Morgunblaðið - 26.09.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
19
Samstarf íslendinga, Frakka og Spán-
verja að Eureka-verkefni:
Hönnun á fískiskipi
10. áratugarins
FELAG íslenskra iðnrekenda efndi nýlega til kynningar á Halios-
verkefninu svonefnda, saipstarfsverkefni Frakka, Spánverja og ís-
lendinga, um þróun á fiskiskipi 10. áratugarins. Aðilar að verkefn-
inu eru opinberar stofnanir auk einkafyrirtækja í þessum lðndum
og er það eitt af verkefnum Eureka-áætlunarinnar. Einu undirverk-
efni Halios, „Maður fyrir borð“, er þegar lokið og veitti menntamála-
ráðuneytið fyrirtækinu Björgunarnet Markúsar, sem vann verkið,
viðurkenningu í tilefni af því.
Halios-verkefnið er eitt af 385
verkefnum innan Eureka-áætlunar-
innar og forsvarsmenn þess eru
Franska haftæknistofnunin, Sam-
tök skipasmíðastöðva og tækja-
framleiðenda á Spáni og Félag ís-
lenskra iðnrekenda á íslandi.
Eureka-áætlunin er frumkvæði
20 Evrópulanda auk Evrópuráðsins
að því að stuðla að samstarfi milli
ríkja Evrópu í því skyni að auka
framleiðni og samkeppnisfærni
Evrópumanna á heimsmælikvarða.
Islendingar eru aðilar að þremur
verkefnunum innan
Eureka-áætlunarinnar.
Halios-verkefninu hefur verið
skipt í tvo hluta. Annars vegar er
unnið að þróun á búnaði tækjum
og heildarkerfum til nota um borð
í fiskiskipum en hins vegar að hönn-
un og smíði skipa sem geta orðið
einskonar fyrirmynd fiskiskipa
þessa áratugar. Verkefnið hefur
staðið í tvö ár og er ráðgert að
fyrra hluta þess ljúki árið 1992 en
seinni hlutanum í upphafi ársins
1993.
Þau íslensku fyrirtæki og stofn-
anir sem eru þátttakendur í Halios-
verkefninu eru Marel hf. og Há-
skóli íslands, sem vinna að þróun
upplýsingakerfis fyrir togara ásamt
spænsku og frönsku fyrirtæki og
er áætlaður kostnaður við verkefnið
350 milljónir ísl. króna. Þá vinnur
Marel ásamt íslenska fyrirtækinu
Efli og franska fyrirtækinu Breuil
að þróun vinnslulínu fyrir togara
sem áætlað er að kosti 40 milljónir
ísl. kr. og Slippstöðin hf., Vélsmiðj-
an Oddi og Plasteinangrun hf. vinna
að þróun lestarkerfis fyrir ísfisktog-
ara ásamt frönsku og spænsku fyr-
irtæki og hljóðar kostnaðaráætlun
upp á 120 milljónir kr. Loks vann
fyrirtækið Björgunarnet Markúsar
að verkefninu „Maður fyrir borð“
og er því nú lokið. Alls tók það
þijú ár í vinnslu og var kostnaður
9 milljónir ísl. króna.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, og Siguijón
Þ. Arnason, formaður SHÍ, handsala samning bankans við stúdenta.
Samningur SHÍ og Búnaðarbankans:
Fyrsta árs nemum lán-
að fyrir fyrstu önninni
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
og Búnaðarbíinkinn hafa gert með
sér samning um sérþjónustu við
háskólastúdenta i bankanum. Hún
felur það meðal annars í sér að
fyrsta árs nemum er lánað fé sem
nemur allt að 90% af áætlaðri
fyrstu lánveitingu Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna. Á sú lánveit-
ing að duga stúdentum til fram-
færslu á fyrstu önninni í námi, eða
fram yfír áramót, er niðurstöður
prófa liggja fyrir og greiðslan
kemur frá Lánasjóðnum.
Fram til þessa hafa nýnemar í
Háskólanum þurft að bíða námsláns
þar til eftir áramót. Búnaðarbankinn
mun lána stúdentum féð fram að
áramótum, að uppfylltum almennum
skilyrðum um námshæfni og ábyrgð-
ir. Lánið greiðist í mánaðarlegum
skömmtum inn á reikning stúdents
eins og um vanalegt námslán væri
að ræða. Þegar peningar koma frá
LÍN greiðist lánið svo upp, en falli
stúdent á janúarprófunum og fái
ekki námslán, eru afborganir af lán-
inu sveigjanlegar.
í námsmannaþjónustu bankans
felst einnig að stúdentar geta fengið
50.000 kr. yfirdráttarheimild á tékk-
areikningi sínum. Þá veitir bankinn
námslokalán allt að 750.000 krónum,
sem einkum er ætlað til húsnæðis-
kaupa. Öll þessi þjónusta er veitt án
viðtals við bankastjóra.
Samkvæmt samningi SHÍ og Bún-
aðarbankans styrkir bankinn íjóra
útskriftarstúdenta árlega, einn í heil-
brigðisgreinum, einn i verkfræði- og
raunvísindadeild, einn lögfræði- eða
viðskiptastúdent og einn hugvísinda-
nema.
Nesjavalla-
virkjun vígð á
laugardaginn
FORMLEG vígsla Nesjavallavirkj-
unar fer fram á laugardaginn.
Hefst athöfnin að Nesjavöllum
klukkan þrjú.
Heitu vatni frá Nesjavöllum var
fyrst hleypt inn á dreifikerfi Hitavei-
tunnar 28. ágúst sl. Hefur síðan
verið unnið að því að prófa og endur-
bæta tæknibúnað. Virkjunin var
stöðvuð í síðustu viku og farið yfir
stillingar á forritum og rafdreifi-
kerfi. Var hún svo ræst að nýju á
mánudag.
Árni Gunnarsson, yfirverkfræð-
ingur Hitaveitu Reykjavíkur, segir
að nú sé líklega búið að komast yfir
fyrstu barnasjúkdómana og að virkj-
unin sé komin í fullan rekstur.
Morgunblaðið/Sverrir
Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins í
ræðustól. Honum á vinstri hönd eru Dávíð Lúðvíksson hjá Félagi
íslenskra iðnrekenda og lengst til vinstri er Þorvaldur Pétursson
verkefnissljóri Halios-verkefnsins á íslandi.
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra:
Landsmenn dragi úr
mengun frá bílum í
kjölfar nýs álvers
JÚLÍUS Sólnes umhverfisráðherra vill að landsmenn sameinist um að
hraða þvi að koma við mengunarvörnum á útblástur bifreiða í kjölfar
byggingu nýs álvers sem hafi verulega viðbót á loftmengun í för með
sér.
Júlís Sólnes sagði við Morbunblað-
ið, að ef verið væri að ræða um að
reisa allt að 400 þúsund tonna ál-
ver, þá færu út í andrúmsloftið allt
að 400 þúsund kílóum af flúor á
ári, og þessi rekstur væri því, hvað
sem hveiju liði, mjög mengandi.
„Þetta er því spurning urn að
reyna að viðhafa ströngustu meng-
unarvarnir og nota bestu fáanlegu
tækni í þeim efnum sem völ er á.
Eg hef einnig varpað fram þeirri
hugmynd, að við ættum í kjölfarið á
þessu að gera átak til að draga úr
mengum frá bifreiðum. Við gætum
með því dregið verulega aftur úr
þeirri viðbótarloftmengun sem álve-
rið hefði í för með sér, sagði Júlíus.
Hann sagðist viija láta athuga
með hvaða hætti stjórnvöld gætu
hvatt til þess að flýta aðgerðum til
að koma fyrir mengunarútbúnaði á
bílum, m.a. með skattaívilnunum.
(gauknecht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI
mmm
@ SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VIÐ MIKLAGARÐ
& KAUPFÉLÖGIN
BOSCH
HEIMILISTÆKI
og lífid er leikur
JÚHANN ÚLAFSSON & Cú. HF.
Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12