Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 22
I 22 M0R0UNI5I.AÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Skerðing á tekjum kirkjunnar Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, hefur mótmælt því fyrir hönd þjóð- kirkjunnar, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hef- ur skert tekjur sókna og kirkju- garða um 86,5 milljónir kr. á þessu ári, tekjur, sem kirkjunni ber samkvæmt samkomulagi sem gert var fyrir upptöku stað- greiðslukerfisins 1988. Gjöldin voru áður innheimt sérstaklega eftir skattálagningu, en ríkis- valdinu þótti hentugra að fella þau inn í staðgreiðsluna, sem og ýmis önnur gjöld. Skerðingin kom fyrst til við afgreiðslu láns- fjárlaga 1990 og þá var því heitið af fjármálayfirvöldum, að hún næði aðeins til yfírstand- andi árs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar gerir ráð fyr- ir, að skerðingin nái einnig til ársins 1991 og mun nema 93 milljónum á því ári. Ríkisstjórn- in hyggst því skerða þessar tekj- ur um nær 180 milljónir á tveimur árum, sóknargjöld um 5% og kirkjugarðsgjöld um 15%. Hliðstæð skerðing nær til ann- arra trúfélaga og Háskólasjóðs. Þjóðkirkjan lítur svo á, að um lögbundnar og tryggar tekjur sé að ræða, tekjur, sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta. Það segir sig sjálft, að söfnuðir og kirkjugarðar landsins þola illa þessa skerðingu. Margir kirkjunnar menn líta á þetta framferði ríkisstjórnarinnar sem hreina eignaupptöku og þeir óttast, að hún kunni að verða til frambúðar. Enda hræða sporin í þessum efnum. Sérstakur eignarskattsauki var lagður á til að kosta bygg- ingu Þjóðarbókhlöðunnar. Því fé hefur ekki verið skilað til hennar, þótt lög hafí kveðið á um annað. Hið sama er að segja um gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þau vom einnig felld undir staðgreiðslu skatta. En rikisstjórnin tók verulegan hluta gjaldanna beint í ríkissjóð. Til að kóróna allt saman var svo tekinn upp á ný á sl. sumri sér- stakur nefskattur í Fram- kvæmdasjóð aldraðra. Hann nemur um 370 milljónum kr. á næsta ári, en ríkið skilar aðeins 240 milljónum. í ríkissjóð renna beint 130 milljónir. Innheimt- unni í Framkvæmdasjóðinn í tekjuskattinum er auk þess haldið áfram án þess að ein króna renni til hans. Hér er því um óbeina skattahækkun að ræða Það er óþolandi fyrir skatt- greiðendur, að á þá séu lögð sérstök gjöld og skattar til af- markaðra verkefna, en síðan renni féð að hluta eða öllu leyti í ríkissjóðshítina. Formaður Leikmannaráðs þjóðkirkjunnar, Helgi K. Hjálmsson, spyr í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku: „Hvað er sá kallaður, sem skilar ekki því fé, sem hann tekur að sér að innheimta?" Þar er ekki spurt að ófyrirsynju. Skattur á tónlist Islenzki tónlistardagurinn var að þessu sinni helgaður bar- áttu tónlistarmanna fyrir því, að íslenzk tónlist beri ekki virð- isaukaskatt og standi í þeim efnum jafnfætis öðrum list- greinum í landinu. Um langt árabil var það baráttumál íslenzkra rithöfunda og útgef- enda, að söluskattur væri ekki lagður á íslenzkar bækur. Það mál er nú í höfn. Það er eðlileg krafa tónlistarmanna, að ís- lenzk tónlist sitji þar við sama borð, enda munar ríkissjóð ekki um þá fjárhæð, en getur skipt sköpum fyrir tónlistarstarfsemi í landinu. SEMSAGT: LÝÐ- ræðið stendur við þröskuld Kremlar- bóndans. Það hefur barið uppá. Hann gægist út ásamt fjósamönnum sínum og reynir að gera ser grein fyrir því hver HELGI spjall einhverja stendur við dymar á þessu hrörlega húsi. Verð- ur gestinum boðið inn? Hver veit það(!) Fólkinu í Lithaugalandi hefur aðminnstakosti ekki verið boðið að ganga í stofu. Því hefur raunar verið vísað útí hríðina eftir langar dagleiðir um vörðulaust hjarnið. Og hvað segir þetta fólk? Það segir auðvitað það sama og allir sem telja sig svikná af samheijum sínum og vinum, Þið hafið staðið með okkur í hálfa öld en hvar eruð þið nú? Kvikmyndamaðurinn frægi, Oliv- er Stone, hefur sagt Víetnem sé hugarástand og hann hefur reynt að endurvekja þetta hugarástand í ægilegum kvikmyndum. Við skul- um ekki gleyma því að hugarástand er annað en hugarfar. Víetnam var hugarástand kalda stríðsins. En fyrst það er hægt að losna við Beriínarmúrinn ættum við einnig að geta losað okkur við hugarfar kalda stríðsins. Víetnam var per- sónulegt og óþægilegt; snerti hvern einstakan, segir Bobbie Ann Mason í skáldsöguni The Country. Orr BANDARÍSKI ÖLD- ö I *ungadeildarþingmaðurinn, Fulbright, var raunsæjastur allra stjórnmálamanna sem ég hitti þar vestra sumarið 1966. Hann hafði mikil áhrif á mig enda óvenjulegur; þrekmikill og óhræddur. Fáir hafa lagt annaðeins til mennta og hann. Eftir samtal okkar í Washington var boðskapur hans ávallt í ein- hverri áleitinni nálægð við samvizku mína. En ég var þó ekki alveg viss því ég þóttist vita kommúnistar í Víetnam stefndu að alræði þar eystra einsog annars staðar. Og hví þá ekki að rétta andstæðingum þeirra hjálparhönd? Þetta var sálarstríð, það er einmitt orðið yfir Víetnam; sálarstríð. Hvers vegna horfa uppá þetta vesalings fólk leitt undir okið einsog hvem annan jakuxa? Lýðræðissinnar gengu tregir til leiks og það var tvískinnungur í fylgd með þeim. Við vissum raunar alltaf kommúnistar bæru sigur úr býtum; þeir gerðu útá sögulegar forsendur. Þjóðin vildi sjálfstæði. Frakkar höfðu verið í gervi nýlendu- sinna og Bandaríkjamenn tóku við gervinu. Það var allt og sumt. Víet- namar vildu engan vestrænan átroðning. Þessvegna standa þeir nú á golgata sögunnar og bíða upp- risunnar. Hún felst ekki í öðru en lýðræði. í Víetnam ríkir afturámóti alræði kommúnismans. En landið er þó sjálfstætt. Semsagt, ófijáls þjóð í sjálfstæðu landi, eftir pólitiskri forskriftabók Kastrós. Og hvað þeir nú heita þarna við blóð- ugt Torg hins himneska friðar. I Morgunblaðsgrein sem ég skrif- aði frá Bandaríkjunum og birtist fimmtudaginn 30. júní 1966 segir m.a. svo: „Meiri hluti menntaðs fólks (í Bandaríkjunum) vill halda stríðinu áfram, en meiri hluti ómenntaðs fólks vill hætta því, seg- ir Gallup. Þá segir skoðanakönnun- in ennfremur flestir vilji að sam- komulag náist og aðeins einn af hveijum sex vill beijast til sigurs í Víetnam. En semsagt: þeim Banda- ríkjamönnum fer fjölgandi sem vilja að stríðinu verði hætt. Stefna Ful- brights er því í sókn og vinsældir Johnsons forseta hafa víst aldrei verið minni.“ Ennfremur, Fulbright er hrædd- ur um að stríðið í Víetnam muni breiðast út. Hann er ekki þeirrar skoðunar að verið sé að beijast við kínverska kommúnista heldur Víet- kong og við þá eigi að semja... Hann leggur áherzlu á að gagnrýni sé nauðsynleg og enginn þurfi að vera verri Bandaríkjamaður þótt hann gagnrýni land sitt og stefnu stjórnvalda. í fyrirlestri sem hann flutti í New York óg nefnist „The Vietnam Fallout" vitnar hann í Thomas Carlyle: Versti gallinn er að koma ekki auga á neinn galla. Og í John Hopkins-fyrirlestrinum leggur hann höfuðáherzlu ‘á að Bandaríkjamenn standist „freist- ingar valdsins", einsog hann kemst að orði. Síðar í einum þessara fyrirlestra bendir hann á hættuna af að rugla saman miklu valdi og ótakmörkuðu valdi, mikilli ábyrgð og algjörri ábyrgð. Þjóð sem í því lendir „getur ekki viðurkennt neina skyssu, hún verður að vinna allar rökræður, hversu ómerkilegar sem þær eru“. Þegar svo er komið glatar hún vit- urieik sínum og víðum sjóndeildar- hring. Loks koma þessi athyglisverðu orð: „Fulbright harmar að Víet- nam-stríðið hafí komið í veg fyrir að sambandið milli austurs og vest- urs gæti batnað að ráði og við mig sagði hann, að hann fylgdi þeirri stefnu í Evrópu sem vildi stuðla að því að auka viðskipti kommúnista- ríkja og lýðræðislanda og auka menningarsamskipti þeirra í milli. En áður hafði hann lýst því yfir, að Víetnam- stríðið hefði seinkað því að leppríkin sæktu aukið frelsi í greipar Sovétríkjanna, en einsog allir vissu hefðu þau öll mikinn áhuga á að losna undan sovéska hælnum og stefna menningar- og efnahagssókn í vestur." M. (meira næsta sunnudag.) ISLENZKRI MENNINGU ER stundum sómi sýndur, en það er þó ekki daglegt brauð. Lista- menn njóta lítillar aðstoðar hins opinbera í kynningarstarfi erlendis, miklu minni en gerist með öðrum þjóðum. íslenzkar bókmenntir standa á svo gömlum merg að þær eru víðast hvar teknar gildar sem merkilegur þáttur í sögu vestrænnar menningar. Svo virðist jafnvel sem áhugi á fornum íslenzkum hókmenntum fari fremur vaxandi en minnkandi. Þessar bókmenntir eru enn víða kenndar og er það vel. Nútímabókmenntir eiga aftur á móti erfitt uppdráttar og það er undan- tekning ef afburðaþýðendur íjalla um þær erlendis. Ljóðlist verður sérstaklega hart úti í þessum efnum eins og alkunna er. Það er ekki á hveijum degi sem stór- skáld eins og Auden snara íslenzkum bókmenntum á heimstungu eins og ensku emgerðist þó þegar hann vann að þýðing- um á Eddukvæðum á sínum tíma. Við gerum lítið til að örva þessa starfsemi. Norðmenn hafa t.a.m. gert sérstakt átak til að koma helztu ljóðskáldum sínum nú um stundir á heimstungur og hefur þeim orðið vel ágengt í þeim efnum. Höfuð- skáld Norðmanna era t.a.m. gefin út vestan hafs. Við getum ýmislegt lært af frændum okkar. Menntamálaráðuneytið gæti ekki sízt tekið til hendi. Vel mætti það koma á fót sterkum þýðingarsjóði sem gæti veitt afburðaþýðendum mikilvæga aðstoð og laða þá að íslenzkum bókmenntum. Auden þýddi ekki Eddukvæði einn heldur fékk hann í lið með sér sérfræðing í íslenzkri tungu og fornum bókmenntum. Útgefendur stóðu straum af verkinu. Ef íslenzka ríkið tæki til hendi og veitti myndarlega aðstoð við slíkt starf — og þá ekki sízt í því skyni að kynna nútíma- bókmenntir íslenzkar — er enginn vafi á því að kynningin yrði markvissari og íslenzk góðskáld þekktari en raun ber vitni. Ríkið er alltaf að vasast í því sem opinberam aðilum kemur lítið sem ekkert við en lætur hitt undir höfuð leggjast að sinna þeirri starfsemi sem ætla mætti að væri í verkahring þess. Þarna gæti það tekið til hendi og lagt fram mikil- væga aðstoð. En við látum listamenn okkar einatt sigla sinn sjó. Viljum að vísu fá ljómann þegar vel tekst til en eigum frumkvæði að fáu. Þannig hafði Erró lítið sem ekk- ert samband við menningarlegt umhverfi æsku sinnar í áratug eða meira og fáir sinntu honum meðan hann braut sér leið til frægðar. Höfum við gert eitthvað til að kynna list hans erlendis? Eða annarra listamanna? Þekktasti listmálari íslend- inga vestan hafs, Louisa Matthíasdóttir, hefur ekki verið með neinar opinberar sýningar hér heima, á vegum ríkisins, hvað þá að reynt hafi verið að leggja einhveija áherzlu á uppruna hennar er- lendis. Höfum við efni á slíku? Á Lista- safn íslands bezta safn helztu málara okkar? Á það t.a.m. helztu verk fyrr- nefndra málara? Eða einungs eitthvert hrafl? Hefur það sýnt áhuga undanfarin ári? eða hefur það misst af lestinni, nú þegar eitthvert líf virðist vera að færast í safnið? Getur það staðið fyrir stórmerk- um sýningum erlendis? HÖFUM VIÐ ástæðu til að gretta okkur af vanþóknun þegar íslenzkum lista- mönnurn er sleppt í erlendum heim- ildaritum eða þá að þeir era taldir útlenzkir eins og Thor- valdsen? Höfum við gert eitthvað til að koma réttum skilaboðum áleiðis til út- landa? Höfum við einhver sambönd við Svavar Guðnason danskur málari? REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. október rétta aðila? Við fjargviðrumst en höfum í raun aldrei flutt út íslenzka listsköpun. Við eram nú fyrst að kynna tónlist Jóns Leifs án þess íslenzka ríkið komi þar við sögu — og raunar eru það einkum Svíar sem að þessu standa. Það er eftir öðra(!) Að þessu mættum við huga, ekki sízt nú þegar haldin er yfirlitssýning á verk- um Svavars Guðnasonar. Hvað gerðum. við fyrir hann og list hans? Og hver er afleiðingin af tómlæti okkar fram á sjötta áratug? Hann er eini íslenzki málarinn í stóru, ítarlegu og virðulegu alfræðiriti, The Óxford Companion To Twentieth — Century Art, Oxford University Press, 1988. Það vantar ekki blaðsíðurnar í þetta rit en það vantar íslenzka lista- menn. Samt er þetta rit ekki nema tveggja ára gamalt. Og hvað stendur um Svavar Guðnason. Svofelld klausa: Guðnason Svavar (1909): Danskur málari, fæddur í Hafu (svo!), íslandi, lærði í Kaupmannahöfn og París á vegum Léger. Hann var einn af frumkvöðlum afstraktlistar í Danmörku og á íslandi. Sem sagt, nú er verið að halda yfirlits- sýningu á verkum danska málarans Svav- ars Guðnasonar!! Thorvaldsen gengur aftur í ýmsum myndum. Samt er það staðreynd — og Svavar vissi það bezt sjálfur og talaði um það eins og sjá má af samtölum við hann — að arfurinn úr íslenzku umhverfi gerir Svavar Guðnason einstakan meðal frumkvöðla afstraktlist- ar, og virðist hin þunglamalega listfræði vart geta komið því til skila, enda almenn- ingi fremur óaðgengileg, þótt hitt sé jafnvíst að það lífvænlegasta í verkum íslenzku meistaranna á ekki eftir að bijót- ast gegnum frægðarmúrinn án áhrifa- mikilla listfræðinga erlendis og frægra útlendinga. En það tekur tíma. Þangað til eigum við að minna á okkur, oft og rækilega. Danskur málari skal Svavar samt vera og getum við sjálfum okkur um kennt eins og staðið er að kynningu á íslenzkri listsköpun, hvort sem eru bók- menntir, myndlist eða tónlist. Við tölum og heimtum athygli. En hvað gerum við? Leggjum við eitthvað af mörkum, í raun og vera? Hitt er svo annað mál að yfirlitssýning- in á verkum Svavars Guðnasonar er fal- leg, eftirminnileg og lærdómsrík og vel að henni staðið af Listasafni íslands. Það ber að meta. Sagan sýnir að vísu að margir beztu listamenn heimsins öðlast ekki frægð fyrr en löngu eftir dauðann. í samtíman- um hljóta margir aðrir frægð sem gleym- ist. En við mættum vel fara að taka til hendi og leggja grundvöll að þeirri framtíð sem við ætlum helztu listamönn- um okkar í samfélagi þeirra sem fram úr skara í listum og menningu. Það ger- ist ekkert af sjálfu sér. Nútíminn er aug- lýsingafiff og fjölmiðlagárur. Við eigum nú þegar að leggja af mörkum nokkurt fjármagn til að minna á íslenzka listsköp- un og koma íslenzkum verkum á fram- færi erlendis. Það væri verðugt verkefni. Einstaklingar hafa unnið talsvert starf á þessu sviði. En það þarf átak. Myndlist og tónlist eru alþjóðlegt tungumál. Þessar listgreinar ættu að vera betur í stakk búnar en bókmenntir til að hefja sig upp í heimsmenninguna. Grundvöllur okkar er tungan og bók- menntirnar. Það er alls staðar viður- kennt. Og þessi arfleifð okkar nýtur hvar- vetna mikillar virðingar, enda einstæð. Nú þurfum við að hefjast handa um markvissa kynningu á nútímabókmennt- um og leggja eitthvað af mörkum sjálf. Það er augljóslega nauðsynlegt. Þýðingarsjóðir eru góðra gjalda verðir. Það era einnig þeir örfáu góðu þýðendur sem fást við íslenzkar bókmenntir. En þeir sjá ekki um kynninguna, þeir leið- rétta ekki kórvillur eins og þær að Svav- ar Guðnason hafi verið danskur málari! Ein af myndum Svavars á sýningunni í Listasafninu. Það ætti að vera í verkahring annarra, t.a.m. sendiráða eða sérstakra menning- arfulltrúa. Þýðendur hafa nóg með sig. (íslenzkt skáld talaði um mývarginn, þýðandinn misskildi því að orðabækur segja ekki allt, og talaði um úlfana við Mývatn! Þetta er mikill galdur.) Við hljótum að vísu að gera okkur grein fyrir því að íslenzkar bókmenntir geta ekki verið daglegt brauð nema í íslenzku umhverfi. Það sem ekki er íslenzkt, verður ekki útlenzkt. En það er skemmtilegt þegar íslenzkir listamenn gera strandhögg erlendis. Það er einfald- lega uppörvandi að vita af íslenzkri list á erlendum vettvangi þótt hitt sé jafn augljóst að sá listamaður sem ekki lifir með þjóð sinni fyrst og síðast — og er þá ekki sízt átt við skáldin — á lítið er- indi við annað fólk. En vitundin um ágæti íslenzkrar listar, og þá ekki sízt ritlistar, sem er sprottin af rótum mikilvægrar arfleifðar er í senn uppörvandi og ein- kennandi. Bókmenntirnar hafa ávallt verið til marks um sérkenni okkar og sérstöðu. Þær voru grundvöllur þjóðfrels- isbaráttu okkar, og era enn. Án þeirra værum við ekki sú sérstæða þjóð sem raun ber vitni. Þær auka okkur — eins og raunar öll listmenning — þrek og sjálfstraust. Þær eru til vitnis um mestu afrek þjóðarinnar og þannig efla þær með okkur sjálfsvirðingu; gera kröfu til varðveizlu og sjálfstæðis. Þær eru þannig gott vöramerki svo að gripið sé til nýald- artungutaks. Við erum ekki samsafn 250 þúsund manna héðan og þaðan, heldur alvöraþjóð með alvörasögu, alvörumenn- ingu, og þá ekki sízt alvörusjálfstæðisbar- áttu sem stendur yfir enn og ævinlega. Það er skemmtilegt að vita af íslenzk- um knattspyrnumönnum þar sem fjölda- áhugi er á fótbolta en það er jafn óskemmtilegt að sitja uppi með danskan. Svavar Guðnason!! Og hann á eftir að halda velli löngu eftir að allar dægurflug- ur eru þagnaðar, einnig í fjölmiðlunum. íslenzk sjón- varpsdag- skrá OFT ER RÆTT um sjónvarpið og áhrif þess á um- hverfið, en þó er oftast talað um tunguna, arf okkar og áhrif sjónvarpsins á þessa þætti þjóðlífs okkar og menningar. Því skal hér að lokum minnzt á athyglisvert erindi sem Sveinn Einarsson dagskrárstjóri flutti um þetta efni, en þar kemst hann m.a. svo að orði: „Það er auðvitað auglóst, að Sjónvarp- ið reynir stefnufast að standa fyrir íslenskri sjónvarpsdagskrá. Hér eru 12-15 þættir vikulega — aðeins meira yfir vetrarmánuðina, aðeins minna á sumrin — þá mun láta nærri, að 7-10 klst. séu af innlendu efni í viku hverri. Það sem Sjónvarpið framleiðir sjálft — og á annan tug fyrirtækja, sem leggja okkur lið um framleiðslu innlends efnis — mun láta nærri að sé um 500 klst. að meðaltali árlega. Þegar litið er yfir dagskrána, þá lítur þetta svosem nógu vel út og er býsna fjölbreytt. En nú er þó best að kanna málin betur. Samkvæmt 'skýrslum fyrir 1988 og 1989 er þetta innlenda efni milli 15 og 20% af öllu efni sjónvarpsins; ef annað efni á íslensku er svo reiknað inn í dæmið, fréttir, íþróttir o.s.frv. má hugsanlega komast upp í um 40%. Eg hef það fyrir satt, að engin sóma- kær þjóð á svipuðu menningarstigi og íslenska þjóðin sætti sig við það til lengd- ar að minna en helmingur efnis síns sé á erlendum málum (aðallega einu) og ekki innlent að stofni. Hér má því betur ef duga skal. í fjölmiðlaumræðu t.d. Evrópulanda, er meira og meira ríkjandi sú skoðun, að það sé beinlínis þjóðhættu- legt að hafa í landi sínu miðil þar sem meiri hluti efnis er ekki á eigin tungu- máli, efni sótt úr eigin jarðvegi, sögu og lífsháttum í dag, fjalli beinlínis um það fólk sem landið byggir, en ekki morð í Chicago eða annað þess háttar. Þegar ég kom til starfa við Sjónvarpið fyrir tveim áram giskaði ég á, að það þyrfti 270 milljónir til að útbúa dag- skrána kinnroðalaust. Þetta myndu vera 300 milljónir í dag, og er mér nær að halda að þetta fari nær sanni. Þarna vantar sumsé upp á einn þriðja af fjár- hagsgrundvelli í ársviðmiðun, í dag eru þetta tæpar 200 milljónir. Kannski súpa einhverjir hveljur yfir þessum tölum, en það er þá af ókunnugleika. íslenska Sjón- varpið er lang ódýrasta sjónvarp sem sögur fara af, t.d. sendir danska sjón- varpið út 2.920 tíma á yfirstandandi ári og er innlend dagskrá þar að sjálfsögðu í meirihluta. Uppbygging þar er talsvert öðravísi, en 6.931 millj. krónur (ísl.) fara í dagskrárgrð sjónvarps (þar er vinna tæknideildar öll talin með, en hér bara að litlum hluta). Norska sjónvarpið, sem er með litlu umfangsmeiri dagskrá en við hefur til dæmis nærri fímmtugfaldaða Qárhæð til að útbúa dagskrá. Klukku- stundin af leiknu efni hjá BBC kostar fjórum sinnum meira en hjá okkur, og þannig mætti lengi telja. Þessar staðreyndir eru kannski öllum kunnar sem taka þátt í fjölmiðlaumræð- unni. En þetta er kjarni málsins. Við höldum einfaldlega ekki vöku okkar í þessu mikilvægasta þjóðerinismáli okkar i dag. En að ímynda sér að hægt sé að reka sjónvarpsstöð til gróða í 250 þúsund manna samfélagi með allar gervihnatta- stöðvarnar á hraðleið til okkar, er dæmi, sem ég álít að sé hreinn barnaskapur. Hins vegar er okkur lífsnauðsyn að sinna betur þessari menningarstofnun, Ríkis- sjónvarpinu, sem er þó eign okkar allra og reynir að sinna íslenskum þörfum.“ Það er vert að íhuga þessi orð og taka mið af þeim þegar stefnan er mörkuð. Um þetta atriði ættu ljósvakamiðlamir að ræða þegar þeir upphefja næsta mann- jafnaðarsönginn um ágæti sitt. „Bókmenntirnar hafa ávallt verið til marks um sér- kenni okkar og sérstöðu. Þær voru grundvöllur þjóðfrelsisbaráttu okkar, og eru enn. An þeirra værum við ekki sú sér- stæða þjóð sem raun ber vitni. Þær auka okkur eins og raunar öll listmenning — þrek og sjálf- straust. Þær eru til vitnis um mestu afrek þjóð- arinnar og þannig efla þær með okk- ur sjálfsvirðingu; gera kröfu til varðveizlu og sjálfstæðis. Þær eru þannig gott vörumerki svo að gripið sé til nýald- artungutaks.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.