Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 37 af nútímalistamönnum, sem skilja ekki raunverulegt eðli málverks. Skáldið tekst á loft og segir: „Og skáldum, sem skynja ekki eðli ljóðs- ins.“ Hér var hreyft við kjarna máls- ins, að það er mikilvægast að hafa hæfileikann til að skynja og láta hrífast, en ekki búa til eintómar skilgreiningar á almennum fyrir- bærum allt um kring né víddum málverksins, ljóðsins, tónlistarinn- ar. Annars gengum við, ég og skáld- ið, um alla sali safnsins og töluðum ekki of mikið, bentum meira á hin- ar og þessar myndir í upphafínni hrifningu, því að þögnin segir mest og skilgreinir gáfulegast þegar staðið er fyrir framan slík málverk sem Svavars Guðnasonar, en skáld- ið var þó stöðugt að endurtaka: „Þetta er nú meiri augnaveizl- an . . .“ Það sem er mest áberandi við þessa sýningu og sker hana úr þeim þrem sýningum öðrum, sem haldnar hafa verið á list Svavars hérlendis, er umfang hennar og mikið upplýs- ingagildi. Frammi liggja úrklippubækur, eldri sýningarskrár, auk þess sem gefin hefur verið út sérstök bók um listamanninn í tilefni sýningarinnar, sem að sjálfsögðu er ómetanleg heimild og gott að hafa á milli hand- anna. Sýningargestum gefst kostur á að líta á einum stað á verk lista- mannsins, sem annars eru dreifð um allar trissur, að segja má, heima sem erlendis á einkaheimilum, opin- berum stofnunum og söfnum. Hér eru samankomin eldri verk, sem sýna áhrif frá dönskum félög- um Svavars í listinni og það víða að, sjálfsprottin sértæk verk á blómaskeiði hans, fimmta áratugn- um, er svo mörg meginverk litu dagsins ljós, flatamálverk sjötta áratugarins, er „geometrían" gleypti allt smátt og stórt, sem við núlistir var kennt. Nýtt þroska- og blómaskeið á sjöunda áratugnum með ótrúlega fijóum myndum og fjölþættum. Vatnslita- og krítar- myndir, sem eru margar hveijar sláandi einfaldar en þó svo magn- þrungnar. Með þetta eitthvað innanborðs, sem svo erfitt er að skilgreina, en er guðsgjöf allífsins, sem listamaðurinn hefur þroskað, beislað og mótað. Svavar kaus að halda heim er hann stóð á hátindi listar sinnar og gatan var greið framundan, þótt ekki gerðu sér allir það ljóst, og enn liðu nokkur ár þar til þeir félag- ar í Helhesten hlytu viðurkenningu., En grunnurinn hafði verið lagður og hann var svo traustur að flestir hafa haldið sínu striki fram á dag- inn í dag. Sótti ég heim stórar sýn- ingar á verkum Egils Jacobsen og Carls Hennings Pedersen í listhúsi Asbæk í Kaupmannahöfn á sl. ára- tug og voru þær mjög lifandi og áhrifaríkar þótt breytingarnar á myndstíl væru næsta óverulegar. Er merkilegt til þess að vita, að Svavar, sem var þeirra þijóskastur og einþykkastur, skyldi á tímabili söðla yfír í andstæðu sjálfsprottnu listarinnar, hreina óhlutlæga strangflatalist, þótt liturinn yrði sem fyrr kjarni málverkanna. En það gefur auga leið hve nýjunga- girni einangrunar og fámennis get- ur verið varhugaverð, og auðvelt að smitast af henni, og vissulega sá Svavar að sér og tók aftur upp gömlu vinnubrögðin, sem voru hon- um eiginlegust. . Maður getur að vísu hrifist mjög af sumum verkanna á strangflata- tímabilinu og liturinn stendur sem fyrr fyrir sínu, en ósjálfrátt metur maður meir hið sértæka og sjálf- sprottna myndmál, sem átti svo vel við listamanninn. Heilmikil tilvísun til náttúrunnar og þannig alls ekki alveg óhlutlæga en mjög sértækt, — abstrakt. Allt saman myndverk, sem sækja í heimslist samtíðar gerandans, en geta þegar best lætur ekki verið komin nema undan pentskúf, pall- etthníf og sköfu íslendingsins Svav- ars Guðnasonar. 21. ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga; Fjárveitingar ríkis- ins til framkvæmda fjarri þörfinni ^ Keflavík. ÁRSFUNDUR Hafnarsambands sveitarfélaga var haldinn í Keflavík fyrir skömmu í boði Suðurnesjahafna. Fundinn sóttu um 120 fulltrú- ar en hafnirnar á landinu sem áttu rétt á að senda fulltrúa eru 61 og var þetta 21. ársfundurinn sem haldinn er. Á fundinum var kynnt nýtt tölvukerfi sem unnið hefur verið í samvinnu hafnanna og sjávar- útvegsráðuneytisins. Tölvukerfinu sem heitir Lóðsinn er ætlað að halda utan um alla flutninga um hafnirnar, vigtun afla, veiðieftirlit og sjá um alla útskrif á reikningum. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og formaður Hafnasambandsins sagði að ýmis mál hefðu verið tekin til afgreiðslu á þinginu. Þar mætti nefna að ákveðið hefði verið að hækka gjald- skrá hafnanna um 10% sem væri í takt við þjóðarsáttina. Tii þessa hefði samvinna verið höfð við Sigl- ingamálastofnun í sambandi við mengunarvamir í höfnunum og nú hefði verið ákveðið að hafa einnig samvinnu við olíufélögin. Fjárveitingar til hafnanna voru talsvert hitamál á ársfundinum. í ársskýrslu sinni sagði Sturla Böðv- arsson að mikil óánægja hefði verið á síðasta ársfundi með hversu tak- Formannafundur BSRB: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Framkvæmdir við höfnina í Keflavík, en á ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga, sem fram fór í Keflavík um síðustu helgi, kom fram að á fjárlögum ríkisins í ár er gert rá fyrir 17% lækkun á framlögun ríkisins. mörkuðu fjármagni hefði verið ætl: að til hafnargerða á árinu 1990. í upphafi hafi verið gert ráð fyrir 350 milljónum, en í meðförum þingsins hefði þessi upphæð verið hækkuð í 475 milljónir. Óskir sveitarfélag- anna um framkvæmdafé í ár vegna uppbyggingar hafna væri 1.534 milljónir. Hlutur ríkisins ætti að vera 1.100 milljónir en væri sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu aðeins 315 milljónir sem væri 17% lækkun frá síðasta ári og fjarri þörfinni. Á síðasta ársfundi kynnti sam- gönguráðherra hugmyndir um sér- stakan tekjustofn til framkvæmda í höfnunum. Sturla sagði að menn hefðu tekið undir þessar hugmyndir en síðan orðið æfir þegar þeir hefðu séð að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1991 væri gert ráð fyrir þess- ari tekjuöflun með því að leggja skatt á þá sem fá þjónustu í höfnun- um. BB Sömu tekna krafist fyrir dagvinnu o g nú eru greidd fyrir dagvinnu og eftirvinnu FORMANNAFUNDUR Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem haldinn var 25. október, samþykkti að gera kröfu um sömu tekjur fyrir dagvinnu til handa launafólki og það hefði nú fyrir dagvinnu og yfirvinnu. Fundurinn mótmælti skerðingu á framlagi til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, sem boðuð væri í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti formanna- fundurinn yfir andstöðu við áform um að skerða grunnlífeyri al- mannatrygginga og Iagði áherslu á, að grunnlífeyririnn ætti að vera óháður þeim tekjum, sem einstaklingar fengju úr lífeyrissjóðum. Fundurinn mótmælti einnig þeirri skerðingu, sem fram kæmi í fjár- lagafrumvarpinu, á framlögum til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Fjöldi samþykkta var gerður á formannafundi BSRB 25. október síðastliðinn. Þar var meðal annars samþykkt ályktun þar sem segir, að hjaðnandi verðbólga á undanförnum árum hafí skilað þeim árangri, að undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar hafi rétt við. Hlutur almenns launafólks í efnahagsað- gerðum síðustu mánaða leggi þung- ar skyldur á herðar ríkisstjórnar og atvinnurekenda og þjóðarsátt sé krafa um breytta tekjuskiptingu og aukinn kaupmátt. Ef fram fari, sem horfi, kunni þegar á næsta ári að verða ráðist í byggingu nýrrar ál- verksmiðju og orkuvera og þegar verði að hefja viðræður um hvernig megi koma í veg fyrir að þær fram- kvæmdir verði til að setja nýja verð- bólguskriðu af stað. Tryggja verði fyrirfram, að fjárhagslegur ávinn- ingur þessara framkvæmda og rekstrar komi launafólki til góða. Formannafundur BSRB gerði þá kröfu, að sömu laun verði greidd fyrir dagvinnu til handa launafólki og það hafi nú fyrir dagvinnu og Á Toppnum! Hilmar Sverris skemmtlr í kviild HÓTEL ESJU Laugavegi 45 - s. 21255 Sunnudags- og mánudagskvöld: AKKURAT Midvikudagskvöld: LANGI SEil OG SKUGGARNIR yfirvinnu. Fundurinn benti á, að lífsafkoma hér á landi byggðist á yfirvinnu og alls konar aukagreiðsl- um og óhóflegur vinnutími væri orðinn meinsemd, sem stæði í vegi framfara. Hvatti fundurinn til að samtök launafólks, atvinnurekenda og stórnvöld hæfu þegar viðræður er miðuðu að lausn þessara mála. Þá samþykkti formannafundur- inn tillögu, þar sem fram komu hörð mótmæli við þeirri skerðingu á framlagi til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, sem boðuð væri í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Vakin var athygli á því, að með því að draga úr því fjármagni, sem rynni til Lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna, væri verið að rýra það fjármagn, sem sjóðurinn lánaði Húsnæðisstofnun ríkisins. Fundurinn mótmælti áformum um skerðingu grunnlífeyris al- mannatrygginga og lagði áherslu á, að grunnlífeyririnn ætti að vera óháður þeim tekjum, sem einstakl- ingar fái úr lífeyrissjóð. Bent var á, að á undangengnum árum hefðu stjórnvöld verulega rýrt grunnlíf- eyrinn og ef ekki yrði horfið af þeirri braut, væri hætt við að drægi úr áhuga launafólks á sparnaði í lífeyrissjóðum. Áð lokum beindi formannafundur BSRB því til ríkisstjórnarinnar, að Sjálfstæðisfólk í Reykjaneskjördæmi Skrifstofa stuöningsmanna Árna M. Mathiesen er aö Bæjarhrauni 12, Hafnarfiröi. Símar: 51727, 52088 og 650211 Opiö virka daga kl. 16 - 22 og kl. 10 -18 um heigar. ' Stuöningsmenn eru hvattir til aö mæta. Alltaf heitt á könnunni. Tryggjum Árna öruggt þingsæti. Stuöningsmenn Frá árinu 1978 hefur Diskólekiö Dollý slegíð i gegn sem eitt besta og fullkomnasta ferðadiskótek ó íslondi. Leikir, sprell, hringdansar, fjör og gáðir diskátekarar er það sem þú gengur að visu. Þægilegt diskótek, sem býður upp á það besta í dægurlögum sl. áratugi ásomt því nýjosto. Láttu vono menn sjá um einkasomkvæmið þitt. Diskótekiú Ó-Dollý! Sími 91-46666. Bíólinan 2IUI1GIC1Q1 Hringdu og fáðu umsögn um kvikmyndir þjóðfélaginu og var í því skyni bent á nauðsyn þess að efla húsnæðis- kerfið og breyta skattkerfinu al- mennu launafólki í hag, svo sem með stórhækkuðum persónu- afslætti. Lagði fundurinn til, að fjármuna til slíkra ráðstafana yrði meðal annars aflað með skattlagn- ingu á fjármagnstekjur og hærra skattþrepi á hátekjufólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.