Morgunblaðið - 26.09.1990, Side 44
Kringlan 5
Sími
692500
SJOVAí
Sálmennar
RISC SYSTEM/6000
KEYRIR UNIX
FRAMTÍÐARINNAR:
IBM AIX
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Hækkun olíuverðs á heimsmarkaði:
Kostnaður meðal-
togara eykst um
6 milljóiiir á ári
Kostar útgerðina 1.370 milljónir
OLÍUKOSTNAÐUR á meðaltogara mun hækka um 6 milljónir króna
á ári verði orðið við ósk olíufélaganna um hækkun úr 150 dollurum
í 250 dollara. Kostnaður útgerðarinnar vegna slíkrar hækkunar
ykist um 1.370 milljónir miðað við eitt ár.
wmm
Olíufélögin hafa farið fram á að
verð á hráolíu hækki um 40% um
^næstu mánaðamót og er þá miðað
við 250 dollara verð í birgðum. Slík
hækkun hefði í för með sér kostnað-
arauka fyrir útgerðina upp á 1.370
milljónir króna. Sjómenn bera hluta
þessarar hækkunar en laun þeirra
skerðast ekki eftir að olíuverðið
hefur náð 217 dollurum.
Olíukostnaður á meðaltogara
hækkar um 6 milljónir króna á ári
miðað við verðhækkun upp í 250
dollara. Hækki verðið upp í 330
dollara, í samræmi við heimsmark-
aðsverð, eykst kostnaður á togara
um 4 milljónir til viðbótar.
Sjá frétt á bls. 2 í „Úr verinu".
Skyldusparnaður hátekjumanna 1975 og ’76:
Skírteini fyrir um 250
milljónir kr. óinnleyst
Vaxta- og verðbótalaus frá 1. nóvember
4.228 skyldusparnaðarskírteini, sem gefin voru út samkvæmt lögum
árin 1975 og 1976, svonefndur skyldusparnaður hátekjumanna, eru
ósótt hjá ríkisféhirði. Andvirði skírteinanna er um 94 milljónir kr.
á núvirði. Auk þess eru fjölmörg skyldusparnaðarskírteini, útgefin
á sömu árum, sem ekki hafa verið innleyst og nemur lieildarupp-
hæð þeirra 159 milljónum króna á núvirði. Skíi-teinin sem gefin
voru út 1975 hætta að bera vexti og verðbætur 1. nóvember næst-
komandi en skírteini frá 1976 ári síðar.
Um er að ræða 1.813 skyldu-
sparnaðarskírteini sem voru útgef-
ín 1975 og 2.415 árið 1976.
Skírteinin frá 1975 voru gefin út
samkvæmt 7. kafla laga nr. 11 frá
28. apríl 1975, „Um ráðstafanir í
efnahagsmálum og íjármálum til
að stuðla að jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum og treysta undirstöðu
atvinnu og lífskjara“, en þau frá
1976 samkvæmt 3. kafla laga nr.
20 frá 5. maí 1976, „Um fjáröflun
til Landhelgisgæslu og fiskvernd-
ar, ríkisfjármál og fjármögnun
orkuframkvæmda sveitarfélaga.“
Fyrsti innlausnardagur skírtein-
anna frá 1975 var 1. febrúar 1978
en 1. febrúar 1979 á skírteinunum
fcá 1976. Þau bera 4% vexti og
'^’eru verðtryggð samkvæmt fram-
færsluvísitölu. Skírteinin eru skráð
á nafn og óheimilt er að framselja
þau eða veðsetja en vextir og verð-
bætur af þeim eru framtalsskyld
en njóta skattfrelsis.
Sigurður Þorkelsson, ríkisfé-
hirðir, segir að viðbúið sé að ein-
hveijir sparendur hafi týnt sínum
skírteinum. Þeir geti hins vegar
fengið þau innleyst gegn yfirlýs-
ingu þess efnis að þeir hafi glatað
þeim. Þegar hafi menn fengið
skírteini sín greidd gegn slíkum
yfirlýsingum.
Sigurður sagði að margs .sinnis
hefði verið skorað á eigendur út-
gefinna skyldusparnaðarskírteina
að sækja þau en 4.228 skírteini
hefðu enn ekki verið sótt. Einnig
hefur fjöldi manns fengið skírteini
^afhent en stór hluti þeirra ekki
innleyst þau. Nafnverðið á óinn-
leystum skírteinum er um 1.245
þúsund kr., eða um 159 milljónir
að núvirði. „Það var gert mikið
átak í því að auglýsa eftir þessum
skírteinum en það hefur ekki verið
gert núna í nokkur ár. Hins vegar
erum við að taka þetta saman og
undirbúa það að hafa samband við
eigendur þeirra,“ sagði Sigurður.
Morgunblaðið Ragnar Axelsson
I haustblíðunni
Stundum er eins og húsin halli undir flatt þegar ljósmyndarar beina
linsum sínum á þann veg, en það er Þorvaldur Sæmundssón kennari
og rithöfundur sem er þarna á gönguferð í haustblíðu höfuðborgarinn-
ar.
Járnblendiverksmiðjan
á Grundartanga:
Birgðasöfn-
un vegna
undirboða
á erlendum
mörkuðum
Innflutningur
eykst frá A-Evrópu
JÓN Sigurðsson, forstjóri Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga, segir að á undanförn-
um tveimur misserum hafi átt
sér stað mikil birgðasöfnun hjá
framleiðendum kísiljárns víða í
heiminum vegna mikils fram-
boðs og undirboða framleið-
enda í Austur-Evrópu og Kína.
Segir Jón, að á næstu dögum
verði ákveðið hvernig verk-
smiðjan muni bregðast við þess-
um atburðum.
Jón Sigurðsson segir að lagerar
af kísiljárni hjá framleiðendum séu
víða mjög stórir um þessar mund-
ir. Ástæður .þess séu mikill og vax-
andi innflutningur kísiljárns frá
Kína til Japans og inn á markaði
í Vestur-Evrópu frá Rússlandi,
Póllandi og Austur-Þýskalandi.
Mikill samdráttur hafi orðið í stál-
framleiðslu í þessum ríkjum og þau
selji kísiljárn nú á afar lágu verði
til að verða sér úti um gjaldeyri,
sem þau skorti mjög. Á sama tíma
sé Járnblendiverksmiðjan bundin
af lágmarksverðum samkvæmt
sérstöku samkomulagi við Evrópu-
bandalagið.
Jón segir, að ekki hafi orðið
samdráttur hjá verksmiðjunni af
þessum sökum, en á allra næstu
dögum verði teknar ákvarðanir um
aðgerðir til að bregðast við þessari
auknu birgðasöfnun. Það verði
gert í samráði við söluaðila Is-
lenska járnblendisfélagsins í Nor-
egi.
Olíuverð hækkar um mánaðamótin:
Má búast við enn meiri
hækkun í lok október
Tunnan kostar nú 40 dali - 65 ef stríð brýst út, samkvæmt spám Alþjóðabankans
OLÍUVERÐ á mörkuðum erlendis hefur liðlega tvöfaldazt frá inn-
rás Íraka .í Kúvæt 2. ágúst, og er verð olíutunnu nú koinið i 40
Bandaríkjadali. íslenzk olíufélög hafa beðið um 13%-40% hækkun
á olíu um mánaðamótin. Eftir þá hækkun verður olíuverð hér þó
í raun enn undir heimsmarkaðsverði, og ljóst er að verðið niun
hækka enn ineira í lok október.
„Það er ljóst hvert stefnir nú um
mánaðamótin og jafnframt að það
verð, sem beðið hefur verið um, er
lægra en núverandi markaðsverð,“
sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
hjá Skeljungi, í samtali við Morgun-
blaðið. í gær. „Gasolían hækkar
einna mest nú um mánaðamótin,
en innkaup á henni eru ekki fyrir-
sjáanleg alveg á næstu vikum.
Benzínverðið á hins vegar eftir að
hækka mun meira að öllu
óbreyttu."
Beðið hefur verið um að minnsta
kosti 13% hækkun blýlauss benzíns
um mánaðamótin. Fijálst verð er á
kraftbenzíni, en Bjarni sagði líklegt
að það hækkaði álíka mikið og það
blýlausa, þótt erfitt væri að segja
til um það. Svartolíu sagði hann
hins vegar að öllum líkindum
myndu lækka minna.
Bjarni sagði að eftir mánaðamót-
in væri væntanlegur farmur til
landsins af blýlausu benzíni. „Það
er fyrirsjáanlegt að hann verður
talsvert miklu dýrari en núverandi
birgðir," sagði hann. „Það verður
að minnsta kosti önnur eins benz-
ínhækkun um næstu mánaðamót."
Gangi þetta eftir verður verð benz-
ínlítrans komið upp undir 70 krón-
ur í byrjun nóvember, en er nú 52
krónur.
í skýrslum, sem gerðar hafa
verið fyrir Alþjóðabankann, og
brezka dagblaðið Financial Times
vitnar til, er því spáð að olíuverð
geti farið upp í 65 dali á tunnuna,
bijótist átök út við Persaflóa, enda
muni framboð á heimsmarkaði
minnka um allt að 10 milljónir olíu-
tunna á dag vegna skemmda í
Kúvæt, Saudi-Arabíu og írak. Af-
leiðingarnar af þessu fyrir þessu
fyrir þjóðir heims yrðu hrikalegar;
olíuverð myndi haldast yfir 30-40
dölum á tunnu í fimm ár.
Samkvæmt frásögn Financial
Times af skýrslum Alþjóðabankans
mun deilan við Persaflóa valda
mörgum löndum gífurlegum efna-
hagserfiðleikum, jafnvel þótt ekki
komi til stríðs. Þróunarlönd myndu
verða fyrir tjóni, sem næmi mill-
jörðum Bandaríkjadala, og telur
bankinn sig geta þurft að grípa til
sérstakra aðgerða til bjargar þess-
um löndum.
Sjá fréttir á bls. 2 og 4.