Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 15 Þýzkalandi Kuron: lék tveim skjöldum. BND ((FIBundesnachrichtendienst), handtekin í Miinchen þegar hún reyndi að flýja til Austurríkis. Gast hafði meðal annars það starf að útbúa í viku hverri ítarlega skýrslu með leynilegum upplýsingum frá BND fyrir Kohl kanzlara. í sex ár útvegaði hún Stasi eintök af þessum skýrslum og þegar hún hafði verið handtekin var spurt í hálfkæringi í Bonn: „Hvor fékk skýrslumar fyrr í hendur — Kohl eða Erich Mielke?“, þ.e. fyrrum yfirmaður Stasi, sem nú kann að eiga morðákærur yfír höfði sér eins og kommúnistaleiðtoginn Erich Honecker. Sameiningardaginn 3. október var eftirmaður Wolfs í HVA, Werner Grossmann, yfirheyrður, en engin ákæra var lögð fram gegn honum. Grunur leikur á að hann hafi komizt að einhvers konar „samkomulagi“ við BND. Wolf „njósnameistari“ og Tiedge virðast hafa flúið til Moskvu. Hergagnanjósnir Handtökurnar hófust 10. október, daginn eftir að Kuron gaf sig fram. Þeir fyrstu sem voru settir bak við lás og slá voru Stefán E. og yfirmað- ur hans í HVA, sem var aðeins nefnd- ur „Gúnther N“. Deild þeirra fylgdist með gagnnjósnatilraunum Vestur- Þjóðveija og kom fyrir njósnurum í gagnnjósnaþjónustu þeirra, en Gúnt- her hætti störfum þegar Stasi var opinberlega leyst upp í febrúar. Um leið og Gúnther N. og Stefan E. voru handteknir var skýrt frá handtöku Gerds nokkurs K. frá Hannover, sem var ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðveija frá 1987 þar til í janúar. Meðal fyrstu útsendaranna, sem voru gripnir, voru fjórir karlar og fjórar konur úr njósnahring, sem hafði útvegað Austur-Þjóðvcrjum og KGB upplýsingar um hergagnaiðnað Vestur-íjóðveija, m.a. flugvélar, hreyfla, skriðdreka og rannsóknir. Ein konan virtist hafa stundað njósnir í 30 ár og ráðið son sinn og tengdadóttur til njósnastarfa. Þau voru einnig handtekin. Einn þessara njósnara var verkfræðingur hjá her- gagnafyrirtækinu MTU, sem fram- leiðir skriðdreka. Hann hafði sam- þykkt að starfa fyrir KGB í maí. Tveir aðrir störfuðu hjá fyrirtækinu MBB, sem tekur þátt í samstprfínu um smíði Tornado-herþotunnar. Tveir starfsmenn gagnnjósnaþjón- ustunnar í Neðra-Saxlandi, „Hans Joachim A.“ og „B.“, voru handtekn- ir 12. október. Sá fyrrnefndi hafði njósnað fyrir Stasi síðan 1980 og fengið 3.000 mörk á mánuði. B. fékk að verða um kyrrt í sjúkrahúsi, þar sem hann hafði gengizt undir aðgerð. Fyrrverandi austur-þýzkur liðsfor- ingi, „Dietrich W.“, var handtekinn 16. október. Hann er grunaður um að hafa stjómað öðrum njósnara, Júrgen Kindt, sem starfaði í tölvu- miðstöð vestur-þýzka heraflans ná- lægt Koblenz og var handtekinn í apríl. Fyrstu réttarhöldin Tveimur dögum síðar hófust í Dússeldorf fyrstu réttarhöld gegn útsendara, sem afhjúpaður hafði ver- ið síðan stjórn kommúnista í Austur- Þýzkalandi lagði upp laupana. Sak- borningurinn er háttsettur stjórnar- erindreki, Hagen Blau, sem er ákærður fyrir að hafa stundað „sér- staklega alvarlegar" njósnir í þágu Austur-Þjóðveija síðan 1961 í fjórum vestur-þýzkum sendiráðum í Evrópu og Asíu. Fram kom að Blau hafði aðgang að skjölum, sem voru merkt „algert leyndarmál", m.a. um stefnuna gagnvart Varsjárbandalagslöndun- um og afvopnunaráætlanir NATO. Hann var sósíaldemókrati og virðist ekki hafa stundað njósnir af pen- ingaástæðum. Því næst var skýrt frá svikum Krase og í byijun vikunnar voru tveir menn handteknir vegna gruns um njósnir fyrir Austur-íjóðveija. Þar með höfðu alls 18 verið gripnir í mánuðinum. Annar þeirra sem síðast voru handteknir, „dr. Uwe“ í Austur-Berlín, hafði verið í þjónustu Stasi síðan 1982 og stjórnað starfi þriggja njósnara úr sömu fjölskyldu — bersýnilega þeirri sem áður hafði komið við sögu. Hinn, „Lothar M.“ í Múnchen, hafði verið sendill Gabri- elu Gast. Upplýsingar Kurons um að KGB hafi boðið honum starf virðist stað- festa að sovézka leyniþjónustan hafi tekið við að minnsta kosti hluta fyrr- verandi njósnanets Austur-Þjóðveija á Vesturlöndum. Stjórn Kohls hefur hvatt Rússa til að ráða ekki fyrrver- andi erindreka Stasi til starfa, en Kremlveijar eru sólgnir í upplýsingar úr innsta hring um stefnumótunina í sameinuðu Þýzkalandi. Fyrir sam- eininguna var samstarf Rússa við ráðamenn í Austur-Berlín hins vegar svo náið að líklega þekkja þeir flest leyndarmál Þjóðverja. Stasi neðanjarðar Ráðuneytisstjóri Kohls, Lutz Stav- enhagen, sem samræmir störf leyni- þjónustustofnana, hefur sagt að handtökurnar sanni að fyrrverandi útsendarar Austur-Þjóðveija starfi enn á laun. Ólíklegt er að fjárskortur hái þeim, því að Stasi átti mikið fé á leynilegum bankareikningum og ekki hefur tekizt að hafa upp á nema broti þeirra. Fyrrverandi yfirmaður Kurons, Gerhard Böden, forstöðumaður BfV, benti á i viðtali að hætta kynni að stafa frá „rótlausum, fyrrverandi Stasi-mönnum", sem kynnu ,jafnvel að grípa til ofbeldis“, ef til vill með samstarfi við hryðjuverkahópa. Tals- maður Bödens í Bonn sagði: „Við höfum vísbendingar um að einstakl- ingar haldi áfram að hittast, að kunn- ingjahópar séu enn virkir.“ Talsmaður kristilegra demókrata, Johannes Gerster, sagði í viðtali við Bild am Sonntag að fyrrverandi Stasi-menn hefðu farið í felur og stæðu enn í tengslum við hópa hryðjuverkamanna. „Við verðum að gera ráð fyrir að þeir reyni ekki að- eins að starfa með hópum palestín- skra skæruliða, heldur einnig með þýzkum hryðjuverkamönnum úr RAF“ — það er samtökunum Rauði herinn eða Rote Armee Fraktion, sem áður nefndust Baader-Meinhof-hópurinn og hafa skorið upp herör gegn sókn samein- aðs Þýzkalands í austur. Fyrir þremur mánuðum reyndi RAF að myrða einn æðsta mann inn- anríkisráðuneytisins, Hans Neusel, Viðkvæmar upplýsing- ar: Stasi- skjöl (í Leipzig). með bílsprengju í Bonn. Gerster telur að þar sem menn úr Stasi séu enn virkir auki það hættu á árásum á stjórnmálamenn á lokastigi barát- tunnar fyrir kosningarnar ,í Þýzkal- andi 2. desember. Austur-þýzkur prestur, Joachim Gauck, sem nú tek- ur þátt í vörzlu milljóna Stasi-skjala, vill að gengið verði úr skugga um hvort nokkur þýzkur þingmaður standi í tengslum við Stasi. Málinu ekki lokið Talið er að ýmsar upplýsingar og gögn úr viðamiklu safni Stasi gætu skaðað vestur-þýzka stjórnmálaleið- toga, framkvæmdastjóra vestrænna fyrirtækja og fleiri. Þetta eigi ekki sízt við um gögn utanríkisnjösna- þjónustunnar HVA, sem aflaði sér ekki sízt mikillar vitneskju um BND, stjórnina í Bonn, heraflann og leyni- þjónustuna undir stjórn Wolfs. Sumir telja hugsanlegt að vest- rænar leyniþjónustustofnanir muni fremur kjósa að sumum þessara upp- lýsinga verði haldið leyndum en að þær verði lagðar fram fyrir rétti til að komast hjá enn meiri skaða. Kohl hefur gefið í skyn að sumu Stasi- efni ætti haldið leyndu. „Við megum ekki láta misheppnaða kommúnista- stjórn eitra andrúmsloftið í landi okkar eftir dauða hennar," sagði hann í blaðaviðtali. Nokkrir stjómmálamenn hafa varpað fram þeirri spurningu hvort njósnastofnanir, sem eigi sök á eins miklu klúðri og raun beri vitni, þjóni nokkrum tilgangi. „Báðir aðilar vissu greinilega allt um andstæðinginn. Róttækur niðurskurður á leyniþjón- ustustofnunum er orðinn tímabær,“ sagði Rudi Walther, formaður fjár- laganefndar þingsins í Bonn, í sam- tali við Bild am Sonntag. Hann sagði að útvega ætti eins mörgum leyni- þjónustumönnum og tök væru á aðra atvinnu og ráða enga nýja í þeirra stað. Á meðan er haldið áfram að hand- taka „moldvörpur“ og því spáð að annar „stómjósnari" á borð við Klaus Kuron og Gabrielu Gast verði bráð- lega afhjúpaður. Um leið ítreka yfir- völd í Bonn fyrri tilboð um að náða njósnara, sem gefa sig fram, éða stytta hugsanlega dóma. Aðeins nokkur hundruð af þúsundum njósn- ara Stasi hafa orðið við áskoruninni, en haldið er áfram að reyna að lokka þá. Ekki em enn öll kurl komin til grafar í þessu mikla njósnamáli. Tiedge: flúði 1985. Njósnastjóri yfirheyrður: Gross- mann. Njósnameistari bíður átekta: Markus Wolf (í íbúð sinni í Berlín). Böden: samstarf verkahópa? við hryðju-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.