Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 2

Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 2
M'ORGÍJft'Hlftblfy l&'N'mJDAGUR áM OKJÞÓBERíl^O '2 X F jórburarnir í Mosfellsbæ halda upp á tveggja ára afmæli sitt í pæsta fimmtu- ■■HHB dag, þann 1. nóvember. í ljós kom þeg- ar ég náði tali af Margréti Þóru Baldurs- dóttur, móður telpnanna, tveimur dög- um seinna að hún hafði verið í „hús- mæðraorlofi" hjá skyldmenni sínu í Chicago. Foreldrar hennar voru á leið- inni til Ameríku og það var allt í einu ákveðið að hún skellti sér bara með- „Þetta var algjör hvfld. Auðvitað sakn- aði ég stelpnanna og eftir eina viku úti hefði ég tekið fyrstu vél til baka hefði ég bara fengið far,“ sagði Margrét Þóra þegar ég spurði hana út í ferðina. „Síð- ustu tvö árin hafa verið mjög skemmti- leg þrátt fyrir annir á heimilinu,“ sagði Margrét. Síst eftirbátar jafnaldra sinna Óhætt er að segja að fjórburunum í Mosfellsbæ, þeim Alexöndru, Brynhildi, Diljá og Elínu, hafi vegnað vel fyrstu tvö ár ævinnar þrátt fyrir smæð við fæðingu. Þeim hefur farið vel fram og eru síst eftirbátar jafnaldra sinna hvað þroska og framfarir varðar. Fjórburarn- ir voru teknir með keisaraskurði á Fæðingardeild Landspítalans þann 1. nóvember 1988 og tókst aðgerðin í alla staði mjög vel. Systurnar fjórar fædd- ust sex vikum fyrir tímann þegar móðir- in var gengin með í 34 vikur. Þær voru strax sprækar við fæðingu og vógu þijár þeirra, Alexandra, Brynhildur og Diljá, sjö merkur og ein vóg sjö og hálfa mörk sem var Elín. Margrét Þóra var ekki svæfð meðan á keisaraskurðin- um stóð, heldur mænurótardeyfð, og gat því fylgst með gangi mála. „Ég sá raunar ekki hvað var að gerast, en ég fann fyrir því og heyrði grátinn í þeim og mér leið afskaplega vel á meðan," sagði Margrét Þóra éftir fæðinguna í samtali við Morgunblaðið. Jafnframt sagði hún eftir fæðinguna: „Það verður bara að koma í ljós hvern- ig málin þróast. Þær eru nú ósköp róleg- ar ennþá, en ef það breytist þá mætum við því með aukinni orku og við eigum líka mjög góða að sem ég efast ekki um að muni létta undir með okkur.“ Vökukona um nætur Margrét Þóra lagðist inn á með- göngudeild Landspítalans þann 27. júlí 1988. Fjórburarnir fæddust þann 1. nóvember og mæðgurnar fengu að fara heim um miðjan desember. Eftir að heim kom reyndu foreldrarnir að vaka sjálfir yfir börnum sínum, en sváfu ekki fyrstu nóttina nema í um það bil fimmt- án mínútur að meðaltali. Mosfellsbær útvegaði þeim vökukonu, sem var til staðar þar til stúlkumar voru rúmlega ársgamlar, og var hún á vakt frá mið- nætti til klukkan átta á morgnana. Margrét Þóra og Guðjón Sveinn Val- geirsson, faðir stúlknanna, réðu til sín stúlku, Angelu að nafni, frá Englandi um síðustu páska sem býr á heimilinu auk þess sem bærinn útvegar þeim að- stoðarstúlku frá klukkan hálfníu á morgnana til klukkan hálfeitt, en þegar hún fer eru börnin að festa hádegis- blundinn. Dömumar fá að sofa værum svefni til hálfþijú. Þá tekur við miðdeg- ishressing og leikur seinnipart dags og í góðu veðri fá þær að fara „á róló“. „Okkur fínnst þær ekkert líkar þó svipurinn sé óneitanlega sterkur. Þær em ólíkar að lundarfari og em að byija að rífast og kíta í hveija aðra. Elín og Brynhildur em nettastar. Diljá er heldur stærri og Alexandra, sem kom fyrst í heiminn, er stærst, þyngst og ólíkust hinum. Hún er eigingjömust á möm- muna, breiðir úr sér ef á þarf að halda og er farin að standa í skammarkrókn- um. Elín er ósköp alvömgefín og stekk- ur vart bros. Brynhildur er mjög blíð og góð og lánar hinum snuðið sitt ef henni fínnst að eitthvað bjáti á hjá systr- um sínum. Diljá er mjög ljúf og góð, róleg og dundar sér, getur þó verið stríð- in og syngur oft á morgnana,“ segir Margrét Þóra. Elínu finnst lestur bóka Diljá er Ijúf og góð, dundar sér og syngur í rúminu á morgnana. Brynhildur tekur út úr sér snuðið og lánar hinum þegar á bjátar hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.