Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 7

Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1990 7 * Utsendingar Sýnar frest- ast um ár „MÉR þykir líklegl að við munura sækja um aftur,“ sagði Jóhann J. Ólafsson formaður Stöðvar 2, en leyfi Sýnar til að hefja útsending- ar á sjónvarpsefni er runnið út. Kjartan Gunnarsson sem sæti á ■ í stjórn útvarpsréttar nefndar, sagði að þeim sem leyfi fengju til útsendinga væru gefin ákveðin tíma- mörk, 8 mánuðir, og hefðu aðilar ekki nýtt sér leyfið innan þeirra marka rynni það sjálfkrafa út. Unnt væri að sækja um að nýju, þó ekki væri sjálfgefið að nýtt leyfi fengist. Jóhann J. Olafsson formaður Stöðvar 2 sagði að fjallað yrði um þetta mál á stjórnarfundi bráðlega, en honum þætti afar líklegt að sótt yrði um leyfi að nýju. Það hefur taf- ist nokkuð að við fengjum sendi og allt bendir til að hann komi ekki til landsins fyrr en um eða eftir ára- mót,“ sagði Jóhann, en hann sagði það ekki heppilegt að hefja útsend- ingar skömmu eftir áramótin, þannig að svo gæti farið að þær hæfust ekki fyrr en næsta haust. Utanríkisráðuneytið: Kjarnorku- sprenginu á Novaya Zeml- ya mótmælt Utanríkisráðuneytið hefur fyrir hönd ísleriskra stjórnvalda sent frá sér yfirlýsingu, þar sem kjarn- orkusprengingu Sovétmanna á Novaya Zemlya hin 24. október sl. er mótmælt harðlega. Ifrétt frá utanríkisráðuneytinu seg- ir, að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari kjarnorkusprengingu harð- lega. Hún sé íslendingum sérstakt áhyggjuefni vegna hins viðkvæma vistkerfis á norðurslóðum, sem sé forsenda þeirra auðlinda hafsins, sem þeir byggi afkomu sína á. Eigendaskipti á Asiaco hf. GUNNAR Óskarsson, sem áður var aðstoðarforstjóri Fjárfesting- arfélags íslands, og Eyjólfur Brynjólfsson, endurskoðandi og stór hluthafi í bifreiðaumboðinu Jöfri hf., hafa keypt fyrirtækið Asiaco hf. af feðgunum Kjartani R. Jóhannssyni og Kjartani Erni Kjartanssyni. Eyjólfur Brynjólfsson verður stjópnarformaður Asiaco en Gunnar Óskarsson forstjóri. Um 30 manns starfa hjá Asiaco en fyrirtækið flytur meðal annars út sjávarafurðir og selur útgerðar- og rekstraiTÖrur. Sauðárkrókur: Tilraunir til íkveikiu Sauðárkróki. TILRAUNIR til íkveikju voru gerðar í tveimur húsum og einum bíl við Hólatún á Sauðárkróki á miðvikudag og fimmtudag. A Amiðvikudag var logandi vindlingi kastað inn um glugga á Hóla- túni 1 og urðu nokkrar skemmdir á gólfteppi í því húsi. íbúarnir urðu þess varir hvað var að gerast og komu í veg fyrir frekara tjón. Á fimmtudag var síðan sami leikur endurtekinn er logandi vindlingi var kastað inn um glugga á Hólatúni 6 og einnig inn í bíl sem stóð við hús- ið. Skemmdist sólbekkur í húsinu og sæti bifreiðarinnar en komið var í veg fyrir frekari skemmdir. Málin er í rannsókn hjá lögregl- unni á Sauðárkróki. BB Macintosh-tölvur á sértilboöi! Macintosh Plus m/20 Mb harðdiski kostar aðeins 102.150,- kr. eða 95.000,* Einnig býðst hún með Munaláni. Þá em greidd 25% við afhendingu tölvunnar ^ og hægt að greiða restina á allt að 30 mán. Útborgun er þá: 25.538,- Eftirstöðvar: 76.612,- Lánt.gjald, vátr. og stimpilgj.: 4.027,- Vextirpr. 26.10. '90:9433,65* Þá eru aðeins greiddar m/20 Mb harðdiski kostar aðeins 139.900,- kr. eða 130.000,, Einnig býðst hún með Munaláni. Þá eru greidd 25% við afhendingu tölvunnar og hægt að greiða restina á allt að 30 mán. Útborgun er þá: 34.975,- Eftirstöðvar: 104.925,- Lánt.gjald, vátr. og stimpilgj.: 5.514,- Vextirpr. 26.10. '90:12.919,90* Þá eru aðeins greiddar 112 - ® sii __L _1_J\i áoiin. MUNALAN * Útreikningar miðast við að um jafngreiðslulán sé að ræða(annuitet), 30 afborganir, (eina á mánuði) og gildandi vexti á verðtryggðum lánum íslandsbanka hf. 8,75% Radíóbúðin hf. Sími: (91) 624 800 Ath. Gildir aðeins á meðan birgðir endast! Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.