Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 44
tiÝTT SMANÚMER ^SINGADBLD^. Janv ircgftiiMð&ffo MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Nauðgun kærð í Reykjavík UNG kona kærði mann fyrir nauðgun til lögreglunnar í •*» Reykjavík á laugardagsmorgun. Atburðurinn átti að hafa gerst í húsi við Kleppsveg og var um kunningjafólk að ræða, að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fáskrúðsfj örður: Rammasamn- ingur um nýt- ingu vatns Fáskrúðsfirði. UNDIRRITAÐUR var í gær- morgun rammasamningur milli Búðahrepps og italska fyrirtæk- isins Menes SA í Sviss, um nýt- ingu á vatni úr svokölluðum Dalalindum innst í Fáskrúðsfirði. Samningurinn gerir ráð fyrir að fyrirtækið kanni á næstu þremur árum hversu hagnýtt er að reisa átöppunar- og flöskuverksmiðju á staðnum. Að þeim tíma liðnum Jellur samningurinn úr gildi. Gert er ráð yrir að verksmiðjan' nýti um tíu sekúndulítra af vatni og að um 18 manns komi til með að starfa í báðum verksmiðjun- um. Samningurinn gerir ráð fyrir að íslenska ríkið verði aðili að fyrir- tækinu ásamt því ítalska. Búðahreppur skuldbindur sig jafnframt til að láta af hendi land undir verksmiðjurnar og að endur- bæta hafnaraðstöðuna. Auk þess að sjá til þess að skip allt að 50 þúsund tonnum, sem væntanlega koma inn til lestunar, njóti þar for- gangs. - Albert Félagsmálaráð segir eftirlit með vínveitingastöðum í lágmarki: 89 vínveitingastaðir í Reykjavík Fræðst um Þingvelli Nemendur úr Digranesskóla í Kópavogi fóru til Þingvalla í vikunni til að fræðast um þennan sögufræga stað. Sr. Heihiir Steins- son þjóðgarðsvörður tók á móti krökkunum og var gerður góður rómur að leiðsögn hans. Sögðu þau að þessi kennslustund á Þingvöllum hefði verið á við margar í skólanum. 22.600 þurfa að fara út að skemmta sér samtímis til að fyila þá MIKIL fjölgun hefur orðið á vínveitingastöðum í Reykjavík síðan bjórbanni var aflétt 1. marz 1989. Frá þeim tíma hafa 35 nýir staðir fengið vínveit- ingaleyfi, þar af 10 á þessu ári. Auk þess eru fjór- ar nýjar umsóknir um vínveitingaleyfi til meðferð- ar hjá embætti lögreglustjóra. Alls hafa 89 veitingastaðir í Reykjavík leyfí til vínveitinga og eru 50 þeirra í miðbænum og nágrenni. Leyfilegur gestafjöldi á stöðunum öllum er 22.600 manns og lætur nærri að rúmlega þriðj- ungur borgarbúa á aldrihum 18-65 þurfí að fara út og skemmta sér í einu til þess að fylla staðina. Veitingamenn sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að ekki sé neinn grundvöllur fyrir rekstri allra þessara veitingastaða og þróunin hljóti að verða sú að gjaldþrotum fari enn fjölgandi í gi-eininni. Einn stór veitingastaður, Breið- vangur, var nýlega opnaður og er' leyfilegur gestafjöldi 1.300 manns. Þá verður nýr 600 manna skemmtistaður bráðlega opnaður í kjallara nýju Kringlunnar. Að- sókn að stórum skemmtistöðum hefur minnkað umtalsvert undan- Bréf Hinriks 8. um Grindavíkur- mál komin fram og* sýnd á Islandi GRINDAVÍKURSLAGURINN 1532 varð afdrifa- ríkur, hér á landi og ekki síður á ajþjóðavett- vangi, enda er það í eina skiptið sem íslandsmál hafa verið upphaf og örlagavaldur í friðarsamn- ingum stórveldanna í Evrópu. Nú eru fram kom- in tvö bréf um þessi mál, undirrituð af sjálfum Hinrik 8. Eng- landskonungi, í 500 síðna skjalabunka frá Ríkisskjalasafninu í Hamborg. Verða þessi bréf m.a. á sýningunni „Skjöl í 800 ár“, sem Þjóðskjalasafnið opnar í Bogasalnum í næstu viku og eiga gestir kost á að lesa þau öll af filmu í lesvél. IGrindavíkurslagnum fóru Hansakaupmenn að beiðni danskra valdsmanna með 280 manna lið og réðust á Englend- inga í Grindavík, drápu 15 og tóku skip þeirra og urðu af þess- um og öðrum róstum þeirra á milli alþjóðlegar deilur stórveld- anna með umfangsmiklum frið- arsamningum. Átök Englendinga og Þjóðverja um hina dýrmætu skreið á Is- landi í heila öld voru hrein og óvægin sjóræningjastríð og skiptu miklu máli í Evrópu. Hin- rik 8. hafði mikinn áhuga á Is- landi, enda Walesbúi, og var floti hans hér norður frá, upp í 150 skip á hverju ári, þjálfunarstöðin sem byggði upp breska flotann og gerði Breta að flotaveldi. Grindavíkurslagurinn varð þar afdrifaríkur, því eftir hann og friðarsamningana í Þýskalandi hurfu Bretar frá og Þjóðveijar í framhaldi af því, þar til einokun- in tók við á Islandi 1602. Sýning Þjóðskjalasafnsins er fyrsta veigamikla sýningin á íslenskum skjölum, sem safnið hefur gengist fyrir. Spanna skjöl- in 800 ár. Elsta skjalið er Reyk- holtsmáldagi frá 13. öld, sem m.a. segir frá gjöfum Snorra Sturlusonar og Hallveigar Orms- dóttur sambýliskonu hans til kirkjunnar í Reykholti og lýkur sýningunni á skjölum frá 1989, þegar aðskilnaður verður á Is- landi á dómsvaldi og umboðs- valdi, eftir 700 ár. Sjá nánar á bls.10: Hinrik 8. og Grindavíkurslagurinn. farin ár. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Laufdal veitingamanns hef- ur aðgöngumiðasala á stóru skemmtistaðina dregist saman úr 80 þúsund seldum miðum á mán- uði í 25-30 þúsund sl. 2-3 ár. Þá hefur það haft áhrif á af- komu staðanna að áfengissala hefur dregist saman í landinu. Samdrátturinn nemur 4% það sem af er árinu. Sala á bjór hefur orð- ið þriðjungur af því sem áætlað var að hún yrði. Talið var að nýr hópur viðskiptavina kæmi til sög- unnar með tilkomu bjórkránna en sú hefur ekki orðið raunin, að sögn veitingamanna. Félagsmálaráð Reykjavíkur fjallaði um fjölgun vínveitinga- staða á fundi fyrr í mánuðinum. Ráðið vakti athygli á því að eftir- lit með því að farið sé að lögum og reglum á vínveitingastöðum sé nú í algjöru lágmarki. Vínveitinga- stöðum hafi íjölgað margfalt á undanförnum árum en á sama tíma hafi fækkað föstum störfum eftirlitsmanna með vínveitinga- húsum. Forsendur þess að félags- málaráð hafi ekki mælt gegn vínveitingaleyfum að uppfylltum vissum skilyrðum séu þær að eftir- lit sé með því að ákvæðum laga um aldursmörk og tjölda gesta verði framfylgt. Því skori félags- málaráð á dómsmálaráðuneyti að skapa skilyrði til þess eftirlits sem nauðsynlegt sé. Sjá nánar á bls. 16-17: Krá á hverju götuhorni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.