Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990
LÖGFRÆDI/i?rr;/ á mannréttindumf
C 9
Svarti listinn
UNDANFARIÐ hefur nokkur umræða átt sér stað um vanskila-
skrána svokölluðu, stundum nefnd svarti listinn. Skrá þessi er tekin
saman í skjóli V. kafla laga um skráningu og meðferð persónuupplýs-
inga nr. 121/1989, en kaflinn ber yfirskriftina: Skráning upplýsinga
um fjárhagsmálefni og lánstraust. I þeirri umræðu sem átt hefur
sér stað hafa ýmis stór orð verið látin falla og því meðal annars
verið haldið fram að samantekt upplýsinga af þessu tagi um
fjármál manna og lánstraust og miðlun þeirra, sé brot á grundvallar-
rétti manna til friðhelgi einkalífs.
1984-86. Þá var staðið að slíkri út-
tekt á afmörkuðum svæðum á öllum
Norðurlöndunum með tilliti til hver
ætti að vera þáttur varðveislu nátt-
úru og menningarminja við svæða-
skipulag. Hér á landi fór þessi vinna
fram á vegum Þjóðminjasafnsins og
Nattúruverndarráðs.
Árið 1987 kom út rit um þessa
vinnu á vegum ráðherranefndarinnar
sem er raunar ágætt upplýsingarrit
um hvemig má standa að slíkri út-
tekt.
í vinnuplaggi um söfnun upplýs-
inga í Biskupstungunum eru skráðar
1380 minjar 50 tegunda. Þessum
minjum var síðan skipt í flokka eftir
gildi og aldri. I þeim flokki sem tald-
ist hafa mest gildi voru 140-150
minjar sem ástæða þótti til að varð-
veita og jafnvel friðlýsa. Dæmi: Fom
bæjarstæði, álagablettir, minjar
tengdar trúarathöfnum, hof, bæn-
hús, grafreitir, kuml, dysjar, vegg-
hleðslur, tóftir, gömul tún, þingstað-
ir, verslunarstaðir. Allt átti þó að
flokkast nákvæmar.
Minjar í næsta nágrenni Skálholts
em að sjálfsögðu fjölmargar. Af þeim
mætti nefna Þorláksbúð, Jóiavalla-
garð, íraleiði, Staupastein, Skóla-
vörðu, Biskupsgötu o.s.frv.
Hvað kemur þetta umhverfismál-
um við? var spurt í upphafí. Við skip-
ulagsvinnu og mótun umhverfis í
byggðum landsins er hætta á því að
sögulegar minjar fari forgörðum ef
ekki hefur verið vakin á þeim at-
hygli áður en allt er orðið um sein-
an. Þannig tengist varðveisla menn-
ingararfsins, sem birtist okkur í
landslaginu, umhverfismálum.
Samkvæmt lögunum er aðalregl-
an sú að söfnun og skráning
upplýsinga um fjármál manna í því
skyni að miðla þeim til annarra
er óheimil án sérstaks starfsleyfis.
Þetta skilyrði er
sett til að tryggja
virkara eftirlit af
hálfu hins opin-
bera með slíkri
skráningu. Sá sem
fær starfsleyfi má
eingöngu skrá
upplýsingar sem
eðli sínu sam-
kvæmt geta haft þýðingu við mat
á fjárhag og lánstrausti hins
skráða. Með því er fyrst og fremst
verið að girða fýrir að í slíkum
skrám sé að finna upplýsingar um
persónuleg málefni þess skráða sem
ekki hafa þýðingu við mat á láns-
trausti. Óheimilt er að skrá upplýs-
ingar um fjárhagsmálefni og láns-
traust sem eldri eru en fimm ára,
nema það sé ótvírætt að upplýsing-
arnar hafi verulega þýðingu. Standi
til að skrá upplýsingar sem eru
eldri en fimm ára ber að gefa við-
komandi aðila kost á að gera at-
hugasemdir. Komi fram andmæli
er skráning eða miðlun upplýsing-
anna aðeins heimil að fengnu sam-
þykki tölvunefndar. í Iögunum er
gert ráð fyrir að þeir sem fá leyfi
til að safna og skrá upplýsingar um
fjárhag manna og lánstraust, í því
skyni að miðla þeim öðrum, skuli
tilkynna það skráðum aðila, sem
tekinn er á skrá í fýrsta skipti, inn-
an fjögurra vikna frá skráning-
unni. Sá sem skráður er á rétt á
að fá nákvæma vitneskju um efni
þeirra upplýsinga sem um hann eru
skráðar og krefjast þess að þær
verði afmáðar eða leiðréttar telji
hann þær rangar. í slíkum tilfellum
ber skráarhaldara að senda öllum
þeim sem hafa fengið hjá honum
upplýsingar um hlutaðeigandi skrif-
lega leiðréttingu.
Með framangreindum reglum er
augljóslega reynt að sætta tvö and-
stæð sjónarmið. Annars vegar þörf-
ina fýrir nákvæma skrá um fjárhag
manna, sérstaklega með tilliti til
lánstrausts og hins vegar þörfina
fýrir vernd réttinda manna til frið-
helgi einkalífs og þá augljósu hags-
muni sem menn hafa af því að slík-
ar upplýsingar séu réttar. í þeirri
umræðu sem átt hefur sér stað upp
á síðkastið hefur athygli manna
einkum beinst að hinu síðarnefnda.
Þá hafa vinnubrögð við samantekt
vanskilaskrár einnig sætt
nokkurri gagnrýni.
Hafa verður hugfast að aðgangur
manna að upplýsingum af því tagi
sem hér um ræðir stuðlar að auknu
öryggi í lánsviðskiptum. Hér er
ekki aðeins um að ræða hagsmuni
banka og annarra lánastofnana,
heldur einnig hagsmuni fyrirtækja
t.d. þar sem afborgunarviðskipti eru
algeng. Síðast en ekki síst þjónar
slík skrá hagsmunum hins almenna
borgara. Mikilvægust í því sam-
bandi eru fasteigna- og bílavið-
skipti. Vanskilaskráin hefur án efa
forðað mörgum manninum frá því
að verða fórnarlamb „frægra“ van-
skilamanna. Telja verður almennt
æskilegt að skrá af þessu tagi sé
haldin. Með tilliti til hagsmuna hins
skráða er hins vegar eðlilegt að
settar séu strangar reglur sem
stuðla að vandaðri vinnslu slíkra
skráa þannig að þær valdi einstakl-
ingum ekki óþægindum að óþörfu.
Þá er mikilvægt að þeir sem nota
þessar skrár í viðskiptum kunni
með þær að fara.
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
\tH/Hvada hvítvín hafa haft mestu
stefnumótandi áhrifinf
Sancerre og Pouilly
VIÐ YSTU mörk Loire-vínhéraðsins í austri er að finna tvö lítil þorp
sem bæði eru heimsfræg fyrir vín sín og geitarosta: Sancerre og Pou-
illy. Einungis nokkrir kílómetrar skilja þau að en samt eru þessi þorp
gjörólík heim að sækja.
Pouilly sker sig ekki mikið úr
öðrum þorpum í þess um hluta
Frakklands, það er staðsett á flat-
lendi, og myndi líklega ekki vekja
mikla eftirtekt ef ekki væri fyrir vín-
in. (Vínunum frá
Pouilly-sur-Loire
ber ekki að rugla
saman við vínin frá
öðrum bæ með
sama nafni í
grennd við Macon.
Bera þau heitið
Pouilly-Fuissé og
Pouilly-Vinzelles.
Þau frá Pouilly við Loire eru kölluð
Pouilly-Fumé.)
Sancerre aftur á móti er gullfal-
legt þorp, staðsett á hæð sem gnæf-
ir yfir næsta umhverfi, og hinar
þröngu miðalda-
götur þess eru vin-
sælar hjá ferða-
mönnum sem rölta
um og heimsækja
vín- og ostabúðirn-
ar sem er að fínna
á hveiju homi. Allt
í kring eru svo vín-
ekrumar og falla
nærliggjandi þorp
undir eina heildar
„ appelation",
nefnilega San-
cerre. Ibúar þessa
héraðs eru miklir
sælkerar og sumir
vínbændumir láta
sér ekki nægja að
hafa vín á boðstól-
um heldur einnig
ýmsar aðrar vörur
s.s. Foie gras, sem er sérstök paté
unnin úr gæsalifur, og osta.
Hvítvín frá Sancerre og Pouilly
em gerð úr Sauvignon blanc-vín-
þrúgum. Þó að Sauvignon sé ræktuð
í mörgum öðrum vínhéruðum, t.d.
Bordeaux, nær hún hvergi sömu
gæðum og í þessum vesturhluta
Búrgundarhéraðs. Vínin frá Sanc-
erre og Pouilly eru mjög sýrurík,
þurr og fersk á bragðið. Þau ber að
drekka vel kæld og em þau tilvalin
með hvers kyns sjávarréttum.
Vínbændurnir sem framleiða vínin
Sancerre og Pouilly-Fumé eru hvorki
margir né stórir en samt hafa þessi
vín haft gífurleg stefnumótandi áhrif
á hvítvínsframleiðslu í heiminum að
ekki sé minnst á smekk neytenda.
Þau em flutt út til allra heimshorna
og fjölmargir framleiðendur annars
staðar reyna að Iíkja eftir þeim. Má
nefna sem dæmi að vínræktendur í
Kalifomíu kalla Sauvignon-vín sín
Fumé.
Sancerre-vínin em nokkuð bragð-
meiri en þau frá Pouilly og ná hám-
arki sínu um tveggja til þriggja ára
gömul. Pouilly-vínin era orðin vel
drykkjarhæf strax eftir eitt ár.
í Pouilly hefur
einnig um langa
tíð verið ræktað
nokkurt magn af
vínþrúgunni
Chasselas. Vín
gerð úr henni em
kölluð Pouilly-sur-
Loire og em ekki
eins karaktermikil
(og dýr) og Pou-
iIIy-Fumé-ví nin.
Rauðvín og
rósavín em rækt-
uð í nokkru magni
í Sancerre en þau
hafa aldrei náð
sömu fótfestu og
hvítvínin þó að
vínbændur segi
þau njóta aukinna
vinsælda. Þau era
unnin úr Pinot noir og ná aldrei sömu
hæðum og rauðu Búrgundarvínin frá
Cote d’Or.
Tvö vín frá Sancerre eru á boðstól-
um hjá ÁTVR. Annars vegar San-
cerre Les Bouffants 1986 frá Roger
Reverdy-Cadet, sem kostar 1.160
krónur, og Sancerre Le Grand Chem-
arin 1988 frá Lucien Balland, sem
kostar 1.290 krónur.
eftir Steingrím
Sigurgeirsson
Morgunblaðið/Steingrímur
Cirotte-feðgarnir í Bué em meðal
þeirra sem framleiða Sancerre-vín.
ELO'
/SMC.K ELDHOS-
EÐ
í