Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 17

Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 17 ur-þýzkir fjölmiðlar og austur- þýzka stjómin hefur neitað að af- henda skjöl og hijóðritanir. Vestur- Þjóðveijar hyggjast banna með lög- um kaup á Stasi-hljóðritunum og birtingu slíks efnis, en skjöl frá Stasi geta alls staðar skotið upp kollinum. Vitað er að Stasi sendi KGB og útibúum sínum afrit af skjölum sínum. Quick hefur einnig birt skjöl, sem sýna að Austur-Þjóðveijar komust yfir gögn úr bandaríska landvarna- ráðuneytinu. Þannig fengu þeir nákvæma vitneskju um margar meiriháttar leyniáætlanir Banda- ríkjamanna, rafeindahleranir og mannvirki Þjóðaröryggisráðsins, bandarískar orrustuáætlanir og leynilegar viðræður fulltrúa banda- ríska landvarnaráðuneytisins í Þýzkalandi. Stasi hefur alltaf notið álits fyrir hæfni í öflun leynilegra upplýsinga um erlenda óvini. Frá því 1956 sá sérstök deild í Stasi, Hauptverwalt- ung Aufklárung (HVA), um njósnir Austur-Þjóðveija erlendis og Mark- us Wolf var yfirmaður hennar til 1986. Stasi tókst smám saman að koma Wolf: Andlitslausi maðurinn. Stasi séu að ráða sig í þjónustu KGB - í Bonn, Washington og fleiri höfuðborgum. Þótt kalda stríðinu sé að ljúka er talið að Varsjárbandalagslöndin reyni enn að komast yfir leynilegar upplýsingar um vestrænan há- tæknibúnað, bæði hernaðarlegan og til notkunar í iðnaði. Rússar hafa enn mikinn áhuga á stjörnu- stríðstækni Bandaríkjamanna, en áherzlurnar eru að breytast. Áhugi þeirra virðist vera að færast frá „hefðbundnum, hernaðarlegum" upplýsingum til upplýsinga um vís- indi og tækni, einkum risatölvur og örtölvur. Nokkrir fyrrverandi njósnarar Stasi hafa ákveðið að vinna sjálf- stætt. Nýlega setti einn þeirra sig í samband við leyniþjónustustofn- anir nokkurra Varsjárbandalags- landa og bauð þeim „vöru og þjón- ustu“. Hann gat m.a. útvegað upp- lýsingar um liðsflutninga NATO og tölvudisk, sem fáir höfðu aðgang að. Hópur útsendara hefur komið á fót alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki í Sviss til að útvega vestrænum fyrir- tækjum leynilegar iðnaðarupplýs- Diestel: Vandasamt starf. um samstarfið við RAF og PLO og kúgun Stasi. Flestum kom á óvart að Wolf lét skyndilega af störfum 1987. Hann segir ástæðuna hafa verið þá að hann hefði gert sér grein fyrir að stalínískar aðferðir Stasi væru rangar og hefðu ekki tilætluð áhrif. Hann kveðst hafa verið um- bótasinni og mótmælti stefnu Honeckers á fundi andófsmanna í Austur-Berlín 4. nóvember, en var hrópaður niður. Talaði á útifundi Skiptar skoðanir eru um ástæð- urnar fyrir sinnaskiptum Wolfs. Sá orðrómur komst fljótt á kreik að hann hefði þótzt sjá fram á hrun kommúnismans ásamt fleiri starfs- mönnum Stasi og lent í útistöðum við Honecker og Mielke. Fljótlega fóru að birtast við hann viðtöl og í þeim bergmálaði hann skóðanir Míkhaíls S. Gorbatsjovs, en forðað- ist að gagnrýna austur-þýzku stjórnina. Þegar Wolf fór allt í einu til Moskvu í vor vaknaði grunur um að hann ætlaði að hitta fyrrverandi yfirmenn sína og afhenda þeim skjöl og upplýsingar um njósnara og heimildarmenn Austur-Þjóð- veija. Sjálfur segir Wolf að hann hafi gerzt rithöfundur og farið til Moskvu til að vinna að bók. Skáld- saga hans Þríeyki, sem styðst við atriði úr ævi hans, var metsölubók í Þýzkalandi í fyrra. Diestel tilkynnti fyrr á þessu ári að hann hygðist hafa Wolf sér til ráðuneytis, en varð að hætta við þá fýrirætlun, þar sem hún vakti reiði. Þó er talið að ekki verði hjá því komizt að ráðgast við Wolf og fyrrum starfsmenn hans til að leysa Stasi-málið. Mikillar beiskju gætir í garð Wolfs í vestur-þýzku leyniþjón- ustunni vegna gruns um að hann hafí haldið verndarhendi yfir hryðjuverkamönnum RAF. Starfs- menn hennar draga ekki fjöður yfir það að þeir vilja handtaka hann samkvæmt ákæru um njósnir frá 1987. Wolf veit á hveiju hann get- ur átt von, en segist þó munu sam- Innrás í aðalstöðvarnar: Myndir af Honecker og Brezhnev (t.v.), Skjöl skoðuð í kjallaranum. fyrir uppljóstrurum í efstu þrepum vestur-þýzka stjórnkerfisins. Wolf kappkostaði að koma njósnurum sínum í störf, sem kröfðust þess að þeir hefðu alltaf aðgang að leyni- legum upplýsingum, og þurfti því ekki að skipuleggja þjófnaði, sem hefðu vakið athygli. Frægasti njósnari Wolfs var Gnter Guillaume, aðstoðarmaður Willy Brandts kanzlara, sem flúði til Austur-Þýzkalands 1974. Annar helzti njósnari hans var Hans Jo- achim Tiedge, sem flúði austur fyr- ir múrinn 1985. Hann var háttsett- ur í vestur-þýzku leyniþjónustunni, hafði aðgang að leynilegum upplýs- ingum í 19 ár og þekkti nöfn helztu erindreka Vesturlanda austantjalds. Enn njósnað Austur-þýzka leyniþjónustan er ekki enn dauð úr öllum æðum, þótt hún hafí opinberlega verið leyst upp. „Enginn vafi leikur á því að Stasi hefur enn marga njósnara á sínum snærum í Vestur-Þýzka- landi, meðal annars í vestur-þýzku leyniþjónustunni," segir Peter Frisch. „Við vitum að austur-þýzkir leyniþjónustumenn hafa fengið fyr- irmæli um að safna leynilegum upplýsingum um NATO. Upplýsing- arnar eru sendar áfram til austur- þýzka alþýðuhersins og þaðan til Rauða hersins." Þegar ákveðið var að leggja nið- ur Stasi var hlerunum á símtölum vestrænna stjórnarerindreka í Austur- og Vestur-Þýzkalandi skyndilega hætt. Tveimur mánuð- um síðar var talið víst að þær hefðu hafizt að nýju og að þessu sinni virtust hleranirnar fara fram í sovézkum herstöðvum í Austur- .Þýzkalandi. Þannig virðast Rússar hafa tekið við aðgerðum Stasi. Sovézkt herlið verður áfram í Aust- ur-Þýzkalandi í fimm ár. Frisch grunar líka að erlendir heimildarmenn og uppljóstrarar íngar. Dræmar undirtektir Hingað til hefur Bonn-stjórnin yfirleitt látið við það sitja að skora á njósnara Stasi að gefast upp, en fengið dræmar undirtektir. Þó hafa nokkur hundruð Stasi-foringjar gefíð sig fram, enda losna þeir lík- lega við málaferli og sumir þeirra munu fá sæmilegar greiðslur. Þess- ir menn hafa komið upp um sam- starfsmenn sína og um 90 njósnar- ar hafa verið handteknir og nokkur hundruð uppljóstrarar afhjúpaðir. Vestur- og Austur-Þjóðveijar eru ekki sammáia um hvað gera eigi við njósnarana þegar þeir hafa náðst. Diestel og margir samstarfs- menn hans vilja náða alla starfs- menn Stasi, sem stunduðu njósnir, en Vestur-Þjóðverjar eru því mót- fallnir. Austur-Þjóðveijar vilja hins vegar lögsækja Stasi-menn, sem Guillaume (t.v.) og Tiedge: Njósnarar Wolfs. tóku þátt í ofbeldisverkum og gerð- ust sekir um mannréttindabrot. Þess vegna var Erich Mielke, fyrrum yfirmaður Stasi, handtekinn 26. júlí fyrir að skýla hryðjuverka- mönnum RAF og hafa uppi áform um að reisa kyrrsetningarbúðir. Unnið hefur verið að því að leggja fram morðákæru á hendur Erich Honecker, fv. leiðtoga kommúnista- flokksins. Háttsettir aðstoðarmenn þeirra verða líklega ákærðir fyrir brot á mannréttindum og fyrir að vernda hryðjuverkamenn. Hins veg- ar virðist enginn vita hvað gera eigi við Markus Wolf. Wolf er 67 ára og minnir á lýsing- ar John Le Carré á Karla, sem hann var fyrirmyndin að. Viðtöl við hann hafa birzt í þýzkum blöðum og tímaritum og hann hefur komið fram í sjónvarpi. Hann er stoltur af sigrum sínum, en segir nú að það hafi verið „meiriháttar mistök" að koma Guillaume fyrir í skrifstofu Brandts, því að mál hans hafi stofn- að í hættu þeirri stefnu kanzlarans að sættast við Austur-Þjóðveija. Lítið mark er tekið á yfirlýsingum Wolfs um að hann hafi ekkert vitað þykkja að mætá fyrir vestur-þýzk- um dómstóli og ekki reyna að flýja til Sovétríkjanna. Flestum fínnst að starfsemi Stasi erlendis hafi verið aukaatriði. Mestu máli skipti að uppræta stofnunina í Austur-Þýzkalandi. Reiði almenn- ings hefur dvínað síðan í janúar, þegar æstur mannfjöldi ruddist inn í aðalstöðvar Stasi og lét greipar sópa um skjöl, en grunnt er á henni. Stasi vakti svo mikla tor- tryggni, beiskju og hræðslu að reið- in getur brotizt út aftur þegar minnst varir. Rannsókninni í aðalstöðvum Stasi er haldið áfram og nýjar upp- lýsingar koma fram daglega. En margir Austur- og Vestur-Þjóðveij- ar telja að andrúmsloft hatursins verði að hverfa. Allt of margir Austur-Þjóðveijar hafi verið við- riðnir Stasi og aðgerðir stofnunar- innar. Líklega verður spjaldskrár- geymslum Stasi lokað og flestir starfsmennirnir náðaðir - jafnvel Markus Wolf. Á meðan munuy nokkrir Stasi-menn bíða þess róleg- ir að aðstæður breytist þannig að þeir geti hafizt handa á ný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.