Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
Yfírmaður KGB vísar á bug getgátum um valdarán sovéska hersins:
Grein dreift til Qölmiðla um
valdaránsáform umbótasinna
Moskvu. Reuter.
VLADÍMIR Krjútsjkov, yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar, KGB,
hefur vísað á bug ummælum þingmanns eins þess efnis að her Sovétríkj-
anna sé hugsanlega að undirbúa valdarán. Mjög hefur borið á slíkum
sögusögnum í höfuðborg Sovétríkjanna, Moskvu, á undanfórnum vikum
og fjallaö hefur verið um áform um valdarán í dagblöðum og tímarit-
um. Við nýjan tón kvað þó í gær er TASS-fréttastofan sovéska dreifði
grein þar sem fullyrt var að róttækir umbótasinnar í Moskvu hefðu í
hyggju að steypa Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseta og leiðtoga sovéska
kommúnistaflokksins, af stóli.
í grein sem TASS-fréttastofan
dreifði í gær og sögð var túlka skoð-
anir höfundarins, V. Petrúníja, var
látið að því liggja að róttækum
umbótasinnum hefði verið komið til
valda í borgarstjórn Moskvu í þeim
tilgangi að skerða lífskjörin þar enn
frekar. Tilgangurinn með því væri
hins vegar sá að auka á óánægju
almennings í því skyni að undirbúa
valdarán í Sovétríkjunum. Höfund-
urinn kvaðst vera þeirrar skoðunar
að það væri ekki tilviljun ein að
íbúar höfuðborgarinnar kæmu til
með að líða skort í vetur. Yfirvöld
í Moskvu hefðu ekki gert neitt til
að tryggja að þar yrði nægan mat
að fá. Þetta væri verk „lýðræðis-
sinna“ og samstarfsmanna þeirra
og átti höfundurinn þar að líkindum
við Borís Jeltsin, forseta Rússlands,
og þekktasta leiðtoga svonefndra
róttækra umbótasinna í Sovétríkj-
unum. Með því að skapa þetta
ófremdarástand hefðu öfl þessi lagt
grunninn að valdaráni, sem miðaði
í senn að því að steypa ríkisstjórn
Níkolajs Ryzhkovs forsætisráð-
herra og forseta Sovétríkjanna,
Míkhafl S. Gorbatsjov.
Gagnrýni Jeltsíns
Svo virtist sem grein þessi væri
ætluð til birtingar í sovéskum dag-
blöðum og þótti athyglisvert að
veist væri að Borís Jeltsín með þess-
um hætti en hann og aðrir ráða-
menn rússneskir hafa gagnrýnt
Ríkissaksókn-
ari — ekki rík-
islögmaður
í frétt um rannsókn á máli Jans
P. Syse, forsætisráðherra Noregs,
hér í blaðinu í gær er sagt, að ríkis-
lögmaður Noregs hafi mál hans nú
til meðferðar. Þetta er ekki rétt,
því að það er norski ríkissaksóknar-
inn sem hefur málið í sínum hönd-
um. Norska orðið ríksadvokat
merkir ríkissaksóknari en hins veg-
ar er regjeríngsadvokat ríkislög-
maður. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum við þýð-
ingu.
Rynkeby
ÁVAXTAGRAUTAR
harðlega völd þau sem Æðsta ráð-
ið, þing Sovétríkjanna, veitti Gorb-
atsjov á mánudag til að stjórna með
tilskipunum. Þá hefur hugsanlegt
valdarán verið ofarlega á baugi,
einkum í Moskvu að undanförnu
en fram til þessa hafa þær getgátur
einkum verið settar í samhengi við
óánægju innan Rauða hersins.
Skýringa krafist á þingi
Þannig sagði þingmaður einn,
Sergej Bjelozerstjev, í ræðu er hann
flutti á þingi Sovétríkjanna á mánu-
dag að umfangsmikilir liðsflutning-
ar hefðu farið fram í höfuðborginni
að undanförnu. Fjórum deildum
fallhlífarhermanna og tveimur her-
fylkjum til viðbótar hefði verið skip-
að í viðbragðsstöðu og tvær deild-
anna hefðu venð færðar undir yfir-
stjóm KGB. „Ég krefst skýringar
á því hvers vegna hermennirnir
voru einkennisklæddir og hvers
vegna þeir voru vopnaðir byssum
og táragashylkjum og í skotheldum
vestum,“ sagði þingmaðurinn.
Sagði hann að draga mætti þá
ályktun að valdarán væri í undir-
búningi. „Hvers vegna hafa leyfi
hermanna verið afturkölluð? Hvers
vegna hefur viðbúnaður heraflans
verið aukinn?“
Bjelozerstjev kvað upplýsingar
þessar hafa borist frá félögum í
samtökunum „Skjöldur" (Sjíkth) en
yfirlýstur tilgangur þeirra er sá að
gæta hagsmuna bæði núverandi og
fyrrverandi hermanna. Fyrr í þess-
um mánuði var fjallað um hugsan-
legt valdarán í tveimur sovéskum
tímaritum og sagði þar að sú skoð-
un nyti vaxandi fylgis innan Rauða
hersins að binda bæri enda á upp-
lausnarástandið sem ríkjandi væri
í Sovétríkjunum. Dmítrí Jazov,
varnarmálaráðherra Sovétríkjanna,
taldi ástæðu til að bera fréttir þess-
ar til baka á opinberum vettvangi.
Vöruskortur og síversnandi lífskjör
alþýðu manna í Sovétríkjunum hafa
að sögn kunnugra ýtt enn frekar
undir sögusagnir og getgátur um
að herinn hyggist ræna völdum auk
þess sem vitað er að óánægja er
ríkjandi innan heraflans vegna fyr-
irhugaðrar heimkvaðningar hundr-
aða þúsunda hermanna frá ríkjum
Austur-Evrópu.
Andmæli Gorbatsjovs og KGB
Míkhaíl S. Gorbatsjov bað þing-
manninn um að nafngreina heimild-
armenn sína og sakáði hann um
að eyða tíma þingheims til einskis.
Vladímír Kijútskov, yfinnaður ör-
yggislögreglunnar, sagði að sveitir
fallhlífarhermanna hefðu verið
fluttar frá Ríjazan, um 200 kíló-
metra suður af Moskvu og stæðu
þeir flutningar í sambandi við fyrir-
huguð hátíðarhöld vegna byltingar-
afmælisins í nóvember. Þegar þeim
væri lokið yrðu hersveitirnar fluttar
aftur til búða sinna. Fallhlífarsveit-
irnar er þingmaðurinn nefndi hefðu
um tíma verið færðar undir stjórn
KGB til að efla landamæravörslu.
„Fullyrðingar þingmannsins fá ekki
staðist," sagði yfirmaður öryggis-
lögreglunnar.
Búlgaría:
Lflov endurkjörinn
leiðtogi sósíalista
Sófíu. Reuter.
ALEXANDER
Lílov var endur-
kjörinn formað-
ur búlgarska só-
síalistaflokksins
á flokksþingi í
gær. Umbóta-
sinnar í röðum
ilokksmanna
höfðu hvatt hann
Alexander Lílov
til að draga sig í hlé.
Lílov er 57 ára gamall og fyrrum
hugmyndafræðingur búlgarska
kommúnistaflokksins í valdatíð
Todors Zhívkovs flokksleiðtoga.
Nýtur Lílov stuðnings harðlínu-
manna í flokknum, sem stofnaður
var á rústum kommúnistaflokksins.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
völd harðlínumanna hefðu aukist á
flokksþinginu þar sem fjórir kunnir
umbótasinnar hefðu verið felldir úr
stjóm flokksins. Er þar um að ræða
Dragomír Draganov, Valentín
Vatsev, Asen Zhablenskí og Petar-
Emíl Mítev. Ennfremur misstu Pet-
ar Mladenov, fyrrum flokksleiðtogi,
og Dobrí Ozburov, fyrrum varnar-
málaráðherra, sæti sín í flokksráð-
inu og einnig Beltsjo Beltsjev fjár-
málaráðherra.
Fulltrúar umbótasinna spáðu því
í gær að sósíalistaflokkurinn myndi
klofna fyrst Lílov var endurkjörinn
leiðtogi hans. Hlaut hann 833 at-
kvæði af 1.330 á flokksþinginu en
432 greiddu honum mótatkvæði.
í ræðu að kosningum loknum
sagðist Lílov áhyggjufullur vegna
brotthvarfs ýmissa umbótasinna úr
flokksráðinu. Líklegt er talið að
sósíalistaflokkurinn klofni þegar í
þessari viku því nokkrar fylkingar'
umbótasinna hafa boðað til fundar
nk. laugardag til þess að bera sam-
an bækur sínar um hvernig brugð-
ist skyldi við auknu veldi harðlínu-
manna í flokknum.
JÍ '
m&m mmma
OOOOUB
4
Wrm AtlCiÖST, IMA
/ iJfy / / ’ V / / ,
ffMKAsri?Y mr
n u HpHjMl
^ fyf/
IgHHHMHHfl
O X K M l LLIÖ X P O V X I > H
/
á/ /
/s/f f/s f/ff/ffff /:■/// s~4/ f/t€
//f//Sfjá;,
f Æ/'
yfc' /
f/£///://
//$&/// /
/ //,
5wM
Milljónpundaseðillinn
Reuter
Gert er ráð fyrir að siegist verði um milljón punda
peningaseðil sem verður boðinn upp hjá Christie’s-
uppboðsfyrirtækinu í London í næsta mánuði. Ekki_
er hægt að innlevsa seðilinn sem er einn af átta*
slíkum er gefnir voru út árið 1948 til að vekja at-
hygli á Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við V-Evrópu
eftir stríð þegar mörg ríki álfunnar voru í rústum.
Líklegt er talið að seðillinn fari á allt að 30.000
pund eða rúmar þijár milljónir ÍSK en aðeins eru
til tvö eintök í heiminum; hinir sex voru eyðilagðir
skömmu eftir prentunina. Bandaríski rithöfundurinn
Mark Twain ritaði þekkta smásögu um örsnauðan
mann sem fenginn var milljónpundaseðill og átti
hann að reyna að hjara um hríð í London með því
að slá lán út á seðilinn.
■ LEIPZIG Kirkja mótmælenda
í Austur-Þýskalandi hefur svipt
prest nokkurn kjóli og kalli fyrir
að skíra tvo ketti, að sögn Werners
Leichs, biskups. Skímin átti sér
stað í sókn í bænum Greiz sem er
skammt frá Leipzig.
■ VÍNARBORG Fyrrum kansl-
ari Austurríkis, Fred Sinowatz,
var í gær sektaður um 360.000
skildinga, jafnvirði 1,8 milljóna
ÍSK, fyrir að bera ljúgvitni í meið-
yrðamáli sem hann höfðaði á hend-
ur tímaritinu Profil og rekið var í
tengslum við embættistöku Kurts
Waldheims forseta. Við réttarhöld-
in neitaði Sinowatz því að hafa
hótað að upplýsa um fortíð Wald-
heims, eins og tímaritið hélt fram,
en rétturinn komst að þeirri niður-
stöðu að blaðið hefði haft rétt fyrir
sér.
■ ROSEVILLE PRENTARI að
nafni Jim Carlberg í bænum Rose-
ville í Illinoisríki græðir á tá og
fingri og getur ekki annað eftir-
spurn eftir óvenjulegum salernis-
pappír. Er hann skreyttur myndum
af Saddam Hussein íraksforseta
og kostar fjögurra rúllu búnt 19,95
dollara, jafnvirði 1.100 ÍSK. Hefur
Carlberg á nokkrum dögum prentað
og selt 20.000 rúllur og fengið pant-
anir fyrir öðru eins magni. Fyrir-
tæki Carlbergs sérhæfir sig í prent-
un óvenjulegs salemispappírs og
eru tvær tegundir hvað vinsælast-
ar; pappír með mynd af skatta-
skýrslunni og svo pappír sem á er
prentað orðið tengdamamma.
■ ÓSLÓ NORSKA stjórnin fór
þess á leit við sovésk yfirvöld að
þau veittu upplýsingar um meintan
urðunarstað kjarnorkuúrgangs í
70-80 km fjarlægð frá norður-
norsku landamærunum. Þar mun
grafinn djúpt í jörð úrgangur frá
kjarnorkuknúnum kafbátum og
orkuverum. Sovésk umhverfisstofn-
un mun hafa bent á urðunarstaðinn
og hyggjast Norðmenn iáta reyna
á ársgamlan samning þeirra og
Sovétmanna um gagnkvæma upp-
lýsingaskyldu vegna' atvika tengd-
um kjarnorkuvinnslu.
■ BRUSSEL Undanfarna daga
hafa mörg veggspjöld verið tekin
niður í höfuðstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) vegna fyrir-
hugaðrar heimsóknar Míkhaíls
Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska
kommúnistaflokksins, þangað. Til
þess að særa ekki leiðtogann hafa
sgjöld með áletrunum á borð við
„Ognin er viðvarandi" og „Látum
leyndarmálin ekki berast" verið sett
í geymslu.
Noregur:
Flokksfyrir-
tæki SV brutu
skattalögin
Ósló. Reuter.
LEIÐTOGAR Sósíalíska vinstri-
flokksins (SV) viðurkenndu í gær
að fyrirtæki í hans eigu hefðu
gerst sek um brot á skattalögum
sem væru í eðli sínu hin sömu og
fyrirtæki í eigu Jans Syse forsæt-
isráðherra urðu uppvís að.
Blaðið Aftenposten skýrði frá því
í gær að fyrirtæki SV hefðu gerst
sek um brot á skattalögunum og
játaði Bente Sandvig, framkvæmda-
stjóri flokksins, að frétt blaðsins
væri sannleikanum samkvæm. Að
sögn Aftenposten skilaði eitt flokks-
fyrirtæki ársreikningi eftir að skila-
frestur var út runninn og reikningar
annars voru sagðir hafa verið sendir
en virtust hafa týnst í pósti.
SV hefur 17 þingmenn af 165 sem
sitja á norska Stórþinginu. Flokkur-
inn gekk fram fyrir skjöldu þegar
út spurðist að fyrirtæki Syse hefðu
brotið skattalögin með því að skila
ekki ársreikningum til skattyfirvalda
og krafðist afsaganar Syse. Sögðu
leiðtogar flokksins að forsætisráð-
herrann ætti að vera til fyrirmyndar
í því að virða landslög.