Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
37
Þegar hugsjónir bresta
FATASKÁPAR
eftir Jóhann 1
Guðbjartsson
Það er illa komið fyrir okkur
kommúnistunum, þar sem á einum
vetri hefur verið frá okkur tekin
hugsjónin um jafnrétti og bræðralag
kommúnismans og eftir stendur blá-
kaldur sannleikurinn um hroðaverkin
sem unnin hafa verið í nafni hugsjón-
arinnar í Austur-Evrópu, með það
fyrir augum að halda fólki á réttri
braut kommúnismans og koma því í
skilning um ágæti þeirrar stefnu sem
heldur fram alræði öreiganna, öreig-
anna sem í raun engu fengu ráðið
en voru aftur á móti algjörlega und-
ir járnhæl siðspilltra embættis-
manna.
Nú eru þessar hugsjónir frá okkur
teknar og heyra fortíðinni til, líkt og
æskan sem framhjá leið með sínar
vonir og þrár, og eftir stöndum við
kommúnistar og vitum ekki hvort
heldur við eigum að líta til hægri eða
vinstri og þorum raunar ekki að líta
upp á nokkurn mann, því að nú höf-
um við verið stimplaðir vondir menn
og siðspilltir, sem kannski reyndar
ekki er nein furða miðað við þau
voðaverk sem unnin hafa verið í
skjóli kommúnismans, sem var okkur
öllum hugsjónum æðri og jafnvel
sumum hveijum helgari en barnatrú-
in sem aðeins var talin fjötur um fót
í því að fullkomna hugsjónina enda
átti kristin trú ekki upp á pallborðið
í þessum fyrirheitnu löndum, reyndar
aðeins talin til þess fallin að þjóna
auðvaldinu, þessu auðvaldi sem var
okkar aðal óvinur sem allt illt hlaust
af. Svona geta hugsjónir hrunið á
einum vetri líkt og spilaborg sem
reist hefur verið én þolir ekki að
andað sé á hana.
Árið 1982 naut ég þeirra forrétt-
inda að fara til Austur-Þýskalands í
boði vináttufélagsins Ísland-DDR til
að kynna mér vinnuverndarmál í al-
þýðulýðveldinu og í leiðinni var okk-
ur kynnt það fyrirmyndarlíf sem þar
var lifað fyrir austan tjald. Meðal
annars var okkur sýndur Berlínarm-
úrinn sem reistur var til þess að
veijast vondum kapítalistum en er
nú átta árum síðar seldur um allan
heim í smá brotum fyrir offjár vegna
þess fáránleika sem hann stendur
fyrir í mannkynssögunni.
Þessi ferð var einstaklega
skemmtileg enda var okkur tekið af
einskærri gestrisni og ekkert til spar-
að til að gera okkur hana eftirminni-
lega í alla staði.
En ekki var látið þar við sitja að
sýna okkur þetta fullkomna þjóðfélag
þar sem manneskjan og manngildið
var ofar öllu öðru að okkur var sagt,
öndvert við kapítalískt þjóðfélag þar
sem fjármagnið stjórnar. öllu og gér-
ir fólk að öpum eins og segir í máls-
KONFEKTMOLAR J
með mjukri i
þiparmytiÍÍifyHingu. *
ví SKÍNANDI J
COTT *
Jóhann Guðbjartsson
„Nú eru þessar hug-
sjónir frá okkur teknar
og heyra fortíðinni til,
líkt og æskan sem fram-
hjá leið með sínar vonir
og þrár.“
hættinum að margur verði af aurum
api, heldur fékk ég um árabil sent
heim til mín ýmis gögn um efnahags-
mál þessa fyrirmyndar velferðarríkis
sem nú er liðið undir lok því þegnarn-
ir virðast ekki hafa kunnað að meta
það sem fyrir þá var gert.
Það var manni ljóst meðan á ferð-
inni stóð að ekki voru Austur-Þjóð-
veijar þjakaðir af ofneyslu, sóun og
bruðli því verslanir þar voru ekki
eins áberandi og ekki með eins glæst-
um útstiliingum og maður átti að
venjast fyrir vestan járntjald og vöru-
úrval vægt frá sagt heldur fábreytt,
breiðstræti Berlínar voru og hálf auð
nema hvað stöku Trabantar og Wart-
burgar höktu þar um þannig að stór-
borgartraffíkin þar var aðeins svipur
hjá sjón miðað við það sem hún er
í Reykjavík.
En nú er sem sagt von um betri
tíð með blóm í haga, aukna neyslu
og mengun og hamingjuríkara líf þar
sem almenningur þarf ekki lengur
að óttast útsenda njósnara stjórn-
valda en getur nú loks um fijálst
höfuð strokið og andað léttara laus
undan ógnarstjórn kommúnista sem
hneppti líf þess í fjötra í fjörutíu ár.
Höfundur er smiður.
SERTILBOÐSVERÐ
Henta t.d.
í Forstofur
Barnaherbergi
Gestaherbergi
og víöar.
Stærð. Breidd 100cm,
Hæð210cm
VERÐ 19.900 stgr.
býður einhver betur ?
H - GÆÐI
Suðurlandsbraut16
108 Reykjavík
Sími: 67 87 87
Marlon Brando Matthew Broderick
ásamt Bruno Kirby, Penelope Ann Miller
og Frank Whaley í einni vinsælustu kvik-
mynd ársins, sem slegið hefur í rækilega
í gegn vestan hafs og hiotið einróma lof
og fádæma aðsókn.
Nokkur biaðaummæli:
„Besta grínmynd ársins. Brando er óborganlegur."
John Corcoran, KCL-TV
Sýnd kl. 5,
7,
„Ég hló í margar vikur."
Lisa Karlin, WBC
„Hrikalega fyndin, einlæg, galin og geggjuð."
Susan Granger, WICC
„Brando slær eftirminnilega í gegn.“
Roger Ebert, Chicago Sun Times
„Brando ertöframaður.“
Richard Schickel, Time
„Mynd, sem trónir efst á vinsældarlista mínum.“
Neil Rosen, WNCN
9og 11