Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
Suðurnes:
Leiðarmerki
endurhlaðið
VIÐGERÐ á leiðarmerkinu í
Suðurnesi á Seltjarnarnesi er
lokið. Nesskip hf. og Björgunar-
sveitin Albert gerðu með sér
samkomulag um viðgerð á vörð-
unni sem var að hruni komin.
Leiðarmerkið í Suðurnesi er
merkt inn á sjókort sem gerð voru
á seinni hluta 18. aldar. Danskur
sjómælingamaður, kapteinn H. Mi-
nor, notaði leiðarmerkið í Suður-
nesi sem mælingapunkt þegar hann
var við sjómælingar á innanverðum
Faxaflóa sumarið 1776. 1930 fór
fram umtalsverð viðgerð á innsigl-
ingarvörðunni, en verkinu stjómaði
Albert vitavörður í Gróttu. Björg-
unarsveitin Albert á Seltjamarnesi,
sem ber nafn vitavarðarins í
Gróttu, stóð hins vegar að viðgerð
vörðunnar nú, 60 áram síðar. Selt-
jamameskaupstaður hefur ákveðið
að laga umhverfí vörðunnar og
tryggja að ágangur sjávar bijóti
hana ekki niður aftur.
Morgunblaðið/Hreinn Siguijónsson
Innsiglingarvarðan á Suðumesi og liðsmenn úr Björgunarsveit-
inni Alberti, sem unnu að viðgerð vörðunnar.
VEÐUR
_
I/EÐURHORFUR í DAG, 26. OKTÓBER
YFIRLIT í GÆR: Um 350 km suður af Vestmannaeyjum er 975
mb lægð, sem þokast norðnorðvestur, önnur lægð er við vestur-
strönd frlands og mun hún þokast austur.
SPÁ: Suðaustanátt, viðast kaldi. Skurir sunnanlands og vestan,
súld við austurströndina en þurrt að mestu á Norðuriandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan- og austanátt á landinu.
Súld og þoka við austurströndina og skúrir sunnanlands en úrkomu-
litið á Norður- og Vesturiandi. Hiti 4—9 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- eða norðaustanátt á landinu,
viða strekkingur, einkum norðantil. Rigning og súld viða um land.
Áfram fremur hlýtt.
TÁKN:
Heiðskírt
á
£ í
*
Léttskýjaö
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r' r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
/ * / * Slydda
/ * /
* * #
* * * * Snjókoma
# # *
■JO Hitastig:
10 gráður á Celsius
V
y
Skúrir
Él
= Þoka
= Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
w VEÐUR VÍBA UM HEIM kl. 12:001 gær ai Isl. tíms hltl veéur Akureyri 4 alskýjsð Reykjwflt 10 akýjBÖ
Bergen 9 léttskýjað
Helsinki 3 súld
Kaupmannahof (i 12 þokumóða
Narssarssuaq vantar
Nuuk +2 skýjað
Osló 1 léttskýjað
Stokkhólmur 2 þokumóða
Þórehöfn 10 rigningás.klst.
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdðm 14 þokumóða
Barcelona 20 léttskýjað
Berltn 10 lóttskýjað
Chleago 2 léttskýjað
Feneyjar 12 þokumóða
Frankfurt 13 mistur
Qlasgow 12 léttskýjað
Hamborg 9 mistur
LasPalmas 28 léttskýjað
London 15 hálfskýjað
LosAngeles 17 helðskírt
Lúxemborg 10 rignlng
Madríd 12 skjöað
Malaga 21 hálfskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Montreaf 3 þokumóða
NewYork 10 skýjað
Orlando 19 skýjað
Parfs 14 skýjað
Róm 20 aiskýjað
Vín 8 mistur
Washington 10 skýjað
Winnipeg 0 léttskýjað
Vinna við Blöndulínu að stöðvast:
Landeigendur,
neita að semja1
VINNA við Blöndulínu, frá Blönduvirkjun að byggðalínu, er nú að stöðv- I
ast þar sem ekki fæst leyfi sveitarstjórnar Svínavatnshrepps til að vinna
við hana í landi Höllustaða og Löngumýrarbæjanna á meðan ósamið
er við landeigendur um bætur. Löngumýrarmenn neituðu að semja og
Landsvirkjun hefur óskað eftir eignarnámi. Ólafur Jensson yfirstaðar-
verkfræðingur við Blönduvirkjun segir þetta valda nokkurra mánaða
töfum, en í haust átti að leggja veg með línustæðinu og ljúka við undir-
stöður mastranna.
Ólafur segir sveitarstjóm Svína-
vatnshrepps hafa komist að þeirri
niðurstöðu að línulögnina þyrfti að
leggja fyrir sem skipulagsmál. Það
segir hann hafa komið á óvart þar
sem slíkt hafi ekki tíðkast annars
staðar, en muni hins vegar vera rétt
samkvæmt lögum og því hafi Lands-
virkjun fallist á það og beiðni verið
send til sveitarstjómar. „Þar er það
byggingarnefndin sem fjallar um
þetta og synjaði línulögninni. Aðal-
forsendan er sú, að ekki sé búið að
semja við landeigendur, sem út af
fyrir sig er ekki skipulagsforsenda,
þannig að nefndin dæmir ekki málið
út frá réttum forsendum að okkar
dómi,“ segir Ólafur.
,,Við eigum sjálfir Eiðsstaði,“ seg-
ir Ólafur, „sem meginið af bygging-
um virkjunarinnar er í, og hluti af
línunni, og við eram búnir að semja
við Guðlaugsstaði sem er næsta jörð
fyrir utan, en það er óumsamið við
Höllustaði og Löngumýrarbæina tvo.
Páll á Höllustöðum hefur lýst því
yfir að hann muni sætta sig við þær
bætur sem þeir á Longumýrarbæjun-
um fá. Þannig að deilan stendur
ekki beinlínis við Pál, heldur þá
Löngumýramenn, og það náðust eng-
ir samningar við þá varðandi bætur.
Þeir vildu heldur ekki standa að neinu
málsskoti til gerðardóms eða mats-
hefndar eða slíks, þannig að Lands-
virkjun átti þá ekki neinn kost annan
en að biðja um eignamám. Það mál
er komið áleiðis, en því er ekki lokið
og er að mér skilst ekki ennþá kom-
ið til matsnefndar eignarnámsbóta."
„Ég fæ nú ekki séð hvemig hægt
er að framkvæma eignamám því það
er ekki hægt að gera eignamám hjá
mönnum nema það sé ekki önnur
leið fær. Og nú geta þeir farið aðra
leið með því að lengja örlítið línuna
sem liggur út hálsinn. Þeir þurfa
aðeins að bæta við einu mastri við-
bót í þá lengingu,“ sagði Björn Páls-
son á Ytri-Löngumýri. Björn sagði
að þetta væri bara stífni og frekja í
Landsvirkjun. Hann vildi aðeins að
línan færi ekki yfir ræktanlegt land
því ætlunin væri að leggja veg með-
fram línunni. „Það er óskaplega au-
velt að semja um þetta allt ef þeir
bara vilja það,“ sagði Björn. Hann
sagðist vita að óánægja væri með
bætumar sem bændum væm boðnar
fyrir jarðraskið. Þeir fá 30 þúsund
kr. fyrir hveija uppistöðu sem reist
er á hálsinum en 50 þúsund kr. fyr-
ir hverja uppistöðu á ræktanlegu
landi. Um helmingur allra uppistaðna
í línunni mun eiga að liggja um land
Björns, eða um 10 talsins.
Ólafur sagði þetta valda töfum á
línulögninni. Tveir verktakar hafi
verið komnir til starfa, annar að
leggja veg með línunni. Hann hafi
lokið sínu verki að Höllustöðum og
sé horfínn frá. Annar verktaki vinnur
við undirstöður stálmastranna og er
enn í Guðlaugsstaðalandi. Ætlunin
var að ijúka undirstöðunum og veg-
arlagningunni í haust.
Línan á að tengja Blönduvirkjun i
við byggðalínuna í landi Ytri-Löngu-
mýrar. Heildarlengd línunnar er .
rúmlega tíu kílómetrar. Um helming- !
ur línunnar liggur um umdeilda
svæðið.
Ólafur segir að hvernig sem mál
þróist úr þessu, sé ljóst að vinna við
línuna tefjist um nokkra mánuði að
minnsta kosti.
Tónlistar-
dagur haldinn
í fjórða sinn
íslenskur tónlistardagur
verður haldinn i fjórða sinn,
á morgun, laugardag. í tilefni
dagsins leika útvarpsstöðvar
nær eingöngu íslenska tónlist.
Tónlistarbandalag íslands
stendur fyrir dcginum.
Rarik-kórinn syngur í Kringl-
unni kl. 12.30, opið hús verður
í Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar á milli kl. 13 og 15 að
Hraunbergi 2 fyrir forskólanem-
endur og foreldra þeirra, Tónlist-
arskóli Miðneshrepps verður
með sameiginlegan tónfund kl.
14 og í forsal Borgarleikhússins
verða blústónleikar á milli kl.
15 og 17. Þá verður opið hús í
Tónlistarskóla FÍH að Rauða-
gerði 27 á milli kl. 14 og 18.
Valgeir Guðjónsson heldur
tónleika á Púlsinum frá 16 til
' 18, en um kvöldið kemur þar
fram hljómsveitin Bláir englar
auk Kristjáns Kristjánssonar og
Þorleifs Guðjónssonar. íslenskar
hljómplötur verða seldar með
afslætti á tónlistardeginum.
Óperahátíð verður á Hótel
íslandi á sunnudag kl. 18.30, en
opin æfing fyrir hátíðina verður
í sal Söngskólans við Hverfís-
götu á laugardag frá 13 til 14.
Sjálfstæðisflokkuriym á Vesturlandi:
Guðjón Guðmunds-
son býður sig fram
GUÐJÓN Guðmundsson, skrifstofustjóri og fyrrverandi forseti
bæjarsljómar á Akranesi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í próf-
lqöri Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Prófkjörið fer
fram meðal aðal- og varamanna í kjördæmisráði flokksins þann
24. nóvember.
Guðjón sagði um ákvörðun sína
að hann hefði fengið mikla hvatn-
ingu til framboðs, bæði af Akra-
nesi og annars staðar úr kjördæm-
inu. Hann hefði ákveðið að slá til
að lokinni vandlegri íhugun og
eftir að Valdimar Indriðason vara-
þingmaður hefði lýst því yfir að
hann gæfí ekki kost á sér. „Það
má segja að þetta komi í fram-
haldi af 20 ára starfi mínu að
bæjarmálum á Akranesi. Mig
langar til að takast á við þetta
verkefni," sagði Guðjón.
Prófkjörið fer fram á fundi }
Borgarnesi þann 24. nóvember. Á .
hann eru boðaðir aðal- og vara- I
menn í kjördæmisráðinu. Fram-
boðsfrestur rennur út 10. nóvem- .
ber.
Auk Guðjón hefur Sturla Böð-
varsson bæjarstjóri í Stykkishólmi
boðið sig fram. Friðjón Þórðarson
alþingismaður hefur ekki gefíð
yfirlýsingu um hvort hann fer
fram.