu. Það var formaður bygginganefndar
Blönduóss sem veitti íbúum á Urðarbraut 1, viðurkenningu fyrir
fallega og vandlega hirta lóð. Ennfremur hlaut hesthúseigandi viður-
kenningu fyrir snyrtilega umgengni og viðhald við hesthús sitt.
Það er komin hefð á það að veita
árlega viðurkenningar fyrir snyrti-
legar og vel hirtar lóðir á Blöndu-
ósi. Að þessu sinni fengu hjónin á
Urðarbraut 1, Gíslína Torfadóttir
■^og Ágúst Friðgeirsson, viðurkenn-
ingu fyrir fallega og vandlega hirta
lóð og Ragnar I. Tómasson fékk
viðurkenningu fyrir snyrtilega um-
gengni og umhirðu á hesthúsi sínu
sem er í hesthúsahverfi Blönduós-
inga í Arnargerði. Það var formað-
ur bygginganefndar Blönduóss,
Rúnar Þ. Ingvarsson, sem veitti
viðurkenningarnar í smákaffisam-
sæti á Hótel Iilönduósi fyrir
skömmu.
Jón Sig.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðiflundsson
Nesbú hf., en hér fer eggjaframleiðslan fram.
Hænsnabú á Vatnsleysuströnd fær
viðurkenningu fyrir snyrtimennsku
Vogum.
HÆNSNABÚIÐ Nesbú hf. á
Vatnsleysuströnd fékk nýlega
viðurkenningu frá fegrunar-
nefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps fyrir snyrtilegt um-
hverfi. Hænsnabúið var eina
fyrirtækið sem fékk viðurkenn-
ingu í ár.
Nesbú hf. sem verður tuttugu
ára á næsta ári rekur umfangsmik-
ið hænsnabú á þremur stöðum á
Vatnsleysuströnd. Þar fer fram
stofnræktun, útungun, ungaeldi og
framleiðsla á eggjum. Sigurður
Sigurðsson einn eigenda Nesbús
segir gaman að fá svona viður-
kenningu, enda hafi eigendur fyrir-
tækisins lagt áherslu á þrifnað og
gott útlit, og það eigi við bæði
innan húss og utan, og jafnt hjá
hænsnum og fólki.
Hann segir reksturinn hafa
Sigurður Sigurðsson með unga í ungaeldishúsi, verðandi varphænur.
gengið upp og niður og að þeim sig eins og hefur verið að gerast
Nesbúsmönnum þyki verst að sjá að undanförnu í fiskeldinu."
fyrii-tæki fara á hausinn í kringum - EG
Námskeið kjötmatsmanna á Sauðárkróki:
Legg mikla áherslu á þjálf-
un starfsfólks sláturhúsanna
unar á námskeiði sem þessu.
Taldi Andrés að kjötmatsmál
væru almennt í góðu horfi, hinsveg-
ar yrði það ekki, nema stöðugt
væri hlúð að starfinu með vakandi
umræðu og eftirliti. Gerðar væru
stöðugt meiri og harðari kröfur um
hreinlæti og rétta flokkaskiptingu
á hráefninu og því yrðu menn að
vera_ vel á verði.
„Ég legg mikla áherslu á þjálfun
starfsfólks sláturhúsanna og tel að
það sé forsenda fyrir því að fram-
leidd sé góð vara. Þessi námskeið
eru haldin til þess að mæta meðal
annars þeirri þörf. Það er nefnilega
ekki nægilegt að vera með stór,
falleg og vel búin sláturhús, ef eng-
inn kann vel til verka, það er kunn-
átta og færni þeirra sem um slátur-
afurðirnar fjalla sem sker úr um
það hvort um góða framleiðsluvöru
er að ræða eða ekki,“ sagði Andrés
Jóhannesson.
Hann telur einnig nauðsynlegt
að lengja það tímabil sem slátrun
fer fram og haga framleiðslunni í
samræmi við kröfur markaðarins.
„Ég er einnig afar ósáttur við þá
stefnu að leggja niður litlu slátur-
húsin, meðal annars vegna þess að
þau geta miklu betur en hin komið
til móts við þarfir markaðarins og
einnig eru þau í betri og nánari
tengslum við hinn almenna neyt-
anda.“
Að lokum kvaðst Andrés mjög
þakklátur fyrir þá aðstöðu sem
fengist hefði á Sauðárkróki, bæði
á fundarstað og í sláturhúsunum,
sem slátruðu sérstaklega til þess
að þátttakendur á námskeiðinu
fengju ferskt hráefni til þess að
íjalla um og meta.
- BB.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Ágúst Friðgeirsson, Gíslína Torfadóttir og Ragnar I. Tómasson.
- segir Andrés Jóhannesson
Sauðárkróki.
Um mánaðamótin ágúst-sept-
ember fór fram á Sauðárkróki
námskeið fyrir kjötmatsmenn frá
öllum sláturleyfishöfum,
víðsvegar af landinu. Var nám-
skeiðið haldið í húsnæði Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki, en
verkleg kennsla fór fram í slátur-
húsum Slátursamlags Skagfirð-
inga og Kaupfélags Skagfirð-
inga. Undirbúningur og stjórnun
námskeiðisins var á vegum Yfir-
kjötmats ríkisins og Andrésar
Jóhannessonar yfírkjötmats-
manns.
Fyrri dag námskeiðsins var fjall-
að um ýmsa þætti sem vörðuðu
meðferð og meðhöndlun hráefnis
allt frá því er slátrun fer fram og
til þess að um fullunna markaðs-
vöru er að ræða.
Fyrirlestra fluttu: Þorgeir Hlöð-
versson siáturhússtjóri Kaupfélags
Þingeyinga, um stjórnun slátrunar;
Sigurður Örn Hansson dýralæknir,
um meðferð á sláturdýrum fyrir
slátrun og um flutning sláturafurða
á markað; Hilmar Hilmarsson kjöt-
iðnaðarmaður um kjötmat og sölu-
mál; og Andrés Jóhannesson kjöt-
matsformaður og Stefán Vilhjálms-
son dýralæknir um kjötmat.
Síðari dag námskeiðsins fór fram
verkleg kennsla í sláturhúsunum
þar sem meðal annars var fjallað
um kjötskoðun og kennsla var í
meðferð fitumæla. Einnig fór þá
fram hæfnispróf í kjötmati, og voru
niðurstöður kynntar þátttakendum.
Að lokum fluttu erindi Biynjólfur
Sandholt yfirdýralæknir um heil-
brigðisskoðun á kjöti og Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, um varnir
gegn smitsjúkdómum.
Andrés Jóhannesson kjötmats-
formaður taidi að námskeiðið hefði
tekist vel, þó taldi hann að þörf
hefði verið á meiri tíma, þar sem
af nógu væri af að taka, tii umfjöll-
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Nemendum hefur heldur fækkað
Keflavík.
KENNSLA við Fjölbrautaskóla
ja»Suðurnesja hófst 10. september
og verða nemendur á haustönn
583. Nemendum hefur heldur
fækkað frá síðasta ári en þá voru
þeir liðlega 600 á haustönninni.
Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla-
meistari sagði í samtali við Morg-
unblaðið að engar meiriháttar
breytingar yrðu á skólastarfinu,
þeir hefðu þó ætlað að vera með
kennslu í netagerð en af því hefði
ekki getað orðið að þessu sinni.
Nýnemar sem nú hófu nám eru
188 og er það nokkur fækkun frá
fyrra ári. Éinnig er starfrækt öld-
ungadeíld við skólann og verða
nemendur í öldungnum 120 á önn-
inni. Ægir sagði að sér virtist sem
flestir þeirra er hygðust ljúka stúd-
entsprófi veldu hagfræði eða mála-
braut sem aðalbrautir. Verknáms-
deildir eru einnig starfræktar við
skólann og þar er verknám vélstjóra
þekktast.
Námsflokkar verða í boði með
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Enginn var skyldugur til að mæta í hina hefðbundnu busavígslu sem
fram fór á föstudaginn. Ekki var annað að sjá en þátttakan væri
með besta móti þrátt fyrir það en alla vikuna höfðu busarnir orðið
að gera eldri nemendum ýmislegt til þjónkunar.
svipuðu sniði og á undanförnum þar mætti nefna • tölvuskóia, ljós-
árum. Þar gefst almenningi kostur myndun, íslensku fyrir útlendinga,
á að sækja stutt námskeið í hinum skrautskrift og fleira efni.
ýmsu greinum og sagði Ægir að BB