Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 14

Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Ekkí er sopið álið... Hugleiðingar um framtíðarsýn Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra eftirEinar Val Ingimundarson Það er hugur í mönnum. Þeim hefur tekist að ljúka upp gluggan- um að framtíðinni. Þar í gegn sjá menn grænar lendur, þar sem smjör drýpur af hveiju strái. Hinn hvíti málmur, sem iðnaðarráðherra kall- ar svo, á að færa þjóðinni ærinn auð. Kíló fyrir kíló, jafnvel mælt í þorskígildum, skila krónurnar sér til lýðsins. Þótt Grænlandsgöngurnar bregðist og þorskseiðin finnist ekki, þá má þó alltaf treysta á eitt: Líkindagreiningu áhættunnar af hækkandi frekar en lækkandi álverði, eins og ráðherra komst að orði í opnuviðtali í Morgunblaðinu 16. sept. sl. Skelfileg synd var það að eiga ekki svona góða líkinda- greiningu, þegar gengið var til samninga við Alusuisse um árið. En orkuverð á nú að tengja við ái- verð, hvað sem tautar og raular, — slíkir eru töfrar líkindagreiningar- innar. Álið er málmur framtíðarinn- ar, segir ráðherra. Það vill svo til að ég er ekki á sama máli. Þá skoðun byggi ég á sívaxandi magni upplýsinga, sem gefa til kynna að frumefnið ál geti valdið eituráhrifum í umhverfinu. Langar mig nú að miðla lesendum nokkru af þessum upplýsingum, en eins og allir vita eru upplýsingar auðlind. Þótt ál sé eitt af algengustu frumefnum jarðskorpunnar, er það rækilega bundið í efnasamböndum, sem langflest eru torleyst. Það er kannski engin tilviljun að móðir náttúra hefur búið svo um hnútana: áli er ekki ætlað uppleyst form í vistkerfinu. í hinu súra umhverfi nútímaiðnaðarsamfélaga leysist sívaxandi magn áj-jóna út í jarð- veg, ár og vötn. Ál-jónirnar valda ertingu í slímhimnum hjá fiskum, svo tálkn verða óvirk, — fiskarnir kafna. Það sama á sér stað við trjáræturnar, fínasta netið verður óvirkt. Súra regnið er sem sé ekki bölvaldurinn og veldur ekki skógar- dauðanum eitt og sér heldur mörg þau torleystu efni, sem sýran leysir út. Til eru fjölmargar greinar í við- urken'ndum vísindatímaritum, sem lýsa þessu og vitna má til. Ég ætla samt aðallega að koma á framfæri nýjum upplýsingum um áhrif áls á mannskepnuna. Á1 fyrirfinnst í kranavatni, svala- drykkjum, ýmsum matvælum, snyrtivörum og lyfjum. Langflestir komast því í tæri við ál-jónina ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Á1 er sér- lega varasamt efni fyrir fólk með nýrnasjúkdóma. í yfirlitsgrein eftir De Broe og van de Vyer í tímarit- inu Clinical Nephrology frá 1985, 24. árgangi, er greint frá eituráhrif- um áls á nýrnasjúklinga. Geta þau m.a. valdið heilabólgu (encephalop- athy), beinátu (osteomalacia) og blóðsjúkdómum (mycrocytic anem- ia). Svipaða sögu segja Coburn og Alfrey í Kidney International, 29. árg., 1986, og Krishnan og fleiri í greininni Aluminium toxicity in humans, sem finna má á blaðsíðum 645-659 í bókinni Essential and toxic trace elements in human health and disease, sem gefin var út í New York 1988. Það er hins vegar tenging áls við Alzheimer-sjúkdóminn alræmda, sem hleypt hefur miklu lífi í rann- sóknir víða um heim. Ástæðan er m.a. sú að óeðlilega mikið af áli hefur fundist í heila slíkra sjúklinga. í greininni Aluminium Toxicokin- etics eftir Wilhelm, Jáger og Ohne- sorge í tímaritinu Pharmacology & Toxicology, bls. 4—9, 66. árg., 1990, segja höfundar að sterkar líkur bendi til að ál sé orsakavaldur í ýmsum ellihrörnunarsjúkdómum, t.d. elliglöpum (Senile dementia of Alzheimer’s type), vöðvarýrnun (amyotrophic lateral sclerosis) og Parkinson veiki. Upptaka áls fer líklega fram með tveggja þrepa kerfi í líkamanum. Fyrst úr maga eða lunguin inn í þekjufrumur. Þær sleppa álinu síðan inn í blóðrásina. Þar hefur það margvísleg áhrif, m.a. á flutn- ingakerfi kalks, þegar það bindur fyrir því fosfötin (tenging við pró- tein-kínasa C). Þessu lýsa Katsu- yama og fleiri í grein í Archives of Toxicology, 63. árg. bls. 474—8. Þeir telja líka að ATP-tenging við magnesíumjónir sé trufluð af völd- um áljóna. I greininni: Dementias — the role of magnesium deficiency and an hypothesis concerning the path- ogenesis of Alzheimer’s disease, í Medical Hypotheses, 31. árg., bls. 211-225, 1990, heldur J. L. Glick því fram að ál-jónir hamli starfsemi efnahvata (enzyma), sem eru háðir magnesíum og eitt hvítusambandið í blóðvökva (serum), — albumin, bindist áli frekar en magnesíum, þegar bæði eru í boði. Villist jafn- vel á því. Þetta ál-albumin á siðan greiðari leið með blóðinu inn í heila- vefina en venjulegt albumin. Þar binst álið taugafrumum og hindrar um leið aðgang magnesíum-jóna. Glick gengur jafnvel svo langt að kalla álið taugaeitur. Hvítuefnið transferrin, sem flytur járn um líkamann, verður líka hart úti í sam- keppninni við ál-jónir eins og Pullen og fleiri lýsa í grein í Journal of Neurochemistry, 55. árg. bls. 251—9, 1990. Allt ber að sama brunni — hinum hvíta málmi var ekki ætlað það hlutverk af móður náttúru að þvælast um í líkömum manna. Sumir kunna að segja: svona ein- angraðar niðurstöður úr rannsókn- arstofum hafa nú oft valdið óþarfa áhyggjum. En þá er þess að geta að faraldursfræðilegar rannsóknir benda sterklega til tengingar elli- hrörnunarsjúkdóma við hækkað ál- magn í umferð, t.d. í drykkjar- vatni. Bendi ég til dæmis á grein eftir Martyn og fleiri í Lancet, 14. janúar 1989, bls. 59—62, þar sem fram kemur, að líkurnar á Álzheim- er-sjúkdómi hjá fólki innan við sjö- tugt eru 50% meiri í héruðum þar sem álinnihald drykkjarvatns var Einar Valur Ingimundarson „Sá gluggi framtíðar, sem upp er lokið og sýnir okkur styrjöld í landinu og óvissu um efnahagslega framtíð, er ekki sú framtíðar- sýn, sem við viljum búa börnum okkar. Ljúkum honum aftur og tökum höndum saman um haldbæra þróun í öllum landshlutum um önnur og betri verkefni í okk- arhreina gómengaða landi.“ 0,11 mg/líter eða meira miðað við svæði þar sem styrkurinn var undir 0,01 mg/líter. Könnunin var gerð í 88 héruðum í Englandi og Wales á meðal 1.203 einstaklinga, sem sýndu Alzheimer-einkenni. Trond P. Flaten við háskólann í Þrándheimi hefur tekið saman svip- aðar tölur frá Noregi þar sem tengd eru saman Alzheimer-einkenni og ál-innihald drykkjarvatns. Þetta kemur fram í ritgerð hans frá 1986. Frá háskólanum í Toronto í Kanada hefur líka verið greint frá athyglisverðri rannsókn, sem fram var látin fara á meðal 1.000 manna úrtaks námumanna, sem höfðu ver- ið látnir anda að sér fínu áldufti í 5—10 mínútur á hveijum degi, áður en þeir fóru niður í námurnar. Þetta átti sér stað í allt að 35 ár í sumum tilfellum og var gert til að fyrir- byggja steinlungu af völdum kísilryks. Þegar þessi hópur var borinn saman við aðra námumenn, sem ekki höfðu notað duftið sér til verndar, kom í ljós merkjanlegur munur á skammtímaminni þeirra svo og annarri andlegri getu. Rann- sóknin var ekki læknisfræðileg, svo ekki er hægt á þessu stigi að full- yrða, hvort um Álzheimer-einkenni var að ræða. Svo virðist samt sem heili þessara manna hafi orðið fyrir einhveijum eituráhrifum af völdum álsins. Á undanförnum árum hefur orðið geysiör þróun í notkun álumbúða af ýmsu tagi, t.d. áldósa og ál- filmu. Talið er að u.þ.b. 20% af ál- framleiðslunni á dag fari í þennan iðnað. Á meðal margra þjóða er samt farið að gæta verulegrar tor- tiyggni í garð áls innan um mat- væli, og það ekki að ástæðulausu. Þær staðreyndir, sem hér hafa ver- ið raktar á undan, tala sínu máli. Upplýstur almenningur fer að forð- ast efnið og þegar markaðurinn talar duga engar fortölur eða líkindagreining. Asbest var líka undraefni, þegar það kom fram svo og PVC-plastið. Freon var sjálfsagt í öll kælikerfi og PCB á rafspenna. Svona mætti lengi telja. Við lærum í gegnum lífið og það gerir okkur víst að yfirburðaskepn- um hér á þessari jörð. En að segja að ekkert bendi til minni notkunar áls í framtíðinni er annaðhvort skortur á upplýsingum eða þá að iðnaðarráðherrann er fjárhættuspil- ari af glæfralegri gerðinni, hvað sem allri líkindagreiningu líður. Mér virðist líka margt benda til þess í stríðsfyrirsögnum undanfarinna daga af ofsagróða af orkusölu. Einar Júlíusson eðlisfræðingur margfaldar fimlega í Morgunblað- inu 19. þ.m. í grein sinni Álgróði og held ég að fleirum væri hollt að taka upp þá iðju á meðal þegna þessa lands. Nafni minn gefur sér þær forsendur að hreinn hagnaður af orkusölu til fyrirhugaðs álvers verði 2 mill á KWs. í dölum talið yrði hagnaður því 5,8 milljónir á ári, eða sem næmi söluandvirði 2200 tonna af þorski á innlendum fiskmarkaði. Samanburðurinn við þorskinn er nærtækur, því fyrr á árinu fullyrti iðnaðarráðherra að kíló fyrir kíló gæfi álið okkur sam- bærilegar tekjur. Eitthvað reyndist þetta nú málum blandið, þegar bet- ur var reiknað og er sú trú mín, að það sama komi á daginn ef menn reikna orkusöludæmið tii enda. Ég á bágt með að trúa því, að álglýjan blindi mönnum svo ræki- lega sýn, að þeir sjáist ekki fyrir. Sá gluggi framtíðar, sem upp er lokið og sýnir okkur styijöld í landinu og óvissu um efnahagslega framtíð, er ekki sú framtíðarsýn, sem við viljum búa börnum okkar. Ljúkum honum aftur og tökum höndum saman um haldbæra þróun í öllum landshlutum um önnur og betri verkefni í okkar hreina og ómengaða landi. Höfundur er uinh verfisverkfræðingur. REYNSLUAKSTUR SEGIR MEIRA EN MÖRG ORÐ ímTETf1 ITALSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ SKEIFUNNI 17 S I IVl I 9 1-688850 Hraðfrystihús Stokkseyr- ar leitar nauðasamninga Hraðfrystihús Stokkseyrar hf., sem var veitt heimild til þriggja mánaða greiðslustöðvunar 30. ágúst sl., skuldar 600-700 milljónir króna en stærstu lánardrottnar fyrirtækisins eru Byggðasjóður, Fisk- veiðasjóður ríkissjóður og Landsbankinn, að sögn Garðars Garðars- sonar Iögfræðings frystihússins. „Verið er að vinna frumvarp að „Menn eru að vinna í því að finna nauðasamningi, sem fljótlega verð- út hvað hægt verður að bjóða, ur lagt fram og þá greidd um það meta eignir og þess háttar, sem er atkvæði en það er miklu meiri vinna mjög flókið mál. Réttarstaða manna því samfara en venjulegri greiðslu- erdálítiðmismunandieftirveðröð." stöðvun," segir Garðar Garðarsson. Næturvöróurinn okkar passar bílinn þinn í nótt og allar nætur, og vió Guórún seljum bílinn þinn í dag og alla daga. Elsta bílasalan og stærsta sölusvæðið í miðborginni við Miklatorg. við Miklatorg, símar 15-0-14 og 17-17-1. Halldór Snorrason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.