Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Fram eru komin tvö bréffrá kóngi sjálfum meóal 500 skjala um Islandsmál og eftirfarandi frióarsamninm stórveldanna eftir Elínu Pólmadóttur HINRIK 8. Bretakonungur hefur í sögunni fengið orð fyrir að hafa haft um annað að hugsa en Island. Það er rangt. Hann hafði þvert á móti mikinn áhuga á hinum miklu fiskkaupum og veiðum Breta hér við land og byrjaði einmitt að efla breska flotann til að vernda fiski- skipin hér norðurfrá, sem gerði Breta að hinu mikla flota- veldi, er sigraði Spánverja og flotann ósigrandi 1588 eftir að Elísabet I hafði haldið áfram að efla hann. Hann skrif- aði sjálfur bréf út af Islandsmálum og nú eru komin fram og til íslands tvö bréf undirrituð af honum. Þau eru meðal um 500 skjala, sem Þjóðslqalasafnið hefur fengið á filmu um samningana milli Englendinga og Þjóðveija eftir Grindavíkurstríðið 1532, þegar Hansa- kaupmenn fóru að beiðni danskra valdsmanna á Bessastöðum með 280 manna lið og hröktu burt eða hertóku ensku skreiðarskipin og drápu 14 menn, þar á meðal 2 tengda hirðinni. Þetta var afdrifaríkur bardagi, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Urðu þetta fjörbrot enska veldisins hér á landi og lækkaði skreiðarverðið. Og það er í eina skiptið sem íslandsmál eru þannig í brennidepli og örlagavaldur í friðarsamningum milli stórveldanna í Evrópu. í þessum skjölum, sem nú hafa verið fengin til landsins, er því mikil og merkileg saga. Og verður filman með bréfunum öllum á sýningu á íslenskum skjölum í 800 ár, sem Þjóðskjalasafnið opnar í Bogasalnum 3. nóvember næst- komandi. Geta áhugasamir sýningargestir þá fengið að skoða skjölin úr bréfabókunum tveimur frá Hamborg í lesvél, þar á meðal bréfin tvö með eiginhandarundirskrift Hinriks 8., að því er Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður upplýsti í samtali við blaðið. 11 þessi skjöl frá fyrri hluta 16. aldar hafa nú verið mynduð og Ólafur Ás- geirsson er að gera um þau skrá fyrir Grindvíkinga. Er skemmtilegt hvernig þetta merkilega framtak bar að. Jón Böðvarsson sagnfræðingur flutti fyrir Lionsklúbbinn í Grindavík og fyrir Kvenfélagið erindi um Grindavíkurstríðið 1532. Þá sagði hann bæjarstjóranum, Jóni Gunnari Stefánssyni, að skjöl um þetta væru örugglega til í Hamborg. Bað bæjar- stjórinn Jón að útvega bréfin, sem þeir þá héldu að væru tiltölulega fá. Vísaði Jón málinu til þjóðskjalavarð- ar til að fá þau gegn um samstarf skjalasafna og segir að bréfin hefðu aldrei fengist án harðrar málafylgju Ólafs Ásgeirssonar. Tormerki voru á að leita uppi bréfín í Ríkisskjala- safninu í Hamborg, því við endur- skipulagningu höfðu þau einhvern tíma fengið ný númer og þufti m.a. að greiða allt fyrirfram. Þegar það var svo gert kom upp úr kafinu að skjalabunkinn var svona mikill að vöxtum. Þarna voru tvær bréfabæk- ur með nær 500 síðum um Grinda- víkurstríðið, þ.e. gerðabækur, grein- ^ SJÁ SÍÐU 12 l S sýu&cnuUoriltiá td þráfeShs yjtj/ vrwnwy íctfji nmjjAtwUs íhams pmctíhs m pcrtumjrtnwyk m meöfi truuj pemcm&efj itíítoíjj^fkfteres/et caetetj <fut íftm tuítu/hm. merciíns yvctmí/foSti^ sua cmercia//efftáciUiónos(utsemfer mUa ceMttaurtoU)<és^ uKa fnrns futwintúmi *Á dUfMtités eotexctuáscnt, mmiatn Mnwýwftrentis ;m stuiþhm. emeMfefcmrtanfófy memíus wíhís comenttÍMÍu// eí reftajuU ctm onwiíns ááerenk/tcáfaiut MnufU áhks VrÍ Cmtahs mcvcrtortsnulmtStós siU comfímáas afys CmtatáJé iremljvmSb (jnodtmv iUuá/emetttúo^fntíextíe áShysuUáop nrcf ietta ac merccs s&iuswfftrf cotwrehurítum frtcnhý nejbe-- (tf/su4 sicferumjettMfMMm'JÍk iona crtft'/colUferul vnZamfarjen,et tmun ^mltos 9wmsfmttutm comffcces dtuimenT ktíjcz*hxf\á ocliWjmJtn uMtetpjiUío£ólm m mckum^mcrtMiiÍd^ simtut suUáos ms tuí taU tii amc* káútd exfeftattfes tuwrv nnw ---—-----—-j ------ nM ct antújtuí am vniéttís amuVtia eocfeSht&etíá* ex tuntáU ccSéUtsj ftíhíiw eocam'nnrji ftrftnkij tnWHÁtUMHMS ui- „i túbí ítcct^ twn tUesHtMÍts Söif suí<ktoymiemtut<tfi jprosþcúnÁi miv* ucíwmu Umett tms fts fris e* vpjoré/ a mutud amcúúé etoÁ bm íctjétrmfm cctUri*dhé tujociátwms mlvos rtfuYerl tU \m offvý etœjuúUis „„fucíúts <bfh> SSueÍMjyisoi/MÍ ems frccur/Uorj m/ttttm hmer^efftcen^ títáíÍtóá itnd/udeonm úOtutrufrecmtL _ cvmfensetur/sic^Áé cvmtMsnt/c*íStturáamlmm^ík$tM^s*ffkciFexýcrt/títfe*sficútmMS ms,wSUhajudfo(immmc WtnMíé res reftíhw) vc&ts fsé coríi, tmfáiUsic ttpfocttm tshc eocfaítré ttcHjnmenmj} nt mtatj ttes c^atmvr díue mvs remekUsuíkuúftc mU concektréj jtui It ré eocvro resfowo (tu far tiUíumj faerá) ttos foflmokum íecerncmus'Et fené Ki . T> OC 'X Valeié 'E'oc Kffui' mrvJytUsené Xt.sefteSiff vart Bréfið sem Hinrik 8. Englandskonungur ritar 1. september 1532 í Windsor til borgarstjóra og borgarráðs í Hamborg og fjallar þar um íslandsmálin. Hér segir að Nikulás Gybson kaupmaður í Lundúnum hafi sent skip sitt hlaðið ýmsum vörum til íslands og lagt þar heilu og höldnu í Grindavík í maimánuði (fjórða Iína euasis periculis in portum Grenwyk in menem maij). Englendingar versluðu þar án árekstra eins og þeir voru vanir uns 280 menn frá Hamborg og Bremen komu til með ótrúlegri grimmd, rændu varningi Englendinga og drápu 15 þeirra sem gættu skipa en aðrir höfðu gengið á land. Tóku þeir bæði skip og varning, alls um 1500 punda virði, og höfðu á braut. Krefur Nikulás Gybson skaðabóta og að hinum seku verði hegnt. Undir er eiginhandarundirskrift Hinriks 8., Henry konungs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.