Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Skoðunarferð í fullkomnasta álver Bandaríkjanna: Fjölskrúðugt dýralíf í næsta iiágremii álversins Mt. Holly-álverið í útjaðri Charleston. Það var vægast sagt óvenjuleg sjón að sjá þetta mikla fyrir- tæki staðsett í miðju skóglendi. Engin mengunaráhrif voru merkjanleg í nágrenni álversins og fjölskrúðugt dýralíf er allt í kring um það. eftir Sigtrygg Sigtryggsson FYRIRHUGAÐ álver Atlantsálshópsins á Keilisnesi hefur verið mál málanna að undanförnu. Deilur hafa risið um þau samkomulagsdrög sem fyrir liggja og ýmsir hafa í ræðu og riti varað við mengun, sem þeir segja að muni verða fylgifiskur álvers á Keilisnesi. í vikunni gafst íslenzkum blaðamönnum kostur á að skoða fullkomnasta álver Bandarikjanna sem er eign Alumax, en það er stærst þeirra þriggja fyrirtækja sem mynda Atlantsálshópinn. Alverið heitir Mt. Holly og er staðsett skammt frá borginni Charleston i Suður-KaróIínu-fylki. Heimsóknin var í alla staði mjög áhugaverð og var sérstaklega forvitnilegt að skoða þá tækni sem notuð er við framleiðsluna og mengunarvarnir fyrirtækisins, sem eru þær beztu sem þekkjast i áliðnaði í heiminum. Er undirritaður þess fullviss eftir að hafa skoðað verksmiðjuna að engin ástæða er fyrir íslendinga að óttast mengunarslys á Keilisnesi. Svo ny ög hefur tækninni fleygt fram við álframleiðslu og meng^unarvarnir siðan ISAL reisti sína verksmiðju í Straumsvík, en það er auðvitað sú álverksmiðja sem almenningur á íslandi þekkir bezt til. Robert G. Miller aðstoðar- forstjóri Alumax tók á móti íslenzku blaða- mönnunum við komuna til Charleston og fylgdi hann hópnum á meðan á dvölinni stóð ásamt nokkrum öðrum for- ráðamönnum Alumax og Mt. Holly-álversins. Miller er talsmað- ur Atlantsálshópsins og er greini- lega vel inni í öllum málum sem snúa að samningagerðinni við ís- lendinga. Á meðan íslenzku blaða- mennimir dvöldu í Charleston bárust þangað fréttir um að Landsvirkjun hefði stofnað sér- staka viðræðunefnd til að semja um orkuverð við Atlantsálshóp- inn. Af því tilefni var leitað álits Millers og birtust fréttir um við- brögð hans í íslenzkum fjölmiðlum sl. miðvikudag. Svör Millers leiddu síðan til nokkuð harðra viðbragða nefndarmanna í viðræðunefnd Landsvirkjunar. Ekki verður farið nánar út í þá sálma í þessari grein. Hitt skal áréttað að í við- ræðum við Robert G. Miller kom greinilega fram að hann er mjög vel heima í þessum málum og virt- ist hann hafa fullan skilning á pólitískri stöðu málsins. Kom fram hjá honum mikill velvilji í garð íslendinga og greinilegur áhugi á að ná samningum, sem væru hag- stæðir fyrir báða aðila. Mt. Holly framleiðir 200 þúsund tonn á ári Mt. Holly-álverið var byggt á árunum 1978-’80 og tekið í notk- un í júní 1980. í verksmiðjunni er framleitt ál í 360 kerum og er ársframleiðslan 200 þúsund tonn. Þetta er sama framleiðslugeta og fyrirhugað álver á Keilisnesi mun hafa. Áformað er að stækka álve- rið upp í 400 þúsund tonna af- kastagetu síðar meir og verður það þá helmingi stærra en Mt. Holly-álverið, sem hér er lýst. Til samanburðar má nefna að verk- smiðja ÍSAL í Straumsvík fram- leiðir tæplega 90 þúsund tonn á ári. í Mt. Holly er ekki aðeins framleitt ál. Þar er mjög fullkom- in verksmiðja sem framleiðir öll rafskaut sem álverið notar. Enn- fremur er þar fullvinnsla á áli. Mt. Holly álverið er hið eina sem byggt hefur verið í Banda- ríkjunum eftir að ströng mengun- arreglugerð var sett þar í landi. Það hefur því verið í fararbroddi bandarískra álvera í framleiðslu, nýtingu raforku og mengunar- vömum. í álverinu nýtir Alumax tækni annars bandarísks álrisa, Alcoa. Mt. Holly greiðir 34-35 mills fyrir raforkuna Álbræðsla krefst geysimikillar orku. Mt. Holly-álverið þarf 300 megavatta orku þegar afköst eru full eða jafn mikla orku og 300 þúsund manna borg í Banda- ríkjunum! Fyrir orkuna greiðir fyrirtækið um 90 milljónir dollara árlega eða tæplega 5.000 milljón- ir íslenzkra króna. Raforkan er keypt af orkuveri í eigu Suður- Karólínu-fylkisins og upplýstu forráðamenn álversins að meðal- verð fyrir orkuna væri um þessar mundir 34-35 mills. Orkuverðið var 23 mills þegar verksmiðjan tók til starfa. Verðið tekur breyt- ingum miðað við skráð heims- markaðsverð á mörkuðum í Lon- don og hefur hækkað geysilega upp á síðkastið vegna hækkandi álverðs. „Ef okkur hefði gmnað að verðið ætti einhvemtíma eftir að fara í 34-35 mills, hefði þetta álver aldrei verið byggt,“ upplýsti Robert G. Miller íslenzka blaða- menn. Meðalverð sem bandarísk álver greiða fyrir raforku er um 26 mills um þessar mundir. Lesendum til glöggvunar skal á það bent, að í þeirn drögum að orkusamningi sem fyrir liggja verður byijunarverð sem Atlant- sál greiðir vegna álvers á Keilis- nesi á bilinu 18-19 mills en tekur sfðar breytingum samkvæmt skráðu heimsmarkaðsverði. Forr- áðamenn Mt. Holly sögðu að vegna hins geysiháa verðs sem fyrirtækið greiðir hafi þurft að gæta ýtmstu hagkvæmni í rekstr- inum til þess að reksturinn skilaði hagnaði. Starfsmenn hefðu náð svo góðum tökum á framleiðsl- unni að nýting raforkunnar væri sú bezta sem þekktist hjá sam- bærilegum álverum og færu 6,2 kílóvattstundir raforku í að fram- leiða eitt pund af áli en sambæri- legar tölur fyrir önnur álver væri á bilinu 6,8-7,3 kílóvattstundir. Mikil áhersla lögð á góðan starfsanda Starfsmenn Mt. Holly-álversins eru 620 talsins, þar af starfa 425 beint við framleiðslu. áamkvæmt áætlunum Atlantsálshópsins munu starfsmenn álvers á Keilis- nesi verða á bilinu 500 til 600 talsins, en það ber að hafa í huga að í Mt. Holly eru framleidd raf- skaut, en sú framleiðsla verður ekki í Keilisnesi. Er reyndar talið líklegt að rafskaut frá Mt. Holly verði notuð á Keilisnesi, en gæði þeirra eru talin með því bezta sem þekkist í þessari grein. Þá vinnur hluti starfsmanna Mt. Holly við fullvinnslu áls, en slík vinnsla er ekki fyrirhuguð á Keilisnesi. Heildarlaunagreiðslur í Mt. Holly eru um 29 milljónir dollara á ári eða um 1.600 milljónir íslenzkra króna. Meðallaun eru 38 þúsund dollarar eða um 2,1 milljón íslenzkra króna. Alumax áætlar að auki að 1.200 manns hafi vinnu við margvíslega þjón- ustu við álverið. Þegar við þessar tölur er bætt fjölskyldum þeirra sem vinna við álverið má sjá, að það veitir mörg þúsund manns lífsviðurværi, eins og reyndin mun verða hjá álverinu á Keilisnesi. Það var greinilegt á öllu að mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda hjá Mt. Holly. Stjóm- unarform er frjálslegt og yfir- menn reyna að koma sem mest til móts við starfsmenn hvað varð- ar vinnutíma og fleira. Starfs- menn eru látnir njóta þess í laun- um að framleiðslan hefur gengið vel. Enda kom fram í samtölum við starfsmenn að þeir bera hlý- hug til fyrirtækisins og vilja vinna því vel. Um 77% starfsmanna hafa unnið þar frá upphafi eða í 10 ár og 95% starfsmanna hafa unnið í 7 ár eða lengur. Aldrei hefur komið til verkfalls hjá Mt. Holly. Þetta er sá vinnuandi sem að- standendur Atlantsáls vilja að ríki í álverinu á Keilisnesi. Þeir vita sem er að átök hafa verið milli starfsmanna og stjómenda ÍSAL í Straumsvík og vilja forðast slíkan ágreining í lengstu lög. Starfsmenn Mt. Holly em ekki meðlimir verkalýðsfélaga og sa- mið er við hvern fyrir sig. Robert G. Miller sagði að starfsmennimir vilji sjálfir hafa þetta svona. Hann segir að á Keilisnesi verði að sjálf- sögðu að"semja við verkalýðsfélög á Suðurnesjum. Sú vinna sé öll eftir en hann segist ekki kvíða þeim samningum. Alumax reisir álver í Kanada Alumax er að reisa álver í Kanada, sem framleiða mun 215 þúsund tonn á ári. Þetta álver verður tekið í notkun árið 1992. Bygging álversins er meginverk- efni Alumax um þessar mundir. Robert G. Miller sagði að bygging álversins í Kanada væri mikið verkefni og að forráðamenn Al- umax teldu þátttöku í álveri á Keilisnesi enga nauðsyn fyrir fyr- irtækið. Hins vegar væri þetta álitlegur kostur og fyrirtækið vildi taka þátt í þessu verkefni af heil- um hug. Samkvæmt áætlunum væri stefnt að undirskrift í marz á næsta ári en allur dráttur á samningum við íslendinga kynni að valda því að Alumax missti áhugann á Atlantsálverkefninu og kynni því að setja það í hættu. Miller upplýsti að sendinefnd frá Venesuela hefði nýlega komið til Alumax og boðið raforku á bilinu 7-8 mills ef fyrirtækið vildi reisa þar álver. Það er hins vegar skilningur blaðamanns að þetta sé ekki raunhæfur kostur vegna þess hve pólitískt ástand er ótryggt í landinu. Ný og fullkomin tækni verður notuð í álverinu í Kanada. Áform- að er að þessi nýja tækni verði notuð á Keilisnesi og þar stuðst við reynsluna sem fæst í álverinu í Kanada. Þeir íslendingar, sem ráðnir verða til Atlantsáls, fá væntanlega þjálfun í Kanada og í Mt. Holly-álverinu. Hreinsitæki skila 99,9% hreinu lofti í skoðunarferðinni til Mt. Holly beindist áhugi íslenzku blaða- mannanna ekki síst að mengunar- málum, enda hafa þessi mál verið ofarlega á baugi. Yfirmenn meng- unarvarna fyrirtækisins fluttu fróðlega fyrirlestra um þessi mál. Alumax hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á mengunarvarnir og meira en 10% stofnkostnaðar við verksmiðjuna fór í mengunar- vamir. Sérstök deild innan fyrir- tæksins vinnur við þennan mála- flokk og eru starfsmenn 15 tals- ins. Samkvæmt áætlunum Atl- antsálshópsins munu ekki færri menn vinna að sams konar verk- efnum á Keilisnesi. Sýni eru tekin reglulega í nágrenni verksmiðj- unnar og fullyrða forráðmenn hennar að nær engin mengun hafí mælst þar í þau 10 ár sem hún hefur starfað. Mt. Holly-álverið var reist á geysimikilli landareign, sem Alu- max keypti í nágrenni Charleston. Verksmiðjan þekur aðeins hluta þessa mikla lands. Allt í kring eru skógi vaxin svæði þar sem mikið fuglalíf er. í vötnum er einnig mikið líf og þar eru jafnvel krókódílar. Sérfræðingar fylgjast vel með dýralífinu með tilliti til mengunar. Það var merkileg lífsreynsla að sjá þessa miklu verksmiðju inni í miðju skóglend- inu. Hreinsitæki álversins eru mikil að vöxtum. Öllu útblásturslofti er safnað í þessi tæki og hreinsað. Forráðamenn verksmiðjunnar segja að þessi búnaður skili 99,9% hreinu lofti. Þá er öllu rigningar- vatni safnað saman og það hreins- að. Aðferðin sem notuð er við hreinsun á útblæsti er þurrhreins- un sem forráðamenn verksmiðj- unnar segja mun betri aðferð en svonefnd vothreinsun, sem sumir vilja að verði notuð á Keilisnesi. Forráðmenn Alumax segja að þurrhreinsun eigi tvímælalaust að setja upp á Keilisnesi. Þeir segja ennfremur að þurrhreinsun eigi að skila mjög góðum árangri á Keilisnesi. Áðstæður þar auðveldi mengunarvamir því gróður sé lítill og vindasamt á nesinu. Því séu aðstæður betri að þessu leyti á Keilisnesi en í Mt. Holly. Kerskálarnir 800 metra langir Kerin 360 í Mt. Holly-verk- smiðjunni eru í fjórum geysistór- um kerskálum. Hver þeirra er 800 metrar að lengd. Mengun virtist lítil inni í verksmiðjunni. Aðeins á tveimur stöðum var sjáanleg mengun. Annars vegar í skála þar sem rafskautin voru framleidd og hins vegar þegar unnið var við að skipta um rafskaut í kerskálun- um. Þvi verki fylgdi mikill óþrifn- aður. Kerry Farmer framleiðslu- stjóri sagði að nýrri tækni verði beitt við það verk í nýja álverinu í Kanada og mannshöndin þurfi ekki að koma þar nærri. Sagði Farmer að þessari tækni yrði beitt í fyrirhugaðri verksmiðju á Keilis- nesi. Aðspurðir sögðu forráða- menn verksmiðjunnar að starfs- menn færu reglulega í læknis- skoðun og á þeim 10 árum sem hún hefði starfað hefðu ekki greinst neinir sjúkdómar sem rekja mætti til mengunar á vinnu- stað. Þeir forráðamenn Alumax og Mt. Holly-álversins, sem ræddu við íslenzku blaðamennina, lögðu sérstaka áherslu á góðar mengun- arvarnir. Með augum leikmanns er ekki annað að sjá en mjög vel hafi tekizt til með þennan þátt starfseminnar hjá Mt. Holly- álverinu. Náist sami árangur og jafnvel betri með nýrri tækni á Keilisnesi þurfa íslendingar engu að kvíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.