Morgunblaðið - 24.10.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar á kjarasamning BHMR og ríkisins voru til umræðu í neðri deild alþingis í gær. Myndin var tekin þegar
BHMR mótmælti lögunum við þingsetningu.
Bráðabirgðalög á kjarasamning BHMR:
Orð forsætisráðherra foragt
á Alþiiigi og hlutverki þess
- sagði Ragnhildur Helgadóttir, Sjálfstæðisflokki, við umræður í neðri deild
BRÁÐABIRGÐALÖG þau sem kennd eru við BHMR voru til um-
ræðu í neðri deild Alþingis í gær. Þingmenn voru margorðir og
á stundum langorðir.
Aðildarfélagar í Bandalagi há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna,
BHMR voru fjölmennir á þingpöll-
um í upphafi umræðunnár. Forsæt-
isráðherra, Steingrímur Hermanns-
son, mæiti fyrir málinu og lagði til
að ijárhags- og viðskiptanefnd
fengi það til umfjöllunar. Hann
rakti m.a. aðdraganda laganna og
tilurð kjarasamninga við BHMR í
maí 1989. í máli hans kom fram
að á þeim tíma hefði hann mjög
horft í fyrirvara í 1. gr. samning-
anna um að samanburður og hugs-
anlegar kjarabætur til BHMR-
félaga ieiddu ekki til röskunar á
launakerfínu og „efnahagslegrar
kollsteypu". Hann fór ennfremur
orðum um 5. gr. samningsins en í
því fólst að ef samanburði yrði ekki
lokið fyrir 1. júlí 1990 skyldu laun
hækka um 4,5%. Því miður hafi
ekki auðnast að ljúka samanburði
fyrir sett tímamörk og hækkunin
komið til framkvæmda samkvæmt
úrskurði félagsdóms. Kjarasamn-
ingar og þjóðarsátt annarra laun-
þega í febrúar og viðbrögð þeirra
forystumanna og atvinnuh'fsins hafi
leitt til þess að ríkisstjórnin hafi
taiið að hækkun myndi brjóta niður
þjóðarsáttina og leiða til víxlhækk-
ana launa og verðlags. Ekki hafi
tekist samkomulag við BHMR um
frestun hækkaria. Ríkisstjórnin hafi
séð sér þann nauðugan einn kost
að setja bráðabirgðalög.
Steingrímur svaraði nokkru
spumingum þeim sem þingmenn
Kvennalista beindu til hans í ut-
andagsskrárumræðum 18. þ.m.
Hann sagði það vera misskilning
að bráðabirgðalögin hafí numið úr
gildi dóm félagsdóms, dómnum sé
í engu raskað heldur sé hlutum
samningsins breytt þannig að
greiðslur sem í samningnum fælist
féllu niður frá 1. september 1990.
Hann vísaði því algjörlega á bug
að bráðabirgðalögin brytu í bága
við stjómarskrána. Hann vék m.a.
að því hvers vegna Alþingi var ekki
kallað saman í ágúst til að fjalla
um kjarasamning BHMR og sagði
að ítarlegar tilraunir hefðu verið
gerðar til að ná samkomulagi við
BHMR en ekki tekist og málið ver-
ið komið mjög í eindaga og sjaldan
hafí brýnni nauðsyn borið til laga-
setningar en í þetta skipti. Hann
sjái heldur ekki mun, þegar búið
sé að kanna að fylgi sé tryggt á
Alþingi fyrir slíkum lögum. Um
þörf á stjórnlagadómstóli sagði
hann að venja væri að treysta á
almenna dómstóla og setja ekki upp
sérdómstóla. Steingrímur íjallaði
einnig um afleiðingarnar af því ef
ekki hefði verið gripið til ráðstafana
og taldi að af hefði hlotist öng-
þveiti í efnahagsmálum.
Siðferðisbrestur
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK/Rn) sagði lögin koma þremur
mánuðum of seint fyrir þingið og
sagði það m.a. alvarlegt að ríkið
skyldi ekki standa við gerða samn-
inga og þótti lítið til koma um „svo-
kölluð svör“ ráðherra. Hún sagði
að framkvæmdavaldið ætti ekki að
setja lög á dómsvaldið, sagði lögin
siðlaus og af þeim skaða. Það væri
allra hagur að kjarsamningar væru
virtir og aðrir launþegar hefðu ekki
hag af því að sett væru lög á
BHMR.
Hjörleifur Guttormsson gerði
grein fyrir sínum sjónarmiðum en
hann var og er andvígur bráða-
birgðalögunum. Hann sagði m.a.
að málið snerist ekki um réttlæti í
hlutaskiptum í þjóðfélaginu heldur
grundvallaratriði. Tilraunir ríkis-
valdsins til að leysa málið hefðu
verið brotakenndar og það ekki
haft fyrir því að hafa samband við
BHMR úr því að samningurinn
væri orðinn svo ótækur og ógildur.
Hjörleifur varaði einnig launafólk
við því að taka undir gjörning af
þessu tagi. Fordæmisgildið í þessu
máli væri stórhættulegt. Hann lét
þess getið að þinglið Alþýðubanda-
lagsins hefði ekki gengið glatt til
þess leiks þegar lögin voru sett.
Hann talaði einnig um þann trúnar-
brest sem væri millum BHMR og
ríkisins og þótt menn teldu vera
stundarhagnað af þessum lögum
horfi það ekki til lengri tíma til
farsældar.
Frekt framkvæmdavald
Þórhildur Þorleifsdóttir (SK/Rv)
gagnrýndi lögin og málatilbúnað
MMfMSI
allan í nokkru máli, m.a. taldi hún
framgöngu fjármálaráðherra hafá
einkennst af hroka og yfirgangi.
Hún sagði vakta hafa verið upp
öldu andúðar eða nánast mennta-
mannahaturs og það hvetti ekki
unglinga til að afla sér menntunar.
Hún spurði. ráðherra einnig um.
hvort málskostnaður yrði greiddur
úr ríkissjóði vegna málaferla sem
nú væru háð vegna bráðabirgðalag-
anna. Hún sagði um þau ummæli
forsætisráðherra um að ekki þyrfti
að kalla saman þing þar eð meiri-
hiuti væri tryggður að stjómarand-
staðan hlyti að hafa sinn rétt. Fram-
kvæmdavaldið væri frekt til fjörs-
ins, viðhorfið væri að óþarfi væri
að kalla þing saman, þægilegra
væri að setja sem flest bráðabirgða-
lög. Að endingu minnti Þórhildur
þingmenn á þá skyldu að fylgja
eigin samvisku.
Birgir ísleifur Gunnarsson
(S/RV) sagði m.a. lögin lýsa sið-
ferðisbresti og um væri að ræða
grófa misnotkun á valdinu til setn-
ingar bráðabirgðarlaga. Við samn-
inga væri ekki staðið. Hann gagn-
rýndi að hvorki ríkistjórn né fjár-
málaráðherra hefðu gert ráðstafan-
ir til að taka upp viðræður við
BHMR. Birgir ísleifur vitnaði einnig
í ummæli forsætisráðherra um að
hann hefði viljað taka upp viðræður
við BHMR fyrr á árinu en það hefði
ekki fengið hljómgrunn innan ríkis-
stjómarinnar og spurði hveijir
hefðu ekki tekið undir álit fórsætis-
ráðherrans. Birgir sagði ljóst að
ætlun ríkisstjórnarinnar hefði ekki
verið að standa við gerðan samn-
ing. Birgir rakti nokkuð fyrri yfír-
lýsingar stjórnarliða og taldi gæta
ósamræmis. Um alþýðubandalags-
menn sagði hann að ljóst væri að
yfírleitt væri ekkert að marka hvað
þeir segðu og orð þeirra stæðust
yfirleitt ekki.
Hnykkti við
Ragnhildur Helgadóttir (S/Rv)
sagði að tiltekin ummæli forsætis-
ráðherra hefðu orðið sér tilefni til
að stíga í ræðustól, vissulega segði
hann margt svo manni hnykkti við
en sýnu verst væri að hann sæi
ekki mikinn mun á því, þegar fund-
ið væri út að meirihluti þingmanna
standi með bráðabirgðalögum og
svo hinu að lög væru sett á Al-
þingi. Ragnhildur sagði þessa yfir-
lýsingu svo alvarlega í lýðræðis-
og þingræðisþjóðfélagi að hún sæi
sérstaka ástæðu til að vekja á þeim
athygli. Þessi yfírlýsing lýsti meiru
um hæstvirta ríkisstjórn heldur en
því sem kæmi fram í þessu frum-
varpi og væri það þó ærið. Þessi
yfirlýsing fæli í sér afstöðu sem
hefði reynst mjög hættuleg í mörg-
um ríkjum og Ieitt til margra ára
ofstjórnar. Ragnhildur sagði það
vera tímaskekkju og alvarlegan sið-
ferðisbrest að heyra slík ummæli.
Þetta lýsti „fullkominni foragt" á
Alþingi og hlutverki þess. Sá for-
sætisráðherra sem 'léti sér.slíkt um
munn fara ætti sem fyrst að biðj-
ast lausnar. Ragnhildur taldi það
furðu gegna að ríkisstjórn undir
slíkri forystu nyti meirihlutastuðn-
ings alþingis. Ragnhildi þótti lítil
geð guma.
Ragnhildur sagði og gagnrýndi
mjög að samið hefði verið með
þeirri vitund að standa ekki við
samninga. Hún gagnrýndi foragt á
dómstólum og sagði það vera brot-
alöm á rökhugsun að tala um að
forsendum dóms hafi verið breytt
en ekki dómnum.
Að endingu minntist Ragnhildur
fyrirvara um „brýna nauðsyn“ þeg-
ar bragðabirgðalög eru sett og
sýndist ríkisstjórnin telja það brýnni
nauðsyn að halda saman en virða
AlþingÍDg dómstóla. Ragnhildi virt-
ist sú nauðsyn brýnust að ríkis-
stjórnin bæðist lausnar.
Samflokksmaður Ragnhildar,
Hreggviður Jónsson (S/Rn), sagði
einnig að forsætisráðherra ætti að
segja af sér. Hann taldi þessi lög
vera stjórnarskrárbrot.
Brýna nauðsyn bar til
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra steig öðru sinni í
ræðustól til að svara nokkru því sem
fram hafði komið undanfarna
klukkutíma. M.a. sagði hann ekki
hafa verið rætt um gjafsókn í próf-
málum og vísaði til dómsmálaráð-
herrans. Ennfremur sagði hann það
hafa verið flestra mat að fyrirvarar
um að samningar röskuðu ekki
launahlutföllum stæðust og um-
saminn launasamanburður háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og
þeirra á fijálsum vinnumarkaði
hefði reynst tafsamari og erfíðari
en upphaflega hefði verið haldið.
Steingrímur vísaði því á bug að
ekki hefði verið áformað að standa
við gerða samninga. Það hefði ver-
ið ljóst að óbreyttir samningar
hefðu leitt til röskunar sem laun-
þegar á almennum kjaramarkaði
hefðu ekki sætt sig við. Hann lét
þess getið að þjóðarsáttin rynni sitt
skeið á enda í september 1991 og
þá vonaðist hann til að þá yrði
hægt að semja á grundvelli saman-
burðar sem þá lægi væntanlega
fyrir.
Um þá gagnrýni sem fram hafði
komið m.a. á ummæli sín að fylgi
við lögin hefði verið tryggt, sagði
forsætisráðherra að stjórnarskráin
heimilaði bráðabirgðalög ef brýna
nauðsyn bæri til og ef þessa væri
gætt væri engin munur á lögunum.
Hann vonaðist til að á þessu máli
yrði tekið málefnalega.
Fjármálaráðherra sagði forsætis-
ráðherra hafa svarað flestu. Kvaðst
hafa skrifað aðildarfélögum BHMR
bréf þar sem óskað væri eftir við-
ræðum og hefðu nú þegar verið
haldnir gagnlegir fundir til að bæta
samskipti háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna við vinnuveitanda
sinn.
Friðrik Sophusson (S/Rv) innti
nánar eftir því hveijir hefðu verið
lögfræðilegir ráðgjafar forsætisráð-
herra, taldi nauðsynlegt að hreinsa
nafn ríkislögmanns sem hefði verið
nefndur í þessu sambandi. Einnig,
hveijir hefðu lagst gegn því í ríkis-
stjórn að leita viðræðna við BHMR
og hvort það hefði verið fjármála-
ráðherra. Á eftir Friðriki tóku Stef-
án Valgeirsson (SFJ/Ne) og Þór-
hildur Þorleifsdóttir einnig til máls.
Stefán upplýsti að hann hefði á
sínum tíma verið spurður um fylgi
sitt við þessi lög og sér hefði litist
illa á.
Steingrímur Hermannsson sagð-
ist aðallega hafa ráðgast við Jón
Sveinsson lögfræðing og hann
reyndar leitað til fleiri. Hann sagði
ekki hafa verið leitað til ríkislög-
manns. Forsætisráðherra sagði að
þeir sem stóðu að kjarasamanburði
með BHMR hefðu talið óþarft að
taka upp viðræður um endurskoðun
eftir að þjóðarsátt var gerð og fjár-
málaráðherra hefði tekið undir það.
í máli ráðherra kom einnig fram
að hann hefði eftir að Félagsdómur
felldi sinn dóm átt í viðræðum við
BHMR um frestun hækkana en
ekki hefði tekist að ná samkomu-
lagi.
Birgir Isleifur Gunnarsson
(S/Rv) þakkaði forsætisráðherra
það að hafa upplýst að það hefði
verið fjármálaráðherra sem innan
ríkisstjórnarinnar hefði komið í veg
fyrir að viðræðna hefði verið leitað
við BHMR strax eftir þjóðarsátt.
Kvöldmatartími var farinn að
nálgast þegar umræðu lauk. At-
kvæðagreiðslu var frestað.