Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 33

Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 33 Jóhannesar sárt, þegar Guð hefur nú jcallað hann heim til sín. Ég votta mína dýpstu samúð. Helgi Falur Vigfússon Dauðinn kemur alltaf á óvart, alveg sama hversu lengi menn hafa átt von á honum. Við ríghöldum í lífið og bægjum tilhugsuninni frá okkur. Menn eru aldrei viðbúnir miskunnarleysi og dómi mannsins með ljáinn þótt allir eigi von á hon- um fyrr eða síðar. Jóhannes L. L. Helgason kom yngstur í skólabekkinn og fór þaðan yngstur og fyrstur. Hans verður mikið saknað. Þótt Jóhannes væri lang-yngstur bekkjasystkina sinna, þá gleymdist það fljótt, því hæfileikar hans og bráður þroski leyndust engum og honum var falin forusta í flestu þar sem hann lét til sín taka, en í öðru var oftast leitað til hans. Sérhver var öruggur, sem hafði hann að bakhjarli. Hann hafði flest það til að bera sem einn góðan mann má prýða. Góðar gáfur, námshæfileika, karl- mennsku, dugnað og þor. Það var litið uþp til hans og honum var treyst. Ráð hans og skoðanir voru þungar á vogarskálunum. Ofan á allt þetta bættist svo ógleymanlega hlýr og heillandi per- sónuleiki. Hans mikla skap, vit og þróttur voru gædd slíkri hlýju og sanngirni að aldrei gleymist. JSkóla- bekkurinn í Verslunarskóla íslands var hólpinn. Á þeim árum, þegar unglingarnir losa um tengsl for- eldrahúsa, og leita að nýjum tengsl- um, þá eru þeir hvað opnastir fyrir kynnum við annað fólk. Þá bindast þau bönd sem sterkust eru og óijúf- anlegust. Það er alveg sama hversu langt er á milli funda, alltaf er þráð- urinn tekinn upp aftur, eins og síðast hafi verið hist í gær. Það þarf engan upphitunartíma. Þannig hefi ég þekkt Jóhannes í nær 40 ár. Ég skammast mín ekk- ert fyrir þá eigingirni að geta ekki sætt mig við þennan mikla missi. En Jóhannes mun lifa í minning- unni. Ég mun geta kallað fram í hugann hvenær sem er glampa hans í augum, svipbrigði, bros og kímni, reiði, áminningar og aðvar- anir. Skopskyn Jóhannesar var ríkulegt, gætt viti og hlýju. Hann hikaði heldur ekki að ganga nærri viðmælendum sínum með beittu skopi, en alltaf á þann nærgætna hátt að engan særði, þvert á móti fundu menn af þessum glettum að honum þótti vænt um þá. Jóhannesi var mikið gefið og hann gaf mikið og borgaði dýrt. Nú er það okkar að geyma þessar dýru minningar í þakklæti. Önnu Björgvinsdóttur, sem sýndi okkur bekkjarsystkinunum sama hlýhug og maður hennar, votta ég dýpstu samúð svo og börnum þeirra. Jóhann J. Olafsson í dag kveðjum við kæran vin okkar, Jóhannes L.L. Helgason, sem lést 15. september síðastliðinn, aðeins 52 ára að aldri. Fréttin um andlát hans kom sem reiðarslag og alveg að óvörum, þrátt fyrir vitn- eskju um hinn alvarlega sjúkdóm sem hann hafði borið síðastliðið ár. Við kynntumst Jóhannesi fyrst fyrir rúmum átta árum þegar Helgi, sonur þeirra Jóhannesar og Önnu Fríðu, og Anna María systir okkar hófu sitt samband. Helgi varð fljót- lega einn af okkar bestu vinum, þannig að brátt urðum við systur tíðir gestir í Hjálmholtinu hjá þeim Önnu Friðu, Jóhannesi og Kristínu, systur Helga. Þær eru ófáar minn- ingarnar sem nú koma í hugann um heimsóknirnar þangað eða í sumarbústaðinn til þeirra á Þing- völlum, og allar eru þær jafn góð- ar. Oft urðu líflegar umræður af minnsta tilefni sem enduðu yfirleitt með þvf að við lágum öll í hláturs- kasti, sérstaklega ef Jóhannes var í stuði, því hann hafði mjög góðan húmor og var auk þess mjög orð- heppinn. Jafnvel síðustu misserin þegar hann var orðinn sárþjáður var hann hrókur alls fagnaðar. Þegar umræðuefnin voru á alvar- legi-i nótum var einnig gaman að sitja og spjalla, því Jóhannes var fróður um hin ólíklegustu mál og auk þess stálminnugur. Það breytti í sjálfu sér litlu hvort hann hafði lært eitthvað fyrir þijátíu árum eða fyrir viku síðan, hann hafði alltaf réttu svörin. Jóhannes var á margan hátt ein- stakur maður. Hann var ákaflega heilsteyptur, mjög réttsýnn og sanngjarn, þannig að ef við leituð- um álits hjá honum gátum við treyst því að fá hlutlaust mat. Og þau ráð sem hann gaf reyndust ávallt vel. Ef eitthvað sérstakt bjátaði á var gott að vita af þeim Jóhannesi og Önnu Fríðu, og koma heim í Hjálm- holt, því við fundum að þau létu sig varða okkar hag og gerðu sitt besta til að málin fengju farsæla lausn. En nú skiljast leiðir um stund. Á þessum tímamótum viljum við þakka Jóhannesi samfylgdina sem aldrei bar skugga á, og biðja góðan Guð að styrkja ykkur, elsku Anna Fríða, Kristín og Helgi, á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Jóhannesar L.L. Helgasonar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þórunn og Elín. Þegar fregnin um andlát Jóhann- esar L.L. Helgasonar barst upp í Verzlunarskóla setti alla hljóða. Hvernig gat það verið að þessi kraftmikli og duglegi garpur væri fallinn frá, langt um aldur fram? Hér bárust okkur óvænt og sorgleg tíðindi sem erfitt er að sætta sig við. En enginn má sköpum renna. Þótt Jóhannes gengi ekki heill til skógar síðustu árin lét hann engan bilbug á sér finna, starfaði af fullum krafti og var alltaf sami félaginn sem dreif verkefnin áfram af atorku og útsjónarsemi. Þessir eiginleikar Jóhannesar nutu sín vel í Verzlunarskóla ís- lands. Fyrst á námsárum hans í skólanum, þar sem hann var kjörinn til forystu í félagslífi skólans og síðar sem ómissandi félagi í samheldnum stúdentahóp. En þetta var aðeins hluti af löng- um og farsælum ferli Jóhannesar í Verzlunarskóla íslands. Árið 1966 var hann ráðinn kenn- ari í verslunarrétti við skólann og gegndi því starfi í 11 ár en var auk þess formaður skólanefndar og framkvæmdastjóri skólans á árunum 1974-1978. Jóhannes var afbragðs kennari. Kennslan hjá honum hafði ferskan og lifandi blæ. Hann kryddaði náms- efnið með sögum úr viðskiptalífinu og af réttarfari, þar sem hann var öllum hnútum kunnugur sem starf- andi lögmaður. Honum reyndist létt að ná at- hygli nemenda og halda þeim við efnið og var því bæði vinsæll og virt- ur af nemendum sínum. Jóhannes var ætíð aufúsugestur á kennarastofunni, alltaf hress, kát- ur og viðræðugóður. Hrókur alls fagnaðar. Sem skólanefndarformaður og framkvæmdastjóri reyndist Jóhann- es ákveðinn, traustur, glöggur og sanngjarn í viðskiptum við kennara. . Hann vildi veg skólans sem mestan og lagði metnað sinn í að vinna að framgangi hagsmunamála hans. Þótt Jóhannes hyrfi til annarra stafar hélt hann jafnan tengslum sínum við skólann og starfsfélaga sína þar og var ætíð fús til að leggja skólanum lið til að efla hann og styrkja. Allir sem störfuðu með Jóhannesi í Verzlunarskólanum harma hið skyndilega fráfall hans, en við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og starfað með svo góðum dreng sem gaf tilverunni líf og innihald. Blessuð sé minning hans. Við sendum eiginkonu hans, Önnu Fríðu Björgvinsdóttur, og börnum þeirra, Helga og Kristínu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Hergeirsson BergrósJóns- dóttir - Minning Fædd 16. ágúst 1913 Dáin 25. ágúst 1990 Bergrós Jónsdóttir fæddist þann 16. ágúst 1913 á Vesturgötu 59 í Reykjavík. Dóttir hjónanna Jóns Nikulássonar frá Hamri, Gaulveijabæjarhreppi, Árnes- sýslu, og Hugborgar Helgu Ólafs- dóttur frá Núpi, A-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. Bergrós var yngst sex barna foreldra sinna er upp komust og sú sem síðust þeirra kveður þennan heim. Jón faðir hennar dó 1918 í spönsku veikinni og „Beggu“, eins og hún var kölluð, var ekki hugað líf. Eftir það tvístraðist fjölskyldan nokkuð. Guðjón bróður sinn missti hún er togarinn „Jón forseti“ fórst. Hugborg Helga bjó hjá dóttur sinni til dauðadags. Begga fór fljótt að taka þátt í lífsbaráttunni með móður sinni. Fór ung að vinna við fiskvinnu og síld á sumrum. Síðan vann hún í þvottahúsinu Grýtu, sem hún og vinkonur henn- ar, þær Ingibjörg Sölvadóttir og Þóra Þórðardóttir, festu kaup á og ráku síðan um áratugaskeið. Ung trúlofaðist hún Sæmundi Þórðarsyni. Hann var sonur Þórð- ar Þórðarsonar og Katrínar Páls- dóttur. Rangæingur í báðar ættir. Hann varð múrarameistari, en vann sem skrifstofumaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þar til hann hætti störfum, á sjötugs- aldri. Sæmundur hafði lamast um 24 ára aldur og bar þess aldrei bætur. Bergrós og Sæmundur giftust og bjuggu fyrst í Mávahlíð 10, síðan í Hvassaleiti 10, þar andaðist Sæmundur 22. ágúst 1980. Síðan bjó Bergrós ein, uns hún lagðist inn á Borgarspítalann þann 10. júní í vor og lést eftir erfið veikindi 25. ágúst síðastlið- inn. Þau hjónin tóku að sér ungan systurson Bergrósar, Þorgrím Þórðarson, og voru honum alla tíð sem bestu foreldrar og konu hans og börnum bestu tengdaforeldrar, afi og amma, sem fjölskyldan fær aldrei fullþakkað. Bergrós var lífsglöð og hafði gaman af ferðalögum og hannyrð- um og féll henni sjaldan verk úr hendi. Bergrós var barngóð, frændrækin og mátti aldrei neitt aumt sjá ári þess að hjálpa. Nú, þegar hún er horfin héðan, sakna hennar allir í fjölskyldunni. Blessuð veri minning hennar. Jónína B. Thorarensen Hún Begga frænka er dáin. Hún var dóttir Hugborgar Helgu Ólafsdóttur, fædd á Núpi undir Eyjafjöllum, og Jóns Nikulássonar frá Hamri í Flóa. Hann dó ungur úr spönsku veikinni 1918 og stóð amma uppi með börnin ein, sem hlýtur að hafa verið erfitt. Elías Halldórsson, Hafnarfírði - Minning í dag verður jarðsettur bróðir, mágur og föðurbróðir okkar, Elías Halldórsson, Grænukinn 11, Hafn- arfirði. Elli, eins og hann var ætíð kallaður, var einn af hinum sönnu „göflurum“, fæddur 6. október 1922 í Hafnarfirði og bjó þar æ síðan. Foreldrar hans voru Ingi- björg Jónsdóttir og Halldór Teits- son, en auk Ella áttu þau þijár dætur og tvo syni og er Elli annar barna þeirra hjóna sem kveður þennan heim, en áður er látin Þorbjörg 1985. Eftir að Joarnaskólanámi lauk vann Elli við sjómermsku en lærði síðan trésmíði og vann við þá iðn fram á síðasta dag en seinustu árin starfaði hann á Sólvangi í Hafnarfirði. Árið 1949 kvæntist Elli Þuríði Gísladóttur ættaðri frá Hnappa- völlum í Öræfum og eiga þau sam- an fimm börn, þau eru: Jónína, gift Bengt Hamre, búsett í Svíþjóð og eiga þau þrjú börn; Gísli Þórð- ur, sambýliskona hans er Þórey Ólafsdóttir, búsett í Reykjavík; Ingibjörg Halldóra, sambýlismað- ur hennar er Árni Sigurðsson, en Ingibjörg á tvö börn frá fyrra hjónabandi, búsett í Kópavogi; Guðni Kristinn, hans kona er Val- gerður Sveinbjörnsdóttir og eiga þau þrjá syni, búsett, í Hafnar- firði; Sigurbjörn, ókvæntur og býr heima hjá foreldrum sínum. Allt er þetta myndarfólk sem hefur staðið við hlið föður síns í hans veikindum en Elli var í mörg ár búinn að stríða við hjartasjúk- dóm. í tíu ár bjuggum við í sama húsi og tengdumst þá nánari ætt- arböndum, enda var EIli ættræk- inn, hlýr og léttur í lund en í mörg ár kom hann oftast á laugar- dagsmorgnum og tókum við bræð- ur í spil saman og var þá oft hleg- ið og grínast um leið. Eigum við án efa eftir að sakna þessara stunda og það er margs sem sakn- að verður því Elli var fróður að tala við, því þó ekki væri langt bóknám að baki, var Elli eins og faðir hans, víðlesinn og aflaði sér fróðleiks um menn og málefni og miðlaði frá sér. Hann hafði líka gaman af að tala við sér eldra fólk og kynnast þeirra tíma hátt- um, en á hans heimili bjuggu tengdaforeldrar hans, Gísli og Guðný, síðustu ár sín við gott við- mót og hlýju. En það var ekki einungis gamla fólkið sem laðaðist að Ella, því hann gaf sér lika tíma fyrir börn og hændust þau mjög að honum, ekki bara hans eigin heldur einnig okkar börn og barnabörn. Elli hafði gaman af ferðalögum og þekkti land sitt vel og margar ánægjustundirnar átti hann einnig vð silungsveiðar. Við eigum öll eftir að sakna Ella, og þökkum fyrir hans vináttu og trygglyndi um leið og við send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Þura, Doddi og fjölskylda. Begga trúlofaðist Sæmundi Þórðarsyni, góðum dreng. Hann veiktist af lömunarveiki ungur mað- ur og beið þess aldrei bætur. Hann lést fyrir 10 árum. Helga amma bjó hjá þeim alla ævi og reyndust þau henni mjög góð. Begga, Þóra Þórðardóttir mág- kona hennar og Ingibjörg Sölva- dóttir störfuðu saman að Þvotta- húsinu Grýtu í 35 ár við góðan orðstír. Ég man að okkur systkinunum fannst enginn sunnudagur ef Begga og Sæmi komu ekki í heimsókn tii okkar. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku til sín ungan systurson Beggu, Þorgrím Þórðar- son, sem reyndist þeim sem besti sonur. Kona hans Jónína Thorar- ensen reyndist þeim sem besta tengdadóttir. Beggu þótti mjög vænt um þau, börnin og barnabörn- in litlu. Systkini hennar voru: Ólafur í Vestmannaeyjum, Vilborg móðir Þorgríms, Margrét móðir mín, Júl- íus í Keflavík og Guðjón, en hann fórst 18 ára gamall með „Jóni for- seta“ 1928. Þau eru öll látin. Begga var besta frænka sem ég hef átt og það sagði ég.henni oft. Hún andaðist eftir rúma 2ja mán- aða legu úr illkynja sjúkdómi á Borgarspítalanum. Ég mun alltaf minnast hennar með hlýju og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Sigga frænka -elna , ,SP0R IRETTA ATT Mikið úrval hinna viðurkenndu og háþróuðu Elna saumavéla mjög gott verð fra kr. 21.750,- ATH Hjá okkur er námskeið og kennsla innifalið í verði. © Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 l/dt/uwcSueýyhx&igik L sojfuuH^unt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.