Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 19

Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 19 Eggert Haukdal í annað sætið sem gripnir era upp af handahófi í erlendum höfnum og enginn veit hvert lið verður að, þegar mikið ríður á samvöldum mannskap. Til siglinga á Norðaustur-Atl- antshafí þarf menn vana því óst- illta hafi. Auk þess á skipshöfn á íslenzku skipi að vera fulltrúi þjóð- ar sinnar í erlendum höfnum. Það gæti þurft löggjöf í þessu efni, því þetta er meira en peningamál. Reykvískir sjálfstæðismenn eiga að muna, að það er sjómanna- stéttin, sem lagði granninn að þeirri Reykjavík sem nú er. Guðmundur Hallvarðsson er frambærilegur maður til þingsetu og góður fulltrúi stéttar sinnar. Að endingu: Munið einnig ungu mennina sem í framboði eru. í þeirra hópi era efnilegir piltar og áróður margra gamlingja gegn þeim ósanngjarn. Höfundur er rithöfundur. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! “r, eftirHarald Blöndal Það hefur ekki farið fram hjá landsmönnum, að það er rekinn óvenju rætinn og óvæginn áróður gegn Eggerti Haukdal alþingis- manni. Birtar hafa verið Gróusögur um hann í blöðum og reynt að níða hann á allan hátt. Hámarki nær þessi rógburður í blaði stuðnings- manna Arna Johnsen, en þar er birt yfir hálfa baksíðu níðmynd af Eggerti — en höfundur er einkavin- ur Arna, teiknarinn Sigmund. í sveitarstjórnarkosningunum í vor fékk Eggert Haukdal 65% at- kvæða. Árið 1979 bauð Eggert sig fram á sérlista en með stuðningi sjálfstæðisfélaganna í Rangárvalla- sýslu. Eggert náði þá kosningu og sýndi, að hann hefur traust kjós- enda. Eggert sigraði í síðasta próf- kjöri sjálfstæðismanna og náði öðra sæti, en studdi formann flokksins í fyrsta sætið. Ég hef nokkuð þurft að hafa samvinnu við Eggert Haukdal vegna fyrirtækja á Suðurlandi, sem áttu í íjárhagsvandræðum. Eggert studdi mjög dyggilega að lausn þeirra mála. Eggert hefur fylgt fast eftir þeirri trú sinni, að traustur einkarekstur sé undirstaða þess, að fólk búi á Suðurlandi, og hann veit, að það verður ekki gert með opinberri forsjá. Á Alþingi hefur Eggert látið vaxtamál til sín taka. Eg veit, að fjármálaforkólfar og vaxtakóngar eru ekki sáttir.við hugmyndir Egg- Ásgeir Jakobsson Friðrik Sophusson 1. þingmaður Reykvíkinga Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu í dag og á morgun. Látum prófkjörið verða upphaf að öflugri sókn til sigurs í komandi Alþingiskosningum. erts. Ég veit líka, að fátækt fólk tekur undir sjónarmið Eggerts. Allir eru sammála um, að taka þarf landbúnaðarstefnuna til endur- skoðunar. Það er ekki til farsældar um lausn þeirra mála að fella af þingi fulltrúa bænda á Suðurlandi. Þess vegna er það von mín, að sunnlenskir sjálfstæðismenn tryggi örugga kosningu Þorsteins Pálsson- ar í fyrsta sætið og Eggerts Hauk- dals í annað sætið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Haraldur Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.