Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Páll Stefánsson / A HVERJU GÖTUHORNI eftir Hall Þorsteinsson Ljósmyndir: Póll Stefónsson NÝIR vínveitingastaðir hafa sprottið upp hver á fætur öðrum í höfuðborginni upp á síðkastið, og fleiri verða opnaðir á næstu vikum. A þessu ári hafa 10 nýir staðir fengið leyfi til vínveitinga, og hjá emb- ætti lögreglustjórans eru auk þess til með- ferðar fjórar umsóknir um vínveitingaleyfi. Flesfir nýju staðanna eru bjórkrár, en einn- ig er um að ræða nokkra stóra skemmti- staði, sem þegar hafa verið opnaðir eða verða opnaðir á næstunni. Alls hafa 89 veitingastaðír í Reykjavík nú vínveitinga- leyfi, og fjölgaði þeim mest á árinu 1989 þegar bjórbanninu var aflétt, en það ár fengu 25 staðir vínveitingaleyfi. Leyfilegur gestafjöldi á vínveitingastöðum er nú sam- tals um 22.600 manns, og lætur því nærri að rúmlega þriðjungur borgarbúa á aldrinum 18-65 ára þurfi að fara út að skemmta sér í einu til þess að fylla staðina. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.