Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
28 C
Minninff:
Greipur Sigurðsson
frá Geysi íHaukadal
Þegar fyrstu hausthregg bylja á
berst sú harmafregn að Greipur í
Haukadal hafi orðið bráðkvaddur
að störfum inni á Haukadalsheiði
aðeins fimmtíu og tveggja ára að
aldri. Eitt mesta hraustmenni þess-
arar byggðar er fallið í valinn í
blóma lífsins.
Og enn er ljómi um orðstír þinn
frá Ara í Haukadal.
Enn eiga sömu orðin við um fall-
inn Haukdæling sem helgaði líf sitt
og starf ættaróðalinu fræga um-
fram aðra staði þó víða væri hönd
lögð á plóginn.
Greipur í Haukadal var sonur
hjónanna landskunnu Sigurðar
Greipssonar bónda og skólastjóra
sem fæddur var í Haukadal 1897
og Sigrúnar Bjamadóttur frá Bóli
hér í sveit. Hann var næstelstur af
fjórum sonum þeirra hjóna er upp
komust.
Greipur ólst upp við sérstæðar
aðstæður sem var mannmarga
menningarheimilið í Haukadal. Þar
var rekið hótel á sumrin og íþrótta-
skóli á veturna. Ungir fóru Hauka-
dalsbræður að stunda íþróttir og
ekki voru þeir gamlir er þeir kunnu
öll helstu glímubrögðin. Þegar und-
irritaður kom í Haukadalsskólann
var Greipur 14 ára og þá þegar
orðinn liðtækur giímumaður og á
sextánda árinu er hann einn besti
glímumaður Héraðssambandsins
Skarphéðins. Afrekslistinn í íþrótt-
unum er langur. Hann var marg-
faldur skjaldarhafí Skarphéðins og
einnig sigurvegari í hæfnisglímu
HSK. Þó glíman væri á þessum
árum uppáhaldsíþrótt Greips var
hann einnig góður sundmaður og
var mörg ár í keppnisliði Biskups-
tungnamanna á Héraðsmótum í
sundi. Einnig tók hann þátt í flest-
um greinum fijálsra íþrótta, einkum
köstum. Sinn glæsilega íþróttaferil
endaði Greipur með því að hreppa
gullverðlaun í starfsíþróttum á
Landsmóti UMFÍ.
Þetta voru ár mótunar og varð
hann rólegur og yfírvegaður vinur
sem leitað var til.
Að loknu námi í Reykholts- og
Haukadalsskóla hélt Greipur norður
yfír heiðar til náms á Hólum í
Hjaltadal þaðan sem hann lauk
búnaðarnámi. Þar sem annars stað-
ar var hann vel látinn og batt vin-
áttu og tryggð við skólafélaga og
kennara sem entist alla ævidaga.
Að loknu námi sneri Greipur aft-
ur heim á æskustöðvamar. Þar
hafði hann ákveðið að hefja ævi-
starfíð með hugsjón föður síns að
leiðarljósi og rækta uppblásin heið-
arlönd Haukadals og gróðursetja
tijáplöntur í Haukadalshlíðum en
skógræktargirðingin var jafngömul
og hann frá árinu 1938.
Árið 1961 verða þáttaskil í ævi
Greips er hann gengur að eiga
Kristínu Sigurðardóttur frá Úthlíð
í sömu sveit. Hún var dóttir hjón-
anna Sigurðar Jónssonar og Jónínu
Gísladóttur.
Ungu hjónin hófust strax handa
við að byggja upp nýbýlið Haukad-
al II. Húsin risu með ótrúlegum
hraða. Það var íbúðarhús og gróð-
urhús. Þá komu sér vel miklir hæfí-
leikar Greips við að fást við smíðar.
Þó hann væri ómenntaður smiður
var hann besti völundur á jám og
tré. Hann smíðaði öll sín hús sjálf-
ur. Þá var vinnudagurinn langur
en gleðin yfír áorkuðu dagsverki
var honum næg laun. Er húsin voru
risin hófst ræktun kringum þau.
Með ævintýralegum blæ óx upp
glæsilegur garður þeirra hjóna
margverðlaunaður bæði frá Búnað-
arfélagi og meðal garðyrkjubænda
í Árnessýslu.
Jafnframt garðyrkjubúskapnum
í Haukadal var Greipur frá 1963
ýmist starfsmaður Skógræktar
ríkisins eða og lengst af Land-
græðslunnar. Þar lá stærstur hluti
starfsævinnar, í tuttugu og sjö ár.
í baráttunni við gróðureyðingu var
Greipur ósigrandi með verkflokk
sinn. Á hveiju ári var unnið sleitu-
laust.
Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.
(Jónas Hallgrimsson.)
Þessi orð Jónasar Hallgrímssonar
lét hann oft falla þegar hann hafði
nægan starfa við uppgræðsluna og
árangurinn lét á sér standa. Hann
fór um allt með girðingarflokkinn
til að friða land og verkefnin vom
stór og erfið. Barist var alla tíð og
oftast hafður sigur. En baráttan
við uppblásturinn á hálendi íslands
er hörð. Blásturinn getur á skammri
stund breytt því sem áunnist hafði
árinu fyrr í sömu auðnina. Þá reyndi
á þolinmæðina og Greipur gafst
ekki upp þó móti blési. Af þraut-
seigju og hörku var merkinu haldið
uppi, hvergi var gefið eftir. Mörg
var glíman og langar voru loturn-
ar, aðeins afburða þrekmenni getur
staðið það af sér. Þó víða væri unn-
ið að verkefnum allt austan úr
Skaftafellssýslum og vestur í Dali,
var uppáhalds verkefnið þó upp-
græðslan á Haukadalsheiði. Það var
Minning:
Sr. Bjartmar Krist-
jánsson fv. prófastur
Fæddur 14. apríl 1915
Dáinn 20. september 1990
Hringur er ekki fullgerður, fyrr
en hann lokast.
Lífshlaup manns er ekki full-
komnað, fyrr en hann er horfínn
aftur til upphafs síns.
29. september hefur lokast sjötíu
og fímm ára víður hringur. Sr.
Bjartmar Kristjánsson var þá sung-
inn til moldar, moldarinnar, sem
hafði alið hann í upphafí, og við
trúum því, að önd hans hafí fúslega
horfið á vit annarra heima.
Sá, sem þettá ritar, iðrast þess
að hafa ekki notfært sér enn oftar
en raunin varð gestrisni hjónanna
á Laugalandi til andlegrar upp-
byggingar. Hið hlýlega heimili sr.
Bjartmars og frú Hrefnu Magnús-
dóttur var notalegur stökkpallur
upp í hugarheim húsbóndans. Þar
var vítt til veggja og heiðið hátt.
Þar voru ekki þræddar troðnar slóð-
ir, og málin voru brotin til mergjar
án þess að reyna að komast að ein-
hveijum fyrirfram gefnum niður-
stöðum.
Undirrituðum kom ekki síður að
gagni hæfni sr. Bjartmars að út-
lista töfra íslenzkrar tungu. Hann
unni móðurmáli _sínu og beitti því
af smekkvísi. Á ritvellinum af-
greiddi hann keppinauta sína með
því vopni, sem þá skorti mest, vel-
viljaðri, góðlátlegri kímni.
Að minnsta kosti einu spaugyrði
hans ætti að forða frá gleymsku.
Þegar hann var á leið í eina af
kvalafullum aðgerðum síðustu ár-
anna, sagði hann: „Ég kvíði engu,
ber fullkomið traust til lækna
minna. Auk þess er ekki í kot vísað,
ef þá skyldi bresta bogalistina.“
Hinum rammíslenzka hugsana-
hætti hans hafði merkt skáld Iýst
endur fyrir löngu þannig:
því táknrænt að hann endaði sitt
líf þar.
Sá sem þessar línur ritar var
með Greip 1963 að girða sex þús-
und ha. sem auðnin spannar yfir.
Þá lá svartur sandmökkurinn yfir
ef blés svo varla var vinnuvært
tímum saman.
I haust sagði Greipur við mig að
hann héldi að stutt væri í fullan
sigur, kraftaverk hefði gerst á því
gróðurríka sumri sem nú væri að
kveðja. Melskúfurinn harði hefur
enn sannað yfirburði sína yfir þær
plöntur sem binda sand.
Greipur var mikill hamingjumað-
ur í sínu einkalífi. Með þeim hjónum
ríkti mikið jafnræði og stóð Kristín
kona hans sem klettur við hlið
manns síns alla tíð, stjórnaði búi
heima og einnig mötuneyti girðing-
arflokksins.
í gegn um árin höfum við Greip-
ur oft tekið höndum saman í gleði
og starfí. Börnin okkar eru á sama
aldri. Fyrst fæddust okkur synir
með níu daga millibili og svo komu
dæturnar með átta daga bili.
Sigurður Haukur er fæddur árið
1962. Hann er líffræðingur að
mennt og vinnur að doktorsritgerð
við háskóla á Englandi. Hrönn er
fædd 1966. Hún er nemandi í við-
skiptafræði við Háskóla íslands.
Einnig hafði athvarf hjá þeim frá
barnæsku Bragi Smith, nú nemandi
við Menntaskólann að Laugarvatni.
Greipur var vinsæll og vinmarg-
ur. Hann var mikill höfðingi heim
að sækja og á heimili þeirra hjóna
var ávallt gestkvæmt. Það var ein-
mitt hans mesta yndi í lífinu að
vera hinn veitandi húsbóndi. Þeim
sem að garði bar á hestum var fylgt
nokkrar bæjarleiðir ef kostur var.
Á slíkum ferðum var Greipur hrók-
ur alls fagnaðar, mikill spaugari og
líktist þá oft afa sínum Bjarna á
Bóli.
Þó Greipur væri aðeins fimmtíu
og tveggja ára er hann féll frá
auðnaðist honum að koma miklu í
verk hér á jörð. Hann hlaut flest
það sem menn sækjast eftir.
Sorg ástvina sem eftir lifa er
mikU en þó lifir minningin um góð-
an dreng og yljar um hjartaræturn-
ar.
Hann var drengur góður.
Við fjölskyldan sendum Kristínu,
Hrönn og Sigga okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Á meðan við lifum
munum við minnast hans. Greip,
þeim einlæga vin, sendum við að
lokum þakkir fyrir samfylgdina og
byðjum honum blessunar Guðs að
eilífu.
Björn Sigurðsson, Uthlíð.
Æskuvinur minn, Greipur Sig-
urðsson í Haukadal í Biskupstung-
um, varð bráðkvaddur við Ás-
brandsá hinn 19. september sl. Á
fjöllunum hafði hann verið löngum
við störf alla sína starfsævi. Á fjöll-
unum lauk henni skyndilega í miðri
dagsins önn.
Glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana.
Sr. Bjartmar var ekki eins bar-
áttuglaður og eldri bróðir hans, sr.
Benjamín heitmn. Helzt hefði hann
kosið að sitja í friðstóli og vinna
prestsverkin sín í kyrrþey, enda
vinsæll og virtur að sóknarbörnum
sínum. Þegar til þess er hugsað,
að ekki hafi ævinlega blásið friðlega
í kring um þennan friðsemdarmann,
rifjast upp smásagan Blindra
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd, að Greipur, þessi ímynd
hreysti og holls lífernis, skuli deyja
svo skyndilega. Fyrir okkur jafn-
aldrana er þetta áminning um það,
að tími kallsins getur verið nær en
okkur grunar. Útivera, hreyfing og
hollar lífsvenjur eru greinilega ekki
nein trygging fyrir langlífi, þó að
vissulega viljum við trúa því að slíkt
sé lykillinn að því að ná háum aldri.
Við Greipur kynntumst fýrst í
Haukadal snemma á stríðsárunum.
Við flugumst þá á eins og stráka
er gjarnan siður. Þegar við eltumst
lögðum við það af, sem betur fer
fyrir mig, þar sem Greipur varð
snemma miklu meiri að líkamsburð-
um en ég. En eins og þeirra manna
er oft siður, sem eru heljarmenni
til burða, þá var Greipur manna
friðsamastur og notaði afl sitt til
þarflegra verka en geðprýði og
glaða lund til þess að rækta vináttu
við menn.
Okkur var alla tíð vel til vina.
Greipur fagnaði mér ávallt sem
besta bróður og var ætíð boðinn
og búinn að leysa minn vanda, hve-
nær sem var. Sama máli gegndi
raunar um bræður hans alla og
foreldra, þar sem ég var oft á sumr-
in í Haukadal og átti ánægjuleg
samskipti við þessa ágætu fjöl-
skyldu. Nutum við hjónin oft gest-
risni þeirra hjóna, Greips og Kristín-
ar, á heimili þeirra við Geysi. Karen
dóttir okkar var einnig hjá þeim í
vist um sumartíð við garðyrkju-
störf. Því snertir þetta skyndilega
fráfall Greips okkur djúpt og við
söknum vinar í stað.
Greipur Sigurðsson var fæddur
17. maí 1938, næstelstur fjögurra
bræðra, sem upp komust og lifa
bróður sinn. Foreldrar hans voru
Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Bisk-
upstungum og hinn landskunni
íþróttafrömuður og skólastjóri Sig-
urður Greipsson frá Haukadal. Á
Geysi hélt Sigurður einkaskóla sinn
á vetrum en rak sumarhótel í skóla-
húsinu auk búskapar yfír ferða-
mannatímann.
Bræðurnir ólust upp á þessu
mannmarga heimili og voru allir
manna dalur eftir brezka höfundinn
H.G. Wells. Þar er lýst dal einum
í Andesfjöllum, sem hafði ein-
angrazt í skriðuföllum. íbúar dals-
ins höfðu úrkynjazt í sifjarækt kyn-
slóð eftir kynslóð þannig, að þeir
fæddust allir blindir. Sagan hefst á
því, að fjallgöngumaður hrapar nið-
ur í dalinn en heldur lífi og limum.
Með fulla sjón gæti hann orðið
dalbúum að liði, en hinir blindu leið-
togar þorpsins vilja ekki viðurkenna
hann sem jafningja sinn, nema hann
láti blinda sig.
Dæmisaga þessi á vel við sr.
Bjartmar. Hún skýrir áreitni þeirra,
sem töldu það vera sáluhjálparatriði
að vera bundnir á bás eigin for-
dóma. Skondin var einkunnin, sem
þeir gáfu sjálfum sér, að þeir kynnu
að ærast, ef þeim væri hleypt út á
tún í nýstárlegu skini vorsólarinnar.
En nú er saga sr. Bjartmars öll.
Honum var ekki í kot vísað, er
hann hvarf aftur til upphafs síns.
Hringur ævi hans hefur lokazt. Nú
getum við ekki hitt hann nema í
minningu um góðan dreng. En til-
veran er ekki öll, þar sem hún er
séð.
Hér vit skiljumk
ok hittask munum
á feginsdegi fira.
Kári Valsson
snemma miklir starfsmenn á búinu.
Þarna var gestkvæmt á sumrum,
áætlunarbílar komu og fóru og
mikið var að gera á handvirkri
landsímastöðinni. Man ég enn hvað
mér þótti ungum syngja einkenni-
lega í vírunum þegar kallað var á
Reykjavík, sem þá var óralangt í
burtu. Mér þótti gaman að koma
þama, þarna var líf og fjör og öll
fjölskyldan tók mér vel og hafði
mig í hávegum.
Greipur kvæntist Kristínu Sig-
urðardóttur frá Úthlíð. Þau reistu
sér fallegt heimili við Geysi. Þau
áttu tvö börn sem upp komust, Sig-
urð Hauk og Hrönn. Greipur starf-
aði lengst af hjá Skógrækt ríkisins
og Landgræðslu ríkisins. Hann fór
með girðingaflokka um land allt,
bæði á fjöllum og láglendi. Var at-
orku hans og kappi við brugðið.
Hann var hagur maður og lagtækur
og kunni vel til flestra verka.
Greipur Sigurðsson var hár mað-
ur vexti og herðabreiður. Ljós yfír-
litum, hraustlegur og hermannlegur
á velli. Hann var mikið hraust-
menni til burða og vissu fáir afl
hans allt. Hann var léttur í Iund
og hláturmildur, góðgjarn og vin-
sæll af alþýðu.
Við fjölskyldan sendum eftirlif-
andi ástvinum Greips Sigurðssonar
innilegar samúðarkveðjur og mun-
um varðveita minninguna um þenn-
an góða dreng.
Halldór Jónsson
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér
en geymd í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
við hveija hugsun
sem hvarflar til þín.
(H.H.)
í dag kveðjum við okkar kæra
vin og mág, Greip Sigurðsson, sem
svo allt of fljótt er horfinn okkur.
Minningarnar um þær fjölmörgu
og góðu stundir sem við áttum með
honum eru okkur dýrmætar.
Aldrei fórum við austur í Bisk-
upstungur án þess að koma við í
Haukadal, fallega garðyrkjubýlinu
sem þau Kristín byggðu upp af
miklum myndarskap. Þaðan höfum
við ætíð farið hlaðin grænmeti og
góðgæti enda rausnin og gjafmildin
einstök.
Greipur var borinn og barnfædd-
ur Haukdælingur enda bundinn
staðnum sterkum böndum. Það var
gaman að ganga með honum um
hverasvæðið við Geysi á fallegu
kvöldi þegar allir ferðalangar voru
horfnir. Skoða Strokk og Sóða,
Óveðursholu og Kóngshver. Hann
kunni góð skil á svæðinu, þekkti
hveija holu og hvern hrauk.
Ekki var síðra að njóta leiðsagn-
ar hans um skógræktarsvæðið í
Haukadal, sem var honum afar
kært, þar fylgdist hann með vexti
og þroskaskilyrðum tijáplantnanna,
enda vann hann þar á hveiju hausti
við grisjun á barrtijám er líða tók
að jólum.
Þó var honum ef til vill kærust
Haukadalsheiðin og þau svæði, sem
hann vann við uppgræðslu á, mest-
an hluta starfsævi sinnar.
Hann var landgræðslumaður af
lífí og sál. Við minnumst ferða með
honum inn á heiði eða inn fyrir
Bláfellsháls. Þá var glatt á hjalla í
jeppanum hans og Greipur alltaf
að stoppa til að sýna okkur mel-
grasskúfa og annan gróður sem
farinn var að festa rætur í svörtum
sandinum eða rofabörðum. Hann
gladdist yfír hveiju strái og hveijum
skúf sem festi rætur í þessum hijúfa
jarðvegi og trúði að „sú komi tíð
að sárin foldar grói“.
Þær eru óteljandi góðu stundirn-
ar sem við hjónin höfum átt með
Kristínu og Greip, síðan bömin okk-
ar voru lítil og alltaf velkomin í
fóstur „austur“ ef á þurfti að halda.
Glettni hans og gamansemi höfðaði
til unga fólksins ekki síður en þeirra
eldri.
Hér í Kópavoginum bjuggu þau
sér annað heimili til að böm þeirra
gætu notið sem bestrar menntunar
og hér voru á vetrum treyst frænd-
semi og vinabönd. Greipur undi þó
aldrei lengi í þéttbýlinu, hugur og