Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
/ \B
Þessir hringdu . . .
Óhollar kartöflur?
Bergþóra Hreinsdóttir-
hringdi:
„Ég hef verið að velta fyrir
mér hvort þessar kartöflur sem
teknar voru upp nokkrum dögum
eftir að eitrað var fyrir kartöflu-
myglu hljóti ekki að vera óhollar.
Eitrið hefur smogið niður í jarð-
veginn og átt greiða leið inn í
kartöflurnar. Þessar kartöflur
hljóta að vera óhollar. Ég hef
heyrt að þegar þessi aðferð er
notuð erlendis til að losna við
kartöflumyglu sé ekki tekið upp
fyrr en eftir tóif daga.“
Hanski
Ryðbrúnn leðurdöinuhanski á
vinstri hönd tapaðist á þriðjudag.
Vinsmalegast hringið í síma
74228.
Taska
Hvít taska með sundbol og
handklæði gleymdist sennilega i
leið 5 fyrir skömmu. Taskan er
merkt „Hulda 3ÞG“. Vinsamleg-
ast hringið í síma 35373 ef hún
hefur einhvers staðar komið í leit-
irnar.
Næla
Næla, sem er erfðagripur, tap-
aðist' í Miðbænum fyrir nokkru.
Um er að ræða silfurnælu eins
og eðla í lögun og alsett steinum.
Upplýsingar í síma 71517.
Köttur
Síams fressköttur fannst við
Grafarvog á laugardag. Upplýs-
ingar í síma 676787.
Stórkostleg heimildamynd
Kona hringdi:
„Ég vil þakka Sjónvarpinu fyrir
stórkostlega heimildamynd, Blóð-
litað hafa, sem sýnd var miðviku-
daginn 19. september. Þetta var
meiriháttar mynd og ætti að end-
ursýna hana. Þá finnst mér að
umræðuþáttur ætti að vera eftir
svona myndir því þetta mál snert-
ir okkur mjög.“
Veski
Svart veski með lyklum og far-
miðum frá Ferðafélagi íslands
fannst í vesturborginni. Upplýs-
ingar á kvöldin í síma 10669.
Kettlingur
Kettlingur fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 675255.
Lykill
Húslykill með kristalskúlu tap-
aðist, líklega við Landsbankann,
Laugavegi 77. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 18199. Fundarlaun.
Gleraugu
Miðvikudaginn 19. september
tapðaðist lítið veski með gleraug-
um og peningabuddu við strætis-
vagnabiðskýli við Grensásvegi á
móts við Hæðargarð. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 33333.
Stærðir 48.-64
3 gerdir 3 litir
...ekki barakaffi
Níðsterkur, léttur ng fjölliætur
Yale - gæði - ending
£ JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 Sundaborg 13 - UM R*yk)»vik - Simi 688 W8
^T«nOs.
Heilræði
Mörg börn leika sér á svoköll-
uðum hjólabrettum. Það er í
góðu lagi séu þau ekki á þeim
í umferðinni. Einnig er ástæða
til að mæla með notkun hlífðar-
búnaðar - sérstaklega hjálma.
Snaran ekki langt undan
Þakstál með stfl
Góðir dagar í Skálholti
Til Velvakanda.
í byijun september var haldin
kvennaráðstefna í lýðháskólanum í
Skálholtí. Síra Hanna María Péturs-
dóttir stóð fyrir ráðstefnuhaldi og
hafði fengið hingað þijá ágæta fyrir-
lesará, þær doktor Heide Göttner-
Abendroth heimspeking frá Þýska-
landi sem fjallaði um mæðraveldi í
fyrndinni og nýjustu rannsóknir á
þeim sviðum, Ásdísi Egilsdóttur
cand. mag. sem starfar við Áma-
stofnun og kennir miðaldabók-
menntir við Háskóla íslands. Sagði
Ásdís skemmtilega frá heilögum
Þorláki Þórhallssyni biskupi og kon-
um sem höfðu áhrif á ævi hans.
Varpaði ræða hennar nýju ljósi á
helgisöguna, enda hefir Ásdís staðið
að nýrri útgáfu á Þorlákssögu. Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir prestur í
Þykkvabæ ijallaði um endurskoðun
á karlaarfi átrúnaðar. Trúarlega
nýtúlkun kvenna á samtíðinni, stefn-
ur og strauma.
Húsakynni í lýðháskólanum eru
hin vistlegustu og viðurgerningur
og viðmót húsráðenda og hjúa þann-
ig að hver dagur leið í dýrðlegum
fagnaði. Var líkast því að dvelja á
einu af stórheimilum fyrri tíma þar
sem gestir voru kærkomnir — af þvi
að hjónin eru þar öðrum og sér til
glaðværðar. Hafi allir starfsmenn
Lýðháskólans í Skálholti þökk fýrir
góða daga.
Sigurveig Guðmundsdóttir
Yale
Vírtogari
PC - Tölvunám
Notkun tölva byggist á þekkingu og fœrni. Þér býöst
nú 60 tíma vandað nám á sérstaklega góðum kjörum.
Ritvinnsla
Töflureiknir
Piannja át þakstál
Aðrir helstu sölu- og
þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi,
sími 78733.
Blikkrás hf, Akureyri,
Simi 96-26524.
Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns,
Reyðarfirði, sími 97-41271.
Vélaverkstaeðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Hjá okkur færðu allar
nýjustu gerðir hins vinsæla
og vandaða þakstáls
frá Plannja. Urval lita
og mynstra, m.a. Plannja
þakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ÍSVÖR HF.
Dalvegur 20 Kópavogur
Pósthólf 435 • 202 Kópavogur
Sími 91-670455 • Fax 670467
Velvakandi góður.
Ég sé í dálkum þínum 21. septem-
ber sl. að einhver hófdrykkjumaður,
(sem ég held að fáir eða enginn viti
hvað er) er á ferðinni.
Ég minnist þess að ég var eitt
sinn í hópi nokkurra slíkra með
skemmtiatriði að mér hafði hug-
kvæmst að hafa vísunar nógu vit-
lausar og auðvitað var hrópað húrra
fyrir. Það er ekki nýtt að myrkrið
komi úr skúmaskotum án nafns og
myndar. Menn þora á þessari braut
oft ekki að sýna sitt rétta andlit.
En það mega þeir félagar Sverrir
og Leifur eiga, að þeir koma til dy-
ranna eins og þeir eru klæddir. Guð
gefi þeim náð til að finna hinn
þrönga veg. Maðurinn á að fá að
ráða sér sjálfur, segja þeir, jafnvel
þótt menn séu ekki sjálfráðir gerða
sinna. Það er þetta frelsi sem veður
um í dag — og þá er snaran ekki
langt undan — því miður.
Áfengið hefir áhrif — bindindis-
menn ekki. Því er nú verr að of
mikil sannindi eru í þessu. Bindindis-
menn eru í veikleika sínum að benda
manninum á hollari lífsfarveg, benda
þeim á hinn þrönga veg sem frelsar-
inn talar um. Það er engin biðröð
eins og við bjórstofurnar í dag.
Bindindismenn vita að enginn má
fara til ónýtis í okkar fagra iandi,
þar sem nóg verkefni eru fyrir hveija
Stýrikerfið
-
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
starfandi hönd. Þá tekur sárt til
þeirra sem villast út á hin breiða veg
eltandi mýrarljós samtíðarinnar. Því
það er auðhlaupinn vegur og ég segi
enn: það er sárt að sjá gott manns-
efni verða til byrði í þjóðfélaginu í
stað gagns, lifa sjálfum sér og öðrum
til leiðinda. Flestir vilja vera hóf-
drykkjumenn en taka áhættuna að
enda sem ofdrykkjumenn.
Frelsarinn sagði: Faðir, fyrirgef
þeim því þeir vita ekki hvað þeir
gera. Er ekki hægt í dag að orða
þetta þannig: Faðir, fyrirgef þeim
því þeir hafa ekki hugmynd um hvað
þeir eru að segja.^
Árni Helgason