Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 29 Sölustörf Ef þú ert í leit að starfi og villt rífandi tekjur fyrir áramót og jafnvel lengur, getum við boðið þér að selja nýja og spenandi vöru beint til einstaklinga og fyrirtækja. Um er að ræða eftirfarandi störf: 1. Dagvinna með föstum mánaðarlaunum auk bónuss. Aðeins vanir sölumenn með bíl koma til greina. 2. Kvöld-, helgar- og dagvinna. Greitt eftir afköstum. Aðeins eldri en 20 ára koma til greina. 3. Símsala, kvöld- og helgarvinna. Greitt eftir afköstum. Aðeins eldri en 30 ára koma til greina. Fólk, sem er tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu fyrir háar tekjur, hringi í síma 35635 á skrifstofutíma. Bóksala Eggerts og Guðmundar s/f - lifandi bóksala - LANDSPÍTALINN Sérfræðingur Staða sérfræðings í almennum skurðlækn- ingum er laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingastöðu til eins árs. Staðan veitist frá 1. desember. Umsóknir sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, Reykjavík fyrir 15. nóvem- ber nk. Nánari upplýsingar veitir Páll Gísla- son, yfirlæknir í síma 601336. Reykjavík 28. október. Einkaritari Málfiutningsskrifstofa f borginni vill ráða einkaritara til starfa fyrir einn af lögmönnum sínum. Starfið er laust fljótlega. Starfssvið: Skjalavarsla, aðstoð við upplýs- ingaöflun, skipulagning funda og skyld verk- efni. Góð almenn menntun áskilin, ásamt góðri íslenskukunnáttu. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Góð vinnuaðstaða. Laun samn- ingsatriði. Allar umsóknir trúnaðarmál. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 1. nóv. nk. ftlÐNTlÓNSSON RÁÐCJÓF & RÁÐNI NCARMÓN LlSTA TJARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Ríkismat sjávarafuröa Fulltrúastarf á skrifstof u Starfið krefst haldgóðrar þekkingar á tölvu- notkun, reikningshaldi og meðferð skjala. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkömulagi. Umsóknareyðublöð og starfslýsingar liggja frammi á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s. 91-627533. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 1990. Launakjör eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá Sveinbirni Strandberg, starfsmannastjóra. Verslunarstörf HAGKAUP í Kringlunni HAGKAUP vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf í sérvöruverslun fyrirtækisins í Kringlunni: ★ Afgreiðsla í skódeild (hlutastarf eftir hádegi). ★ Afgreiðsla í barnafatadeild (hlutastarf eftir hádegi). ★ Afgreiðsla í dömudeild (heilsdags starf). Nánari upplýsingar um störfin veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Siðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Þroskaþjálfi og meðferðarfulltrúi Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og með- ferðarfulltrúa frá og með 15. nóvember nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með fötluð börn. Um er að ræða kvöld-, helgar- og næturvaktir. Allar nánari upplýsingar veitir Elísabet E. Jónsdóttir, forstöðumaður, alla virka daga frá kl. 13-16 í símum 678500 og 21682. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Sjúkraliðar - starfsstúlkur óskast í framtíðarstörf til aðhlynningar og til þvotta og ræstinga á vistheimili Bláa bandsins í Víðinesi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi bifreið til umráða. Upplýsingar veitir Ingibjörg Jónasdóttir í síma 27441 sunnudag og mánudag og í síma 666331 eftir þann tíma. \ QLJfH HF 1 HREINGERNINGA- OG RÆSTINGAÞJÓNUSTA Ræstingar Vegna aukinna umsvifa vantar okkur gott fólk til ræstingastarfa á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ. Bæði er um að ræða kvöld- og morgunvinnu. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 30. október. Nökkvavogi 19, 104 Reykjavík, sími 686202 - fax 689102. ST. JÓSEFSSPlTALI BH3I HAFNARFIRÐI Læknaritari Læknaritari óskast til starfa á sjúkrahúsið sem allra fyrst. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími frá kl. 8-12 fyrir hádegi. Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 50188. Umsóknir sendist fyrir 6. nóvember nk. Útvegsfyrirtæki á Vestfjörðum vill ráða skrifstofustjóra. Aðalverksvið er yfir- umsjón með bókhaldi og annarri upplýsinga- vinnslu í fyrirtækinu. Skrifstofustjórinn þarf að vera við því búinn að veita framkvæmdastjóra ýmislega aðstoð í hans störfum. Helst er óskað eftir viðskiptafræðingi eða út- gerðartækni eða þá manni með góða reynslu. Umsóknir merktar: „Útvegur - 14177“ sendist auglýsingadeild Mbl. Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraóra í Kópavogi Hjúkrunarfræðingar Lausar stöður/næturvaktir nú þegar eða 1. desember í Sunnuhlíð er mjög góð vinnuaðstaða og frábær starfsandi. Við höfum líka barnaheimili fyrir börnin ykkar. Upplýsingar í síma 604163 kl. 12-13 alla virka daga. Hjúkrunarforstjóri. Skóg rækta rstöðin Barri hf. auglýsir Skógræktarstöðin Barri hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Um er að ræða umsjón og ræktun á skógarplöntum í 2000 fm gróð- urhúsi á Egilsstöðum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í garðplöntu- eða skógarplöntuuppeldi. Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist til undirritaðs fyrir 8. nóvember 1990. Nánari upplýsingar veitir sami í síma 97-11729 á kvöldin. Barri hf., co. Gísli Guðmundsson, Lönguhlíð, 701 Egilsstöðum. Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf dagskrárgerðarmanns á tónlistardeild Útvarpsins. Tónlistarmenntun eða reynsla á sviði klass- ískrar og/eða léttrar tónlistar áskilin. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem fást þar. . RÍKISÚTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.