Morgunblaðið - 26.10.1990, Side 52
[ BÆND>WKYGC1NCÍ
SIÓVá5í1ÍaL1V1ENNAR
KJÖRBÓK
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Búið að salta
í 23 þúsund
síldartunnur
BÚIÐ var að salta síld í 23 þús-
und tunnur í gær en saltað hafði
verið í 45 þúsund tunnur á sama
tíma í fyrra.
Agætis síldveiði hefur verið und-
anfarið og síldin hefur verið nokkuð
góð, að sögn skipverja á Hvanney
SF. Skógey SF og Sigurður Ólafs-
son SF fylltu sig til dæmis á
skömmum tíma á miðvikudagskvöld
þrjár mílur frá Hvanney við Horna-
fjarðarós og Hvanney SF fékk þar
50 tonn aðfaranótt fimmtudags.
Skipin fóru með aflann til frysting-
ar og söltunar á Höfn í Hornafirði.
Sjá bls. 2 „Verkafólk tapar...“
Olíufélögin:
Þörf á hækk-
un undir 30%
ÓVÍST er hvort olíufélögin fari
fram á 30% hækkun á olíu um
næstu mánaðamót eins og reiknað
var með.
Að sögn Kristins Björnssonar,
forstjóra Skeljungs hf., hafafulltrú-
ar olíufélaganna endurmetið hækk-
unarþörfina um næstu mánaðamót
með tilliti til verðlækkunar á erlend-
um mörkuðum undanfarna daga.
Hann sagði að hækkunarþörfin
væri nú undir 30%. Það kæmi ekki
í ljós fyrr en síðar í vikunni hve
mikil hækkunin yrði að vera.
Bílavarahlutir:
Allt að sjöfald-
ur verðmunur
í KÖNNUN Verðlagsstofnunar á
verði varahluta í bíla kemur í
ljós að allt að sjöfaldur munur
er á hæsta og lægsta verði ein-
stakra varahluta.
í mjög mörgum tilvikum er hæsta
verðið hjá umboði viðkomandi bif-
reiðar. Alhliða varahlutaverzlanir
bjóða oftast lægsta verðið.
Sjá frásögn bls. 29.
Valgeir Sveinsson kominn í land á Djúpavogi í gær.
Morgunblaðið/Gísli B. Bogason
Kvikan henti mér stöðugt
frá þar til ég náði í þarann
- segir Valgeir Sveinsson sem bjargaðist í Papey eftir að bátur hans sökk
VALGEIR Sveinsson sjómaður fannst á lífi í Papey um hálftvöleytið
í gær, eftir að hans hafði verið leitað siðan á sjöunda tímanum á
miðvikudag. Valgeir reri á miðvikudagsmorgun frá Djúpavogi á
báti sínum, Auðbjörgu VE, sem var tæplega þriggja tonna trébát-
ur. Báturinn steytti á skeri nærri Papey og sökk, en Valgeir komst
í björgunarbát og náði landi í Papey. Valgeir kvaðst í samtali við
Morgunblaðið i gær vera hress eftir atvikum, en hann brenndist á
fæti þegar neyðarraketta sprakk í höndum hans.
„Ég var alltaf að róa í áttina
að eynni og komst þangað, en náði
ekki landi. Ég var margsinnis búinn
að reyna, en kvikan henti mér allt-
af frá, þangað til ég náði taki á
þara og gat svoleiðis togað mig
upp í fjöru,“ sagði Valgeir.
Björgunarsveit Slysavarnafé-
lagsins Bárunnar hóf leit um'kvöld-
matarleytið á miðvikudag. Um
klukkan 22.30 fóru þrír bátar út
til leitar og voru að þar til í gær-
morgun. Menn frá björgunarsveit-
inni gengu fjörur og bændur í Beru-
firði einnig, ásamt björgunarsveit-
armönnum frá Breiðdalsvík. Papey
var könnuð frá sjó um nóttina, en
gúmmíbáturinn, sem Valgeir náði
landi í, sást ekki, líklega vegna
dimmrar þoku.
í gærmorgun var farið á land í
Papey til leitar og fannst Valgeir
um klukkan hálftvö. Hann var þá
að hita sér kaffi í sumarbústað sem
er í eynni, þar sem hann sagðist
hafa fundið eina perudós, aðra með
rauðrófum, kaffi og fötu af vatni.
Sjá miðopnu: „Þetta voru bara
mistök..."
Islenskt fyrirtæki ráðlegg-
ur Burma um sjávarútveg
„VIÐ sérhæfum okkur í útflutningi á þekkingu í sjávarútvegi og ætl-
um að vera ráðgjafar fyrir bandarískt fyrirtæki, Miriam Marshall, sem
ætlar að fjárfesta í sjávarútvegi í Burma,“ segir Sigfús Jónsson fram-
kvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Heillaráðs, Expert-Ice Ltd., og
fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri. Eigendur Heillaráðs eru nieðal
annarra Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, As-
geir Sigurvinsson knattspyrnumaður, Stefán Þórarinsson, sem hefur
meðal annars verið verkefnisstjóri á Grænhöfðaeyjum fyrir Þróunar-
samvinnustofnun Islands og Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri
Skagstrendings hf., en hann ór jafnframt stjórnarformaður.
Sigfús Jónsson segir að sumir
þeirra, sem standa að Heillaráði,
hafi reynt að fá veiðileyfi við Alaska
á sama tíma og Andra-menn en
komist í viðskipti við þettá banda-
ríska fyrirtæki í gegnum lögfræð-
inga sína í Seattle. „Heillaráð var
stofnað í vor utan um þetta Burma-
verkefni," segir Sigfús.
Hann segir að Bandaríkjamenn
og heimamenn hafi stofnað sam-
starfsfyrirtæki, sem fengið hafi fisk-
veiðiréttindi við Burmá. „Bandaríska
fyrirtækið semur um ráðgjöfina við
okkur en með vitund og vilja heima-
manna og búið var að ná samkomu-
lagi um okkar þátt í verkefmnu.
Uppkast að samningi á milli okkar
og Bandaríkjamanna er tilbúið en
það er strand í fjármögnuninni ytra.
Yið stjómum verkefninu og seljum
okkar þekkingu og fáum greitt
ákveðið verð fyrir hvern dag eftir
því hvaða fólk á í hlut,“ segir Sigfús.
Hann segir að vannýttar bolfisk-
tegundir séu á djúpslóð við Burma
og ætlunin sé að byija með 2-3 tog-
skip en allt að sjö skip verði í þessu
verkefni. Aflinn verði annaðhvort
frystur um borð í öllum skipunum
eða einu móðurskipi og að öllum
líkindum seldur til landa í Asíu.
Sveinn Ingólfsson segir að búið
sé að eyða 5 milljónum og 8 mánaða
vinnu í þetta Burma-mál. „Þetta
verkefm fer ekki af stað an okkar
og ef ekkert verður af því fáum við
greiddar bætur. Við erum hins vegar
að ná okkur í sambönd annars stað-
ar í þriðja heiminum,“ segir Sigfús.
Hann segir að ef skip verði leigð
til þessa verkefnis í Burma verði að
ráðast hvort áhafnirnar verði ís-
lenskar. Það fari eftir því hvort skip
séu á markaðnum með áhöfn. „Ef
Bandaríkjamenn og Burma-menn
vilja finnlim við skip í þetta og þau
verða þa leigð, keypt eða fengin á
kaupleigu. Heilu flotarnir eru verk-
efnalausir um allan heim og ég hef
ekki trú á að íslensku skipin séu
samkeppnisfær við til dæmis
spænsk, norsk og færeysk skip, “
segir Sigfús.
Víkingar efstir
í 1. deild
Víkingur sigraði Vai í æsi-
spennandi leik, 18:17, í 1.
deild karla á íslandsmótinu í
handknattleik í Laugardals-
höll í gærkvöldi. Þessi lið
höfðu ekki tapað stigi fyrir
leikinn í gærkvöldi. Víkingar
tróna því á toppnum eftir átta
umfeðir.
Sjá bls. 51.