Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Ráðstefna kennara í Norræna húsinu: Hvernig á skóli að henta öllum? ALÞJÓÐLEG ráðstefna grunnskólakennara og starfsfólks fræðslustofnana var haldin í Norræna húsinu fyrir skömmu. Markmið ráðstefnunnar var að leita svara við því hvernig koma megi til móts við einstaklingsþarfir í skólum, í blönduðum hóp- um, þannig að öllum sé sinnt eins og best verði á kosið óháð namsgetu. Þrjátíu þátttakendur frá Bretlandi, Finnlandi, Dan- mörku og Svíþjóð sóttu ráðstefnuna auk íslendinga. Að sögn Grétars Marinóssonar, dósents við Kennaraháskóla Islands, var megináherslan á ráð- stefnunni lögð á það hvemig hægt sé að hjálpa kennurum til að búa til skóla sem hentað geti öllum nemendum á grunnskólaaldri, óháð aðstæðum þeirra eða getu til náms. „Sú þróun sem við emm að vinna að er tvenns konar. Annars vegar að hverfa frá skólakerfi sem upphaflega er fyrir fáa, í átt að skólakerfi sem tekið getur alia inn. Hins vegar viljum við stuðla að því að áherslan verði færð frá námsgreinunum yfir á bömin, þannig að litið sé á aðra þætti en námsgreinarnar og bömunum hjálpað að þroskast sem einstakl- ingar, í blönduðum hópum þar sem allir taka þátt,“ sagði Grétar. Að sögn Lambert Bignell, kennara frá Bretlandi, sem sótti ráðstefnuna, er svipuð þróun í átt til skólakerfis sem sinnt geti þörf- um allra, að eiga sér stað í Bret- landi. „Við höfum sérskóla og sérdeildir fyrir þá nemendur sem erfiðara eiga með að tileinka sér námsefni skólanna, en við vinnum nú að því að blanda meira bekki og skóla og þjálfa kennara með sérþekkingu og hæfni til að kenna blönduðum hópum, þar sem bæði er um að ræða nemendur með venjulega námsgetu og þá sem erfiðara eiga með að tileinka sér það efni sem kennt er, af einhverj- um ástæðum, sagði Lambert. Erik Mörk Pedersen, frá Dan- mörku, sagði að þær tilraunir sem gerðar hefðu verið þar í landi með blandaða bekki í skólum hefðu sýnt að vel væri hægt að kenna nemendum með mjög ólíka náms- getu í sama bekk. „Fyrir fimmtán árum voru í Danmörku 3000 böm sem álitin voru óhæf tii náms og því ekki gerðar tilraunir til að kenna þeim. í dag er ekki um neinn slíkan nemanda að ræða. Öllum er kennt,“ sagði Erik; Að sögn Grétars er æskilegt að stefna hérlendis að fyrirkomu- lagi sem þegar er í Svíþjóð þann- ig að í stað þess sem verið hefur, að ákveðinn kennari sjái um til- tekinn bekk, deili þrír til fjórir kennarar með sér jafnmörgum bekkjum. Kennararnir skipu- leggja þá vinnu sína saman, skipta með sér verkum og bera ábyrgð á því að menntunarlegum þörfum barnanna sé sinnt. Með þessu er, að sögn Grétars, auðveldara fyrir kennara að koma til móts við þarfir nemendanna, þannig að Tveir af erlendu þátttakendunum á ráðstefnunni, þeir Lambert Bignell og Erik Mörk Pedersen ásamt Grétari Marinóssyni, sem séð hefur um skipulagningu hennar. einnig sé hægt að sinna nemend- um sem oft hafa verið sendir út úr bekkjum, þar sem tiltekinn kennari hafi ekki ráðið við að kenna þeim. Til þess að þetta fyrirkomulag geti orðið að raunveruleika þarf, að sögn Grétars, að koma til stuðningur utan frá, við einstaka kennara og skóla, til dæmis frá fræðsluskrifstofum og kennara- menntunarstofnunum. Grétar lagði áherslu á að þrátt fyrir að umræðan á ráðstefnunni hefði einkum snúist um þau böm sem erfiðara ættu með nám væri mikil þörf á aukinni umfjöllun um og úrlausnum fyrir þau börn sem afburðagreind væru. Hann sagð- ist ekki telja það lausn þegar börn væru flutt á milli bekkja vegna mikillar námsgetu, heldur þyrfti að koma til fjölbreyttara úrval af námsefni fyrir börn á sama aldri og sveigjanlegri hópaskipting. Meginhluti þeirra þátttakenda sem sóttu ráðstefnuna í Norræna húsinu. MS segir sig úrMORFÍS Skólafélag Menntaskólans við Sund hefur ákveðið að segja sig úr MORFÍS, Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskóla. Astæðan er, að sögn forsvars- manna félagsins, almenn óá- nægja með þá stefnu sem nem- endur MS telja að MORFÍS- keppnin hafi tekið undanfarin ár. Akvörðun um úrsögn úr MORF- ÍS var samþykkt einróma á almennum félagsfundi sem 700 af 850 nemendum skólans sóttu. Að sögn Ragnars Helga Ólafs- sonar, ármanns í MS, telja nemend- ur að grundvallaratriðum mælsku- j og rökræðulistar sé ekki nægilegur sómi sýndur í keppninni og niður- stöður dómara byggist þar með á röngum forsendum. „Sú ræðumennska sem við iðkum fellur ekki inn í það form sem MORFÍS er að móta með dóm- gæslu. Við reynum að flytja okkar mál vel og skilmerkilega án þess að vera með bjánaskap og skemmti- atriði en keppnin er hins vegar far- in að ganga út á það að menn eru að klippa bindi af fundarstjóranum, skjóta úr knallettubyssum í pontu og fela sig inni í pontunni. Þetta er ekki sú ræðumennska sem við viljum stunda og því var tekin ákvörðun ym að við segðum okkur úr MORFÍS," sagði Ragnar Helgi. Guðmundur Steingrímsson, for- seti málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík, sagðist á hinn bóginn geta fullyrt að dómarar keppninnar hefðu farið eftir sannfæringu sinni og gætu rökstutt dóminn. * Aréttmg ÞAR sem ef til vill má misskilja orð mín í grein minni um 50 ára afmæli Hallgrímssafnaðar, er ég tala um þijá fyrstu presta safnað- arins, þá vil ég taka skýrt frain að ég tel þá alla skörunga og lær- dómsmenn. Sr. Sigjón Þ. Árnason, var mjög mikilhæfur maður einlægur trú- maður, víðlesinn í guðfræði og hafði brennandi áhuga á kristniboði og öllu starfi kirkjunnar. Sjálfur á ég hinar ágætustu minningar um hann. Fjalar Lárusson Leiðrétting Ifrétt á miðsíðu í gær misrituðst nöfn þeirra Péturs Jónassonar gítarleikara og Marshalls Brement fyrrverandi sendiherra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 7. einvígisskákin: Karpov með auðunna biðstöðu Skák Karl Þorsteim ALLT bendir til þess að Karpov jafni metin í einvíginu um heims- meistaratitilinn í skák sem nú fer fram í New York. Sjöunda einvígisskákin fór í bið aðfara- nótt laugardags að íslenskum tíma og Karpov innsiglaði 44. Jeik sinn. Dómur skáksérfræð- inga er samhljóða um væntan- legan sigur Karpovs. Hann er peði yfir í hróksendatafli og fremur er búist við því að heims- meistarinn tilkynni uppgjöf sína án frekari taflmennsku. Heiftarlegur afleikur heims- meistarans í 27. leik er or sök ógæfu hans, fremur en snilldar- leg tilþrif Karpovs. Bandaríski stór- meistarinn Yasser Seirawan sagði afleikinn einn hinn versta sem Kasparov hefði gert sig sekan um á öllum skákferlinum. Honum yfirsást auðsjáanlega einföld gildra og til þess að forðast mannstap var hann tilneyddur til þess að láta peð af hendi fyrir alls engar bætur. Kasparov setti dreyrrauðan þegar hann uppgötvaði mistök sín sem í einu vetfangi gerði stöðu hans óveijandi. Framhaldið tefldi hann niðurlútur, auðsjáanlega viss um úrslit í skákinni. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Garrí Kasparov. Kóngs-indversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Rf3 - 0-0, 6. Be2 - e5, 7. Be3 - Ra6,8.0-0. Hér breytir Karpov út af 5. ein- vígisskákinni. Þá lék hann 8. dxe5 og í framhaldinu urðu uppskipti á drottningum án þess að hann öðlað- ist nokkurt frumkvæði. 8. - Rg4, 9. Bg5 - f6. Hér hefur yfirleitt verið Ieikið 9. — De8, 10. h3 — h6 með óljósri stöðu. 10. Bcl - KhS, 11. h3 - Rh6, 12. dxeð — fxe5, 13. Be3 — Rf7, 14. Dd2 - Rc5, 15. Rg5. Svartur þarf ekki að vera óhress með byijunina. Hann hefur yfirleitt jafnað taflið og ef riddari getur hreiðrað um sig á d4-reitnum er frumkvæðið komið í hans hendur, 15. - Rxg5, 16. Bxg5 - Bf6, 17. Be3 - Re6, 18. Bg4! - h5!?, 19. Bxe6 — Bxe6, 20. Rd5 — Bh4, 21. Hacl - Kh7, 22. Hc3 - Hf7, 23. b3. Það er dæmalaust hversu varkár Karpov er í einvíginu. í stað þess að leita leiða til að undirbúa fram- rás c-peðsins leggur hann höfuð- áherslu á að valda eigin liðsmenn. 23. - c6, 24. Rb4 - Hd7, 25. Hccl - Bf6, 26. f4! - exf4, 27. Bxf4. Staðan er í jafnvægi. Áhrifa- máttur svarta biskupaparsins veg- ur upp ótrygga 'kóngsstöðu. Nú kom vel til álita að leika 27. — D7 með það fyrir augum að leggja til atlögu á kóngsvæng með g5! við tækifæri. Þess í stað verða Kasparov á ótrúleg mistök 27. - Da5??, 28. Rd5! Svona einfalt er það! 28. - Dxd2 er svarað með 29. Rxf6+ og næst 30. Bxd2. Hörfi drottningin til baka fellur a.m.k. peð og staðan með. 28. - Dc5+, 29. Khlí Kasparov hefur kannski aðeins reiknað með 29. Be3 — Bg5!. 29. — cxd5 er nú svarað með 30. cxd5 og biskupinn á e6 er í uppnámi eftir að drottningin hörfar. Eftir 29. - Bg7, 30. Be3 - Da3, 31. Rf6+ — Bxf6, 32. Hxf6 er svarta staðan einnig vonlaus. 29. - Bxd5, 30. cxd5 - Dd4, 31. dxc6 — bxc6, 32. Hxc6 — He8, 33. Hc4 - I)xd2, 34. Bxd2 - Be5, 35. Be3 - Bg3, 36. Hf3 - h4, 37. Bf2 - Bxf2, 38. Hxf2 - Hde7, 39. Hf4! - g5, 40. Hf6 - Hxe4, 41. Hxe4 — Hxe4, 42. Hxd6 - He7, 43. Ha6 - Kg7. Hér fór skákin í bið og Karpov lék biðleik. Hrókur hans er ákjósan- lega staðsettur á a6. Peð heims- meistarans á a7 er veikt og svarti hrókurinn er bundinn við að valda það af 7-reitaröð. Vinningsáætlun hvíts í framhaldinu er fremur ein- föld. Hún felst í framrás peðanna á drottningarvæng samstíga ferð hvíta kóngsins til g4 og svörtu peðin á kóngsvæng falla. Biðskákin er tefld aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma en 8. einvígisskákin verður tefld á mánudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.