Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 19 Innflutning' iðnaðarvara úr landbúnaðarafurðum verð- ur að leyfa fyrr eða síðar - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir Ijóst, að ísland muni fyrr eða síðar verða að leyfa innflutning- á iðnaðarvörum sem unnar væru úr landbúnaðarafurðum, þar sem í fríverslunarsamn- ingi íslands og Evrópubandalagsins, og sambærilegu ákvæði í samningi íslands og EFTA-ríkjanna, væri gert ráð fyrir að viðkm- andi ríki geti beitt verðjöfnun á slíkar iðnaðarvörur. Nefndi ráðher- ran jógúrt sérstaklega í þessu sambandi. Þetta kom fram á um- ræðufundi um GATT-viðræðurnar, sem bændasamtökin gengust fyrir á fimmtudaginn, en þar var viðskiptaráðherra frummælandi ásamt Hauki Halldórssyni, formanni Stéttarsambands bænda, og Amund Wenger, framkvæmdastjóra norsku bændasamtakanna. „Hún hugsar mikið og les hún Anwar mín,“ sagði Bernadetta og Ghada klappaði henni lof í lófa. Ég spurði Suleiman hvernig þau hefðu komist úr landi. „Við ákváð- um að fara bara beint í gin ljóns- ins,“ sagði hann og brosti dauflega. „Við keyrðum til Bagdad og sögð- umst vera frá Bahrein og það var alls staðar tekið gott og gilt. Við vorum í Bagdad í nokkra daga og reyndum að láta eins og ekkert væri en við vorum óskaplega hrædd. Svo komumst við yflr til Jórdaníu en þorðum ekki að láta uppskátt hvaðan við værum vegna afstöðu Jórdana og reyndum því að komast áfram til Kairó. Hér verðum við væntanlega þar til við förum heim.“ „Og viltu skrifa," sagði Ghada, „að við förum heim, og höldum upp á Nyárið í Kúveit. Ég er alveg viss um það. Sabah-fjölskyldan er elsk- uð af Kúveitum og það koma engar málamiðlanir til greina. „Láta Saddam fá Bobyan- og Warbak-eyjar? sagði ég, „væri það ásættanlegt?" Það kvað við margraddað mót- mælaóp í stofunni. Saleiman hristi höfuðið. „Það kemur ekki til minnstu mála. írakar verða af öllu kúveisku landi.“ Sér hann það fyrir sér í náinni framtíð? „Það er náttúrlega erfitt að segja. Nú er fjöldi Kúveita í Saudi Arabíu, um tuttugu þúsund manna her og margir í Evrópu. Sumir eru einnig í Bagdad og reyna að koma sér inn í raðir Saddams. Þó nokkuð margir, sennilega eitt til tvö hundr- uð þúsund, eru enn í Kúveit. Ég held við verðum að treysta því að Saddam gefist upp. Allur heimurinn fordæmir hann. Hann er hræddur maður en hann er hættulegur því hann er sjúkur á sinni og virðir mannslíf einskis. Ég sagði áðan að við hefðum kannski þurft að læra lexíurnar okkar. Nú þegar við erum hér alls- laus og upp á náð og miskunn ann- arra komin skiljum við betur að peningar eru ekki það sem lífsham- ingjan verður keypt fyrir. Það sem mér finnst mestu varða nú er að það verði komið í veg fyrir að sterk- ar þjóðir geti tekið þær sem eru veikari einsog ekkert sé.“ Anwar rétti upp höndina. „Viltu skrifa líka að amma mín sem var fædd í Palestínu segir að ísraelar fari meira að segja betur með fólk en Saddam Hussein. Saleinman sagðist furða sig á því að írakar nytu stuðnings í Arabalöndum svo sem í Jórdaníu, Jemen og meðal Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann sagði að Kúveitum væri legið á hálsi fyrir að hafa ekki deilt ríkidæmi sínu með efnaminni Arabaþjóðum en tölur sýndu annað. Þegar við kvöddumst hafði löngu verið ákveðið áð ég mætti birta öll nöfnin. „En talaðu við fleiri Kúv- eita,“ sagði Saleiman í kveðju- skyni. „Þeir hafa allir sína sögu að segja. Kannski þeir hafí einhverja gagnrýni á okkur úr Sabah-fjöl- skyldunni og þá er ekki nema rétt þeir komi fram með hana.“ Þegar ég hélt heim á hótel aftur var farið að rökkva og Ijós að kvikna við Nílarfljótið. Öryggisvarsla er á hveiju götuhorni og það er greini- lega mikill ótti eftir morðið á Mah- goub forseta þingsins. Tilræðis- mennirnir hafa ekki fundist og eng- ar sannnir enn fyrir því að morðið hafí verið skipulagt erlendis frá. Þó menn segi í einu orðinu að hér sé kyrrt finnur maður fljótlega óróakennd í fólki og sprengjutil- kynning á Tahirtorgi — sem reynd- ist að vísu gabb — setti allt á ann- an endann. Á gamla basarnum rifj- uðu karlarnir upp þegar Anwar Sadat var myrtur. Einn sagði: Trú okkar á Mubarak hefur veikst. Hann er ekki fær um að halda egyþsku þjóðinni saman. Hann hef- ur líka orðið að athlægi á alþjóða- vettvangi. Nú er hann á flandri milli Flóaríkjanna og heldur að rauði dregillinn sé merki um styrk sinn. Það hefur líklega verið rétt sem við sögðum hér í morgun. Hann er flón, hann Mubarak. * Afundinum gerði viðskiptaráð- herra grein fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í GATT-við- ræðunum, og þá fyrst og fremst hvað varðar þá þætti er lúta að landbúnaði. Hann lýsti samningst- illögu íslenskra stjómvalda, sem kynnt hefur verið í landbúnaðar- nefnd GATT-viðræðnanna, en sagði að tillagan hefði ekki verið lögð formlega fram þar sem beðið væri átekta um þróun samninga- viðræðnanna á næstu dögum. Hann sagði að þar væri lagt til að útflutningsbætur yrðu lækkað- ar um 65% fram til ársins 1996 og dregið yrði úr reiknaðri mark- aðsvernd og niðurgreiðslum um 25% með hliðsjón af tilboði ann- arra, og aðlögunin yrði jöfn milli ára. Innflutningur yrði heimilaður á unnum íandbúnaðarvörum, svo sem ostum, en áfram yrði innflutn- ingsbann á nýmjólk og hráu kjöti, og könnuð yrði álagning breyti- legra innflutningsgjalda, sem TILBOÐS- DAGAR Nýborg;# Ármúla 23, sími 83636 „Lífslistin“ birtist í postulíni frá Rosenthal. Fagur boróbúnaóuráyóar eigió borö. Nýborg"# Ármúla 23, sími 83636 næmi mismun á heimsmarkaðs- verði og innanlandsverði. Hann sagði að samkvæmt þessum tillög- um, og miðað við áætlaðar tölur til fjárlaga fyrir árið 1991, væru útflutningsbætur áætlaðar 1.040 milljónir króna á ári að aðlögun- artímanum loknum og annar stuðningur 12.980 milljónir, en lækkun ársútgjalda yrði 3.920 milljónir króna. Viðskiptaráðherra sagði að til- boð íslendinga hefði litla þýðingu nema því fylgdu fyrirheit um við- skipti. Hann gat þess að í fríversl- unarsamningi íslands og Evrópu- bandalagsins, og sambærilegu ákvæði i samningi íslands og EFTA-ríkjanna væri gert ráð fyrir að viðkomandi ríki gætu beitt verðjöfnun á iðnaðarvörur, sem nota landbúnaðarvörur sem hrá- efni, til þess að jafna samkeppn- ismismun sem stafar af mismun- andi niðurgreiðslum á búvörur í einstökum ríkjum. Hann sagði að ekki yrði komist hjá því að fylgja þeirri þróun, sem væri innan EFTA og Evrópubandalagsins á þessu sviði í náinni framtíð, ekki síst með hliðsjón af áherslum inn- an GATT. Gætt hefði vaxandi þrýstings innan EFTA og EB um að fjölga þeim vörum, sem falla undir verðjöfnunargjaldskerfið, þannig að ekki mætti leggja á þær vörur tolla og magntakmarkanir í innflutningiu, en hins vegar mætti leggja á þær verðjöfnunargjald til þess að jafna út aðstöðumun vegna mismunandi miðurgreiðslna á hráefni í viðkomandi vörur. Dæmi um þetta væri jógúrt, en ísland væri eina EFTA landið, sem ekki hefði enn gefið jákvæð svör um að innflutningur á þeirri afurð yrði leyfður. „Ég tel ljóst að ísland muni verða að leyfa slíkan inn- flutning fyrr eða síðar, enda ókleift fyrir okkur íslendinga að standa á innflutningsbanni eftir að verð- jöfnunargjaldskerfið er komið á. Framleiðendur jógúrts verða í framtíðinni að keppa við innflutn- ing á jafnréttisgrundvelli á sama hátt og önnur iðnfyrirtæki hér- lendis verða að mæta erlendri sam- kepppni," sagði viðskiptaráðherra. SWATON MATGERÐ KEISARANS FÍNA í KÍNA MATSEÐILL Fiskisúpa keisarans í Kína Humar fyrir hermanninn að austan Kjúklingur Swaton steiktur við múrinn Hörpudiskur pönnusteiktur m/lauk Lambakjöt í súrsætri sósu Shanghai Krabbakjöt með sveppum og Swatonsoði Cha Chi Kai: léttsteiktur kjúklingur Nautakjöt: woksteikt í mildu kryddi TILBOÐ FYRIR TVO Fiskisúpa • Humar • Swatonkjúklingur Krabbi með sveppum*Nautakjöt*Kaffi 1.290,- kr. fyrir manninn Swaton er blómlegt hérað við borgina Shanghai í Kína. Þar er kínversk matargerðalist byggð á gamalli hefð með mildum kryddtegundum og ein- faldri samsetningu réttanna. Swaton héraðið er þekkt fyrir góða matargerð og matreiðslumeistarar kínversku keisaranna voru ævinlega frá Swaton. Þar er heimspekingurinn Konfúsfus einnig fæddur. Næstu vikur verður Swaton matur á matseðli veitingahússins Sjanghæ ásamt ljósu og dökku Tsing tao öli frá Kína. HTl • Kinverska veitingahúsiö Laugavegi 28b • Simi 16513 nn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.