Morgunblaðið - 26.09.1990, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.09.1990, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 ÍSLENSKI HANDBOLTINN BLAK / EVROPUKEPPNIN Þróttur mætir austur K rísku meisturunum Þróttarar vilja leika báða leikina íVín ÍSLANDSMEISTARAR Þróttar taka nú þátt í Evrópukeppni meistaraliða í blaki í þriðja sinn. Þróttur drógst gegn aust urrísku meisturunum, Ts So- kolmuma frá Vín. Að sögn Jón Árnasonar hjá blakdeild Þróttar, eru þeir nú að vinna í því að seija heimaleikinn út til Vínar. „Við bíðum eftir svari frá austurríska liðinu. Við bjóðum þeim að leika báða leikina á heima- velli gegn því að þeir greiði fjörtíu prósent af ferðakosnaði okkar,“ sagði Jón. Fyrri leikurinn á að fara fram 10. nóvember og reikna Þróttarar með að leika síðari leikinn strax daginn eftir. Ekki er mikið vitað um styrkleika austúrrísku meistar- anna, en þó er gert ráð fyrir að þeir séu með mun sterkara lið en Islandsmeistararnir. „Við vitum að austurrísk félagslið hafa verið að vinna félagslið í Noregi, en norsk blaklið eru betri en þau íslensku þannig að það segir kannski eitt- hvað um styrkleika Austurríkis. En við gerum okkar besta og reynum að standa í þeim,“ sagði Jón. Búið er að draga í aðra umferð keppninnar. Sigurliðið úr viðureign- inni í Austurríki mætir sovésku meisturunum. Þróttarar hafa fengið fjóra nýja leikmenn frá því í fyrra. Bjarki og Víðir Guðmundssynir komu frá HSK, Haukur Magnússon frá Fram og Lárentínus Ágústsson hefur tek- ið fram skóna á ný. Einn leikmaður hefur yfirgefið Þrótt. Það er Sveinn Hreinsson, sem er fluttur til Húsavíkur. BADMINTON / EM FELAGSLIÐA 2. UMFERÐ 29.09. KR-Haukar Kl. 16:30 Laugardalshöll 3. UMFERÐ 26.09. FH-Stjarnan Kl. 20:00 íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfirði 26.09. Selfoss-Valur Kl. 20:00 íþróttahús Selfoss 26.09. ÍR-KR Kl. 20:00 r Iþróttahús Seljaskóla 26.09. Grótta-Víkingur Kl. 20:00 íþróttahús Seltjarnarness 26.09. KA-Fram Kl. 20:30 íþróttahöllin Akureyri ^jf VÁTRYGGIIVGAFÉLAG íslands hf TBR einum leik frá því að komast í 8-liða úrslit Lið TBR, sem tók þátt í Evrópu- keppni félagsliða í badminton í Búdapest í Ungverjalandi um helg- ina, var aðeins einum leik frá því að komast í 8-liða úrslit keppninnar. TBR var í riðli með liðum frá Frakklandi, Ungvetjalandi og Aust- urríki. Islenska liðið hóf keppni við franska félagið, IMBC 92 og vann örugglega, 6:1. Síðan var leikið við Ungverska liðið, Nyíregyházi VSC og fór hann einnig 6:1 fyrir TBR. Fyrir síðustu viðureignina við austurríska liðið, Askö BCS 70, höfðu bæði liðin unnið leiki sína og var því um hreinan úrslitaleik að ræða um efsta sætið í riðlinum. Broddi Kristjánsson vann Kai Abra- ham, 15:10 og 15:12, Jón Pétur Zimsen tapaði fyrir Hannes Fuchs, 9:15 og 6:15, Birna Petersen tapaði fyrir Hertha Almer, 11:7, 5:11 og 3:11, Elsa Nielsen tapaði fyrir Gabrele Kumpfmuljer, 12:9, 7:11 og 8:11, Broddi og Árni Þór Hallgr- fmsson unnu H. Fuchs og H. Götschc, 15:12 og 15:8, Guðrún og Birna unnu G. Kumpfmuller og B. Harzeitner, 15:9 og 15:12. Bæði liðin voru því með þrjá leiki unna fyrir tvenndarleikinn. Þar léku Guð- rún og Árni Þór fyrir TBR og töp- uðu, 7:15 og 4:15. TBR hafnaði í 2. sæti í riðlinum, en Askö frá Austurríki sigraði og lék gegn liði frá Hollandi í 8-liða úrslitum og tapaði. Broddi Kristjánsson vann alla sína leiki í Ungverjalandi. FRJALSAR Gunnar Guðmundsson, FH, náði góðum árangri í spretthlaupum á norska háskólameistaramótinu. Gunnar náði sínubesta - sigraði í 400 m hlaupi í Ósló GUnnar Guðmundsson, FH, náði góðum árangri í spretthlaup- um á norska háskólameistaramót- inu, sem fór fram á Bislett-leik- vanginum í Ósló um Erlingur - helgina. Gunnar Jóhannsson sigraði í 400 m a skri,ar 47,92 sek., sem er besti tími íslendings á árinu, og besti árangur hans. Þess má geta að þetta er fimmti besti tími íslendings í greininni. Gunnar bætti einnig árangur sinn í 100 m hlaupi, sigraði i 11,02 sek., sem er næst besti tími íslend- ings á árinu. í 200 m hlaupi náði Gunnar einnig góðum tíma, hljóp á. 21,85 sek. og hafnaði í 2. sæti, en meðvindur var of mikill til að tíminn fengist staðfestur. Þessi árangur Gunnars er góður, einkum þegar haft er í huga að hann var frá æfingum og keppni i tvo mánuði síðastliðið vor. Agnar Steinarsson, ÍR, keppti einnig á mótinu og náði hann besta árangri sínum í 400 og 800 m. Tími hans í 400 m var 49,69 sek og hafnaði hann í 3. sæti. Þetta er besti tími ÍR-ings. 800 m hljóp hann á 1.53,95, sem nægði til silfurverð- launa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.