Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Diesel V-8, 6.2, 4x4, rauður m/hvítu pallhúsi. Hás. 60 Dana að framan, 70 að aftan. 4ra gíra, 36“ dekk. Ekinn 72 þús. km. Trölltraustur til allra ferða. Tilboð óskast um verð, greiðslur og skipti. ^>íGa*a^aH Miklatorgi, sími 15014. Gabor kvenskómir em nú aftur fáanlegir á íslandi íslenska Verslunarfélagiðhf. hefurnú lekið við umboðiáGABORhér á landi. Hvert par af Gabor skóm er „Listrœn framleiðsia“ þar sem besta fáaniega hráefnið og kunnátta fœrustu sérfræðinga í skógerð er ávallt notuð. Sérfræðiþekkingogalúð viðhvertþrep íframleiðslunniáhverri tegund er aðalsmerki Gabor. - Pað þarf um 140 framleiðsiustig til að framleiða fyrsta flokks skó sem faila vel að fœti, eru sérstaklega þœgilegir og gefa vellíðan við notkun. - Gabor skór hafa alla þessa eiginleika enda toppurinn á vestur-þýskri skóframleiðslu. Þess vegna ættir þú að máta Gabor skóna strax í dag. SKOHOLUN REYKJAVÍKURVEGI50 ' HAFNARFIRÐI - SÍMI: 54420 GLÆSIBÆ-SÍMI82966 Kolaportið: Musteri mynd- listar undir musteri fjár- magnsins? MYNDLIST/Er þjóbfélagib ab taka vib sér f Myndlist í duglegu Ufi ÞAÐ HEFUR lengi verið einkenni okkar þjóðfélags að taka listir og menningu nokkuð hátíðlega. Ráðamenn hafa að mestu látið duga að nota hin hátíðlegustu tækifæri til að tala um bókmenntir og myndlist, og þá gjarna talað I hástemmdum lýsingum um mikilvægi þessara þátta í að skapa sérstöðu íslenskrar menningar. Dagblöðin telja menningarefni best eiga heima í helgarútgáfum, og ljósvaka- miðlarnir eru einnig gjarnir á að raða slíku efni á síðdegisdagskrá helgidaga (þ.e. þegar það truflar ekki íþróttaútsendingar). Allt þetta hefur átt sinn þátt í að viðhaldaþeirri tilfinningu fólks, að Iistir séu utan og ofan hins daglega lífs, og séu einungis ætlaðar til spariafnota á helgum stundum. En nú bendir ýmislegt til þess að þetta sé að breytast. Myndlist virðist hafa orðið meiri og virkari þáttur í daglegu lífi fólks á síðustu árum, og þannig hefur sá hópur einnig stækkað sem leitar eftir að fylgjast með myndlist af einu eða öðru tagi. Drýgstan þátt í þessu á sú þróun að mynd- list stendur að ýmsu leyti nær fólki í umhverf- inu en áður var, og því er auð- veldara að nálg- ast hana. Að þessu stuðla nokkrir ólíkir þættir sem er upplagt að benda á í þessum pistli. Það er óumdeilanleg staðreynd að sýningarstöðum myndlistar hef- ur fjölgað (og það ekki bara í Reykjavík), og því er meira um myndlistarsýningar en á árum áð- ur. Jafnframt er að skapast hefð fyrir því að sömu sýningarnar séu .settar upp á fleiri stöðum, eins og t.d. hefur átt sér stað með nokkrar sýningar sem Listasafn ASÍ hefur sent á ferðir um landið. Listasafn íslands hefur einnig staðið fyrir sýningum (sem og fleiri) í tengslum við svokallaðar M-hátíðir, sem menntamálaráðuneytið hefur haft forgöngu um. Þannig er aukið sýn- ingarhald ótvírætt merki um að myndlistin kemur nær daglegu lífi fólks en áður. En það er ef til vill ekki síður utan sýningarsalanna, sem mynd- listar verður vart í auknum mæli í þjóðfélaginu. Skemmtistaðir og veitingahús hafa í nokkrum tilvik- um tekið upp þá nýbreytni að láta lærða myndlistarmenn skreyta hús- akynni sín, og stundum gefið þeim nokkuð frjálsar hendur við það verk. Stöku sinnum hefur þetta tek- ist rétt í meðallagi, en í öðrum tilvik- um hafa fjölmiðlar vakið athygli á ■verkinu, eins og t.d. í skemmti- staðnum Tunglinu á síðasta vetri, en nokkur titringur varð vegna per- sónumynda, sem skreyttu þann stað um tíma. Þessi nýbreytni nær jafnvel til opinberra stofnana, því að nýverið voru lærðir myndlistarmenn fengnir til að lífga upp á bílastæði Seðla- banka íslands í svokölluðu Kolap- orti við Kalkofnsveg, en þar er einn- ig til húsa laugardagsmarkaður, sem hefur unnið sér fastan sess í bæjarlífinu. Hveijum myndlistar- manni var úthlutað ákveðnu vegg- plássi og séð fyrir efni, og síðan gat hver og einn látið hugarflugið ráða. Þeir sem nýta bílastæðin eða heimsækja markaðinn geta síðan dæmt um hvort þetta framtak lífg- ar ekki talsvert upp á Kolaportið. Það hafa einnig verið sett upp fleiri útilistaverk á síðustu árum, og smám saman bætist við þennan þátt, bæði í höfuðborginni og ekki síður á mörgum stöðum úti um landið. Þessi verk vekja oft meiri athygli en önnur myndlist, þar sem þau er sett upp í daglegu umhverfi manna og ekki auðvelt að líta fram- hjá þeim. Sú staðreynd ein, að ekk- ert hefur borið á lesendabréfum í blöðunum þar sem þessum nýju verkum er úthúðað og fundið allt til foráttu er ótvíræð bending þess að fólk er orðið umburðarlyndara gagnvart nýjungum. Það eru ekki mörg ár síðan að skúlptúrar eins og minnismerkið um Thor Jensen og frú í Hallargarðinum (eftir Helga Gíslason), Áfangar í Viðey (eftir Richard Serra), Sólfarið við Sætún (eftir Jón Gunnar Ámason) eða verk við stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg (eftir Hafstein Austmann) hefðu kallað á bylgju bréfa frá hneyksluðum vegfarend- um, sem þætti fegurðarvitund sinni misboðið, og vildu að verkin yrðu tekin niður hið fyrsta — eða að minnsta kosti flutt á afvikinn stað þar sem enginn þyrfti að sjá þau. Jafnvel stjórnvöld eru farin að taka við sér og helga nú myndlist meira af sínum tíma en sem nemur lofgjörð á hátíðarstundum. Nýlega var haldið málþing um list og sköp- unarþörf barna á vegum mennta- málaráðuneytisins, og nú mun ætl- unin að setja af stað átak í að efla kennslu í myndmennt í grunnskól- um landsins, og er þar um að ræða langþráð verkefni í skólakerfinu. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir góðan vilja hefur myndmennt um langan tíma verið algjör aukagi-ein í kennslustofum landsins. Á grunn- skólastigi hefur megináherslan ver- ið á að þjálfa yngri nemendur í teikningu og notkun lita, en minna verið gert af því að fræða nemend- ur um myndlistarsögu eða grunn- þætti myndlistar. Framhaldsskóla- nemendur hafa enga fræðslu fengið í myndlist, nema þeir hafi tekið slíkt sem hluta af námsvali sínu, og þannig hefur kynslóð eftir kyn- slóð útskrifast úr íslenska mennta- kerfinu án nokkurrar fræðslu um listræn afrek Grikkja og Rómveija, ítalskra endurreisnarmanna og franskra impressionista, hvað þá upphaf íslenskrar málaralistar, eða nýrri hreyfmga í íslenskri myndlist á síðari hluta þessarar aldar. En ef til vill er þjóðfélagið nú að taka við sér. Hinir hörðustu hafa löngum litið á myndlist sem iðju- leysi í versta falli og tómstunda- gaman í besta falli. Þó hafa ráða- menn alltaf vitað að það sem eftir þá mun liggja í sögunni eru ekki aðgerðir á sviði efnahagsmála eða í flokkadráttum hinna daglegu deilna, heldur hvaða aðstæður þeir geta skapað menningunni, og þar með myndlistinni, til að dafna. Þessi skilningur er varla enn farinn að skila sér í auknu framlagi til menningarmála; hann á enn eftir að koma betur frayn í auknum skiln- ingi á hvað þarf til að myndlist nái að þroskast. Ef dæma má af þróun síðustu missera og ára virðast ís- lendingar þó á réttri leið — að vera að vakna til vitundar um gildi hinna myndrænu lista í daglegu lífi menningarþjóðfélaga. eftir Eirík Þorlóksson Árshdtíðir eru okkarfag! Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- Dansleikur að hætti Óperukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. '6111 Simi18833 • • — Oðruvísi staður nn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.