Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 56
Fjárlagafrumvarpið:
Hallinn á
-næsta ári
verði 3,5
milljarðar
Ríkisstjórnin hefur í aðalatrið-
um náð samkomulagi um íjár-
lagafrumvarp fyrir næsta ár.
Var gengið frá því um helgina.
Fjármálaráðuneytið hefur ekki
viljað gefa upplýsingar um frum-
varpið fyrr en það verður lagt fram
á Alþingi 11. október. Samkvæmt
’upplýsingum Morgunblaðsins, er
niðurstaða frumvarpsins sú að um
3,5 milljarða króna halli verði á
ríkissjóði á næsta ári. Það svarar
til um 1% af vergri landsfram-
leiðslu. Þetta er svipuð niðurstaða
og á síðasta ári.
*
Islenskur
"fiskur í
gúanó í
Þýskalandi
EINN fimmti hluti þess karfa
og ufsa, sem seldur var úr
íslenskum gámum í Vestur-
Þýskalandi síðastliðinn þriðju-
dag fór í gúanó, svo og hluti
fisks úr einum gámi í gær, að
sögn Vilhjáims Vilhjálmssonar
framkvæmdasljóra Aflamiðlun-
ar.
„Það var lélegur fiskur á ferð-
inni í fyrri hluta síðustu viku, þar
sem leiðindaveður og lítið fiskirí
var 'síðustu tvo tii þijá dagana
áður en sett var í gámana. Fiskur-
inn var því tveim dögum eldri en
vanalega. Þá var flutningaskipið
sólarhring á eftir áætlun og talað
var um að gámarnir hefðu verið
illa einangraðir. Aftur á móti hefur
dregið verulega úr því að fiskur
fari í gúanó,“ segir Vilhjálmur
Vilhjálmsson.
Fallhlífarstökk íþágu umferðarátaks
KrorgunMM/RAX
Elfa Gísladóttir leikkona, einn af- forsvarsmönnum hóps um bætta
umferðarmenningu, sveif í gær til jarðar á Hagatorgi sem farþegi
Rúnars Rúnarssonar fallhlífastökkvara. Þar með hófst formlega um-
ferðarátak, sem standa mun út vikuna. Átakinu lýkur með því að vígð
verður varða með krossi í Kúagerði við Reykjanesbraut, en þar hafa
orðið mörg banaslys. Varðan á að verða ökumönnum til áminningar.
Ný afurð til útflutnings:
Samið um sölu á 200-300
tonnum af saltfískmarningi
Þegar búið að flytja út 120 tonn
SAMNINGAR hafa verið gerðir um sölu á 200-300 tonnum á saltfisk-
marningi til útfiutnings og hafa um 120 tonn þegar verið flutt utan
í tilraunaskyni. Marningurinn er gerður úr afskorningum og afgangs-
fiski, sem hingað til hefur verið hent. Erlendis er þessi nýja útflutn-
ingsvara notuð í ýmsa fiskrétti, til dæmis fiskbúðing og -bollur.
Að sögn Magnúsar Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleiðenda,
hefur tilraunaframleiðsla á salt-
fiskmarningnum nú farið fram í
eitt ár hjá Norðurfiski í Keflavík
og gefið góða raun. „Þettá er árang-
ur af þróunarvinnu á rannsókna-
stofunni hér hjá okkur. Þetta er
marningur, sem unninn er úr útlits-
gölluðum saltfiski, saltfiskafrifum,
þunnildum og öðru því sem ekki
nýtist við pökkun á saltfiski. Fram-
leiðslan er nú að komast af tilrauna-
stiginu, salan hefur gengið vel og
við verðum varir við vaxandi eftir-
spurn eftir þessari nýju vöru,“ sagði
hann.
Magnús sagðist telja saltfisk-
marninginn framtíðarafurð, sem
SIF myndi bjóða á breiðum grund-
velli á mörkuðum sínum. „Það hefur
Trilla sökk undan Rifí:
Báturinn hífður
upp af hafsbotni
STARFSMENN Köfunarstöðvarinnar hífðu í gær Ármann SH,
10 tonna trillu sem sökk skammt undan Rifi á sunnudagskvöld,
af hafsbotni. Áhöfn Ármanns, tveir menn, bjargaðist við illan leik
í gúmmíbát. Báturinn var hífður af hafsbotni, sjó dælt úr honum
og hann síðan dreginn til hafnar.
Verið var að vinna við hafnar-
bætur á Rifi og fékk tryggingarfé-
lag bátsins, Tryggingamiðstöðin
hf., starfsmenn Köfunarstöðvar-
innar til að annast björgunina.
Báturinn lá á um 15 faðma dýpi
og hafði rekið allt að 3 mílur til
vesturs frá því að mennirnir yfir-
gáfu hann marandi í kafi.
Matsmenn Tryggingamiðstöðv-
arinnar koma til Olafsvíkur í dag.
Skemmdir voru ekki fullkannaðar
þegar Morgunblaðið hafði spurnir
af í gærkvöldi. Páll Ingólfsson,
umboðsmaður Tryggingamið-
stöðvarinnar, sagði þó að skrokk-
ur bátsins virtist vera lítið eða
ekkert skemmdur.
Morgunblaðið/Snorri Böðvarsson
Sjómennirnir af Ármanni á bryggjunni í Ólafsvík, Magnús G.
Emanúeisson til vinstri og Ríkharður Hjörleifsson skipstjóri.
Ekki er vitað um ástæður þess
að Ármann SH sökk. Veður var
gott þegar atburðurinn átti sér
stað. Fulltrúi Sjóslysanefndar var
viðstaddur björgun bátsins í gær.
Sjá viðtal við skipsijórann á
miðopnu.
fyrst og fremst verið Frakklands-
markaður, sem hefur keypt þessa
tilraunavinnslu. Ég held að þetta
sé mjög stórt skref í bættri nýtingu
á því hráefni, sem menn eru með
á milli handanna," sagði hann.
Að sög;n Magnúsar hefur SÍF
selt marninginn á tiltölulega lágu
verði hingað til. „Þetta er ennþá
tilraunaframleiðsla hjá okkur, en
þegar menn hafa fengið reynslu af
afurðinni og eru búnir að átta sig
á því hvað þeir geta gert við hana,
eykst áhuginn og verðið hækkar,“
sagði hann. „Afurðin er ný, þannig
að það er ekki verið að fara inn á
markað og keppa við aðra, heldur
búa til rnarkað."
Hraðakstur:
93 teknir
LÖGREGLAN í Reykjavík kærði
93 ökumenn fyrir of hraðan akst-
ur um helgina. Flestir óku á
80-100 kílómetra hraða á klukku-
stund en fimm voru sviptir öku-
réttindum til bráðabirgða vegna
hraðaksturs.
Tveir voru stöðvaðir í kappakstri
í Elliðavogi við Holtaveg og mældist
liraði beggja 118 kílómetrar. Tveir
voru teknir á ofsahraða í Ártúns-
brekku, annar á 120, hinn á 110 og
sá fimmti ók á 134 kílómetra hraða
um Suðurlandábraut.