Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 38
38 Óléttnlok (vonandi!) Atta mánaða ólétta hefur sannfært mig um vissa hluti. T.d. að konur eru i raun og veru ekkert annað en um- búðir utan um væntanlega mmmmmmmi^m skattgreiðend- ur á meðan á meðgöngu stendur. Þess vegna hef ég nú ákveðið að hætta að kalla konuna mína með nafni, en þess í stað að kalla hana Hylki. Hylkið mitt er ekki hrifið af þessu. En ég og það eigum í dálitlum vand- ræðum þessa stundina með heimilisfriðinn. Deilumálið er slitinn magi. Þetta byijaði bara sem lítill rauður blettur. eftir Steingrím Ólofsson en fyrr en varði hafði hann breiðst út og hulið allan neðri hluta magans. Hann Iítur nú út eins og súlurit yfir vopna- sölu til ísrael í sex daga stríðinu. „Þetta er ósköp eðli- legt,“ segja konurnar á kvennadeild Landspítalans. Já, á konum, en það er ÉG sem er að slitna, og það þykir mér EKKI eðlilegt. Eg leitaði auðvitað í húsráðabókina og smurði sítrónusafa á eyrnas- neplana, fór í rauðan sokk á hægra fæti á fullu tungli, jafn- t hliða sem maður fer með þulu úr Galdra-Lofti, bruddi tann- stöngla sem fjórir ættliðir hafa notað á þorrablótum og veifaði handleggjunum í sext- án hringi, rangsælis. Þetta virkaði ekki. En þetta er bara eitt deilumálið heima. Annað er t.d. að mér finnst hinn ófæddi einstaklingur fá of mikla athygli. Mér hrýs hugur við hvursu rosalega ég á eftir að hverfa í skuggann þegar hann er loksins kominn i heiminn, og því var það að ég lagði það til við hylkið mitt, að þar sem það á að eiga fyrstu dagana i nóvember, að hylkið loki sig inni með barnið og komi ekki út fyrr en í fyrsta lagi í desember á næsta ári. Þetta hlaut ekki hljómgrunn. Annað mál er að umstangið er alltof mikið. Maður þarf fyrir það fyrsta að útvega sama magn af nærfötum í XXXXsmall og íslendingar sendu i neyðaraðstoð til Jórd- aníu, svo maður tali nú ekki um vöggur, körfur, barnabíl- stóla, húfur, skó,_ galla og snuð, en svo MÁ MAÐUR EKKI GEYMA ÞETTA HEIMA HJÁ SÉRH Það er víst einhver hjátrú að barnið verði fyrst að koma heim, meðan vagn- inn er geymdur hjá Dóru mág- konu, barnabílstóllinn hjá ömmu, vaggann hjá mömmu, húfurnar hjá Tótu frænku, nærfötin hjá Nonna bróður, Sjöfn og Sigyn og sængurfötin hjá tengdó. Ég lagði því til að við myndum snúa hlutunum við, geyma allt dótið heima, en barnið til skiptis hjá öllu þessu fólki fyrsta árið. Um þetta hefur ekki náðst sam- komulag milli mín og hylkis- ins. Annars prum við hjónin ^ Hklega aðeins sammála um eitt. Við ætlum að eiga á næstu fjórum vikum, og því verður þetta síðasti óléttupi- stillinn, vonandi í bráð að minnsta kosti. En ef við eign- umst stelpu þá er ég komtnn með efni langt fram undir aldamót. Hvaða bleiur skyldu annars vera bestar? Hef barn til leigu í auglýsingar . . . MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 39 Njótið haustlitanna í hinni fögru borg Osló. Skoðið Vigerlandsgarðinn, perlu Oslóborgar. Á Holmenkollen er stórkostlegt útsýni yfir Osló og nágrenni. Osló býður uppá frábæra veitinga- staði, diskótek og næturklúbba. Heimsækið frændur ykkar, Norðmenn - þið verðið ekki svikin af þeirri viðkynningu. Frábær hótel á vægu verði. FLUGLEIDIR Þegar ferðalögin liggja í loftinu GRAND FRÁ KR. 33.564,- CONTINENTAL FRÁ KR. 32.939,- BRISTOL FRÁKR. 30.844,- SCANDINAVIA FRÁ KR. 31.804,- Mlðað við gistlngu í tvíbýli í 3 nætur. Söluskrifstofur Fluleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Margrét Örnólfsdóttir þenur nikkuna. DANSSVEIFLA Konráð Bé Síðasta föstudag var boðið upp á óvenjulega uppákomu á Hót- el Sögu. Var þar á ferð fataverslun- in Skaparinn og Jasshljómsveit Konráðs Bé, sem hélt skemmtikvöld með leikþætti, tískusýningu, dansi- balli o.fl. Konráð Bé er stórsveit sem skip- uð er, meðal annarra, meðlimum Sykurmolanna, Risaeðlunnar og Ham, sem leika á önnur hljóðfæri en þau eru frægust fyrir. Má þar nefna hljómsveitarstjórann Konráð Bé sjálfan (Braga Ólafsson bassa- leikara Sykurmolanna) sem leikur og félagar á trommur, Björku Guðmundsdótt- ur sem leikur á klarinett, Margréti Örnólfsdóttur (hljómborðsleikara Sykurmolanna) sem leikur á harm- onikku, hinn snjalla söngvara Bog- omil Font (Sigtrygg Baldursson trommuleikara Sykurmolanna) og svo mætti lengi telja. Konráð Bé hefur komið víða fram undanfarið og leikið gömul dægur- lög, sem mörg hver hafa ekki heyrst í fjölda ára, og þá jafnan með ýmis skemmtiatriði önnur í farteskinu; jassballet, slidemyndasýningar, wleikþætti o.fl. Stórsöngvarinn Bogomil Font. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir að koma fram að það væri ekki hægt að ýta við þér ef jafnt væri í liðunum. Boðskapurinn var á þá leið að menn ættu að leita öryggis í hópnum fremur en að láta hrinda sér. Á þessu byggjast reglur spils- ins og það er svo margt óvenjulegt við þetta spil. Það eru engin orð og því var það spilað í New York g Tókýó á sama tíma án erfið- eika. Það hefur aldrei verið hleypt af stokkunum auglýsingaher- ferð, við höfum einfaldlega aflað okkur umboðsmanna um allt og farið sjálfir og kynnt spilið. Þetta þykir nýstárlegt og árang- urinn þykir ótrúlegur. Það tekur aðeins 30 til 60 sekúndur að læra reglurnar, börn frá 6-7 ára aldri ráða vel við það. Spilið er bæði einfalt og flókið í senn. Möguleikar á að færa kúlurnar eru að 32 millj- ónum og stór- menni á borð við Garry Ka- sparov í skák- inni og Omar Sharif í brids eru heillaðir af Abal- one, en eiga langt í land með að ná fullkomnum tökum á því.“ „Á Abalone erindi til Ísléndinga?" „Já, auð- vitað, Abalone virðir eng- in landamæri og allra þjóða fólk heillast af spilinu. Er vegur þess orðinn slíkur að það er kennt í skólum bæði í New York og í Frakklandi." Abalone er orðinn margverðlaun- aður leikur. Verðlaunin eru nánast óteljandi. Spilið hlaut t.d. „Gullbik- arinn“ fyrir að vera besta nýja spil- ið í Evrópu á ársþingi spilagerðar- manna. „Besta spil árins“ í „Bestu bókinni", franskri bók sem kemur út árlega og velur það besta af öllu sem mönnum getur dottið í hug. Og „Gullna ásinn“ hreppti spilið fyrir að vera það besta á árinu 1989 á árlegri spila- og leikjahátíð i Cannes í Frakklandi. Þannig mætti lengi halda áfram. Ummæli í blöðum og tímaritum eru yfirleitt á einn veg; lof er borið á spilið sök- um hreinleika og einfaldleika þess. Ríótríó, aukið og endurbætt, syngur af innlifun. Ólafur Þórðarson, Magnús Einarsson, Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson og Helgi Pétursson. SKEMMTANIR Gamlir kunningjar í Breiðvangi SPIL Arftaki „Trivial Pursuit“ ÞAÐ VAR eins og að hitta gaml- an kunningja að koma aftur í Broadway eða Breiðvang eins og húsið heitir nú. Eftir nokkurra ára hliðarhopp hefur staðurinn verið endurreistur í fyrri mynd og ekki spillir fyrir að þar troða nú upp skemmtikraftar sem lengi voru við- Ioðandi Broadway, Ríó tríó og Gunnar Þórðarson. Á Breiðvangi er nú boðið upp á helgarskemmtun í hefðbundnum stíl stóru skemmtistaðanna í Reykjavík. Fyrst er kvöldverður, svo skemmtiatriði, og loks dansleik- ur. Fastur matseðill verður fram að áramótum, og á honum er fylltur graflax í forrétt, heilsteiktar nauta- lundir með koníakssveppasósu í aðalrétt og jarðarberjamauk í eftir- rétt. Þetta var hinn besti matur og en þó ætti að vera hægt að velja á milli rétta. Þjónustan á Breiðvangi var alúð- leg en á greinilega eftir að slípast, þótt allt gengi fljótt og vel fyrir sig. Máltíðin var afskaplega þægi- leg, ekki hvað síst fyrir tilstilli Ulf- ars Sigmarssonar sem lék á píanó undir borðhaldinu, og Einars Júlíus- sonar sem tók með honum nokkur lög. Loks var komið að strákunum í Ríó. Þeir hafa upp á síðkastið átt nýjan feril sem atvinnuskemmti- kraftar, sem þeir hófu raunar í Broadway á eftirminnilegri skemmtun fyrir nokkrum árum. Á nýju sýningunni er aðaláherslan lögð á tónlistina og flutning henn- ar, sem er undirstrikað með fjöl- mennri hljómsveit í bakgrunni þar sem strengir og lúðrar eru í aðal- hlutverki. Hins vegar bregður víða fyrir gömlu Ríótöktunum, sérstak- lega hjá Ólafi Þórðarsyni sem virð- ist aldrei geta setið á strák sínum. Skemmtidagskráin ber yfirskrift- ina: Dýrið gengur laust. Ríó tríó í 25 ár. Eins og nafnið bendir til er uppistaðan lög af plötu Ríó sem kom út fyrir síðustu lög, í bland við gömlu Ríóslagarana Þessi skemmtun þeirra Ríó-manna er ekki eins kraftmikil og sú hér um KNATTSPYRNA * Arangur Færeyinga rifjar upp 60 ára samstarf Frækileg frammistaða Færeyinga í alþjóðlegri knattspyrnu hin seinni misseri, sigur gegn Austurríki í Evrópukeppni landsliða, 1-0 og 1-4 tap gegn Dönum á Idrætsparken, sem er samnefnari sigurs í augum Færeyinga, rifjar upp að 60 ár eru liðin síðan íslendingar og Færeying- ar léku sinn fyrsta landsleik í knatt- spyrnu, en það var á Ólafsvökuhátíð- inni í júlí 1930. Þrír Færeyafaranna eru enn á lífi, Björgvin Schram, Jón Eiríksson og Siguijón Jónsson. Morgunblaðið ræddi við Jón Eiríks- son og hann sagði eftirfarandi: „Jú, þegar það fréttist af sigri Færeyinga á Austurríkismönnum rifjaðist upp að sextíu ár eru liðin síðan að ég var í úrvalsliði Reykja- víkurfélaganna sem fór þarna út og lék tvo leiki, annan í Þórshöfn og hinn í Trangisvaag. Við unnum í báðum leikjunum, 1-0 í Þórshöfn, I Ölveri getur þú, meö aöstoö Karaoke söngkerfisins, sungiö við upp>- runalegan undirleik fjölmargra þekktra laga meö textann á skjá fyrir framan þig. Ólagvisst fólk hljómar sem næturgalar meö hátækni Karaoke-kerfisins. Komdu í Ölver, Glæsibæ, T kvöld og vertu stjarna kvöldsins. VÉLSKÓLI fSLANDS Sjötiu og f imm ára afmælisfagnaóur Vélskóla Íslands Laugardaginn 3. nóvember nk. heldur Vélskóli Islands afmælisfagnaó. Dagskrá: Hátíðarfundur í hátíðarsal Sjómannaskólans kl. 13.30 Veisla á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 19.00 Borðapantanir og miðasala á skrifstofu Vélstjórafélags íslands, Borgartúni 18, sími 629933. Verð aðgöngumiða kr. 4.000,- árið, en að mínu mati eðlilegt fram- hald í ljósi þróunar Ríós síðan. Mér hefði að minnsta kostið fundist hálf hallærislegt ef reynt hefði ver- ið að endurtaka gömlu sýninguna. Það er greinilega vandað vel til verka og þeir Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson hafa einstakt lag á á koma fólki í gott skap, þá er ekki verið að gera lítið úr þætti Gunnars Þórðarsonar og Magnúsar Einarssonar. Við fórum að minnsta kosti ánægð heim. en 3-0 í Trangisvaag," sagði Jón. Síðan hafa íslendingar og Færeying- ar leikið marga landsleiki og ísland jafnan unnið og stundum stórt. Það gerðist hins vegar síðastliðið sumar, að ísland vann naumlega 3-2 og var styrkur Færeyinga þá orðinn slíkur að ekki er hægt að bóka sigur gegn þeim lengur og höfðu knattspyrnu- forráðamenn á íslandi orð á því að það mætti ekki henda. framar að b-lið væru send til keppni við Færey- inga. Hvað varðar fyrstu ferðina árið 1930, þá skrifaði Erlendur Péturs- son fararstjóri allýtarlega ferðasögu sem KRR gaf út. Jón Eiríksson sem lék með íslenska liðinu í umræddri Færeyjaferð er hrifinn af árangri Færeyinga að undanförnu, lokaorð hans voru: „Ég vil fyrir mína parta óska Færeyingum innilega til ham- ingju með þann árangur sem þeir hafa náð á knattspymusviðinu, sem sýnir að litlar og fámennar þjóðir geta náð langt í íþróttum ef áhugi og vilji er fyrir hendi.“ Spil eitt athyglisvert, bæði einfalt og flókið senn, tröllríður nú heiminum. Það heitir Abalone og var hannað árið 1988. Síðan það var sett á markaðinn hefur för þess verið ein samfelld sigurganga og í fyrra var það vin- sælasta og mest selda spilið í 25 löndum, aðdá- endaklúbbar höfðu sprottið upp eins og gorkúlur og í skipulagn- ingu voru keppnismót í Abalone. Nú er þetta athyglisverða spil að koma til íslands. Morgunblaðið ræddi við Frakkann Jan Travers, sem er framkvæmdastjóri fram- leiðenda Abalone, en hann var staddur hér á landi_ fyrir skömmu til að kynna spilið. Árið 1988 seld- ust alls 250.000 spil í 11 löndum og annað eins á síðasta ári. Travers var spurður hvernig menn fengju svona hugmynd og hvort að vel- gengnin hafi komið á óvart. „Hvað velgengnina varðar er óhætt að segja að hún hafi komið okkur í opna skjöldu. Við erum eig- inlega slegnir, sérstaklega þar sem ekkert lát er á og þetta hleður enda- laust utan á sig. Hvar þetta endar veit enginn. Hvað varðar hugmynd- ina þá get ég sagt að svona hug- myndir koma eins og eldingar af himnum og eins gott að þekkja frá- bæran möguleika er hann sýnir sig,“ segir Travers. Og svo lýsir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jan Travers sýnir eintak af spil- inu Abalone, sem þýðir ekki al- einn og segir það margt um inni- hald leiksins. hann tilurð spilsins: Tveir okkar, annar myndhöggvari og hinn tón- skáld, vorum í aukavinnu í sumar- búðum og þurftu að sinna litlum dreng sem var alltaf í vandræðum. Hann var hornreka og var alls stað- ar bolað í burtu. Félagarnir tveir ásettu sér þá að semja spil sem byggðist á því að ýta andstæðingn- um og jafnframt átti sú iífsskoðun íslenska liðið sem lék við Færeyinga í júlí 1930. Efsta röð f.v.: Agnar Breiðfjörð, Val, Jón Oddsson, KR, Björgvin Schram, KR, Jón Eiríksson, Val, Hrólfur Benediktsson, Val, Daníel Stefánsson, KR. Miðröð f.v.: Gísli Guðmundsson, KR, Þorsteinn Einarsson, KR, Erlendur Pétursson fararstjóri, Hans Kragh, KR, Sigurjón Jónsson, KR. Neðsta röð f.v.: Tómas Pétursson, Víkingi, Þórir Kjartansson, Víkingi, Jón Kristbjörnsson, Val, og Hólmgeir Jónsson, Val. Á myndina vantar Sigurð Halldórsson, KR, og Axel Andrésson þjálfara íslenska liðsins og dómara leikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.