Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Dauðakvíði, um 1945. leit dagsins ljós: „Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki neinni fagur- fræði.“ Þetta er rétt svo langt sem það nær, en eins og fram kemur, þá er gildismat manna á fagurfræði sífelldum breytingum undirorpið. Það styrkir staðhæfinguna, að í listum sé ekki til nein regla, einung- is undantekning frá reglunni. Og þeir vita, sem reynsluna hafa, að eigi að skrifa um myndlist ar- verk þá eru ekki til neinar öruggar aðferðir, sem menn geta tileinkað sér. Þekktur franskur listrýnir sagði eitt sinn eftir að hafa rannsakað nokkur kerfi í kjölinn, „að þau hefðu öll smám saman opinberað vanmátt sinn. Það væri ekki annað að gera en að vera galopinn gagnvart við- fangsefninu hveiju sinni“ — og láta skeika að sköpuðu, gæti maður kannski bætt við. Og jafnvel þótt hverjum og einum megi vera þetta Ijóst, sem um- gengst listir, þá eru skólarnir í sífellu að reyna að búa til kerfi, og þessi kerfi eiga jafnan að vera óbrigðul, þótt þeim sé kollvarpað á nokkurra ára fresti! Og í ljósi framanskráðs er það alveg rétt, sem góðskáldið sagði við mig á göngu okkar um sali safnsins á dögunum: „Það getur ekkert stöðvað eldinn, sólin fer'sínu fram — og ekki sinna verka sakna lætur — og eldsumbrot lúta engum kerfis- bundnum reglum úr mannheimi, né heldur gangur himintungla. Lista- menn getur og heldur ekkert stöðv- að, því að þeir eru með neista allífs- ins í æðunum og háðir honum, en engum reglum öðrum. Það er svo mikið af jarðtengdum skáldskap í myndum Svavars, há- fjallasölum, vori, hausti og gróandi sumarsins. Litbrigði jarðar, — him- VÆNGJAÐAR LITASTROKUR Myndlist Bragi Asgeirsson að fer ekki á milli mála, að gestum og gangandi er boðið upp á mikla hátíð í sölum Lista- safns Islands þessa dagana. Yfirlitssýningar okkar bestu mál- ara eru ekki daglegt brauð og húsa- kynni safnsins bjóða ekki upp á fullkomna möguieika til að gera þeim skil né vera stöðugt í gangi með hinar viðameiri sýningar. En hins vegar eigum við ekki önnur húsakynni til að rækta mynd- listarmennina betur, nema þá að gjörbreyta þeim í hvert skipti eftir eðli sýninganna, en það er nær óvinnandi vegur. Þessa dagana er að renna sitt. skeið heilmikil sýning í öllum sölum listasafnsins á lífsverki Svavars Guðnasonar, brautryðjanda sjálf- sprottna málverksins á íslandi og eru þessar línur ritaðar til að minna á það. Andvaraleysi fjölmiðla gagn- vart myndlist er í nær öllum tilvik- um forkastanlegt, og það sem birt- ist sumstaðar vænlegra til að skapa enn meiri rugling en að greiða úr honum. Heilsíðuviðtöl birtast kannski vegna smásýninga, sem örfáir nánir vinir skoða, á meðan hinar viðameiri gleymast kannski með öllu. Sýning á borð við þá í Listasafni íslands verður trúlega ekki endur- tekin næsta áratuginn og jafnvel þótt til mun lengri tíma sé litið, og því fágætt tækifæri til að kynna sér æviverk þessa sérstæða málara, sem hafði svo mikil áhrif á íslenzka myndlist árin eftir stríð og sem sér stað enn þann dag í dag. Listin hefur að vísu gengið í gegnum örar breytingar á þeim 45 árum sem liðin eru síðan Svavar kynnti sjalfsprottna, sértæka mál- verkið í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti. Viðhorf ungra listamanna hafa verið í stöð- ugri geijun, sem bera ber, og jafn- vel farið í heilan hring og stundum gott meira! Strangflatalistin hélt mönnum í fjötrum í nær áratug og var leyst af hólmi af andstæðu sinni, slettu • listinni og sértækri innsæislist. Popplist neysluþjóðfélagsins koll- varpaði svo öllum fyrri gildum og seinna reis hlutlæga málverkið útskúfaða úr öskustó og með því mannslíkam inn (fígúran) í öllu sínu veldi. Heilan áratug réð hugmynda- fræðilega iistin, sem með öllu útskúfaði hreina málverkinu, en málverkið reis upp aftur sterkara en nokkru sinni fyrr og nú einmitt í sjálfsprottnum búningi, þótt marg- ir misþyrmdu gróflega þeim gildum sem lögð var svo rík áhersla á fyrr- um, og módemisminns svonefndi var jafnvel skammarorð. I stað þess kom skilgreiningin post-módern- isminn og krot á veggi komst í móð (graffiti) — jafnvel klósettkrot rat- aði í listtímarit! Nú þegar svo margar stefnur eru uppi, sem virkar eins og mótvægi við miðstýrða allsheijarstefnu list- páfa og listaskóla, og margur botn- ar ekkert í neinu, er jafnvel farið að slá útí fyrir gagnrýnendum, sem henda á lofti skilgreiningar einsog Post, post, post módernismi. Að baki býr auðvitað viss tilvísun til ástandsins og um leið vottur af ádeiluháði, því að það hefur aldrei verið lokamarkmið listarinnar, að menn gerðu nákvæmlega það sama í Súdan og Grímsnesinu, því að öll mikil list felur í sér viss fijómögn í samræmi vð nánasta umhverfi ásamt ákveðnum persónueinkenn- um. Eftir að málverkið hefur verið á oddinum í áratug hefur verið gerð ný atlaga að því, og nú er það jafn- vel hnoð eða „kitsch“ í yfirstærðum, sem er æði dagsins. — Það er viss þörf að rekja þetta allt upp lið fyr- ir lið, þegar sýning er skoðuð, sem jafn rækilega sannar styrk mál- verksins og sýningin á verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni íslands. Og hér er hreyft við kjarna listar- innar, að góð verk úreldast aldrei, en aukast frekar að áhrifamætti, eftir því sem þau eldast. Minnumst þess, að tail eru 30 þúsund ára tákn í myndlistinni, sem endurtaka sig í nútíma málverkum og rýmis- verkum! Það er líka mikilvægt hvað Svav- ar sagði sjálfur í blaðaviðtali, er hann stóð á hátindi listar sinnar og hvert tímamótaverkið af ^iðru ins, hafs og hauðurs í öllu sínu veldi.“ — Ég segi, taktu eftir þessari hvítu línu, sem skiptir lit, formi og byggingu í myndinni þarna, þetta er mikill galdur í málverki. Skáldið segir: „Þetta minnir mig á málverk eftir Munch, hann átti þetta til.“ — Ég segi, áhrifin geta verið óbein, en annars er ekkert við slíkt að athuga, þegar þetta er notað á jafn persónulegan hátt, en hér er komið að einu atriði sem ásamt fleirum vill vefjast fyrir mörgum nútíma- málaranum og það er til mýgrútur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.