Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBÉR 1990
IMý stjórnarskrá: Serbneskir þjóðernissinnar í Belgrad.
Júgóslavía að hruni komin
ÞEGAR sú hugmynd kom
fram í Júgóslavíu nýlega að
Ólympíuleikarnir 1996 yrðu
haldnir í Belgrad taldi kró-
atískt blað tormerki á því
að hún gæti orðið að veru-
leika vegna þess að Júgó-
slavía yrði sennilega ekki til
eftir fjögur ár. Blaðið sagði
þetta í háði, en orð þess
lýstu vel almennri svartsýni
á framtíð júgóslavneska
sambandsríkisins, sem er í
svipaðri hættu og Sovétrík-
in.
Aukinn rígur ólíkra þjóða
Júgóslavíu hefur grafið
undan tilraunum til að
koma á lýðræði með frið-
samlegum hætti. Áhrif
þjóðemissinna hafa vaxið á kostnað
kommúnista, sem nú kalla sig sósía-
lista. Átök Serba, Króata, Albana
og múhameðskra Suður-Slava hafa
harðnað og sumir telja að borgar-
astríð sé þegar hafið.
Ólík trúarbrögð, saga og menn-
ing skerpa andstæðumar. Þjóðar-
brot eru vandamál í öllum sex lýð-
veldum Júgóslavíu (nema helzt
Slóveníu). „Við erum gíslar hveijir
annarra,“ sagði Hido Nisevic, rit-
stjóri blaðsins Vjesnik i Zagreb
nýlega. „Hér ríkir sams konar
ástand og í Beirút. Hver höndin er
uppi á móti annarri."
Spennan hefur magnazt síðan í
vor, þegar lýðræðissinnar sigruðu
kommúnista í frjálsum kosningum
í tveimur nyrztu, auðugustu og
„vestrænustu“ lýðveldunum, Kró-
atíu og Slóveníu. Endi var bundinn
á 45 ára stjórn kommúnista og lýst
yfir fullveldi þessara lýðvelda.
Stjómir þeirra hafa reynt að auka
sjálfstæði sitt og draga úr miðstýr-
ingu frá
Belgrad, hótað
úrsögn úr ríkja-
sambandinu, ef
ekki verði geng-
ið að kröfum
þeirra, og eflt
tengslin við Mið-Evrópu.
íhlutun hótað
Ágreiningur um framtíð Júgó-
slavíu vex. Króatar og Slóvenar
vilja að landinu verði breytt í laus-
tengt ríkjabandalag — nokkurs kon-
ar sameiginlegan markað fullvalda
lýðvelda. Serbar, sem eru 41,5%
landsmanna af
23,5 milljónum
alls, vilja halda
sambandsríki því
sem Josip Broz
Tito kom á fót
eftir stríð og mið-
stýringunni frá Belgrad, en hafa
aukið sjálfsforræði sitt með nýrri
stjórnarskrá.
Þijú nágrannalýðveldi Serbíu —
Makedónía, Bosnía-Herzegóvína og
að sumu leyti Montenegro (Svart-
fjalland) — hafa einnig viljað halda
sambandsríkinu. Stjórnir þeirra
hafa yfirleitt stutt Serba, þótt þeir
séu grunaðir um græsku. Hugur
kjósenda kemur í Ijós í kosningum,
sem eiga að fara fram í þessum
lýðveldum og Serbíu fyrir áramót,
en ekki er víst hvenær efnt verður
til kosninga í allri Júgóslavíu eins
og lofað hefur verið.
Yfirmenn júgóslavneska hersins
hafa litið endurteknar úrsagnarhót-
anir Slóvena og Króata alvarlegum
augum. Um 70% liðsforingja og
undirforingja í hernum eru Serbar
og bæði Króatar og Slóvenar hafa
óttazt að herinn grípi til íhlutunar
í lýðveldum þeirra og taki jafnvel
öll völd í Júgóslavíu í sínar hendur.
Slóvenar og Króatar reyna að efla
heimavarnarlið sitt og lögreglu
þrátt fyrir bann Júgóslavíuhers við
stofnun „lýðveldisherja".
Ný stjórnarskrá Serbíu dregur
úr völdum sambandsstjórnarinnar í
Belgrad og er ögrun við Króata og
Slóvena. Forseti Serbíu og leiðtogi
kommúnista, Slobodan Milosevic —
sem nú kallar sig sósíalista — verð-
ur yfirmaður serbneska heraflans
og getur lýst yfir neyðarástandi.
Bein yfirráð Serba yfir sjálfstjórn-
arhéruðunum Kosovo og Vojvodina,
sem Tito kom á fót til að draga úr
áhrifum þeirra, eru viðurkennd.
Stór-Serbía
Enginn hefur grafið eins mikið
undan júgóslavneska ríkjasam-
bandinu og Milosevic, þótt Serbar
segist vilja halda því. Hann hefur
óspart alið á serbneskri þjóðernis-
kennd og nú þegar hann hefur sett
Kosovo og Vojvodina undir beina
stjórn Serba keppir hann að því að
auka áhrif þeirra í Króatíu, Make-
dóníu og Bosníu. Hann nýtur stuðn-
ings breiðrar fylkingar serbneskra
þjóðernissinna, sem eru andvígir
kommúnistum og hafa eflzt.
Serbneskir þjóðernissinnar líta á
Svartfellinga sem Serba, Make-
dóníumenn sem „Suður-Serba“ og
tæpar tvær milljónir Albana í
Kosovo sem útlendinga á serbn-
eskri grund. Nú eru Serbar aðeins
10% íbúa Kosovo, en þeir hafa ekki
gleymt því að þar stóð vagga serbn-
eskrar menningar og að þar var
miðstöð andstöðu þeirra gegn
Tyrkjum. Um leið standa Serbar æ
dyggari vörð um hagsmuni 600,000
Serba í Króatíu og 1,5 milljóna
Serba í Bosníu.
Margir Serbar eru sammála
sagnfræðingnum Veselin Duretic,
sem telur að Serbar hafi orðið að
fórna sér fyrir þá Júgóslavíu, sem
var stofnuð í fyrri heimsstyijöld-
inni, og sambandsríki Titos. Nú
ætli þeir ekki að endurtaka fyrri
mistök.
Serbar hafa talið hugmyndir
Slóvena og Króata um ríkjabanda-
lag „óraunhæfar." „Með þeim er
átt við engan her og enga sam-
bandsstjórn,“ sagði Mikhajlo
Markovic, varaforseti serbneska
sósíalistaflokksins. „Ef þetta er það
sem Slóvenar og Króatar vilja hafa
Serbar einnig rétt til að kreljast
sjálfstjórnar." Nú hafa Serbarfeng-
ið nýja stjórnarskrá og hugmyndir
þeirra um aukið sjálfstæði kunna
að fela í sér kröfur um landamæra-
breytingar, sem gætu leitt til átaka
og jafnvel stríðs.
Átök í Króatíu
Hugmyndirnar um laustengt
ríkjabandalag áttu mikinn þátt í
sigri þjóðernissinna og hægri
manna í Króatíu og Slóveníu í vor.
Slíkt bandalag gæti haldið Serbum
í skeijum og helzta baráttumál kró-
atískra þjóðernissinna undir forystu
Franjo Tudjmans í kosningunum
var að Króatar, sem eru 20,1%
landsmanna, yrðu fullvalda vegna
yfirgangs Serba.
Síðan Tudjman varð forseti Kró-
atíu hefur verið grunnt á því góða
með stjórn hans og um 12 af hundr-
aði íbúa lýðveldisins, sem eru Serb-
ar. Minningar um heiftúðugt borg-
arastríð 1941-1945 hafa magnað
þann ótta Serba í Króatíu að þeir
njóti engrar verndar gegn króatísk-
um þjóðernissinnum.
Um mánaðamótin Iétu Serbar í
Króatíu til skarar skríða í héruðum,
þar sem þeir eru í meirihluta. Árás-
ir voru gerðar á vopnageymslur
króatísku lögreglunnar og komið
var í veg fyrir að hún næði aftur
vopnum, sem hafði verið stolið. Um
leið var lýst yfir stofnun serbnesks
„sjálfstjórnarsvæðis" í samræmi við
niðurstöður „þjóðaratkvæða-
greiðslu,“ sem hafði farið fram i
héruðum serbneskumælandi manna
í lýðveldinu. Stjórn Króatíu lýsti
atkvæðagreiðsluna ólöglega.
Serbar trufluðu samgöngur milli
héraða og táragasi var beitt gegn
mannfjölda, sem reisti götuvígi í
nokkrum bæjum. Nokkrir voruy
ERLEND
HRINCSJfl
eftir Gubmund Halldórsson