Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 13 Breiði fregnir er hann kemur snemma í apríl eða maí á skipinu Peter Gibszon. Honum þykir ekki friðvænlegt og lætur reisa virki við búðirnar hjá Járngerðarstöðum. Þar var saman komið harðsnúið lið, sem vildi gjaman hefna harma sinna á Þjóðverjum og lét reiði sína í þeirra garð bitna að nokkru á íslendingum. Mun hafa rænt þá, bundið og pínt og hótað lífláti ef verslað væri við aðra og beitt þá margvíslgu ofbeldi. Jóhann Breiði gerðist djarftækur til kvenna og tók konu nokkra með valdi um borð í skip sitt, en geymdi mann hennar þar hjá sér í hlekkjum svo að hann gerði sér ekki ónæði meðan hann hélt konuna. Tóku íslendingar sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höf- uðsmanninn, Diðrik frá Minden, lið- veislu gegn slíkum illmennum. En Jóhann Breiði hafði ögrað höfuðs- manni. Gekkst hann strax fyrir her- útboði til þess að hindra yfirgang Englendinga, sem höfðu vígbúist í Grindavík. Fógeti sneri sér fyrst til þýskra kaupmanna í Hafnarfirði og hét á þá að duga sér í herferð til Grindavíkur. Brýna nauðsyn bæri til þess að tryggja hér frið og frelsi til verslunar. Lét hann lesa kæmskjal á hendur Englendingum fyrir allt það sem þeir hefðu unnið gegn Danakonungi á íslandi. Tóku Hafn- arfjarðarkaupmenn vel málaleitan fógeta, ef hann gæti fengið nægan liðsafla, því Jóhann Breiði væri mannmargur. Skifaði Diðrik þá í aðra verslunarstaði um Suðurnes. Þegar herförin til' Grindavíkur var ráðin rauf Þjóðveijinn Ludtkin samninga um hafnargrið og réðst þar á enskt skip, drap skipstjóra og særði aðra og sendi svo lið til Grinda- víkur. Liðsmenn komu saman að kvöldi dags við Þórðarfell, komu ríð- andi úr Hafnarfirði, Njarðvíkum og Básendum. Ber þýskum og enskum heimildum saman um að þeir hafi verið 280 eða 8 skipshafnir frá Ham- borg og Brimum að viðbættri sveit Diðriks. Lýsti hann alla Englendinga í Grindavík ófriðhelga og réttdræpa, en friðhelgi yfir öllum sem að þeim færu. Aðfaranótt Barnabasmessu eða 11. júní hélt herinn síðan niður í víkina, vopnaður handbyssum, lás- bogum, spjótum og sverðum, búinn léttum brynjum og stálhúfum. ís- lendingar úr víkinni gátu borið hern- um að Englendingar yggðu ekki að sér, margir væru á sjó við fiskveið- ar, en Jóhann Breiði hefði setið veislu mikla um kvöldið og svæfi í búð sinni innan virkisins ásamt val- fangara hertogans af Suffolk í Eng- landi og 13 öðrum Englendingum. Árásarherinn hélt skipulega og hljótt niður í Grindavík þessa vor- björtu nótt. Það var útsynnings- hraglandi og úfinn sjór. Englending- um hafði engin njósn borist. Hafnar- fjarðarliðið komst mótspyrnulaust upp á virkisvegginn og réðst með öskrum og óhljóðum á tjaldbúðimar. Jóhann Breiði og hans menn vökn- uðu við vondan draum og eftir skamma hríð lágu 15 Englendingar í blóði sínu í virkinu, þar á meðal sundurhöggvinn líkami Jóhanns Breiða. Höfðu sumir verið drepnir níðingslega. Á legunni í Grindavík voru 5 ensk skip og léttu akkerum. Nokkur hluti árásarliðsins komst um borð í skip Peters Gibszons og tók það. Utarlega í hverfinu voru búðir kaupmanna frá Lynn og hélt hluti Hafnarfjarðarliðsins þangað þegar virkið var unnið, drap þar menn og rændi. Fjórum enskum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt strandaði í útsiglingunni og fórst með allri áhöfn. Eftir skamma stund var Grindavík algjörlega á valdi Diðriks fógeta og Þjóðveija. Slógu þeir upp veislu, létu þeyta lúðra og beija bumbur og drukku siguröl. Var köld aðkoma fyrir Englendingana sem verið höfðu við fiskveiðar og voru þeir hraktir og svívirtir. Diðrik beið sjálfur byijar til að sigla enska skip- inu til Bessastaða með fangana og herfangið. Erlendur lögmaður Þor- valdsson setti 18. júní tyftardóm um atburðina í Grindavík og niðurstöður hans þær að Jóhann Breiði og allir hans fylgjarar dæmist eftir lögbók- arinnar hljóðan ránsmenn og rétti- lega af lífi teknir, en skip þeirra og góss falli undir konung og umboðs- menn hans. Og var dómurinn stað- festur um sumarið af lögréttu og biskupi. Grindavíkurstríðinu lýkur í raun og veru 21. júní, en þó var eftir að semja frið. í styijöldinni höfðu íjórar ijóðir ást við og stjórnir þeirra létu sig atburðina miklu skipta. Hér var hafin styijöld og þeirri styrjöld varð að ljúka með friðargerð, eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur orðar það. Veróur að milliríkja- deilum stórveldanna Um mitt sumar 1932 var hrakfalla liðið frá Básendum komið til Englands og kærði þar mál sitt fyrir konungi, Hinriki 8. Það mat tjón sitt á 3.000 pund og benti á að fjögur skip frá Hamborg lægju á Thames og báðu hann að leggja hald á þau, svo að þeir fengju skaða sinn bættan og hegna sekum mönn- um. Hinrik varð ævareiður. Hann sneri sér til þýsku Hansasamkund- unnar í London og hótaði Þjóðveijum afarkostum ef þegnar hans fengju ekki fullar bætur og Hansamönnum yrði hegnt. Eftir dráp Björns Þor- leifssonar hafði Englandskonungur varpað öllum Stálgarðsmönnum í dýflissu og óttuðust þeir svipaðar aðgerðir. Þeir sendu til Hamborgar að biðja kaupmenn þar að friðmæl- ast við Hinrik, en þeir eru hinir verstu, skrifa Hinrik mikið skjal og telja að harin beri sig röngum sök- um, því á íslandi séu Englendingar lögbrjótar en ekki Hansamenn. Bera þeir fram miklar kærur á hendur Englendingum. Og eru mörg kæru- atriðin runnin beint frá íslendingum. Hamborgarar áttu sjálfir lítilla hags- muna að gæta í London þótt Lýbíku- menn ættu það. Ljúka þeir bréfi sínu til konungs á því að biðja hann að rannsaka málið, eins og þeir leggi það fyrir og grípa ekki til neinna örþrifaráða. En vilji Englendingar ekki sættir, þá segja þeir að Hinrik 8. ætti að senda sökudólgana til Hamborgar, þar verði þeir dæmdir af fullkomnu réttlæti. Hinrik svarar þessu ósvífna bréfi heldur hógvær- lega, en Hamborgarar snúa sér til Friðriks I Danakonungs og fá hann til að skerast í leikinn. Skrifar hann Hinrik og segir að þegnar sínir í Hamborg séu öldungis saklausir af ofríkisverkum við Englendinga á íslandi, ber sakir á Englendinga og segir að höfuðsmaður sinn hafi hvatt þýska til hjálpar til að hindra ofbeldi þeirra. Fara mörg bréf á milli. Loks segir Hinrik 8., að sé ætlun þeirra að svipta þegna hans þeirri aðstöðu, nytjum og verslun sem þeir frá fornu fari hafi notið á íslandi, þá kveðst hans konunglega tign ætla að klæðast hameskju og taka sér sverð í hönd og beijast fyrir rétti þegna sinna. En Hinrik á óhægt um vik. Ýmsir þegnar hans krefjast róttækra aðgerða, en Danakonungur hótaði stríði með nokkurn hluta Hansasam- bandsins að bakhjarli ef hann geri það. Siglingar Englendinga inn á Eystrasalt og til Skandinavíu vora í veði, ef til ófriðar drægi, en íslands- siglingaraar eru ekki gengnar úr greipum þótt skakkaföll yrðu eitt sumar. Allt þetta þykir tíðindum sæta hjá stjómmálamönnum álfunn- ar, og herra Chapuys, ambassador Karls keisara V. við ensku hirðina, flýtir sér að gefa keisara ýtarlega skýrslu um málið. Aldrei áður hafði ísland verið svo mjög á dagskrá hjá stjórnarherrum og konungum, ekki einu sinni árið 1468, eftir að styij- öld var hafin milli Englendinga og Dana út af drápi Bjöms Þorleifsson- ar, skrifar Björa Þorsteinsson. En nú var veröldin önnur en þá og fleiri blikur á lofti í stjórnmálum álfunnar. Þar stóð einkum ógn og ólga af vaxandi borgarastétt og guðlausum siðbótarmönnum. En Hinrik 8. var ennþá verndari trúar- innar og mágur keisarans. Jafnframt því sem Hinrik 8. gekk frá síðustu bréfum sínum um ís- lensku deiluna í desember 1532, gerði hann út erindreka til Ham- borgar og Danmerkur. Af beggja hálfu var sest niður og safnað skýrsl- um um ofbeldisverk andstæðing- anna á íslandi og eru skýrslur Þjóð- veija óneitanlega viðameiri en Eng- lendinga. Hamborgarar fyllast skelf- ingu þegar þeir eiga von á erindrek- anum Thomasi Lee, sem er svo sprenglærður og talar bara latínu og ensku. Gerðu þeir út hraðboða, sem brutust áfram í fannkyngi og frosthörkum úr einni borg í aðra til að biðja borgarstjórnir um að lána Hamborgurum sína lærðustu menn í umræðurnar. Og dr. Johann Old- endorp, ráðherra í Rostokk, hraðar sér til Hamborgar og gerist þar helsti ráðgjafi borgarstjórnarinnar við samningana sem í hönd fara. Er því ekki að furða þótt skjölin sem nú eru komin til íslands séu æði fyrirferðarmikil. Endaði þetta með því eftir 9 daga þóf að gert var uppkast að reglugerð til þess að varðveita frið milli allra höndlunar- manna á Islandi. Frióarsqmningar út af Islandi Þegar ráðstefnan í Hamborg hafði afrekað þetta bárust þangað þau boð frá Danakonungi að hann stefndi mönnum til sáttafundar um íslandsmál í Segeberg, sem er falleg gömul borg skammt norðan við Lubeck. Dr. Thomas Lee hafði í raun ekki komið neinu áleiðis af boðum herra síns því Hamborgarar sátu við sinn keip. Hófst svo hinn eiginlegi sáttafundur um íslensku deiluna í Segeberg. Friðrik konungur út- nefndi fulltrúa sinn Kristján son sinn, hertoga af Slésvík og Holtseta- landi, sem árið eftir varð Kristján III. Var þama mikið lið ráðgjafa. Sáttafundurinn í Segeberg stóð í þijá daga og er skemmst af honum að segja að engar kærur og kröfur Englendinga voru teknar til greina, en Kristján hertogi býður í nafni konungs öllum að halda frið sín á milli og stofna til engra ofbeldis- verka á íslandi. Um sumarið gerði Hinrik út herskipaflota til íslands til þess að vernda ensk fiskiskip og kaupfor en ekkért sérstakt bar til tíðinda. Enski íslandsflotinn hafði einungis minnkað um nærfellt helm- ing, í stað 150 skipa voru þau nú 80 og eftir næsta áhlaup 6 árum síðar minnkaði enski flotinn enn um helming. „Þetta er eini sáttafundurinn um friðarsamninga á milli stórvelda, sem þá voru, út af átökum á ís- landi. Liggur við að Hinrik 8. geri upptækar allar eigur Þjóðveija í London og þá er það orðið stórkost- legt deilumál milli Þjóðveija og Breta. Og Bretar tapa,“ sagði Jón Böðvarsson. „Afleiðingin verður sú að Englendingar hrekjast burt af íslandi. Verðið lækkar á skreiðinni þegar engin samkeppni er lengur. Strax á eftir fóru Danir að amast við Þjóðveijum, sem hröktust í burtu 1602 og einokunin tekur við.“ Skjölin 500 sem komin eru til Is- lands á filmum eru öll um þessi mál. „Það er ihikill fengur að því að hafa fengið frumgögnin og með því að sjá hvernig bréfin liggja í bókunum hefur maður samhengið,“ sagði Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður. Auk þess er gaman að því að hafa bréf frá þeim litríka kóngi Hinrik 8., þar' sem hann talar um Grindavík. Hugheilar þakkir til allra, sem aÖ glöddu mig í tilefni af 75 ára afmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Bestu kveðjur. Ingibjörg Pálsdóttir, Kirkjuhvoli. NÝ RÖDD f ÍSLENSKRI TÓNLIST í DEBUT—TÓNLEIKAR ] Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðia DoUglaS Poggioli, píanó. í f slensku óperunni í dag sunnud. 28. okt. kl. 16.00 Aðgöngumiðar hjá Veröld, Austurstræti 17 og við inngang. V_________________ ) Konsertumboöið OPUS HELGARRISPUR í NOVEMBER OG DESEMBER FLUGLEIDIR Þegarferðalögin liggja i loftinu Skemmtilegasta borg Skandinavíu. Verslanir eru ADMIRAL opnar á laugardögum. Góðir veitingastaðir, FRÁ KR. 26.060,- jass og bjórstofur. ,MpFRIAL Kaupmannahöfn er París Norðurlandanna. iljL z __ Þar er sagan, ævintýrin, menningin, mannlífið og náttúrufegurðin. SHERATON Frábær hótel á vægu verði. pRÁ KR. 31.086,- COSMOPOLE FRÁ KR. 27.558,- ABSALON FRÁ KR. 27.470,- *Miðað við gistingu í tvíbýli í 3 nætur. Söluskrifstofur Fluleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringiunni. Upplýsingar og farpantanir ísíma 690 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.