Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 34

Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Minning: Stefán Jónsson rithöfundur Kynni okkar Stefáns Jónssonar voru stutt. Þau hófust haustið 1988 er Stefán bauð mér handrit sem hann hafði í smíðum til útgáfu. Bókin kom út ári síðar á vegum Forlagsins og nefndist Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng. Sam- skipti okkar urðu eðlilega all nokk- ur í þessu sambandi og voru ein- staklega ánægjuleg og gefandi. Áhugi Stefáns var lifandi og hann var óþreytandi að bera undir mig ótal hugmyndir um allt sem sneri að útgáfunni og hafði einatt gott til málanna að leggja. Viðhorf hans til útgáfu og bókmenningar var sérstaklega heilbrigt og æðrulaust eins og til annarra hluta. Það er leitt að Stefáni skyldi ekki auðnast að skrifa fleiri bækur því hánn átti sér góðar hugmyndir en eftir að hann veiktist hafði hann ekki þrek til að vinna að þeim eins og þurfti. Þær bækur sem eftir hann liggja staðfesta samt sem áður hve snjall rithöfundur Stefán var, að mínu mati miklu snjallari en margir sem skreyta sig með þeirri nafnbót. Ég þakka stutt en einstök kynni og sendi öllum aðstandendum samúð- arkveðjur. Þar kvaddi góður dreng- ur. Jóhann Páll Menn koma og menn kveðja þennan hem eftir mislanga dvöl. Allir skilja þeir eftir sig spor mis- djúp, greipt í þá sem eftir lifa. Þeg- ar sá sem kveður hefur haft til brunns að bera hljómfagra rödd, kjarnyrt mál og hæfileika til að sameina þetta í frásagnarsnilld sem engum gleymist er á hlýðir, hljóta sporin að verða djúp sem hann skil- ur eftir sig. í þá daga þegar útvarpið bar hæst í flutningi á fræðslu- og skemmtiefni inn á heimilin, vóg rödd Stefáns Jónssonar þungt á vogarskálinni. í minni sveit hvíldu menn sig á heyskapnum til að geta hlýtt á þessa hljómmiklu rödd, sem eins og festist við veggi herbergis- ins sem hlustað var í. Hann virtist hafa undraverða hæfileika til þess að gera alla viðmælendur sína áhugaverða og skemmtilega, laða fram hið jákvæða og góða og blanda í hið leiðinlega mátulega miklum húmor til þess að jafnvel það skildi eftir sig jákvæða mynd. Að fá að kynnast þessum manni í eigin per- sónu á þeim vettvangi sem átti hug hans óskertan á seinni árum, veiði- skap og útivist, verður seint full- þakkað. Lífsgleði á tréfæti er ekki aðeins lífsgleði Stefáns Jónssonar, heldur allra þeirra sem hafa lesið bækurnar hans og fundið andann í tilveru þess manns sem ekki lætur bugast á tréfæti, heldur notar hann beinlínis til þess að laða fram stemmningu náttúrunnar. Að rota Lax á sundi með einu höggi með stafnum sínum, eða veiða á flugu á ísileginni Geirlandsá, slíkt er að- eins mönnum gefið sem veiða á tréfæti. Við veiðifélagar Stefáns höfðum vonast til þess að hann kæmist með okkur í haust í Geirlandsá þegar hann kvaddi okkur fyrr í sumar, fullvissir um að myndi hann berá sigurorð af sláttumanninum mikla. Við munum sitja saman og minnast Stefáns með söknuði - andi hans verður hjá okkur. íslenskir stang- veiðimenn kveðja hann með þakk- læti fyrir þann tón sem Stefán gaf okkur með orðum og verkum sínum. Hans verður ævinlega minnst á þeim árbökkum eða skurðum sem hann hefur gengið um. Ég færi Kristjönu og ástvinum hans mínar alúðlegustu samúðarkveðjur. Konráð Lúðviksson Hann Stefán vinur minn og veiði- félagi er dáinn. Fréttin um það kom ekki á óvart, en staðreyndin er jafn voðaleg fyrir það. Við kvöddumst á þriðjudagskvöldinu og vissum báðir að það yrði í síðasta sinn. Ég fór utan morguninn eftir og þegar ég kom heim aftur var sambandið rofnað og aðfaranótt mánudags fór hann yfir mörkin miklu. Ótrúlegt skref var það fyrir svo lífsglaðan og jarðneskan mann. Óg nú skrifa ég minningargrein um hann, en kann ekki. Ekki fer ég að rekja lífssögu hans, sem ég ekki þekki nema að hluta. Aðrir hljóta að gera það betur. Ekki get ég heldur gert hann ódauðlegan þótt ég vildi með minningargrein. Það hefur hann hvort eða er með vissum hætti gert sjálfur. Hann skrifaði bækur, sumar töluvert skemmtilegar og aðrar bara góðar, nokkrar alveg ómissandi fyrir veiði- menn á íslandi. Rödd hans, hljóm- mikil, lifir á stálþráðum og segul- spólum hjá Ríkisútvarpinu, saman með röddum fólksins úr fortíðinni og samtíðinni sem hann talaði við í útvarpið, og gerði líka ódauðlegt. Fróðleikslindir eru þar og rannsókn- arefni handa framtíðinni um lífsvið- horf, hugsun og málfar íslendinga á þeim tíma. Sumt verður oft endur- flutt í útvarp. Meira segja fugla landsins tók hann upp á spólur — þessa sem bara syngja á íslandi af einskærri hamingju yfir sumrinu. Raddir þeirra tók hann upp út um allt land og sendi m.a. til BBC, svo að fólk í útlöndum gæti líka heyrt í þeim. Ég kynntist Stefáni fyrst af til- viljun sumarið 1969, þegar ég fékk að veiða í Reykjadalsá, í leyfi Her- manns Jónassonar og Steingríms sonar hans. Stefán var þá að skrifa bók um veiðiskap, sem kom út það haust og heitir „Roðskinna". Ég gat eitthvað sagt honum frá veiði- skap í Ameríku og lánað honum bókina „Vellynda veiðimanninn" eftir Arnold Gingi'ich, sem varð honum tilefni margvíslegra bolla- legginga í „Roðskinnu". Sjálfur var ég með nægilega skrítnar og ein- strengingslegar hugmyndir um stangveiði til að við Stefán fórum fljótt aftur til veiða saman. Síðan entust okkur erindi til margra slíkra, og brátt safnaðist efniviður í vinskap, þrátt fyrir nokkurn ald- ursmun. Við urðum síðan veiðifé- lagar í tuttugu og eitt dýrðlegt ár. Það var nú gaman. Við Kolbeinn Grímsson og Þor- steinn Þorsteinsson hjálpuðum Stefáni að efna niður í bókina „Með flugu í höfðinu“ og hún Áslaug, konan mín, teiknaði myndir og kápu. Sú bók hefur víst haft tölu- verð áhrif á veiðiáhuga hér á landi, ef marka má tilvitnanir manna. Svo hjálpuðum við Stefán Jóni Hjartar- syni í Húsgagnahöllinni að stofna Stangveiðifélagið Ármenn og skrifa fyrir það félag, hæfílega háieitar lífsreglur. Það sama gerðum við með áhugasömum skotveiðimöíin- um þegar Skotveiðifélag íslands var stofnað. Hver veit nema það hafi skilað sér? En fyrst og fremst vild- um við veiða og fara á skytterí saman. Mér þótti sem Stefán lifði mörg- um lífum samtímis. Því svo marga menn þekkti hann og svo margir hafa verið í stöðugu sambandi við hann um hin ólíklegustu mál. Líklega hefur enginn íslendingur komist nær því en hann að þekkja alla samtíðarmenn sína með nafni, háa sem lága. Ég held að þessu hafí legið nærri á fréttamannsárum hans hjá útvarpinu. Sögur hans af þeim Islendingakynnum voru ríku- legt krydd í félagsskapnum við hann. Greinilegt er að hann hefur líka reynst öllum viðmælendum eft- irminnilegur, jafnvel í stuttum kynnum. Stefán var framar öllu maður samræðulistar. Hann kunni sjálfur manna best að segja sögur sem kættu fólk, og í gaf samtölum til- svör, sem jafnan sneru upp nýju horni hjá viðmælanda og knúðu til frekari tjáningar. Hann hafði þenn- an sérstaka eiginleika að fá allt fólk til að leysa frá skjóðunni, ýtti undir frásagnargleði þeirra sem hann talaði við, hlustaði sjálfur vel og mundi allt sem honum var sagt. Hann spurði ekki spurninga sem fólu í sér svarið heldur opnaði nýjar hugrenningar og bollaleggingar viðmælandans. Oft horfði ég á þeg- ar hann í ferðum okkar ræddi við menn, allsendis ókunnuga, sem við hittum. Skyndilega lýstust sálirnar upp í augunum á þeim af því hann hafði hitt einhvern nagla á höfuðið, einhvern leynitappa sem opnaði hjartað í þeim. Eftir það var nú ekki vandræðalegt að biðja um leyfi til að skjóta gæs í túnfætinum hjá viðmælanda, eða renna fyrir silung í ánni hans. Stefán hafði ótrúlegt minni á samtöl. Oft undraðist ég þegar hann hafði eitthvað orðrétt eftir sjálfum mér eða vinum okkar frá löngu liðn- um og gleymdum samtölum. Nán- ari umhugsun staðfesti framburð hans. Þar á ofan hafði hann ímynd- unaraflið í svo góðu lagi að enginn vandi var þegar staðreyndirnar ætluðu að gera raunveruleikann óþolandi. Þetta gat komið sér fjarska vel, sérstaklega í veiðiskap þegar lítið veiddist. Það hafa auðvit- að verið forréttindi að hafa átt svona vin, þótt deila þyrfti með mörgum öðrum. Það var af svo miklu að taka. Meðan Stefán sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið tók ég við starfi framkvæmdastjóra rannsóknaráðs. Stuttu seinna var hann kosinn með- al fulltrúa Alþingis í rannsóknaráð ríkisins og þaðan í framkvæmda- nefnd þess. Kverúlöntum hefur líklega þótt litlar faglegar forsendur fyrir þeirri kosningu. En Stefán kunni töluvert fyrir sér í kenhingum Eduard D. Bono um hina „hliðlægu hugsun“ og reyndist hafa ótrúlega skapandi áhrif á fundum fram- kvæmdanefndarinnar. Með honum í framkvæmdanefnd var kosinn af alþingismönnum Friðrik Sophusson og voru þeir á víxl fulltrúar stjórn- arflokka og stjórnarandstöðu, eftir því hvernig pólitískir vindar blésu þau árin. Með þeim voru í fram- kvæmdanefndinni þeir Haraldur Ásgeirsson og dr. Björn Sigur- björnsson fulltrúar rannsóknastofn- ana og prófessorarnir Júlíus Sólnes og Sigmundur^ Guðbjarnason full- trúar Háskóla íslands. Seinna kom dr. Björn Dagbjartsson inn í stað nafna síns Sigurbjörnssonar þegar hann fluttist til Vínarborgar. Að baki þessum lærðu mönnum lá svo labradorhundurinn minn, hann Skuggi, sem stóð öðru hveiju upp til að athuga hvort mönnum væri ekki alvara. Þetta var skemmtilegt tímabil, og ekki plagaði pólitískur ágreiningur. Rannsóknarhús voru byggð, langtímaáætlanir gerðar og ályktað um þær af Alþingi, ályktan- ir voru lagðar fyrir þingið um niður- fellingu aðflutningsgjalda af rann- sóknartækjum o.m.fl., allt í stök- ustu eindrægni. Mér fannst jafnvel fjárveitinganefndir taka mark á okkur þá. Eitt sinn eftir að Stefán var far- inn úr ráðinu hjálpaði hann mér með því að gefa háfaglega umsögn um dálítið háttstemmda umsókn frá ónefndum sameiginlegum kunn- ingja um styrk úr rannsóknarsjóði til rannsókna á lífsháttum marflóar- innar. Þetta var dálítið erfitt mál og vandmeðfarið. En umsögn Stef- áns var svo vel ígrunduð og haglega stíluð, að þegar viðkomandi ónefnd- ur breiðfirskur bóndi fékk hana senda ásamt neitun um styrk, hafði sá orð á því að hann vildi miklu heldur hafa fengið svoleiðis umsögn en styrkinn. Já, það var nú ekki ónýtt að eiga svona vin þegar á reyndi. En hér er ekki tími né rúm til að rifja upp alla þá lífsins veislu, og ekki annað eftir en að þakka það allt og kveðja, — en, láta sig dreyma um að hægt væri að hittast á ný í Hofsstaðaey eða á Hagatá, við Hamarsgeira eða Klett, — eða öðru því himnaríkishorni, sem menn eins og Stefán Jónsson hljóta að hverfa til að jarðvist lokinni. Vilhjálmur Lúðvíksson Kveðja frá Ármönnum Stefán Jónsson var, eins og flest- um er kunnugt, mikill áhugamaður um veiðiskap og hann var einn_af hvatamönnum að stofnun Ár- manna, landssamtaka um náttúru- vernd og stangveiði með flugu. Hann átti sæti í fyrstu stjórn félags- ins; og siðareglur Ármanna, sem margir veiðimenn hafa gert að sínum að meira eða minna leyti, voru að mestum hluta smíð Stefáns. Fyrir þetta erum við þakklátir en þó er miklu fremur hitt hvílíkur félagi Stefán var. Hann vildi hvers manns vanda leysa og var ávallt boðinn og búinn til að miðla af þekkingu sinni og fróðleik, hvort heldur var reyndum veiðimönnum eða bömum og unglingum sem voru að stíga sín fyrstu skref í veiði- skapnum. Hann var sannur veiði- maður sem naut allra þátta veiði- ferðanna út í æsar, bar virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu, og vildi að sem flestir ættu að tileikna sér þá stefnu hans að njóta hám- arksgleði fyrir lágmarksveiði. Þá hafa hinar bráðskemmtilegu bækur hans ýtt undir veiðiáhuga og marg- ir hafa byijað að veiða með flugu eftir lestur þeirra. Við vottum ástvinum Stefáns innilegustu samúð okkar og kveðj- um hann, fullir saknaðar en jafn- framt þakklátir fyrir allar gleðilegu og björtu minningarnar. Stjórn Ármanna + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA ERLA EIRÍKSDÓTTIR, Reykjanesvegi 8, Njarðvík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 25. september. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Kristjánsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ARNGRÍMUR RAGNAR GUÐJÓNSSON skipstjóri, Kríuhólum 2, Reykjavík, andaðist að morgni 24. september síðastliðinn. Unnur Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og bróðir. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, INGÓLFURGUÐBRANDSSON, Nýbýlavegi 90, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að morgni 25. september. Stefania Stefánsdóttir, Guðbrandur Ingólfsson, Björn Ingólfsson, Erla Friðþjófsdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Jóhannes Pétursson. + Ástkær litla dóttir okkar og systir, EVA MARÍA SÆVARSDÓTTIR, Einarsnesi 44, lést 25. september af völdum slysfara. Auður Aðalmundardóttir, Sævar Þ. Guðmundsson, Aðalmundur M. Sævarsson, Guðmundur Þ. Sævarsson, Lilja Sædís Sævarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR HLÍÐBERG flugstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Unnur Magnúsdóttir, Valur Hlíðberg, Alma Hlíðberg, Haukur Hlfðberg, Aðalheiður Sævarsdóttir, Arndís B. Smáradóttir, Gísli Georgsson, Smári Jónsson, Unnur Hauksdóttir, Jón Þröstur Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.