Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
23
Könnun nefndar í Bretlandi:
Macmillan saklaus af fjöldamorðum
St. Andrews. Frá Guðmundi Ileiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HAROLD Macmillan, fyrrum forsætisráðherra Breta, átti ekki
neinn þátt í að Kósakkar og Júgóslavar, sem voru fangar Breta í
lok seinni heimsstyijaldarinnar, voru afhentir böðlum einræðisher-
ranna Josips Títós og Jósefs Stalins í Júgóslavíu og Sovétríkjun-
um, að þvi er segir í niðurstöðum nefndar, sem rannsakaði málið.
Nicolai Tolstoy, greifi og rithöf- Tolstoy hafði áður vakið athygli á
undur, gaf út bók árið 1986, sem
nefndist Ráðherrann og fjölda-
morðin, þar sem hann hélt því
fram, að Kósakkar og Júgóslavar,
sem voru stríðsfangar Breta í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar, hefðu
verið afhentir hersveitum Sovét-
manna og Títós, sem hefðu myrt
þá nánast alla með köldu blóði.
örlögum fórnarlamba Jalta-ráð-
stefnunnar. En í bókinni frá 1986
hélt hann því fram, að yfirmenn
fangabúðanna hefðu vísvitandi
sent saklaust fólk í opinn dauð-
ann. Macmillan, sem hafði ráð-
herratign og beint samband við
Winston Churchill forsætisráð-
herra á þessum tíma, átti að hafa
haft frumkvæði að þessum ódæð-
isverkum og séð til þess, að hylmt
var yfir þau að styrjöldinni lokinni.
Stjórnvöld ákváðu, þegar bókin
kom út, að ekki færi fram opinber
rannsókn. En Anthony Cowgill,
sem var yfirmaður í breska hem-
um í lok seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, ákvað að hefja einkarannsókn
og fékk í lið með sér Brimelow
lávarð sem var í breska utanríkis-
ráðuneytinu á styijaldarárunum,
og Christopher Booker, blaða-
mann. Niðurstöður þeirra voru
gefnar út í bók á mánudag.
Niðurstöðurnar voru þær, að
allar tilgátur Tolstoys væru rang-
ar, og hann gerði sig sekan um
alvarleg mistök í meðferð og túlk-
un heimilda. Macmillan hefði ekki
átt neinn þátt í afhendingu Kós-
akkanna og Júgóslavanna né held-
ur Aldington lávarður sem var
einn yfirmanná bresku búðanna í
Klagenfurt í Austurríki í maí
1945, en Aldington vann meið-
yrðamál á hendur Tolstoj fyrir
nokkru. Flestir Kósakkarnir og
Júgóslavarnir komu úr búðunum
í Klagenfurt.
Tolstoy hafnaði niðurstöðum
þessarar nefndar og sagðist vera
að vinna að nýrri útgáfu á bók
sinni Ráðherranum og fjölda-
morðunum, þar sem nýjar upplýs-
ingar kæmu fram.
Staðreyndin er sú, að breski
herinn beitti 42 þúsund Kósakka
og 26 þúsund Júgóslava valdi í
maí og júní árið 1945 til að þvinga
þá í hendur böðla Títós og Stalíns,
sem pyntuðu þetta fólk og myrtu
nánast allt. Föngunum var ljóst
hver örlög sín yrðu í höndum af-
tökusveitanna og sömuleiðis gerðu
bresku hermennirnir sér grein fyr-
ir því. Þess vegna varð að blekkja
fangana og beita þá valdi. Margir
þeirra bresku hermanna, sem urðu
að framkvæma þennan voða-
verknað, virðast aldrei hafa náð
sér. Það er hins vegar ekki ljóst,
hver bar ábyrgðina.
Svíþjóð:
Deilt um
stefnu í vam-
armálum
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
LOGÐ var niður vinna við undir-
búning fimm ára varnarmálaá-
ætlunar í Svíþjóð í gær að fyrir-
skipan ríkisstjórnarinnar. Carl-
Johan Áberg, formaður varnar-
málanefndar, sagði að hin hraða
þróun í Austur-Evrópu og efna-
hagsörðugleikar í Svíþjóð gerðu
það að verkum að ómögulegt
væri að meta framtíðarfjárþörf
vegna varnarmála.
Sænska stjórnarandstaðan brást
ókvæða við og héldu fulltrúar henn-
ar því fram að ótækt væri að hlut-
laust ríki eins og Svíþjóð hefði enga
langtímastefnu í varnarmálum.
Rætt hefur verið um að skera út-
gjöld til varnarmála niður um allt
að milljarð sænskra króna. Bengt
Gustafsson, yfirmaður sænska
hersins, hefur mótmælt þeim
áformum kröftuglega. Verði niður-
skurðurinn að veruleika segir hann
að öll meiriháttar endumýjun her-
gagna sé fyrir bí.
Bagdad:
Ottastmann-
Ijón er bygg-
inghrundi
Bagdad. Reuter.
ÓTTAST er að'mikið manntjón
hafi orðið er átta hæða skrif-
stofubygging í miðborg Bagdad,
höfuðborgar íraks, hrundi til
grunna á þriðjudag. Húsið varð
fyrir íranskri eldflaug fyrir
þremur árum.
Talið er að margir séu enn fastir
í rústum hússins, einkum vegfar-
endur. Einnig er óttast um flokk
egypskra gatnagerðarmanna sem
voru við vinnu sína fýrir framan
húsið. Hins vegar halda menn að
fáir hafi verið inni í húsinu vegna
þess að það hrundi síðdegis þegar
skrifstofur eru lokaðar.
Byggingin hrundi á þriðjudag en
ekki var greint frá slysinu opinber-
lega fyrr en í fimmtudagsútgáfu
dagblaðsins al-Thawra. Þar var
fjallað um manntjón af völdum
hrunsins sem morð og þess krafíst
að þeir sem stæðu þar á bak við
yrðu kallaðir til ábyrgðar.
Húsið sem hrundi varð illa úti í
eldflaugaárás írana fyrir þremur
árum. Um var að ræða mestu árás
írana á Bagdad og féllu 70 manns
í henni. Þá komu miklar sprungur
í það sem talið er að gætu hafa
stuðlað að hruninu.
Þingmaður
semskersigúr
Veldu þingmann sem þú treystir til að ná árangri.
Veldp Inga Æjörn Albertsson í öruggt sæti
/jjM i í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
^ Lítið inn - Opið hús
Kosningaskrifstofa Nóatúni 17 • Símar 26074, 26078, 679563 og 679564