Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 12
MORÍÍONRTAÐIÐ SUNNODÁQURJ 28I>OKTÓBERH990 ^2 HINRIK VIII OG GRINDAVÍKURSLAGURINN argerðir og bréfaskriftir í sambandi við samningaumleitanir Englend- inga og Þjóðverja, sem ná frá 1491 til 1533. Eru bréfín á latínu og þýsku, og ágætlega varðveitt þótt sum séu illa skrifuð. Grindvíkingar sýna þessari sögu sinni lofsverðan áhuga og hefur Heimir Stígsson ljós- myndari framkallað fyrir þá myndir af hverri síðu. Slegist um skreiðina Á þeim tíma sem hér er fjallað um geisaði noþkurs konar sjóræn- ingjastríð við Island milli Englend- inga og Hansakaupmanna, sem_ á hveiju ári sendu stóra flota til ís- lands til að kaupa skreið og/eða veiða hana sjálfir. Kapphlaupið um skreiðina var orðið gífurlega hart og sýnir hve mikilvæg hún var og jafnframt hve mikið var upp úr henni að hafa. Englendingar munu hafa sent sitt fyrsta skip hingað 1412 og þegar kemur fram yfir 1500 sigla upp í 150 skonnortur á hverju ári. Þá áttu þeir orðið harðsækna sjó- mannastétt og ís- landssiglingin var þeirra háskóli í sjó- mennsku. Þýsku hafnirnar sendu þá orðið líka stóran flota til landsins í sama skyni. Aðalbækistöðvar Englendinga voru Grindavík og Bás- endar, en þangað höfðu þeir hrakist undan Hansakaup- mönnum frá Hafnar- firði og Straumsvík árið 1480 og reistu Þjóðverjar þá kaup- stað sem nefndist Flensborg. Danir höfðu lítið bolmagn, en var að sjálfsögðu meinilla við að erlend- ir menn veiddu fisk hér við land og slyppu þannig við að greiða þeim skatta. En Eng- lendingar gerðu meira að því að veiða Hér má sjá hvar átökin eru: Englendingar hafa helgað sér Grindavík og Básenda, sjálfir en Hansakaup- Þjóðverjar Hafnarfjörð og Straumsvík og danska valdið situr á Bessastöðum, en mennimir. Skip þaðan fara Þjóðverjarnir og fógetaliðið ríðandi til Grindavíkur til að ráðast á hvorratveggju voru Englendinga. sambland af kaup- Morgunblaðið/Þorkell Jón Böðvarsson, sagnfræðingur, bendir okkur á Grindavík á korti og staðina sem koma við sögu á Suðurnesjum. skipum og fiskiskipum og versluðu þeir við landsmenn. í Grindavík voru Englendingar vel settir, því þar í nánd beið verkuð skreiðin sem hægt var að kaupa. Konungsútgerðin var í Stafnesi til 1770. Sögusvið áta- kanna er á fyrri hluta 16. aldar á Reykjanesskaga. Danir eiga sína bækistöð á Bessastöðum, þýsku kaupmennirnir í Hafnarfírði og Eng- lendingar á Básendum og í Grinda- vík. Samkvæmt reglum þeim sem giltu átti hvert það kaupfar sem fyrst kom á einhveija höfnina réttinn til að versla þar og var kapphlaupið mikið. Þótt margar heimildir sýni til hve mikils var að vinna og hve vel mátti græða á íslensku skreiðinni, er frásögn Halldórs Laxness í ís- landsklukkunni skýrari en öll skjöl, eins og Jón Böðvarsson benti á. Jón Marteinsson sýnir Jóni Hreggviðs- syni Kaupmannahöfn og skýrir hon- um frá því að hún sé ekki einungis byggð fyrir íslenskt fé heldur og lýst upp með íslenskum grút, sýnir fínan garð og segin „Og garðinn með eingil við portin á fríðasti kaval- ér staðarins, Peðer Peðersen, sem hefur hafnimar á Bátsendum og í Keflavík, hann ku nú ekki þurfa annað en taka upp snýtuklútinn fyr- ir kónginn í næsta drykkjulagi til að verða sannur aðalsmaður með „von“ og laungu nafni upp á þýð- versku.“ Nokkru seinna fer Jón Hreggviðsson í fangelsi þar sem hann hefur sjaldan fyrirhitt annað eins samansafn af búleysingjum, ættlausum mönnum og fákunnandi í sögum eins og í tuminum. Einum glæpamanni lék forvitni á því hvar kóngurinn, sem var í botnlausum skuldum og átti ekki fyrir tóbaki, hafði getað krafsað saman slíka fúlgu á þessum erfíðum tímum. „Það var greifí von Rósinfálk sem sá fyr- ir því, sagði nýi glæpamaðurinn. Þegar óvinurinn fór að yggla sig og sagði: Út með peningana, þá lét kóngurinn gera boð fyrir þennan únga og laglega mann og hann fór strax niðrí kjallara hjá sér og skip- aði að reiða fram gullið. Þá spyr fyrsti glæpamaður: Hvur er þessi greifí von Rósinfálk? Annar glæpa- maður: Það er hann Peðer Peðersen. Fyrsti glæpamaður: Hvaða Peðer Peðersen? Ánnar glæpamaður: Son- ur hans Peðers Peðersens. Allir glæpamennirnir: Nú hvaða andskot- ans Peðers Peðersens? Jón Hregg- viðsson: Hann hefur á leigu hafnirn- ar á Bátsendum og í Keflavík. Ég þekti einu sinni mann að nafni Hólm- fast Guðmundsson sem skipti við þá feðga.“ Fimmta þorskastríðið Samkeppni Englendinga og Þjóð- veija hafði harðnað mjög um ís- lensku verslunina og skærur milli skipshafna tíðar. Hefur Björn Þor- steinsson, sagnfræðingur, gert út- tekt á þessu og skrifaði m.a. um þessi átök öll í bókinni „Tíu þorska- stríð 1415-1976“ og eru þessi átök Englendinga og Þjóðveija fímmta þorskastríðið og ekki síður hart én þau sem á eftir komu. Gengu kær- umar. T.d. kærðu enskir íslandsfar- ar fyrir ráði Hinriks 8. 1531 að Hamborgarar beiti sig ofbeldi á Is- landi. t slíkum tilfellum var Eng- landskonungur vanur að ýta við svo- nefndum Stálgarðsmönnum í Lund- únum, sem var þýska verslunarmið- stöðin þar í borg, og hóta þeim rétt- indamissi ef Hansamenn beittu þegna hans ofbeldi erlendis. Enskir stjómarherrar sneru sér því þegar til þýsku Lundúnakaupmannanna með kærurnar og til engra stórtíð- inda dró að þessu sinni. En það gerði það heldur betur árið eftir. Aðfaranótt 4. apríl kom til bardaga milli tveggja enskra skipa og Hamborgarfars á legunni við Básenda á Reykjanesi. Bardaganum lauk á þann veg að annað enska skipið strandaði og eyðilagðist, en áhöfn hins gafst upp og sætti afarkostum af Þjóðveijum. Þarna féllu nokkrir Englendingar, og enn aðrir voru teknir af lífí. Þýski skipstjórinn sem þeim atgangi stýrði, Ludtkin Smith, var m.a. að hefna harma. Tæpri öld áður hafði frændi hans siglt þessa sömu leið og lent í Hafnarfírði. Við Straum, sunnan íjarðarins, lá skipið Vighe frá Lundúnum. Um nóttina vígbjóst skipshöfnin, sigldi til Hafnaríjarðar og greiddu Englendingar Hansa- kaupmönnum atför óviðbúnum, skutu nokkra til ólífis, en tóku skip- ið herskildi. Sigldu með frændann og 11 úr áhöfninni og seldu allt saman á írlandi. Árið 1511 höfðu Englendingar tekið Hamborgarfar Bréfin sem Hinrik 8. skrifar um íslandsdeiluna og undirritar sjálfur eru tvö. Hér er seinna bréfið, en það er skrifað á latínu. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður með bréfabókina með ljósmynd- um af mörg hundruð skjölum varðandi Grindavíkurdeiluna 1532 og alþjóðadeilurnar sem af henni spunnust úti í Evrópu. við ísland_ og farið með áhöfn þess til Hull. Árið 1514 tóku þijú ensk herskip Hamborgarfar á leið til ís- lands, vörpuðu skipstjóra lifandi fyr- ir borð og drápu aðra, hjuggu svo stýrimann fanginn í stykki og höfðu drepið þannig 15 áður en skipi var skilað. 1528 réðust 7 ensk skip á Hamborgarfar í höfninni að Rifi og rændu og sökktu. Og ári síðar sökktu þeir skipi með 36 manna áhöfn, er þeir tóku á Eyjafirði. Ann- að enska skipið, sem tortímt var að Básendum, var einmitt Thomas frá Hull, sem það afrek hafði unnið. En eftir þá orustu, misþyrmingar og dráp lét Erlendur lögmaður Þorvarð- arson tyftardóm ganga um „skip það og góss sem rak á land við Básenda í bardaga milli Ludtkins Smiths og Jóns Wilers" og dæmdist það rétti- lega fallið undir konung. Nú var danska valdið búið að fá bandamann í baráttunni gegn lögleysu Englend- inga, sem veiddu meira sjálfír en Þjóðveijamir. Hansakaupmenn voru fúsir til að veita landstjórninni styrk gegn Englendingum og hljóta að launum aukin verslunarfríðindi og hluta af herfangi. Nú voru nýir og alvarlegri atburð- ir á döfínni. Til er staðfest afrit, en ódagsett, af bréfí þýskra skipstjóra og kaupmanna í Hafnarfirði til ráðs- ins í Hamborg, þar sem segir að Englendingar í Grindavík hafí tekið físk, sem Hansamenn höfðu keypt og greitt. Þjóðveijar segjast vilja að ráðinu sé kunnugt um að þeir ætli að ná fískinum með valdi og leggja líf og góss í sölurnar. Og er þá kom- ið að Grindavíkurstríðinu sama ár. En í reglugerð til varðveislu friðar milli höndlunarmanna á íslandi 1533 má sjá að jafnskjótt og kaupmenn vom orðnir landfastir, áttu þeir til að þjóta um nágrenni hafnarinnar með brennimerki á lofti og setjast við fiskstaflana og helga sér skreið- ina með því að brennimerkja hvern fisk. Síðar komu aðrir kaupmenn, stundum úr næstu höfn og töldu sig eiga fiskinn samkvæmt viðskipta- samningi síðastliðins árs og tóku hann ef þeir gátu. En brennimerkið varð ekki þvegið af skreiðinni og auglýstu kaupmenn í borgum Eng- lands og Þýskalands eftir físki sem hafði verið merktur þeim og af þeim tekinn. Fjórar bióðir áttust við í Grindavík Skömmu eftir Básendaslaginn í byijun apríl 1552 rita þýskir kaup- menn í Hafnarfirði til Hamborgar og biðja borgarráðið að senda sér liðsauka, því þeir ætli í stríð við Englendinga, sem sitji í Grindavík og haldi fyrir þeim skreið. Telja sum- ir að bréfíð sé skrifað til að blekkja og til þess að Englendingar uggi ekki að sér. Fyrir Englendingum í Grindavík var John Breye, sem kall- aður var Ríki-Bragi, Jóhann Breiði eða Eldri Bagur, en maður með sama nafni var á skútunni sem sökkt var við Básenda. Eftir bardagann höfðu þeir sem af komust flúið til Grinda- víkur. Af þeim óförum fær Jóhann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.