Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 17
MORG UNBlíAÐIÐ SUMWÐÆQHE'28. OKTÓBEEJ1990?. ikill meirihluti vínveitingastaðanna er í miðbæ Reykjavíkur, og við Lauga- veginn einan eru 15 staðir, en á þessu svæði eru samtals tæplega 50 vínveitingastaðir. Meðal þeirra staða sem fyrirhugað er að opna á næstunni eru matsölustaður og bjórkrá á tveimur hæðum á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis, sem tekur um 200 manns í sæti, og nýr staður á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Þá hefur Breið- vangur nýlega verið opnaður, en þar er leyfilegur gestafjöldi 1.300 manns, og í næsta mánuði verður væntanlega opnaður nýr skemmti- staður í kjallara nýju Kringlunnar, sem taka mun um 600 gesti. Næsta vor verður síðan opnaður veitinga- staður í Perlunni, útsýnishúsinu á Öskjuhlíð, en sá staður mun taka um 250 manns í sæti. Enginn rekstrargrundvöllur Veitingamenn sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að ekki sé nokkur grundvöllur fyrir rekstri allra þessara veitingastaða í höfuð- borginni, og þróunin hljóti að verða sú að gjaldþrotum fari enn fjölg- andi í greininni. Fjölgun staðanna bitnar óhjákvæmilega á þeim stöð- um sem fyrir eru, en reynslan er sú að hver nýr staður tekur við- skiptavini frá þeim sem fyrir eru í einhvem tíma, og síðan er það hreint happdrætti hvort honum tekst að halda viðskiptavinunum eða ekki. Tíð eigendaskipti em á mörgum minni staðanna, og dæmi um að menn reki nýjan stað í 2-3 mán- uði, og nái þá kannski einhverjum hagnaði af rekstrinum á meðan nýjabrum er á staðnum en selji síðan. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er lágmarkskostn- aður við að koma upp bjórkrá á bilinu 25-30 milljónir króna, og reyndar telja sumir veitingamenn að það sé vanáætlað, en söluverð staðanna er síðan miðað við heildar- veltu þriggja mánaða miðað við að staðurinn sé í leiguhúsnæði. Einn viðmælenda Morgunblaðsins sagð- ist reyndar telja þá viðmiðun að selja veitingastað eftir veltu hans vera út í hött, þar sem veltan segði ekkert til um afraksturinn, en rekstrarkostnaðurinn gæti oft á tíðum verið miklu meiri en veltan. Ólafur Laufdal, eigandi Hótel íslands, segir að þeir sem lengi hafi stundað veitingarekstur séu mjög uggandi vegna fjölgunar veit- ingastaða, sem hann segir að sé í raun og veru að fara út í hálfgerða vitleysu. „Það er orðið eins lítið spennandi .og hægt er að standa í þessum rekstri, og ég botna hrein- lega ekki í neinum sem ef að fara út í veitingarekstur í dag. Það hefði þurft að vera búið að stöðva þessa þróun fyrir löngu síðan, en þetta er fijálst land og það eiga víst allir að fá að spreyta sig sem á því hafa áhuga.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa, tekur í sama streng og Olafur og segist furða sig á bjartsýni þeirra manna, sem sífellt væru að setja upp nýja og nýja skemmtistaði, þegar ljóst væri að þeir staðir sem fyrir væru virtust ekki ganga neitt allt of vel. „Það vaknar sú spurning hvaðan þessir aðilar ætla að taka viðskiptavinina, en augljóslega ætla þeir að taka þá frá einhverjum öðr- um því markaðurinn er ekkert að stækka. Það verða því fleiri og fleiri staðir sem bítast um það fólk sem fer út að skemmta sér, og þá aðallega á laugardagskvöldum. Mér sýnist afkoma veitingastaða alls ekki bjóða upp á að framboðið auk- ist enn, og maður veltir því fyrir sér hveijar öryggiskröfur og ávöxt- unarkröfur þeirra eru sem leggja eigið fé í fyrirtæki i þessari grein nú þegar framboðið er orðið svo mikið. Þá veltir maður jafnframt fyrir sér hvort þeir bankar og sjóð- i*r ir sem lána fé í veitingarekstur kanni á engan hátt hvort afkoman í greininni sé þannig að um mikla möguleika sé að ræða.“ Með breytingum á áfengislögun- um,-sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1989, var útgáfa á leyfum til áfengisveitinga fyrir veitingastaði færð frá dómsmálaráðuneytinu til viðkomandi lögreglustjóra. Ólafur Laufdal segir að þær kröfur sem nú séu gerðar til þeirra sem hefja veitingarekstur séu ekkert svipaðar því sem áður var. „Það hefur verið slakað mjög mikið á þeim kröfum sem áður voru gerðar til veitinga- manna, og nú virðist hver sem er geta sett upp veitingastað þar sem engrar menntunar virðist vera kraf- ist. Til þess að vínveitingaleyfi feng- ist þurfti áður til dæmis að vera til staðar fullkomið eldhús, sem kost- aði jafnvel tugi milljóna króna að koma upp, en það virðist ekki þurfa núna. Þá eru þær kröfur sem nú eru gerðar til húsnæðis með þeim hætti að margir af þeim stöðum sem er verið að opna í dag hefðu aldrei fengið leyfi hér áður fyrr. Reyndar hélt það fjölgun stáða í skeíjum hve mikinn kostnað menn þurftu að leggja í til að hafá hlutina í lagi.“ Síminnkandi aðsókn á stóru stöðunum Frá árinu 1984 hefur aðsókn að stærri skemmtistöðunum farið stöð- ugt minnkandi, og mun það vera í samræmi við þróun sem orðið hefur á hinum Norðurlöndunum þó hún hafi orðið seinna hér á landi. Ólafur Laufdal sagði að síðastliðin 2-3 ár hefði orðið algjört hrun í þessu, og aðgöngumiðasala á mánuði hefði dregist saman úr 80 þúsund seldum miðum samanlagt á öllum skemmti- stöðunum í 25-30 þúsund miða. „Tekjur ríkissjóðs af rúllugjaldi hafa stórlega minnkað af þessum sökum, en reyndin er sú að á þess- um minni stöðum, sem eiga bara að vera matsölustaðir eða krár, er fólk farið að dansa, og á þeim stöð- um er ekki rukkað inn neitt rúllu- gjald. Þessi þróun er því ekki til EKKERT LÁT ER Á UMSÓKNUM UM VÍNVEIT- INGALEYEI í REYKJAVÍK, EN ÞAR HAFA NÚ ÞEGAR 89 STAÐIR LEYFI. LEYFILEGUR GESTAFJÖLDIÁ ÞESSUM STÖÐ- UM ER UM 22.600 MANNS, OG GÆTI ÞVÍ ÞRIÐJ- UNGUR BORG- ARBÚA FARIÐ ÚT AÐ SKEMMTA SÉRÍEINU. góðs fyrir einn eða neinn og menn eru bara að berjast í bökkum. Síðan þegar Perlan kemur inn þá sér hver maður að það hreinsar út aðra veit- ingastaði alla vega til að byrja með, því þetta er einfaldlega ekki stærri markaður en það. Þetta er sambærilegt við það þegar Kringlan byrjaði á sínum tíma, en þá hreins- aðist út úr verslunum í miðbænum, og þær hafa ekkert náð sér á strik aftur. Það sama er að gerast í rekstri veitingahúsa, þannig að menn eru þar raunverulega að hokra yfir nákvæmlega engu, og jafnvel reka staðina með stóru tapi.“ Sami hópur viðskiptavina Þegar sala á bjór var leyfð hér á landi 1. mars 1989 bjuggust margir við því að nýr hópur við- skiptavina myndi koma til sögunnar með tilkomu bjórkránna, sem væri hrein viðbót við þá sem þegar voru til staðar á markaðnum. Veitinga- mönnum fannst líklegt að fólk sem komið væri af léttasta skeiði myndi sækja krárnar í einhveijum mæli, og einhver hluti væntanlegra við- skiptavina yrði fólk sem kæmi fyrst og fremst til að slappa af yfír einu bjórglasi. Sveinn Hjörleifsson veit- ingamaður, sem með Sturlu Péturs- syni hefur rekið Naustið síðastliðin þijú ár ásamt Geirsbúð og Naustk- ránni, sem opnuð var fyrr á þessu ári, segir að þetta hafí ekki orðið reyndin. „Það hefur alls ekki orðið mikil breyting á þeim gestum sem sækja vínveitingastaðina frá því bjórinn var leyfður, en það var kannski helst fyrsta mánuðinn sem annað fólk kom fyrir forvitnis sakir. Fólk- ið sem kemur á krámar er það sama og áður sótti stóm veitingahúsin, en það leynir sér ekki að fólk hugs- ar sig um hvert það fer vegna þess hve aðgöngumiðaverð á stóm stöð- unum er hátt, auk þess sem stemmningin á kránum hefur oft á tíðum reynst vera mjög góð. Það hefur því engin fjölgun orðið á þeim gestum sem sækja vínveitingastað- ina, og éf eitthvað er þá held ég að frekar hafi orðið fækkun þegar á heildina er litið. Aðsóknin dreifíst nú á miklu fleiri staði en áður, og staðreyndin er sú að á sumum stöð- um oftast nær alveg tómt,“ segir hann. Sveinn sagðist ekki skilja þá bjartsýni sem ríkti hjá þeim sem væru að heíja veitingarekstur á markaði sem allir ættu að vita að væri þegar yfirfullur. „Það hefur komið töluvert af nýju fólki inn í þennan bransa, og þá jafnvel aðilar sem aldrei hafa staðið í veitinga- rekstri og þekkja því ekkert til hans, en halda hins vegar að þetta sé ekkert mál. Ég skil ekki hvað rekur þetta fólk í gang, en kannski er það bara að prófa eitthvað nýtt, og það á ekki eingöngu við um rekstur veitingahúsa. Menn leggja til dæm- is út í matvöruverslun, sem allir segja að sé vonlaus í dag, og þær verslanir ganga kaupum og sölum. Þetta er einfaldlega einhver at- hafnaþrá, en því miður meira af kappi en forsjá, því menn leggja í flestum tilfellum gífurlega fjármuni að veði, og oft á tíðum einnig fjár- muni vina og ættingja, sem lagt hafa þeim lið við að hefja rekstur- inn. Það er staðreynd að nokkur gjaldþrot veitingahúsa eru fram- undan, og sumir af þessum minni stöðum hafa verið að ganga kaup- um og sölum, en í dag vilja víst flestir selja.“ Samdráttur í áfengissölu Það sem af er þessu ári hefur heildarsala áfengis í landinu dregist saman um rúmlega 4%, og í fyrra varð einnig samdráttur í áfengis- sölu. Þegar bjórbanninu var aflétt bjuggust margir við gífurlega auk- inni áfengisneyslu í kjölfarið, og að bjómeysla yrði hrein viðbót við neyslu annars áfengis. Sú hefur ekki orðið raunin, og hefur bjór- neyslan aðeins orðið þriðjungur af því sem áætlað var að hún yrði. Alagning á áfengi sem selt er á veitingastöðum var gefin frjáls fyr- ir einu ári síðan, en álagning á bjór var hins vegar fijáls frá því sala hans á veitngastöðum hófst. Bjór- verð hefur frá upphafi verið mjög svipað á kránum og hefur það ekki hækkað lengi. „Það má ekki hækka bjórinn mikið, hann er þegar orðinn það dýr,“ segir Sveinn Hjörleifsson. „Sumir veitingamenn hafa reyndar reynt að lækka verðið í von um aukna aðsókn, en það virðist hins vegar ekki hafa leitt til þess að gestirnir hafi orðið fleiri. Menn hafa verið að reyna að svokallað „happy hour“ milli kl. sex og átta á kvöldin, en þá sjást bara ekki íslendingar á stöðunum, því þeir koma yfirleitt ekki fyrr en klukkan tíu. Það hefur verið reynt að draga þá út fyrr, en þeir koma bara ekki fyrr en þeir ætla sér, jafnvel þó einhveiju muni í verði, en sennilega væri það þó hugsanlegt ef boðið væri upp á allt frítt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.