Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 11

Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 11
C 11 MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Jafnframt skokk- inu stundar Ragn- ar ýmsar æfingar með lóðum og í æfingabekk. íþróttakappinn Ellert B. Schram samfagnar vini sínum að hlaupi loknu. Smásýnishorn af ásig- komulagi fyrir endur- hæfingu ’86. MARAÞON MAÐURI eftir Oddnýju Sv. Björgvins ÞEIR SEM þekkja kappann urðu langleitir af undrun. Ragnar Tómasson skráður í Reykjavíkurmaraþonið 19. ágúst 1990. Sá er góður. Hann hlýtur að gefast upp á miðri leið. En Ragnar Tómasson, unglingurinn á sextugs- aldri, gafst ekki upp. Hann hljóp þá 42,195 km, sem mara- þonhlaupið krefst á 4 tímum og 43 mínútum. Og sannaði með því fyrir sjálfum sér og öðrum, að kyrrsetumaður sem aldrei hefur stundað íþróttir getur þjálfað líkamann á stutt- um tíma og komist í jafngott form og kornungur maður. Hvernig fórstu að þessu, Ragnar? „Þetta er spuming um að setja sér mark- mið, þjálfa markvisst og undirbúa sig skynsam- lega. En þátttaka mín í hlaupinu stóð tæpt. Af klaufaskap meiddist ég í hné einum og hálfum mánuði áður og varð að hvílast í nokkrar vikur til að fá mig góðan, einmitt þegar mest reið á að þjálfa.“ — Það hefur ekki hvarflað að þér að hætta við? „Nei, það var alltof sárt að gef- ast upp. Eg treysti á að með skyn- samlegri útfærslu á hlaupinu ætti þetta takast. Auðvitað kom að því að fætur urðu þungir sem blý, en vinir og vandamenn hvöttu mann vel. Mér var líka kappsmál að sanna fyrir mér og öðrum að það er aldrei of seint að byija. Við höfum bara einn líkama upp á að hlaupa Fyrir þremur ámm var ég 95 kg, um 10-15 kg of þungur. Svitn- aði ef ég þurfti að fara eitthvert fótgangandi. Var í vandræðum að finna föt á mig. Allt orðið of þröngt í fataskápnum. Peysur og mittisblússur klæddu mig ekki. Maginn setti alltaf strik í reikning- inn. (Kannast ekki margir við þessa lýsingu?) Og eiginkonan gat ekki sofið lengur fyrir mér. Ég hraut á við heila lúðrasveit. Sólar- hringsdvöl á sjúkrahúsi vegna nýrnasteina beindi athygli að eigin ábyrgð á þessum eina líkama sem ég hef upp á að hlaupa. Ég hafði áður byijað í líkams- rækt og megmn, en alltaf gefist upp. Vinna mín við lögfræðistörf og fasteignasölu hefur bundið mig við skrifborð og bíl. Þegar ég byij- aði að skokka var ég þrotinn að kröftum eftir fyrstu 100 metrana. Þá gekk ég í 2-3 mínútur, hljóp aftur stuttan spöl og þannig koll hefurfundió af kolli. Áreynslan var alltaf svip- uð, en sprettimir lengdust, nánast af sjálfu sér. Að jafnaði hef ég hlaupið 2-4 sinnum í viku, ýmist á morgnana eða eftir vinnu á kvöldin. Er ennþá óttalegur sælkeri Geysileg vellíðan fylgir því að vera vel á sig kominn. Maður nýtur þess að hreyfa sig. Streit- an minnkar. Sjálfsöryggið vex. (Ér löngu hættur að hijóta.) Og ég hef ekki komið mér upp neinum bannlista. Borða allt sem mig langar í. Fæ mér bara aðeins minna á diskinn. Ég er mikill sæl- keri, en nú nægja mér 1-2 súkkul- aðibitar í stað 10 áður. Ávaxtasafi hálftíma fyrir máltíð er góður til að slá á svengd. Og með því að fara á vigt- ina á hveijum morgni held ég mér við efnið. Smátt og smátt fer maður þó að gefa hollustunni gaum. Finn hvað mér líður miklu betur, ef ég borða ekkert þungt. Ég sneiði fítuna af. Minnka sósur. Borða músli á morgnana og hef dálæti á grófu brauði. En engar stökkbreytingar í mataræði. Á þeim springa góðu áformin. Og hlaupið varð nautn Fyrsta mánuðinn í skokkinu þurfti ég að beita mig nokkrum aga. Síðan varð allt léttara. Ég hef aldrei þurft að pína mig til neins. Aldrei fengið harð- sperrur. Skokka þegar mig langar til. Læt það eiga sig þegar ég nenni því ekki. En til allrar hamingju finnst mér skokkið orðið svo skemmtilegt, svo mikil uppspretta vellíðunar til sálar og líkama, að það kemur af sjálfu sér að halda sér við efn- ið. En eðlilega þurfti ég að leggja á mig ag aða og reglulega þjálfun, þegar ég stefndi á maraþon- hlaupið seint í vetur. Eftir gott morgunskokk og heitt bað fínnur maður til vellíð- unar fram eftir öllum degi. Á björtum vor- og sumarkvöldum finnst mér skemmtilegra að fara út að skokka en Tómosson lögfræðingur og i Við jafnaldra mína vil ég segja: Enginn fær stöðvað aldurinn, en við getum haft veruleg áhrif á hvernig við eldumst. Þekking manna á áhrif- um aldurs á líkama og sál er allt- af að aukast. Áhrif sem hingað til hafa verið talin óumflýjanleg aldurseinkenni eru í raun afleiðing hreyfíngarleysis. Vöðva og beinar- ýrnun, aukið kólesteról, þrótt- minni heilastarfsemi og kynlíf eru í raun afleiðing af hreyfíngarleysi en ekki aldri. Það er ekki gefið að langlífi aukist með reglulegri líkamsþjálfun, en fólk eldist betur og líður betur. Það er margsannað að regluleg hreyfíng minnkar stór- lega hættu á hjarta- og æðakvill- um og margvíslegum sjúkdómum liggja yfir sjón- varpi. Þegar komið er yfír visst áreynslu- stig í skokkinu fer líkaminn að dæla „endorfíni" um æðakerfið, sem veitir vellíð- an. Það er raunar náskylt morfíni og hefur um margt svipuð áhrif. Stöðvið hrörnun líkamans sem tengjast sálrænni líðan, öndun og blóðrás. Það er ótrúlegt fivað fólk getur stóraukið þrek sitt og vellíðan með léttum göngu- eða hlaupaæfingum, leikfimi, sundi eða hjólreiðum. Aðalat- riðið er að fá púlsinn upp í 130-160 slög á mínútu (tal þitt verður slitrótt ef púlsinn fer yfir viðmiðunarmörk). Ef reynt er þannig á lík- amann í 20 mínútur þrisvar í viku, þá er hinn sami kominn í nýtt form — orðinn yngri innan nokk- urra mánaða. Sjö- tugur maður sem stundað hefur lík- af ein- tagi getur verið betur á sig kominn líkamlega en 30 ára kyrrsetumaður. Undirbúningur fyrir skokk Það er mikilvægt að skipu- leggja skokkið sem spennandi leik en ekki kvöð. Hlaupa ekki sjaldnar en 2-3var í viku og ekki minna en 20 mínútur í senn. Und- ir hveijum og einum komið, hvort þjálfað er á morgnana, í hádegi eða á kvöldin. Hægja á göngu ef það er nauðsynlegt. Vera ekki að reyna of mikið á sig. Úthald og þrek kemur ótrúlega fljótt. Mikil- vægt að klæða sig skynsamlega, hvorki of mikið eða lítið. Um 40% af varmatapi líkamans kemur frá höfðinu, svo að húfa og vettlingar eru sjálfsagðir í svölu eða köldu veðri. Þegar þú skokkar lendir þungi sem svarar þrefaldri líkamsþyngd þinni á fótunum, svo að góðir hlaupaskór eru mikilvægir, ekki síst á malbiki. Persónulega líkar mér best við „loftpúða“ hlaupa- skóna frá Nike. Ein'faldar teygju- æfingar fyrir hlaup minnka áhættu á meiðslum. Teygjuæfing- ar eftir hlaup viðhalda mýkt í hreyfíngum. Mér væri kært ef þetta tiltæki mitt yrði einhveijum kyrrsetumanni hvatning til þess að fara nú að hreyfa sig. Þetta er allt annað líf, allt önnur líðan. Menn munu fljótt finna að hreyf- ingin verður að nautn, jafnvel fíkn, svo að þeir tíma ekki að hætta. Loksins fann maður heilsu- samlegt fíkniefni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.