Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 22

Morgunblaðið - 26.10.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Israelar fordæmdir fyrir að vilja ekki rannsóknamefnd Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR vísuðu í gær á bug samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir eru for- dæmdir fyrir að vilja ekki taka á móti rannsóknamefnd á vegum ráðsins sem ætlað var að kanna dráp á 17 aröbum á Musterishæð í Jerúsalem 8. þessa mánaðar. Gorbatsjov heimsækir Spán; Væntir rúmlega milljarðs dalaláns ' Madrid. Frá Ragnari Bragasytii, fréttarit-ira FELIPE Gonzales, forseti Spánar, og Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, munu undirrita fjölda samninga á meðan heim- sókn hins síðarnefnda stendur, en hún hefst í dag, föstudag. Belgía: Sljómin í vanda vegna Rwanda Nairobi. Reuter. BELGÍSKA dagblaðið De Morgan skýrði frá því á miðvikudag að Baldvin Belgíukonungur hefði beðið belgísku stjómina um að senda hermenn til Afríkuríkisins Rwanda fyrr í mánuðinum til að styðja forseta landsins, Juvancl Habyarimana, gegn uppreisnar- mönnum. Fréttin olli uppnámi í Belgíu og Wilfried Martens, forsætisráðherra landsins, sagði að ráðherra, sem staðinn yrði að því að leka slíkum upplýsingum í fjölmiðla, yrði rekinn. Stjómin sendi 600 hermenn til Rwanda en hefur lagt áherslu á að það hafi verið gert til að vemda belgíska borgara í landinu - ekki til að styðja Habyarimana forseta. Blað- ið sagðist hafa fengið upplýsingar sínar frá ráðherra. Stjómin í Rwanda sagði á mið- vikudag að samið hefði verið um vopnahlé í landinu en uppreisnar- menn hefðu hins vegar virt það að vettugi og haldið áfram að beijast. Morgunblaðsins. Það mikilvægasta er lán frá Spáni til Sovétríkjanna upp á meira en þúsund milljónir dollara. Munu Sov- étmenn skuldbinda sig til að nota lánið til að kaupa spænskan vaming, en sem stendur fara aðeins 0,89% af spænskum útflutningi til Sov- étríkjanna. Annað mál sem búist er við að forsetamir tveir muni ræða er ástandið á Kúbu. Þykir víst að Gorb- atsjov komi til með að fara þess á leit við Gonzales að sá síðamefndi hætti að beita Fídel Kastró efnahags- þvingunum. Fylgismenn „perestroj- ku“ í Moskvu munu vera á þeirri skoðun að einræðinu á Kúbu verði að ljúka, en án þvingana. Samskiptin milli ríkisstjómar Felipe Gonzales og Kastrós hafa að jafnaði verið mjög góð, þangað til nokkrir Kúbveijar flúðu inn í spænska sendiráðið í Havana fyrir nokkrum vikum. Hlut- ust af miklar pólitískar deilur og Spánn frysti alla efnahagslega sam- vinnu á milli landanna tveggja. Gorbatsjov kemur fyrst til Madríd, og fer svo til Barcelona til að kynna sér undirbúninginn fyrir Ólympíu- leikana 1992. Þaðan mun hann svo halda til Frakklands. Hann kemur með fríðu fömneyti, fimmtíu manns, þeirra á meðal Edú- ard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Raísa, eiginkonu sinni, kokkum og hjúkmnarkonu. Á meðan á dvöl hans stendur ferð- ast hann um í gömlum svörtum Rolls Royce, og þykir eftirtektarvert að þennan sama bíl notaði fyrmm ein- ræðisherra Spánar, Franco. 17- 27. október Inniflísar-útiflísar Veggflísar Gólfflísar Gerið kjarakaup á Flísadögum Húsasmiðjunnar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ítrekaði á miðvikudagskvöld þann ásetning að senda rannsóknarnefnd til Jerúsalem vegna mannfallsins. Avi Pazner, háttsettur ráðgjafi Yitz- haks Shamirs, forsætisráðherra Isra- els, sagðist harma mjög að Banda- ríkjamenn hefðu stutt ályktunina. „Með þessu þjóna þeir hagsmunum Saddams Husseins [íraksforseta] og PLO [Frelsissamtaka Palestínu]," sagði Pazner í gær. Aðrir ísraelskir embættismenn sögðust ekki sjá ástæðu til að ætla að samskipti Bandaríkjanna og ísraels biðu mikið tjón við þetta. Þeir hvöttu til þess að menn biðu eftir niðurstöðum opin- berrar rannsóknarnefndar sem vænt- anlegar em í dag. ísraelska dagblað- ið Haaretz sagði frá því í gær að líkleg niðurstaða yrði sú að tveir háttsettir lögreglustjórar þyrftu að segja af sér. ísraelsk mannréttinda- samtök höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hefði skotið á arabana án tilefnis. Nú er talið að 17 arabar hafi fallið á Musterishæð en ekki 21 eins og fyrst var ætlað. Reuter Mótmæla kvóta fyrir lágstéttarmenn Námsmenn mótmæla fyrir utan hæstarétt Indlands í Nýju Dehlí. Kröfðust þeir þess að rétturinn stöðvaði áform ríkisstjórnarinnar um að fjölga stöðum hjá hinu opinbera sem frátekin em fyrir lágstéttar- fólk hindúa. Ýmsir hafa kært áform stjórnarinnar til Hæstaréttar og hófst málflutningur fyrir réttinum í gær. HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • 104 Reykjavík • Sími 91-687700 Sjálfsblekkingin Sví- um fjötur um fót - segir Pehr Gyllenhammar, stjórnarformaður Volvo „VIÐ lifum í blekkingu," segir Pehr Gyllenhammar, stjórnar- formaður Volvo, í grein um sænskt þjóðfélag sem birtist í Svenska Dagbladet í síðustu viku og hefur vakið talsverða athygli. „Við erum ekki alltaf best, duglegust og ríkust.“ í grein sinni gagnrýnir Gyllen- hammar afstöðu Svía til vinnunn- ar,. þeir líti svo á að hið opinbera útvegi þeim starf líkt og sjúkling- um sem þurfi meðferð. Vinnan sé ekki stöðugt fyrirbrigði sem alltaf sé fyrir hendi óháð öðrum þáttum. Hann segir að mikill vandi heiji á Svía. „Allt er dýrt og við fáum minna fyrir peningana. Atvinnu- leysi eykst og opinber þjónusta versnar. Okkur Svíum finnst við hafa verið svikin og við erum óró- Ieg ... Af hveiju versnar afkoma okkar, við sem höfum verið svo óugleg, þegar hún batnar hjá öðr- um Evrópubúum?" Skýringin er að hluta til sú, segir hann, að gamlar hugmyndir sem misst hafa gildi sitt Iifa enn í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir nefnir hann lífsblekkingu Svía. Sérkennilegt lýðræði Gyllenhammar segir að lýðræð- ið sé sérkennilegt í Svíþjóð. Allir hafa sína umboðsmenn; launþegar eru í launþegasamtökum, ríkis- starfsmenn í samtökum ríkis- starfsmanna, leigjendur í samtök- um leigjenda, neytendur í neyt- endasamtökum, ellilífeyrisþegar í samtökum aldraðra og svo fram- vegis. Þessir umboðsmenn starfa náið með stjórnvöldum, segir Gyll- enhammar, og eru yfujeitt sam- mála um flesta hluti. „Ágreining- ur er ekki til hjá okkur því við erum hagsýnt fólk.“ Sænska fyrirmyndarríkið hefur komið þeirri trú inn hjá fólki að hið opinbera og umbjóðendumir sjái fyrir því, segir höfundur. „Þess vegna teljum við okkur hafa efni á fleiri fjarvistum frá vinnu vegna veikinda en nokkurt annað iðnríki... Þess vegna höld- um við að við þurfum ekki að spara því ríkið geri það fyrir okk- Pehr Gyllenhammar ur.“ En nú sjáum við smám sam- an, segir Gyllenhammar, að það er samhengi á milli þess sem við leggjum af mörkum og afkomu okkar. í tveimur fremstu iðnríkj- um heims, Þýskalandi og Japan, sé mestur spamaður einstaklinga. Hann segir að menn geri sér nú smám saman grein fyrir því að jafnaðarmenn hafí ekki helgan rétt til þess að vera við stjórnvöl- inn, það takist á ólíkir hagsmunir í þjóðfélaginu og það sé eðlilegt. „Svíþjóð án verkfalla er blekk- ing.“ Góða samviskan blekking Hin góða samviska Svía er líka lífsblekking, segir Gyllenhammar. „Við héldum að við hefðum rétt fyrir okkur og að aðrar þjóðir fæm rangt að. En afstaða okkar í seinni heimsstyijöldinni, viður- kenning okkar á innlimun Eystra- saltsríkjanna í Sovétríkin, þögn okkar um ógnarstjórnina í Sov- étríkjunum, stuðningur okkar við stjóm Kastrós á Kúbu eru nokkur dæmi um sænska stefnu sem við getum ekki verið stolt af. Við Svíar erum sem sagt mannlegir eftir alit.“ Gyllenhammar segir ennfremur að utanríkisstefna Svía hafi beinst mjög að fjarlægum löndum en síður að nágrönnunum. Þetta verði að breytast. Einnig sé hlut- leysisstefnan orðin fjötur um fót því hún hafi hindrað Svía í að ganga í Evrópubandalagið (EB). Enn ein blekkingin, segir Gyll- enhammar, er sú að Svíar séu vinnusamir og framleiðni sé mikil í Svíþjóð. Þvert á móti hafi fram- leiðni og hagvöxtur í Svíþjóð ver- ið með minnsta móti í hinum iðn- vædda heimi undanfarin 15 ár. Opinberum störfum hafi fjölgað en störfum í iðnaði hafi fækkað hlutfallslega. Augljóslega standi iðnaðurinn ekki lengur undir yfir- byggingu hins opinbera. Aukið Evrópusamstarf Lausnin er ekki sú að mati höfundar að Svíar sýni meiri ábyrgð og taki á sig launalækkan- ir. Þörf sé frumlegri aðgerða. Þjóðin verði að horfast í augu við blekkingamar, líta í kringum sig og læra af nágrönnum sínum sem farnir séu að líta á sig sem Evr- ópubúa í ríkari mæli en áður og hafi þar af leiðandi meira svigrúm til athafna. Svíar verði að skil- greina stöðu sína í álfunni betur og hvert þeir vilji halda. Vissulega hefur breytinga orðið vart að undanförnu, að sögn Gyll- enhammars. Ríkisstjórn jafnaðar- mánna hafí sætt mikilli gagnrýni en þar verði nú vart athafnavilja og hreinskilni. Skattkerfisbreyt- ingar gangi nú yfír, Eyrarsund verði brúað og tengslin við Evrópu aukist. En þetta sé ekki nóg í ljósi umskiptanna í álfunni. „Við þurf- um að fara miklu hraðar í sakirn- ar. Tíminn er naumur. Dýrtíðar- kreppan er staðreynd. Það er óljóst hvemig við förum að því að afla okkur orku. Óróleikinn breiðist út.“ Gyllenhammar segir að Svíar verði að segja skilið við „sænsku blekkirigarnar", draga úr umsvifum hins opinbera, stór- auka fjárfestingar í iðnaði og hella sér af krafti út.í evrópskt sam- starf með inngöngu í EB ásamt öðrum Norðurlöndum að mark- miði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.