Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 47
47
MQRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
„Betri en
síðast“
- sagði Cruyff um
leikmenn Fram
Grátleg úrslit
Frábær leikur Fram gegn Barcelona en tap á rangstöðumarki
MENN hafa velt vöngum yfir
því hvort Barcelona sé besta
félagslið í heimi eða það sterk-
asta sem komið hefur til ís-
lands. í leik liðsins við Fram í
gær fékkst ekki úr því skorið,
en áhorfendur fengu hinsvegar
staðfestingu á því að Fram er
með besta lið íslands. Tveir
umdeildir dómar í lokin færðu
Barcelona sigur, 2:1 en með
réttu hefðu Framarar, sem
voru án tveggja lykilmanna, átt
að hrósa sigri gegn stórveld-
inu.
Byrjunin var góð. Áhorfendur
biðu eftir snilldartöktum frá
Barcelona en ef eitthvað var komu
þeir úr hinni áttinni. Vörnin var ör-
ugg og afslöppuð,
Logi miðjan full af sjálfs-
Bergmann trausti og sóknin
Eiðsson beitt. Þegar sjö
skrríar mínútur voru liðnar
höfðu Framarar átt tvö góð færi sem
bæði enduðu með skotum í hliðarnet-
ið. Fyrst Steinar Guðgeirsson og svo
Jón Erling Ragnarsson. Báðir hefðu
getað gert betur, einkum Jón Erling
sem virtist ekki átta sig á færinu.
Börsungar voru meira með bolt-
ann og Ronald Koeman átti tvö ágæt
skot framhjá markinu og á 32.
mínútu kom óvænt mark. Daninn
Michael Laudrup átti glæsilega
sendingu inní teiginn á Julio Salinas
sem skoraði með góðum skalla.
Markið var reiðarslag. Framarar
voru ákveðnari í fyrri hálfleik og
leikur þeirra markvissari. Börsungar
héldu boltanum án þess að sækja
verulega og náðu sjaidan að skapa
hættu.
En á 53. mínútu breyttist leikur-
inn verulega. Fernando Munoz fékk
rautt spjald fyrir að halda Baldri
Bjamasyni, enda hafði hann fengið
gult áður. Kristinn R. Jónsson tók
aukaspyrnuna vel og Ríkharður
Daðason kom á fullri ferð og skor-
aði í autt markið. Spánski landsliðs-
markvörðuinn Zubizarreta var í
berjamó útí teignum og átti aldrei
möguleika að verja.
Framarar fengu sjálfstraustið að
nýju við markið og einum fleiri réðu
þeir gangi leiksins. Ríkharður Daða-
son fékk ágætt færi en missti bolt-
ann í teignum, en of oft voru sóknar-
menn Fram rangstæðir. Jón Erling
komst í gegn á 87. mínútu og var
kominn af stað er hann var dæmdur
rangstæður, þrátt fyrir að Spánveiji
hafi greinilega verið fyrir innan.
Markið virtist þó vera á leiðinni en
það kom hinumeginn og rangstöðu-
lyktina lagði langa leið. Koeman
átti skot að marki; Stoikhov tók við
boltanum aleinn við markteig og
skoraði af öryggi.
Ljómandi af sjálfstrausti
Framarar léku eins og þeir best
geta og greinilegt að liðið vex með
andstæðingnum. Leikmenn blátt
áfram ljómuðu af sjálfstrausti og
leikgleði og voru hvergi bangnir í
baráttunni við spænsku snillingana.
Kristinn R. Jónsson og Ríkharður
Daðason áttu frábæran leik og Jón
Sveinsson og Kristján Jónsson mjög
öruggir í vörninni. Steinar og Jón
Erling héldu boltanum vel og Pétur
Arnþórsson vann vel. Liðið var ein
sterk heild og allir skiluðu sínu. í
liðið vantaði tvo af bestu mönnum
þess; Pétur Ormslev og Viðar Þor-
kelsson, en það var ekki að sjá. Það
eina slæma við leikinn voru úrslitin
sem hefðu átt að vera á hinn veginn.
Hneyksli
Engin fljóðljós eru á Laugardals-
vellinum og því varð leikurinn að
fara fram um miðjan dag. Framarar
misstu þannig af töluverðum tekjum
vegna auglýsinga og stór hluti þess
sem þeir höfðu uppúr leiknum vegna
sjónvarpssendingar fer líklega í sekt
til UEFA vegna nakins manns sem
hljóp inná völlinn.
Á íslenskum knattspyrnuvöllum
þurfa menn ekki að hafa áhyggjur
af bijáluðum múg, flugeldum eða
Joahn Cruyff, þjálfari Barcelona,
sagðist ekki hafa átt von á svo
sterku liði Fram. „Þeir voru betri
en síðast og spiluðu mjög vel. Við
náðum ekki þeim hraða sem við
erum vanir, enda erfitt að spila
hratt á svona velli. En það hefur
líklega verið jafn erfitt fyrir Fram,“
sagði Cruyff.
„Ég get ekki dæmt um það hvort
Stoichkov var rangstæður í síðara
markinu en ég var ekki sáttur við
rauða spjaldið. Það hefði verið skilj-
anlegt hefði sóknannaðurinn verið
kominn í gegn en svo var ekki og
því var rautt spjald ekki viðeig-
andi..“
Cruyff sagðist eiga von á betri
leik í Barcelona. „Við erum betri á
heimavelli og reynum að sækja
meira og leika hraðar. Ég geri ráð
fyrir að yið sigrum en það er ekk-
ert ömggt. Fram kom mér á óvart
með góðum ungum leikmönnum og
heilsteyptu liði og það er best að
lofa engu,“ sagði Cruyff.
„Svekkjandi að tapa“
- sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari f ram
„ÞAÐ var svekkjandi að tapa
leiknum. Stákarnir léku vel,
sérstaklega miðað við að liðið
hefur ekki leikið alvöruleik í
heilan mánuð," sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, eftir
leikinn.
Asgeir sagðist vera mjög sáttur
við leik sinna manna og að
Barcelona hefði ekki fengið nema
þessi tvö marktækifæri sem þeir
skoruðu úr. „En þeir nýta færin og
það er meira en við getum sagt.
Við spiluðum full aftarlega í fyrri
hálfleik, en það breyttist í þeim
seinni enda þeir orðnir einum færri.
Þeir léku ágætlega og það er alltaf
erfitt fyrir lið að skapa sér færi
þegar sjö til átta leikmenn eru í
vörn.“
Um síðari leikinn í Barcelona
sagði Ásgeir; „Það verða meiri læti
í leiknum í Barcelona. Aðstæður
þar eru allt aðrar, stærri völlur og
fleiri áhorfendur. Ég held þó að það
komi okkur alveg eins til góða að
leika á stærri velli. Það gefur okkur
meiri tíma og því betra að halda
knettinum," sagði Ásgeir.
„Gaman að sjá boltann í netinu"
„Við, fengum nokkur færi, og, með
smá heppni hefðum við átt að skorá
tvö til þijú mörk. Ég er svekktur
yfír að tapa miðað við hvemig leik-
urinn þróaðist. Ég er viss um að
Stoichkov var rangstæður er hann
gerði síðara markið,“ sagði
Ríkharður Daðason, sem gerði
mark Fram.
Um markið sagði Ríkharður; „Ég
beið á fjær stönginni eftir auka-
spyrnunni og hljóp síðan inní og sá
Zubizarreta koma út úr markinu
og því ekkert annað að gera en
skalla í markið. Ég hitti knöttinn
vel og það var gaman að sjá bolt-
ann í netinu."
Ríkharður sagði að Fram ætti
ekki möguleika í síðari leiknum.
„Við reynum að leika skynsamlega
og ná hagstæðum úrslitum í síðari
leiknum. Við berum enga virðingu
fyrir þeim.“
„Örugglega rangstæður“
„Það var slæmt að fá á okkur ann-
að markið. Stoichkov var örugglega
rangstæður er hann skoraði. Ann-
ars er ég mjög ánægður með leikinn
og hann var ekki eins erfiður og
ég bjóst við,“ sagði Pétur Arnþórs-
son.
„Við fengum tvö góð upphlaup á
fyrstu mínútunum og það má segja
að þeir hafi ekki fengið færi um-
fram þau tvö sem mörkin komu úr.
Með réttu hugarfari getum við náð
góðum úrslitum í síðari leiknum."
„Ósanngjarnt“
„Ég er ekki sáttur við úrslitin
og það var ósanngjarnt að ná ekki
jafntefli. Það var ekkert að gerast —
hjá þeim og þeir fengu ódýr mörk.
Við fengum ágæt færi í upphafi
leiks og það hefði ekki verð heppni
þó við hefðum gert tvö mörk í fyrri
hálfleik. Það er langt síðan ég hef
spilað eins rólegan leik. Við náðum
að halda boltanum og spiluðum
vel,“ sagði Kristján Jónsson.
„Eins og ég bjóst við“
„Leikurinn var ekki góður að okkar
hálfu, enda aðstæður allt aðrar en
við eigum að venjast. Framarar léku
eins og ég bjóst við enda hafði ég>-
skoðað myndband af leik liðsins
gegn Val í síðustu umferð íslands-
mótsins og Evrópuleikina gegn
Djurgárden,“ sagði Bruns Slot, að-
stoðarþjálfari Barcelona.
Slot sagðist búast við auðveldari
leik í Barcelona. „Það verður allt
annað hugarfar hjá leikmönnum
Barcelona í síðari leiknum. Við'
ættum að komast auðveldlega í
næstu umferð keppninnar.“
Morgunblaðiö/RAX
Ríkharður Daðason horfir á eftir boltanum S netið eftir að hafa skallað framhjá Subizarreta, markverði, sem er
greinilega á leið í öfuga átt. Til hliðar fagnar Ríkharður fyrsta marki sínu í Evrópukeppni.
reyksprengjum. Það eina sem þarf
að varast er einn nakinn maður. Það
er því ótrúlegt að leik eftir leik skuli
þessum eina manni takast að snúa
á heilan hóp af lögregluþjónum sem
standa eins og statistar á meðan
maðurinn sýnir hálfri spænsku þjóð-
inni hvernig hann er vaxinn niður.
Það er hneyksli.
Fram-Barcelona 1:2
Laugardalsvöllur, Evrópukeppni
bikarliafa, 2. umferð — fyrri leikur,
þriðjudaginn 23. október 1990.
Mark Fram: Ríkharður Daðason
(54.).
Mörk Barceiona: Julio Salinas (32.)
og Hristo Stoichkov (88.).
Gul spjöld: Pétur Arnþórsson (18.),
Femando Munoz (28.), Andoni
Zubizarreta (37.), José Alexanco
(71.).
Rautt spjald: Fernando Munoz
(53.).
Dómari: Roger Gifford. Dæmdi vel
en línuverðir hans voru slakir.
Áhorfendur: Um 3.000.
Lið Fram: Birkir Kristinsson; Jón
Sveinsson, Kristján Jónsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Ríkharður
Daðason; Pétur Arnþórsson, Krist-
inn R. Jónsson, Anton Bjöm
Markússon (Guðmundur P. Gísiason
81.), Steinar Guðgeirsson (Haukur
Pálmason 77.), Baldur Bjarnason;
Jón Erling Ragnarsson.
Lið Barcelona: Andoni Zubizarreta,
fernando Munoz, José Alexanco,
Ronald Koeman, Luis Maria Lopez,
Sacristan Eusebio, Julio Salinas,
Hristo Stoichkov, Michael Laudrup
(Miquel Soler 60.), Guillermo Amor,
Aitor Beguiristain (Ortega Urbano
45.).