Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 35 egar sólin er um það bil að hníga til viðar og varpar rauðleitum bjarma á fjöllin og teiknar langa og tor- kennilega skugga af hólum og tindum, hverfa síðustu ferða- mennimir úr sérkennilegu þorpinu í dalnum. Sólin sest og rökkrið færist hratt yfir, vindurinn feykir upp sand- rykinu í hvirflum og gnauðar í skrýtnum turnum húsanna. Svo þeg- ar almyrkvað er þá vakna upp draugar og forynjur og leggja undir sig rangala klettahúsanna og yfir- gefnar kirkjur og moskur. Engin lif- andi sála býr í þessu eyðilega þorpi á nætuma svo hver veit nema þar sé nú reimt. í Zelve-dalnum bjuggu áður þúsundir manna í húsum sem öll em höggvin inn í kletta og hóla. Háir ljósbleikir tindar, strýtulag- aðir og sumir með voldugan kúf á toppnum, svona líkt og of stór tappi í flösku, og hátt yfir er ljósgrátt veðrað fjallið og gegnt dalnum í flarska em hvítar sandöldur. í tind- ana og klettana hefur á síðustu ár- þúsundum verið grafið heilt þorp; íbúðarhús, bænahús, klaustur, gripahús, verslanir og veitingahús. Ur íjarska geta klettamir litið út fyrir að vera ósnortnir af manna- höndum, en þegar nær kemur sjást gluggar og dyr á klettunum, stigar og einstaka hlaðin anddyri. Allt fell- ur þetta samt inn í umhverfið á náttúrulegan hátt. Þorpið lítur út fyrir að hafa verið autt og yfirgefið í hundruð ára, svo er þó ekki. Síðustu íbúarnir fluttust úr Zelve-dalnum fyrir um 30 ámm, eftir að jarð- skjálfti skók þorpið með þeim afleið- ingum að nokkrir íbúanna létust. Ákváðu stjómvöld eftir það að rýma klettaþorpið. Þó enn búi fólk að hluta til inní klettunum hér í Cappadocia, er það yfirleitt í bland við venjuleg hús sem byggð eru framan við klettana. Ivemstaðir hafa sjálfsagt verið höggnir í mjúka klettana í Cappadocia-héraði frá örófi alda, en það var fyrst á tímum Hittite-þjóðar- innar sem ríkti á þessu svæði 2000—1300 f.Kr. að byggð fór að taka á sig þá mynd sem nú má sjá. Um 200 e.Kr. eru íbúar Cappadociu að mestu kristnir og hélst svo fram til 1920 þegar stjórn hins nýskipaða lýðveldis Tyrklands skipti við stjórn- völd á kristnum íbúum Cappadociu og múslímum búsettum í Grikk- landi. Þar með lauk langri búsetu kristinna manna í Cappadociu, þó enn séu sjálfsagt fáeinir kristnir menn þar eftir. Athyglisverðustu byggingamar sem enn er unnt að skoða voru grafnar af kristnu fólki á þessum tíma. Rétt fyrir utan Göreme-þorpið er þétt byggð af kirkjum, nunnu- og munkaklaustrum auk venjulegra húsa. Sá fjöldi munka sem bjó á þessu svæði og lifði mjög fábrotnu lífi í stanslausum bænum og sjálfs- afneitun, byggði flestar kirkjurnar í Göreme á tímabilinu 400-1000 e.Kr. Að innan eru kirkjurnar þaktar trú- arlegum veggmyndum en að utan bendir fátt til þess að um kirkju-sé að ræða, þótt framhliðarnar séu yfir- leitt virðulegri en framhliðar íbúðar- húsanna. Elstu veggmyndimar eru einungis einfaldir kros'sar og önnur trúarleg tákn, unnin með dumbrauð- um lit. Þær veggmyndir sem eru athyglisverðastar eru frá 11. og 13. öld. Ahrifamiklar myndir sem segja frá lífi Jesú og postulanna, auk r seinni tíma dýrlinga. Stjórnvöld hafa nú lokað svæði í kringum þessar byggingar og eru þær nú hluti af safni undir berum .himni. Bergið er svo mjúkt að sums stað- ar molnar það undir nögl. Það var því ekki aðeins auðvelt að fá húsa- skjói þarna heldur var þetta góð leið til að dyljast fyrir óvinum, aðallega heittrúðum aröbum, sem voru sífellt að ráðast á þessar byggðir kristinna manna. Húsin eru flest á mörgum hæðum með göngum á milli her- bergja ög yfirleitt fleiri en einni út- gönguleið. Tíðar ofsóknir leiddu til þess að heilu borgirnar voru grafnar neðanjarðar. Þangað flýði fólk þegar árás var yfirvofandí. Neðanjarðarbæirnir eru tveir, Kaymakli og Derinkuyu. Fyrstu hæðinar voru grafnar niður löngu fyrir Krist, líklegast af Hittite-fólki. Kristnir íbúar Cappadociu héldu áfram að grafa út herbergi og göng — sífellt neðar og neðar. Stærð Kaymakli er ótrúleg; endalaus göng, herbergi og djúpir brunnar, en Der- inkuyu er samt nær helmingi stærri og með flóttagöngum sem era 5—6 km löng. Það er ævintýralegt að fara um þesar borgir. Niðadimmt nema á efstu hæðunum sem era upplýstar, rakt, kalt loftið og endalaus her- bergi og göng eftir göng sem sífellt virðast liggja dýpra og dýpra. Rúm- góð herbergi, kapellur, gripahús, matargeymslur og samkomusalir. Stóram myllusteinum hefur verið velt fyrir göngin til að loka óvinina húti og litlar holur era við aðkomu- göngin en um þær var heitri olíu hellt á árásarmenn. Þegar maður heldur að iður jarðar hljóti að vera á næsta leiti enda ranghalarnir í enn dýpri brunni. Ef ekki er fylgt örvum sem vísa leiðina niður og upp aftur er auðvelt að villast. Ef farið er út af hinni merktu leið er auðvelt að ímynda sér líf þessa ofsótta fólks, sem þurfti að hírast langt undir yfir- borði jarðar, marga daga eða vikur, í Von um að óvinir ofanjarðar hyrfu. En þó að Kaymakli og Derinkuyu hafi að mestu leyti verið notaðar sem flóttabyrgi á hættutímum, bjó fólk á efstu hæðunum allt árið um kring. Cappadociu-búar era að mestu fluttir úr húsum sem era grafin inn í kletta eða niður S jörðina. Það eru hins vegar enn staðir mitt á milli gamla tímans og þess nýja — líkt og megnið af Tyrkjum. Göreme- þorpið, sem er eitt af mörgum litlum plássum í sveitum, er dæmigert. Óreglulegar raðir af húsum, flest hálf hrörleg, era innan um auð eða hálfnýtt klettahús. Á rykugum veg- unum aka hnarrreistar ferðamanna- rútur frá Evrópu í bland við gamla Kræslera og Sjevróletta frá sjöunda áratugnum, og svo vögnum sem þreytulegir asnar draga. Fátæklegir bændur af sléttunum fyrir utan þorpið heimsækja kaupstaðinn með afurðir sínar og reka erindi sín. Konurnar era klæddar hefðbundnum klofsíðum, víðum buxum og með hvít sjöl vafin um höfuðið og fyrir andlitið. Karlarnir eru með vígaleg yfirvararskegg og nokkurra daga skegghýjung undir sixpensara. Alit í kring er svo stórbrotið landslagið; strýtulagaðir tindar, munstraðir sandhólar og í fjarska litskipt fjöllin; grænleit, bleik, steingrá og hvít. Höfundur hefur dvalist í Göreme í Tyrklandi. Bók um heimspeki „UM ÞAÐ fer tvennum söguni“ heitir ný bók um heimspeki eftir Gunnar Hersvein. Bókin skiptist í tvær hugleiðingar og sjö kafla, sem nefnast meðal annars: Hugsað um dauðann og Hugsað um Guð. Ikynningu segir m.a.: „í bókinni er sagt frá hinum ósíokknandi sannleiksþorsta mannsins, undrun hans og efa. Hin heimspekilega list felst í því að spyrja spurninga, og spyr höfundurinn: Hver er umgjörð alheimsins? Og er það spurningin sem hljómar í bak- grunni bókarinnar. Bent er á mik- ilvægi hugsunarinnar i textanum og skjóta spurningar upp kollinum, eins og: Er hugsunin ef til vill eitt þeirra.lögmála sem giltu við upp- haf tímans? Er hugsun dýpsta undirstaða efnisins? Til að wa.-n þessum spurningum beitir höfund- urinn bæði heimspekinni og hinum skáldlega stíl. Bókin inniheldur einnig tilgátur sem eiga að varpa ljósi á eðli mannsins, dauðann, ofbeldishneigðina, hinn mannlega vilja, Guð og samband mannsins við heiminn og Guð. Hverjum kafla fylgja íhugunaiverkefni eða spurningar fyrir iesendur til' að glíma við, en markmiðið með þeim er að efla hinn heimspekilega hugsunarhátt." Bókin er 80 blaðsíður. ICENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. Gítarkennsla Kennum á gítar byrjendum og lengra komnum. Gítarkennsla Hljóðmúrsins, símar 622088 og 678119. □ MÍMIR 599010297 = I.O.O.F. 10=17210298'/2 = 9.1 I.O.O.F. 3 = 17210298 = Dd. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður mánudagskvöldið 29. október kl. 20.30 í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Allir karimenn velkomnir. Stjórnin. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma og sunnudagaskóli í dag kl. 11.00. Allir innilega velkomnir. □ GIMLI 599029107 - 1 Afmf. HA/ Hjálpræðis- herinn Klrkjustræti 2 Kl. 14.00 Fjölskyldutími. Áslaug Haugland, major Daníel og kapt- einn Erlingursjá um samveruna. Kl. 20.30 Hjálpræðissamkoma. Major Reidun Morken, Imma og Óskar stjórna og tala. Mánudag kl. 16.00 heimilasambandsfund- ur. Veriö ávalt velkomin á Herinn. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakki3 Kl. 11: Samkoma og barnakirkja. Lofgjörð til Drottins. Barna- blessun. Prédikun orðsins. Kl. 20.30: Kvöldsamkoma. Fyrir- bæn. „Ég kallaði til Drottins í neyð minni og hann svaraði mér". Verið hjartanlega velkomin. Hvítasunnukirkjan Fíiadelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Sunnudaga- skóli á sama tíma kl. 16.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan, Völvufelli Sunnudagaskóli í dag kl. 11.00. Ljósgeislinn auglýsir Opið hús verður haldið fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.30 á Suður- landsbraut 10. Allir velkomnir. Námskeið fyrir byrjendur verður haldið helgina 3. og 4. nóvember á Suðurlandsbraut 10. Skyggnilýsingafundur Terry Evans heldur skyggnilýs- ingafund miðvikudaginn 7. nóv- ember í múrarasalnum, Síðu- múla 25. Upplýsingar i sima 686086. Ljósgeislinn. fomhjólp Almenn samkoma verður í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Sam- hjálparkórinn syngur. Samhjálp- arvinir gefa vitnisburð mánað- arins. Barnagæsla. Stjórnandi Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Bkfuk Tkfum KFUM og KFUK Almenn samkoma í kvöld ki. 20.30 í Kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58. „Eins og Ijós í heiminum" - Fil. 2,12-16. Upp- hafsorð: Þórunn Elídóttir. Ræða: Arnmundur Kr. Jónasson. Allir velkomnir. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Sænski miðillinn Ma Stjárnlieden heldur skyggnilýsingafund laug- ardaginn 3. nóvember kl. 15.00 á Sogavegi 69. Upplýsingar um fundi fást á skrif- stofu félagsins, Garðastræti 8, 2. hæð, og í síma 18130. Stjórnin. Audbreklia 2 • Kópavogur Sunnudagur: Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. AGLOW - kristileg samtök kvenna halda fund i kaffisal Bústaða- kirkju mánudaginn 29. október kl. 20.00-22.00 og kostar kr. 250 kr. Gestur fundarins verður Sigrún Sigfúsdóttir og mun hún predika orðið Takið með ykkur gesti. Allar konur velkomnar FERÐAFELAO ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3& 11798 19533 Sunnudagsferð 28. október kl. 13 Vetri heilsað á Vífilsfelli Útsýnisskífan 50 ára Gönguferð á Vífilsfell (655 m.y.s.) í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Ferðafélagið lét reisa útsýnisskífu á fjallinu, en það var fyrsta sunnudag í vetri árið 1940. Ef einhverjir vilja vera með en ekki ganga á fjallið er tilvalið að ganga um Jósepsdal og nágr. Fjölmennið, jafnt félag- ar sem aðrir. Verð 800,00. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgt foreldra. Kvöldganga á fullu tungli á föstudagskvöldið 3. nóv. kl. 20. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Ath. að næsta myndakvöld verður mið- vikud. 7. nóv. og kvöldvaka verður miðvikud. 21. nóv. Að- ventuferð í Þórsmörk 30. nóv.-2. des. Ferðafélag íslands. ÚTIVIST GftÓFINHI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI 14604 Strandgata suður með sjó, sunnudag 28. okt. Gengið frá Loðvíksstofu (Loddu) um Básenda að landnámsjörð- inni Vogi. Fáfarin leið meðfram fallegri strandlengju, sem hefur að geyma merkilega sögu byggðar sem lagöist í eyði vegna uppblásturs, sjávarstöðubreyt- inga og breyttra atvinnuhátta. í dag er þetta svæði á náttúru- minjaskrá vegna auðugs og sér- stæðs lifrikis. Staðfróðir suður- nesjamenn verða fylgdarmenn. Brottför frá BSf, bensínsölu kl. 13.00. Stansað verður við Sjó- minjasafnið í Hafnarfirði og Fitja- nesti á Njarðvikurfitjum. Haustblót 2.-4. nóv. Við látum ekki deigan síga þótt hausti að. Uppskeru- hátið og haustblót á Hveravöll- um um næstu helgi. Góður mat- ur, hálendisstemning og að sjálf- sögðu skiplagðar gönguferðir. Myndakvöld Fimmtud. 1. nóv. Þema: islensk villiblóm. Einnig sýndar myndir úr starfi sumarsins í Básum Goðalandi. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.