Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 - segir Guómundur Hallgrímsson Svo lengi sem elstu menn muna hafa menn leitað að áburðinum; meðal- inu sem fengi hár til að spretta sem taða í túni. A markaðinn hefur komið fjöldi kraftaverkalyfja en árangurinn hefur fram til þessa undan- tekningarlítið valdið vonbrigðum. Abyrgir vísindamenn og heilbrigðis- yfirvöld hafa ekki viðurkennt þessi lyf. En nú er loksins kominn á sérlyfjaskrá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins háráburðurinn Regaine frá lyfjafyrirtækinu Upjohn: „Lyfið örvar hárvöxt á óþekktan hátt... Viðunandi árangur næst hjá u.þ.b. 30% einstaklinga." áburðinum er það efnið minoxidil sem hefur þessa græðandi verkan. Fyrir átta árum var sett á markað nýtt blóðþrýstingslækkandi lyf sem innihélt snefilmagn af þessu efni. Það leið ekki á löngu áður en þeir sjúklingar kvenkyns sem fengu lyfið leituðu til lækna sinna skelfmgu lostnir vegna stór- aukins hárvaxtar í andliti. Lyijafyrirtækið hóf víðtækar rannsóknir í þeirri von að búa mætti minoxidil til í fljót- andi formi svo hægt væri að meðhöndla hárlos með því að bera það beint í hár- svörðinn. Árang- urinn er háráburð- urinn Regaine. Húðsjúkdómalæknar prófuðu Rega- ine á 2.700 ein'staklingum víðsvegar í Bandaríkjunum. U.þ.b.' hluti þeirra sem notaði efnið fékk greini- legan nýjan hárvöxt. Regaine er fáanlegt hér á landi. Morgunblaðið spurði Guðmund Hall- grímsson lyfjafræðing og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins Lyf hf., sem flytur efnið inn, hvers vegna svo hljótt hefði verið um tilkomu þessa efnis. Hann benti á að hér væri um að ræða lyfseðilsskylt sérlyf sem ekki mætti auglýsa fyrir almenning. Einnig væri það almenn stefna í heilbrigðismálum að forðast að vekja falskar vonir. Regaine væri ekki neitt „töfralyf" og: „Þótt menn viti að það virki vita menn ekki hvernig það virkar.“ — En einhveijar óæskilegar auka- verkanir? „Minoxidil er ekki hormónalyf þannig að menn þurfa ekki að óttast óæskilegar breytingar á kyneigin- leikum. Minoxidil hefur nánast engar aukaverkanir ef það er notað útvort- is, einna helst lítilsháttar húðerting en áburðurinn inniheldur spritt.“ Ekki eftir allra höfði „Við vitum ekki enn hvaða ein- staklingar eru móttækilegir fyrir lyfmu. Aldur hefur sitt að segja. 54% einstaklinga undir þrítugu fengu sannanlega miðlungs- eða þéttan hárvöxt. Milli þrítugs og fertugs er árangurinn rúm 40% en á fimmtugs- aldri er árangur- inn lakari, 26%. Það er líka ljóst að einstaklingar sem nýlega hafa orðið fyrir hártapi hafa betri von en þeir sem lengi hafa haft skalla. Það má segja að minoxidil hafi komið of seint fyr- ir mig til dæmis.“ — Og hvað kostar minoxdil í áburðinum Rega- ine? „Mánaðarskammturinn kostar 4.785 krónur.“ — Finnst þér þetta ekki dýrt? „ Jú, menn hugsa sig tvisvar um. En á það ber að líta að þróunarkostn- aður er geysilega hár og lyfjafyrir- tæki reyna að ná sem mestu inn á meðan þau hafa einkaleyfi á lyfi. Ég persónulega tel að það væri arð- vænlegra fyrir framleiðandann að lækka verðið verulega og auka söl- una. Það er Ijóst að það 'er mikil dulin eftirspurn eftir þessum áburði." ■ íslendingar eru ekki ónæmir fyrir erlendum straumum og stefnum. 28. september 1729 skrifar séra Jón Magnússon á Setbergi Árna bróður sínum í Kaupmannahöfn m.a: „Ég sendi í fyrra með Hofsósskipi sem í sjóinn fór, nokkur kvenhár sem ég þá bað þig að láta gjöra úr paruqve (hárkolla, innsk. blm.) Nú get ég ekki svo fljótt önnur aftur fengið, hef ég að sönnu útlifuð grey sem mér duga að brúka hvern dag (af því ég má aldrei án þeirra vera því ég er mikið sköllóttur), en hitt er leiðara, ég á ekkert sem skammlaust sé að brúka, svo sem til kirkju. Þar fyrir ef þú kannt að eiga eitthvert, sem þér er orðið óþénanlegt að brúka, mér samt nógu vel, þá gefðu mér það.“ Af bréf- inu má ráða að Jón telur Árna bróður sinn hafa hárkollu til umráða og nota. Og er þama e.t.v. kom- in skýringin á þeim fagra hár- vexti sem pýðir höfuð Árna á 2D® C13125085 «■««« SEOiá%DS 100 kronu seðlum Seðlabanka íslands. ■ Karlmenn geta stöðvað hár- los og skalla- myndun algjör- lega með ein- faldri skurðað- gerð. Fyrr í þess- ari grein var get- ið um áhrif karl- hormónsins test- ósterons, en það myndast í eistun- um. Frá fornu fari hafa menn veitt því athygli að höfuðhár tapast ekki eftir geldingu. Þessi nokkuð svo róttæka aðgerð hefur þó ekki öðl- ast vinsældir sem lausn á skallavandamál- um karla — vænt- anlega vegna óæskilegra auka- verkana. Það er kaldhæðnislegt að gróskumikið hár hefur löng- um verið talið merki um sér- stakan kraft og karl- mennsku. Má í því sambandi minnast með- ferðar Dalilu á kappanum Samson í bibl- íunni og einnig kvikmynda- hetjunnar „Rambó“ í leik- rænni túlkun Silvester Stallone. VITAÐ AÐ HANN VIRKAR HARFLUTNINGUR? VARANLEGT HAR Morgunblaðið/Börkur Þórarinn Eggerlsson Þórarinn segir í hárflutningi fel- ast að tveggja til fimm millimetra einingar séu fjarlægðar úr hnakka og þeim hárkraga sem eftir er og þær græddar á skallasvæðinu. Þessar aðgerðir eru gerðar af menntuðum læknum og hjúkrunar- fólki. Hárflutningur er fram- kvæmdut' í áföngum og er það breytilegt hve margar aðgerðir ein- staklingur þarf að gangast undir, allt frá einni upp í fimm. Og þá er komið varanlegt hár með lífstíðar- ábyrgð. Þórarinn lagði áherslu á að hvorki hann né hið danska fyrir- tæki vildu lofa meiru en þeir gætu staðið við. Menn geta komið í skoð- un sem er gerð endurgjaldslaust og án nokkurra skuldbindinga. Þar er lagt mat á hve mikið hártapið sé orðið og hve mikið það komi endan- lega til með að verða og ráðgjöf veitt. Örfáir hafi það mikinn skalla að hárígræðsla sé ekki raunhæfur kostur. Ef hárígræðsla kemur til greina er viðkomandi gerð grein fyrir hvað felist í aðgerðinni — og fast verð gefið upp. — Hvað kostar þetta? Þórarinn sagði það vera breytilegt eftir um- fangi hárlossins og fjölda aðgerða en verðið gæti verið frá 50 þúsund- um til 500 þúsunda. En algengasta verð er á bilinu 200-300 þúsund. Guómundur Hallgrimsson HÁRÁBURÐUR? Morgublaðið/Börkur - - segir Þórarinn Eggertsson Á síðustu áratugum hafa orðið umtalsverðar framfarir í fegr- unar- og lýtalækningum og hefur hárið ekki farið varhluta af þess- um framförum. Nú hefur um árabil verið mögulegt að flytja hár frá svæðum sem hafa ekki orðið fyrir hárlosinu og græða þau þar sem skalli hefur mynd- ast. órarinn Eggertsson iðnfræðingur var við nám í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hárlosið fór að herja á hann. Hann sagðist hafa reynt öll þau undraefni og „töfra- lausnir“ sem í boði voru, en árang- urslaust. Fyrir tveimur og hálfu ári fór hann í hárígræðslu hjá fyrirtæk- inu Skanhár í Danmörku sem hefur sérhæft sig í hárígræðslu. Árangur- inn var það góður að hann fór að kynna sér þessi mál enn frekar, og í dag er hann ráðgjafi og umboðs- maður fyrir fyrirtækið á íslandi og hefur um eins og hálfs árs skeið haft milligöngu um hárígræðslu 30 íslendinga sem farið hafa til Dan- merkur í þeim tilgangi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.