Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 ' 33 Ölver: Leikið undir söng gestanna í veitingahúsinu Ölveri hefur verið settur upp svokallaður Kara- oke búnaður. Með búnaði þessum er hægt að leika þekkt lög, sem væru þau ieikin af hljómplötu, en gestir sjá sjálfir um sönginn. Karaoke er tónlistarstöð, sem inni- heldur laser-hljómplötur með undir- leik hljómsveitar á yfir 600 dægur- lögum. Gestir skemmtistaðarins fá hins vegar á spreyta sig á söngnum. Texti laganna birtist um leið á sjón- varpsskjám, sem og sérútbúið mynd- band með söguþræði lagsins. Karaoke-tónlistarmiðstöðin verður tekin í notkun hjá Ölveri nú um helg- ina. Eitt atriða úr myndinni Draugar. Háskólabíó sýnir mynd- ina Draugar HÁSKÓLABÍO hefur tekið til sýningar myndina „Draugar". Með aðalhlutverk fara Patrick Swayze, Demi Moore og Whoppi Goldberg. Leikstjóri er Jerry Zucker. Þau"Sam Wheat og Molly Jens- en eru að hefja búskap og framt- íðin er björt fyrir unga parinu. En kvöld eitt er Sam myrtur. Hann hefur svo samband við Molly gegn um miðil og segir myndin síðan af tilraunum þeirra til að koma fram hefndum. Sljörnubíó frumsýnir myndina „Nýneminn“ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Nýneminn". Með aðalhlutverk fara Marlon Brando og Matthew Broderick. Leikstjóri er Andrew Bergman. Það telst ávallt til tíðinda þegar Marlon Brando sést á hvíta tjaldinu og óhætt er að segja að hann svíkur engan í þessari mynd. Myndin seg- ir frá nýnemanum Clark Kellogg (Matthew Broderick) sem hyggur á nám í kvikmyndagerð við New York-háskólann. Hann kynnist vægast sagt dularfullum stórkaup- manni, Carmine Sabatini (Marlon Brando), og myndin lýsir óvenju- legu sambandi þessara tveggja ólíku persóna. Aðalieikarar myndarinnar ásamt leikstjóranum Andrew Bergman. Ólöf Erla Bjarnadóttir Gallerí List: Tekatlar úiv steinleir ÓLÖF Erla Bjarnadóttir opnar laugardaginn 27. október ld. 14 sýningu í Gallerí List, Skipholti 50B. Ólöf Erla sýnir ýmsar gerðir af tekötlum úr steinleir, sem allir eru unnir á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Ólafar Erlu en hún hef- ur tekið þátt í samsýningum víða um land. Ólöf Erla lauk námi úr keramik- deild Myndlistar- og handíðaskóla íslands árið 1982. Síðustu þijú ár hefur hún starfrækt verkstæði á fjósloftinu á Hvanneyri. Sýningin í— Gallerí List er opin virka daga frá kl. 10.30-18 en laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 4. nóvember. TILKYNNINGAR Frá fjárveitinganefnd Alþingis Viðtalstímar nefndarinnar Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög ársins 1991. Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir með við- ræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 5. til og með 15. nóvember nk. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndar- innar, skulu hafa samband í síma 91-624099 (Alþingi) eigi síðar en föstudaginn 2. nóv- ember nk. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtalsbeiðnum, sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan greinir. F É L A G S S T A R F Akureyri: Vörður FUS - aðalfundur Næstkomandi sunnudag, þann 28. október, verður aðalfundur hald- inn í Kaupangi við Mýrarveg kl. 15. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Keflavík - Heimir Aðalfundur Heimis, félags ungra sjálfstaeö- ismanna í Keflavík, verður haldinn laugar- daginn 27. október kl. 15.00 í veitingahús- inu Edinborg. Dagskré samkvæmt lögum félagsins. Raeðumaður dagsins Viktor B. Kjartansson. Stjórnin. Austurland Fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, sunnudaginn 28. október nk. kl. 17.00. Dagskrá: Tillaga um framboðslista vegna komandi alþingiskosninga. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Ungt fólk í stjórnmálum Viktor Borgar Kjart- ansson og Árni Mat- hiesen, sem eru f prófkjöri sjálfstæð- ismanna á Reykja- nesi, munu rabba við fundargesti um hlutverk ungs fólks í stjórnmálum. Fundurinn hefst kl. 20 í Lyngási 12. Huginn. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi fer fram laugar- daginn 27. október 1990. Þátttaka í prófkjörinu er heimil þeim Sunnlendingum, sem orðnir verða 18 ára þann 27. október. Auk þess er 16 og 17 ára unglingum heimilt að taka þátt í prófkjörinu, enda hafi viðkomandi félög til- kynnt um þátttöku þeirra með a.m.k. viku fyrirvara. Öllum þeim, sem þátt taka í prófkjörinu, er skylt að undirrita þátttökubeiðni áður en þeim er afhentur prófkjörsseðill. Kjörstaðir verða eftirfarandi: Sjálfstæðishúsið, Austurvegi 38, Selfossi, fyrir Selfoss, Gaulverjabæj- arhrepp, Sandvíkurhrepp, Hraungerðishrepp, Villingaholtshrepp, Grímsneshrepp, Grafningshrepp og Þingvallahrepp. Opið kl. 10-21. Samkomuhúsið Staður, Eyrarbakka, fyrir Eyrarbakkahrepp. Opið kl. 14-21. Samkomuhúsið Gimli, Stokkseyri, fyrir Stokkseyrarhrepp. Opiö kl. 14-21. Auðbjargarhúsið við Óseyrarbraut, Þorlákshöfn, fyrir Ölfushrepp. Opið kl. 10-21. Sjálfstæðishúsið, Austurmörk 2, Hveragerði, fyrir Hveragerði. Opið kl. 10-21. 1 Félagsheimilið Árnes fyrir Gnúpverjahrepp og Skeiðahrepp. Opið kl. 10-21. Félagsheimili Hrunamanna (tónlistarherbergi) fyrir Hrunamanna- hrepp. Opið kl. 14-21. Félagsheimilið Aratunga fyrir Biskupstungnahrepp og Laugardals- hrepp. Opið kl. 14-21. Hellubíó fyrir Rangárvallahrepp, Landmannahrepp, Holtahrepp, Ása- hrepp og Djúpárhrepp. Opið kl. 10-21. Ormsvöllur 5, Hvolsvelli fyrir Hvolhrepp, Austur-Landeyjahrepp, Vestur-Landeyjahrepp og Fljótshlíðarhrepp. Opið kl. 10-21. Félagsheimilið Heimaland fyrir Austur-Eyjafjallahrepp og Vestur- Eyjafjallahrepp. Opið kl. 14-21. Félagsheimilið Leikskálar, Vík, fyrir Mýrdalshrepp. Opið kl. 14-21. Félagsheimið Kirkjuhvoll, Kirkjubæjarklaustri, fyrir Skaftárhrepp. Opið kl. 14-21. Ásgarður við Heimagötu fyrir Vestmannaeyjar. Opið kl. 10-21. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördœmi. Aðalfundur Týs verður Aaldinn í dag.föstudaginn 26. okt., kl. 21.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning form- anns. 3. Önnur mál. Gestur fundarins verður Árni Mathiesen. Fundarstjóri Sveinn Andri Sveinsson. Léttar veitingar. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Týr. Wélagslíf . I.O.O.F. 1 = 17210268'/2 = F1. FERÐAFELAG ^ ÍSIANDS I.O.O.F. 12 = 17210268'/z = MA. Frá Guöspeki- fólaginu Ingóffsstraeti 22. Áskrfftarslml Gsnglsrs sr 39673. Fundur I kvöld kl. 21.00. Jón L. Arnalds verður með erindi um sjálfskoðun - hindranir. Fundirnir eru öllum opnir. 0 ÚTIVIST 3RÓFINN11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI 14604 Á Njáluslóðir Söguferð 27.-28. okt. Gist í Básum. Fróöleg og skemmtileg ferð. Fararstjóri bókmennta- fræðingur. Brottför laugardag kl. 09. Verð kr. 4000/4400. Miðar og uppl. á skrifst. Sjáumst. Útivist. Ath: Útivist er að leita að hent- ugu húsnæði fyrir starfsemi fé- lagsins, skrifstofu og fundar- höld, á viðráðanlegu verði. ÖLDUGÖTU3S 11798 19533 Sunnucjagsferð 28. október kl. 13 Vmisfell Útsýnisskífan 50 ára Gönguferð á Vifilsfell (655 m.y.s.) i tilefni þess að 50 ár eru liðin frá þvi að Ferðafélagið lét reisa útsýnisskífu á fjallinu, en það var fyrsta sunnudag í vetri árið 1940. Ef einhverjir vilja vera með en ekki ganga á fjallið er tilválið að ganga um Jósepsdal og nágr. Fjölmennið, jafnt félag- ar sem aðrir. Kvöldganga á fullu tungli á föstudagskvöldið 3. nóv. kl. 20. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Ath. að næsta myndakvöld verður mið- vikud. 7. nóv. og kvöldvaka verður miðvikud. 21. nóv. Að- ventuferð í Þórsmörk 30. nóv.-2. des. Ferðafélag islands. Ungl fólk meðhlutveik YWAM - Ísland Fræðslu- og bænastund verður í Grensáskirkju á morgun kl. 10.00. Margrét Hróbjartsdóttir fjallar um og leiðir okkur inn i kristna íhugun. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.