Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 2

Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Sverrir Útför Vals Gíslasonar leikara Útför Vals Gíslasonar, leikara, var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Ljóðakórinn söng og organisti var Hörður Áskelsson. Einleikarar voru Inga Rós Ingólfsdóttir og Unnur María Ingólfsdóttir. Félagar Vals Gíslason- ar úr leikhúsinu báru kistu hans frá kirkju, þeir Hákon Waage, Gunnar Eyjólfsson, Klemens Jóns- son, Gísli Alfreðsson, Hallmar Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson, Róbert Amfinnsson og Sveinn Einars- son. Striplingur á Laugardalsvelli; Bann á völlinn og sekt yfirvofandi STRIPLINGUR hljóp inn á Laugardalsvöll í gær, þegar leikur Fram og Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu stóð yfir. Þetta er í þriðja sinn á liðlega tveimur árum, sem maðurinn hleypur ber inn á vöHinn, þegár leikur i alþjóðlegri keppni fer þar fram. Áður slapp Knattspyrnusamband íslands með alvarlegar áminning- ar, en nú gera hlutaðeigandi aðilar ráð fyrir strangari refsingu — sekt og jafnvel banni á völlinn. Fyrsta atvikið varð 21. ágúst 1988 á leik íslands og Sovétríkjanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins og fékk KSÍ þá áminningu frá aga- nefnd Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA. 30. maí sl. var mað- urinn aftur á ferðinni, þegar þjóð- söngur Albaníu var leikinn fyrir landsleik í Evrópukeppni landsliða. Eftir það fékk KSÍ áminningu frá aganefnd Knattspymusambands Evrópu, UEFA. Eftirlitsmaður leiks- ins í gær sendir skýrslu um málið til aganefndar UEFA, sem tekur síðan ákvörðun um refsingu. Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri KSI, sagði við Morgunblaðið að KSI sæti í súpunni vegna þess að vallar- og lögregluyfirvöld hefðu brugðist í öryggisgæslunni — aðeins átta lögreglumenn hefðu verið á veli- inum. „Fram gæti fengið sekt og leikjabann á vellinum,“ sagði Eggert Ma.gnússon, formaður KSI. Óryggisgæslan á Laugardalsvelli brást enn einu sinni og sögðu tals- menn KSÍ að vallaryfirvöld og lög- reglan bæru ábyrgðina. Jóhannes Óli Garðarsson, vallarstjóri, sagði að það hlyti að vera mál lögreglunnar að fylgjast með umræddum manni vegna fyrri reynslu, „en við sofnuð- um á verðinum og ekki síður lögregl- an. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að svona gerist nema með því að reisa þriggja metra háa mann- helda girðingu með göddum ofan á umhverfis leikvöllinn og ef til vill ýtir þetta undir slíkar framkvæmd- Sala sjávarafurða til Sovétríkjanna: Sovétmenn geta ekki staðið við samninga vegna gjaldeyrisskorts SOVÉSKA fyrirtækið Sovrybflot, sem annast hefur fiskkaup Sovét- manna hér á landi, sendi seijendúm hér skeyti í gær, þar sem fram kemur, að Sovrybflot geti ekki staðið við samninga um að kaupa fiskafurðir af íslendingum umfram það sem þegar hefur verið flutt út, að minnsta kosti það sem eftir er ársins. Astæðan var sögð gjald- eyrisskortur í Sovétríkjunum. Friðrik Pálsson framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna segir þetta koma sér illa að því leyti, að enn eru liðlega þús- und tonn af frystum karfa- og ufsa- flökum í landinu sem búið er að Frjáls afgreiðslutími verslana: Litlar breytingar verði tillagan samþykkt - segir formaður VR Á FUNDI borgarráðs í gær lagði borgarstjóri fram tillögu um breyt- ingu á afgreiðslutíma smásöluverslana. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta borgarráðsfundar, þar sem hún verður til umfjöllun- ar á þriðjudag. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur segist ekki búast við að miklar breytingar verði í kjölfar tillögunnar. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Davíð Oddsson borgarstjóri og borgarráðsmennirnir Árni Sigfússon, Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Vil- hjálmsson. í tillögunni er gert ráð fyrir að afgreiðslutími smásöluversl- ana verði frjáls frá kl. 7 að morgni til kl. 23.30 að kvöldi Sigrún Magnúsdóttir lagði einnig fram breytingatillögu við gildandi samþykkt, sem felur í sér að þeir sem vilja hafa verslanir sínar opnar á tímabilinu frá 23.30 til 7 að morgni skuli sækja um sérstakt leyfi til borg- arráðs. Afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umfjöllunar borg- arráðs, en það kemur saman næsta þriðjudag. Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjómar og formann Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sagði í gær að tillagan væri eðlileg miðað við þá þróun sem átt hefði sér stað í nágrannasveitarfélögunum, en hann bjóst hins vegar ekki við að miklar breytingar yrðu í kjölfar til- lögunnar. Samkvæmt núgildandi samþykkt væri leyfilegt að hafa verslanir opnar til kl. 10 aH-kvöldi og til kl. 16 á laugardögum, en þær skuli vera lokaðar á sunnudögum. Reyndin væri sú að afar fáir nýttu sér það að hafa verslanir sínar opnar á kvöldin og viðbúið væri að mjög drægi úr laugardagsverslun yrðu verslanir opnar á sunnudögum, en það hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir verslunareigendur. „Ég vil einnig undirstrika það, að eftir sem áður eru ákvæði í kjara- samningum á milli VR og vinnuveit- enda sem kveða á um ákveðinn af- greiðslutíma, m.a. er heimilaður af- greiðslutími til kl. 16 á laugardögum, en að verslanir séu lokaðar á sunnu- dögum. Þessi kjarasamningur er bundinn til 15. september á næsta ári, þannig að það verða ekki miklar breytingar á þessu sviði alveg á næstunni," sagði Magnús. framleiða í sérstakar pakkningar fyrir Sovétríkin og illmögulegt að selja á aðra markaði. Verðmæti þess er um 130 milljónir króna. Heildarsamningar um viðskipti íslands og Sovétríkjanna gera ráð fyrir að á þessu ári kaupi Sovét- menn hér 9.950 tonn af frystum fiski fyrir um 1.220 milljónir króna. Búið er að afgreiða stærsta hluta þess magns. Auk þess sem búið er að framleiða og Sovétmenn geta ekki tekið við, er eftir að framleiða fyrir um 250 milljónir króna upp í samninginn. Seljendur hér hafa svarað skeyt- inu og meðal annars boðið Sovryb- flot að gefa eftir þann hluta samn- ingsins sem eftir er að framleiða upp í, gegn því að tekið verði við því sem bíður hér pakkað. Svar hafði ekki borist í gærkvöldi. Friðrik Pálsson segir það einkum valda vandræðum, að illmögulegt sé að selja þennan físk á aðra mark- aði, sem þegar er búið að framleiða fyrir Sovétríkin. Hitt valdi ekki áhyggjum þó að Sovétmenn geti ekki tekið við meiru, þar sem mikil eftirspurn sé nú eftir físki og vanda- laust að selja hann á aðra mark- aði. „Eins og markaðsástandið er í dag, þá er þetta ekki vandamál fyrir framleiðslu eins og við sjáum hana næstu misserin," segir Friðrik. Utanríkisráðuneytið og sendiráð íslands í Moskvu undirbúa nú við- ræðufund íslendinga og Sovét- manna um viðskipti landanna í Moskvu í byijun næsta mánaðar. Páll Eiríksson, yfirlögregluþjónn, sagði að manninum hefði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á mánudag eftir að hafa verið settur inn daginn áður fyrir að gera þarfir sínar á tröppum stjómarráðsins, en ekki mætti halda honum lengur en í 24 tíma. „Það má kannski segja að það hefði verið ástæða til að reyna að leita hann uppi í dag [í gær] og taka hann úr umferð, en það var ekki gert.“ Hann sagði ennfremur að fjöldi lögreglumanna inni á vellinum væri fyrst og fremst miðaður við hugsanlegar óspektir áhorfenda. „Úr því að þessi maður fæst ekki settur undir læknishendur má segja að það sé ábyrgðarhluti að láta hann ganga lausan, því það er aldrei að vita hvað hann getur gert borgurunum. En það er greinilegt að það þarf meiri gæslu á meðan þessi maður gengur laus.“ Umræður um bráðabirgðalög: Foragt á Alþingi og siðferðisbrestur - segir Ragnhildur Helgadóttir BRÁÐABIRGÐALOG ríkisstjórnarinnar um kjarasamning BHMR voru harðlega gagnrýnd í neðri deild Alþingis i gær. Ragnhildur Helgadótt- ir gagnrýndi þann skilning forsætisráðherra að lítill munur væri á bráðabirgðalögum sem nytu fylgis á Alþingi og lögum sem þingið væri kallað saman til að samþykkja. Ragnhildur sagði ummælin sýna siðferðisbrést og lýsa „fullkominni foragt“ á Alþingi og hlutverki þess. Forsætisráðherra sem slíkt segði ætti að segja af sér hið fyrsta. Sjá nánar þingfréttir bls. 28. Magnús Gimnarsson dreg- ur uppsögn sína til baka Sveitarfélög á Austurlandi; Framkvæmda- stjóri ráðinn STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Björn Haf- þór Guðmundsson, sveitarstóra á Stöðvarfirði um stöðu fram- kvæmdastjóra sambandsins. Ráðið er til fjögurrá ára og bárust níu umsóknir um stöðuna. MAGNÚS Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, hefur dregið uppsögn sína til baka í kjölfar víðtækra stuðningsyfirlýsinga og áskorana yfir 90% framleiðenda og stjórnar SÍF. „Maður væri með stein- hjarta, neitaði maður eftir slíkar stuðningsyfirlýsingar,“ sagði Magn- ús Gunnarsson, í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði af sér í kjölfar félagsfundar SÍF fyrr í mánuðinum, en þar voru tillögur hans og stjórnar um áherzlur felldar. Magnúsi hafa undanfarna daga verið að berast áskoranir svo hljóð- andi, undirritaðar af meira en 90% framleiðenda: „Við undirritaðir framleiðendur lýsum yfir eindregn- um stuðningi við Magnús Gunnars- son persónulega og sjónarmið hans og stefnu í framleiðslu- og mark- aðsmálum. Við 'skorum á Magnús að draga uppsögn sína til baka og halda áfram því uppbyggingar- starfi, sem hann hefur sýnt ogsann- að að hann er hæfastur til að framkvæmd laga sölusamtakanna stjórna." Þá samþykkti 12 manna fundur stjórnar SIF svohljóðandi ályktun í síðustu viku: „Um leið og við undir- ritaðir stjórnarmenn í SÍF lýsum yfir fyllsta stuðningi við Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóra SIF, og Dagbjart Einarsson, stjórn- arformann fyrirtækisins, hörmum við einlæglega þá ákvörðun Magn- úsar að segja upp starfi sínu. Við skorum á Magnús að endurskoða • þessa ákvörðun sína og leiða fyrir- tækið áfram í því öfluga markaðs- og uppbyggingarstarfi, sem hann hefur haft forystu um. Við fullyrð- um að það eitt þjónar hagsmunum íslenzks saltfiskiðnaðar í bráð og lengd.“ „Mér kom nokkuð á óvart hve víðtæk þátttaka framleiðenda var í þessari undirskriftasöfnun og gleðst auðvitað yfir þessum stuðn- ingi. Eg vonast nú til að menn geti í sameiningu haldið áfram að byggja SÍF upp sem góð og fram- sækin sölusamtök fyrir framleið- endur. Ég geri mér grein fyrir því, að framundan er mikið starf við það að treysta innviði samtakanna og reyna að fá alla félagsmenn í SIF til að sameinast um skynsam- lega stefnumörkun fyrir íslenzkan saltfiskiðnað," sagði Magnús Gunn- arsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.