Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
7
AUGLYSING
FLUGLEIDIR
OFAROGOFAR
NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • SEPTEMBER1990
Með kveðju frá
Bandaríkjunum
Flórída: Sólarfrí með
frábærum möguleikum.
Sóldýrkendur geta treyst á sólbaðið
sitt og góða veðrið á Flórída í vetur,
t.d. við Mexíkóflóann. Svo eru aðrir
sem sjá varla sólina fyrir öllu því
sem Flórída hefur að bjóða
ferðamönnum. Níu ára eða níutíu.
Aldurinn skiptir ekki máli þegar t.d.
Disneyworld, Epcot Center,
Universal Studio og
Kennedy-geimstöðin eru annars
vegar.
I vetur bjóða Flugleiðir hinar
vinsælu beinu flugferðir milli
íslands og Orlando. Frá Keflavík á
þriðjudögum og laugardögum
fram til 1. nóvember en síðan á
mánudögum og laugardögum.
Frá Orlando verður alltaf farið
daginn eftir. Eftirmiðdagsferðir
bæði frá Keflavík og Orlando.
Mjög hagstætt verð á viku- og
helgarferðum á góðum hótelum.
Nánari upplýsingar hjá
Flugleiðum og ferðaskrifstofunum.
Baitimore: Besti tengifiugvöllur í
öilum Bandaríkjunum.
Fyrir (slendinga sem hyggja á
ferðalag innanlands í
Bandaríkjunum mælum með
eindregið með Baltimore-flugvelli.
Hann er sannkölluð iúxusskipti-
stöð íslendinga vestanhafs því
áætlanir Flugleiðavéla frá íslandi
tengjast þægilega yfir 70 ferðum
USAir flugfélagsins um gervöll
Bandaríkin. Baltimore er líka
hreinieg og róleg flughöfn á
bandaríska stórborgarvísu.
Kynnið ykkur vildarkjör á
ferðapössum frá USAir sem gefa
kost á mjög hagstæðum
ferðamöguleikum innan
Bandaríkjanna.
Verulega bætt
stundvísi
Stundvísi Flugleiðavélanna
eykst jafnt og þétt. Það má
fyrst og fremst þakka nýjum vélum
og kraftmiklu starfsfólki. Yfir
háannatímann, sl. þrjá mánuði, var
stundvísi Flugleiðaflugvéla að
meðaltali 76,7% í Evrópuflugi,
66,3% í Atlantshafsflugi og
innanlandsflugið hreykir sér af
því að 91,6% flugferða voru á
réttum tíma. Þessi árangur er mjög
nálægt meðaltalsstundvísi
evrópskra flugfélaga. Þetta er mikil
framför miðað við sama tímabil í
fyrra.
Flestar skoðanakannanir leiða í
ljós að viðhorf farþega til flugfélaga
byggjast einna helst á stundvísi
flugvéla. Þetta vitum við og stefnum
að því að vera enn stundvísari í
framtíðinni.
ÍSLENDINGAR
í GÓÐUM HÖNDUM FLUGLEIÐA
ÍAMSTERDAMOG HAMBORG
Iflugsamgöngum til og frá
íslandi er óhætt að leggja
sitt á Flugleiðir. Flugleiðir er
íslenskt flugfélag með yngsta
millilandaflugflota Evrópu, gott
og vel þjálfað starfsfólk, traust
viðskiptasambönd um allan
heim og síðast en ekki síst byggja
Flugleiðir á 53 ára samfelldum
rekstri.
Eins og öllum landsmönnum er
kunnugt hafa sérstakar
kringumstæður skapast á
áætlunarflugleiðum milli íslands og
Amsterdam og Hamborgar. Því
tókum við með stuttum fyrirvara að
okkur þjónustu á þessum
flugleiðum til bráðabirgða, eða til
31. október nk. Þannig ættu
hagsmunir íslenskra og erléndra
ferðamanna, sem og (slands, að vera
tryggðir á tímabilinu.
Meðan Flugleiðir annast þjónustu
við Amsterdam og Hamborg er
stefna okkar í farþegaþjónstu þessi:
NÝTT - flug til Parísar í vetur
Við bjóðum íslendingum
nýjung í haust og vetur -
vetrarstefnumót við París - með
flugi milli íslands og Parísar tvisvar
í viku. Þessi ferðatilhögun er sérlega
heppiieg til helgarferða. Brottför
frá Keflavík verður á miðvikudags-
og sunnudagsmorgnum og frá
París síðdegis sömu daga.
Frá og með 1. nóvember koma
fimmtudagsferðir í stað
miðvikudagsferða.
Um leið og við kynnum þessa
nýjung höfum við bætt þjónustuna á
jörðu niðri. Frá 1. nóvember nk.
munu Flugleiðafarþegar fara um
glæsilegasta og besta flugvöll
Parísarborgar: Charies de
Gaulie.
Þá bjóðum við fjölbreyttari
gistimöguleika i París en
endranær, eða allt frá
vingjamlegum fjölskylduhótelum til
bestu lúxushótela. Valið er ykkar.
íslendingar! Stefnið nú á vit
mannlífsins, listanna, innkaupanna
og ekki síst ástarinnar í París.
Þriggja nátta hagstæð
helgarferð fyrir einn í tveggja
manna herbergi kostar frá 34.970
krónum með flugvallarskatti.
Flugleiðir fyrsta flugfélagið með
“Chain des Rotisseurs" á fleiri en einu farrými
n
H| szra æðaþjónusta er eitt
sterkasta trompið á okkar
hendi í harðnandi samkeppni. Það
er því ánægjulegt að
veitingaþjónusta um borð í
flugvélum Flugleiða skuli vera með
þeim hætti að hin virtu alþjóðlegu
samtök “Chain des Rotisseurs“
hafi séð ástæðu til að veita
Flugleiðum viðurkenningu fyrir
mat, drykk og þjónustu í
flugvélum félagsins, bæði á
viðskiptafarrými og venjulegu
farrými. Það má benda á að
Að raska sem minnst áætlun
farþega sem leið eiga um
Amsterdam og Hamborg fram til 31.
október nk.
Að í Amsterdam og Hamborg sé
íslenskt flugafgreiðslufólk. T
þessu tilfelli gerum við út af örkinni
okkar reyndustu starfsmenn á þessu
sviði, til þess að greiða götu
farþega sem hafa þurft að búa við
óvissu. Auðvitað er þetta reynda
starfsfólk okkar einnig í
Amsterdam og Hamborg til þess að
ábyrgjast að fastir viðskiptavinir
Flugleiða fái þá gæðaþjónustu sem
þeir eiga að venjast hjá starfsfólki
Flugleiða.
P.s. Amsterdam og Hamborg
eru ennþá sömu skcmmtiiegu
borgirnar og áður. Það eina sem
hefur breyst er að a.m.k. næstu
vikurnar geta tslendingar
örygglega reiknað með
Flugleiðum í þessum borgum.
Flugleiðir er fyrsta flugfélagið í
heiminum sem nýtur gæðastimpils
“Chain des Rotisseurs1' á þessum
farrýmum en ýmis önnur flugfélög
hafa þennan gæðcistimpil aðeins á
fyrsta farrými.
Fyrir farþega okkar er
gæðastimpill “Chain des
Rotisseurs" viðurkenning á sókn
Flugleiða að bestu farþegaþjónustu
í háloftum heimsins. Fyrir Flugleiðir
er slík viðurkenning miklis virði og
um leið hvatning til að gera enn
betur fyrir farþega sína.
Glasgow - hvað,
hvar og hvernig?
Okkur þykir vænt um að
geta auðveldað farþegum
okkar ferðalagið með aukinni
uppiýsingaþjónustu. Lykill að
Glasgow er nafnið á fróðlegum og
aðgengilegum Flugleiðabæklingi
sem kemur út nú í september.
Framvegis verður lykilatriði í
Glasgow-ferðum að hafa meðferðis
þennan nýjasta upplýsingabækling
frá Flugleiðum. í Glasgow-lyklinum
er að finna margvíslega vitneskju
um það sem er að gerast í Glasgow,
t.d. er leiðbeint um verslanir,
menningarlíf, áhugaverða staði,
skemmtanir, veitingahús,
neyðarþjónustu og fleira og
fleira.
Biðjið um ókeypis eintak af
Glasgow-lykli Flugleiða á
söluskrifstofum okkar eða hjá
ferðaskrifstofunum. Við höfum áður
gefið út sambærilegan lykil að París.
P.s. Beinar flugferðir eru til
Glasgow á þriðjudögum og
laugar jHÉjÉMÉk, dögum.
AUK/kl 10d91-534