Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 REX skrífstofuh úsgögn fyrír heimilið og fyrírtækið s KRIFBOK Q Stærð: 160x80 127x60 Verð: 37.900.- 32.800.- AXIS AXIS HÚSGÖGN hf | SMIÐJVVEGl 9, KÓPA VOGI, SÍMI 43500. GOODYEAR OBFUR ÖRYGGI Það er okkur sönn ánægja aö tilkynna aö við höfum tekið viö einkaumboði á ís- landi fyrir KRUPS, hin rómuðu þýsku heimilistæki. Fyrri umboðsaðili KRUPS, Jónco hf. hefur beðið okkur að koma á framfæri þökkum til fyrrum viðskiptavina sinna fyrir gott samstarf á liðnum árum. Auk þess hvetur hann þá til að beina viðskiptum sínum til Texco hf. Texco hf. mun leggja sig í líma við að veita eldri sem og nýjum viðskiptavinum góða og skjóta þjónustu. Með kveðju og von um gott samstarf. KAUPMENN! VERSLUNARSTJÖRAR! BAKÞANKAR Enskur vals Vorið 1960 gerðist ég áskrif- andi að Vikunni. Ekki væri það í frásögur færandi hefði ekki Reimar frændi minn fundið bunkann undir rúmi mínu, rótað í gegn til að lesa Skugga og orðið ástfanginn af Sumarstúlku Vikunnar. Undir myndinni var að finna þær upp- lýsingar að hún kenndi dans. Ég átti engar sæluminningar frá dansskólavist. Ég hafði verið sendur til Rigmor Hansen i Gúttó árið 1955. Eg var einungis sjö ára og þegar dyrnar lokuðust fór ég að grenja og grét þar til móðir mín sótti mig. Reimar: — Veistu frændi. Ég held það sé ráð við lærum að dansa. Ég varð stjarfur af skelfingu: — Þú getur ekki meint þetta. — Mér er fúlasta alvara. — Mér list vel á að þið farið í dansskóla, sagði móðir min. Hún hafði harmað það ákaflega að ég hafi grenjað mig út frá Rigmor forðum. Daginn eftir var búið að bóka okkur í tíma hjá Hermanni Ragn- ars sem þá kenndi í bragga við Snorrabraut. Það var Reimar sem hafði stjórnað vali á dans- skóla. Hann hafði fest myndina af Sumarstúlku Vikunnar upp yfir rúminu sínu, stillt skrif- borðslampann þannig að ljósið skein á vegginn, ég fór og slökkti þegar hann byijaði að hrjóta. — Ég á enga spariskó, sagði ég glaður daginn eftir. — Það er allt i þessu fína, sagði Reimar. Þú ferð bara í skó af honum pabba þínum. Skótau föður míns var úr brúnu leðri með skraut- legu munstri og breiðri tá. Ég virti þá fyrir mér í skelfingu. — Ertu orðinn bilaður, sagði ég. — Gerir ekkert, sagði Reimar. — Ég á engan frakka. En ég mæti bara í gömlu úlpunni minni. Svo fer hún á snaga en ég stíg inn á dansgólfið í spariföt- um. Síðla um daginn sat ég á bekk i bragganum hjá Hermanni og mér leið engu skár en sex árum áður hjá Rigmor. Hermanni til aðstoðar var Sumarstúlka Vik- unnar. Hún átti að sjá um þá nemendur sem mest gerðu mis- tökin. Meðal nemenda var Albert brandari, foringi Rauðu rósar- innar. Mér dauðbrá þegar ég sá hann. Hann dansaði sperrtur við stelpurnar. Ljóst hárið var þykkt af brilliantíni. Reimar hökti um dansgólfið á beljufótum í fangi Sumarstúlku Vikunnar. Mín dama leit niður á spariskó föður míns og flissaði. Stíginn var enskur vals. Þegar út kom tók Albert í Rauðu rósinni eftir skónum minum: — Hva ertu bara kominn á snióþrúgurnar hennar ömmu gömlu? Reimar spýtti groddafenginn um tönn og ætlaði að svara fyrir mína hönd, en þá kom Albert auga á jakkann hans sem stóð fulla 35 sm niður undan úlp- unni. — Sjá langa skítatöffarann frá ísafirði, söng í Albert. Ho ho hó. Hann er á ballkjól. Það hlakkaði í hinum dans- skólakrökkunum eins og veiði- bjöllugeri. Reimar reyndi að svara fyrir sig en komst ekki að. Við stóðum þarna báðir sneyptir. — Spældir, sagði Albert. Við gengum heim í slyddu. Við sögðum ekki orð fyrr en á Lauga- veginum. Þá sagði Reimar: — Og svo er hann kallaður Albert brandari. Ekkl get ég séð hvað er svona fyndið við hann. — Eigum við að fara aftur næsta laugardag, spurði ég. — Æi-nei, sagði Reimar. — En hvað þá með Sumar- stúlku Vikunnar? — Ég giftist bara ljótri stelpu, sagði Reimar eftir nokkra um- hugsun og saug upp í nefið. — Þær búa til miklu betri mat. — Ég held við ættum að stofna Svörtu höndina, sagði ég. Þetta kvöld var Svarta höndin stofnuð. eftir Ólaf Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.