Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 15
handteknir og skorað var á forsæt- isráð sambandsríkisins í Belgrad og júgóslavneska herinn að veita serbneska þjóðarbrotinu í Króatíu vernd gegn „stjórn fasista“ í Zagreb. Óbrúanleg gjá Leiðtogar Serbíu tóku undir þessa kröfu og fordæmdu aðgerðir króatísku lögreglunnar. Þjóðernis- sinnar í Serbíu hótuðu að koma á fót vopnuðum' borgarasveitum til að verja Serba í Króatíu, ef sam- bandsstjórnin í Belgrad héldi að sér höndum. Júgóslavneski herinn var- aði við því að hann kynni að láta til skarar skríða og ólgan hjaðnaði. Stjórn Króatíu sagði að lítill minnihluti Serba í lýðveldinu hefði tekið þátt í ofbeidisaðgerðum. Hún sagði að Serbum væri engin hætta búin og hélt því fram að reynt væri að grafa undan hinu nýja lýð- ræðisskipulagi í Króatíu með her- ferð, sem væri skipulögð frá Serb- íu. Króatar sögðust hins vegar stað- ráðnir í að efla lýðræði sitt og full- veldi, ,jafnvel þótt það hefði ofbeldi í för með sér“. Síðan hefur verið lagt fast að króatísku stjórninni að binda enda á þá hættu, sem stafi frá Serbum. Flestir þeirra virðast vopnaðir og óbrúanleg gjá virðist hafa myndazt milli Króata og serbneska þjóðar- brotsins. „Serbar lifa í ótta við okk- ui' og við lifum í ótta við þá,“ sagði Króati nokkur í bænum Pret- inja fyrir sunnan Zagreb. „Allir eru hræddir við alla.“ Júgóslavíustjórn segir að „flókið ástand“ ríki enn í héruðunum Banija og Bukovica í Króatíu. Sam- búð Króata og serbneska minnihlut- ans hafi „versnað" og „of litlar við- ræður fari fram“ milli forystu- manna sveitarfélaga og lýðveldis- ins. Samningamenn voru sendir á vettvang og úrbótum var heitið, en ekki frá því greint í hveiju þær yrðu fólgnar. Taugastríð Slóvenar, sem erú tvær milljónir og 8,3% landsmanna, lýstu yfir full- veldi í júlí. Þar með stigu þeir fyrsta skrefið í átt til' sjálfstæðis og úrsagnar úr júgóslavneska sam- bandsríkinu, en hótanir um íhlutun Júgóslavíuhers hafa haldið aftur af þeim. í lok síðasta mánaðar ákvað stjórn Slóveníu að taka við stjórn heimavarnarliðs lýðveldisins og síð- an hafa deilur hennar og hersins harðnað. Sambandsstjómin í Belgrad skip- aði stjórn Slóveníu að draga ákvörð- unina til til baka, þar sem hún væri ólögleg. Skipuninni var vísað á bug og 17 sambandsríkislög voru felld úr gildi, þar sem þau brytu í bága við nýja stjórnarskrá Slóveníu, sem er í smíðum. Yfirmenn slóv- enska heimavarnarliðsins voru reknir og Júgóslavíuher lagði undir sig fyrrverandi aðalstöðvar þess í höfuðstaðnum Ljubljana. Mann- fjöldi mótmælti þessari íhlutun, sem vakti ugg. í síðustu viku höfnuðu Slóvenar áætlun Júgóslavíustjómar þess efn- is að lýðveldi þeirra yrði áfram undir ströngu eftirliti hennar. Deil- urnar um stjórnskipun Júgóslavíu jukust. Forseti Slóveníu, umbóta- kommúnistinn Milan Kucan, sakaði Serba um að reyna að neyða önnur lýðveldi til að samþykkja óbreytta skipan sambandsríkisins og .auka klofning landsmanna. Hugmyndir um laustengt ríkjabandalag voru ítrekaðar. Forsætisráðherra Slóveníu, Lojze Peterle, viðurkenndi að erlend að- stoð kynni að reynast nauðsynleg til að leysa hinn djúpstæða ágrein- ing í Júgóslavíu. Aður hafði Fijáls- lyndi flokkurinn í Króatíu lagt til að Evrópuráðið eða Evrópubanda- lagið fæli kunnum stjórnmálamanni að miðla málum. Dimitrij Rupel, utanríkisráðherra Slóveníu, sagði að lýðveldið hefði lagt til að nokkur smáríki og sjálf- stjómarhéruð í Evrópu efndu til fundar í janúar til að taka afstöðu til framtíðar álfunnar. Fulltrúum frá Eystrasaltslýðveldum Sovétríkj- anna, lýðveldum Júgóslavíu, Katal- óníu og Bæjaralandi verður boðið til ráðstefnunnar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 C 15 *• Gegn miðstýringu frá Belgrad: Króatískir þjóðernissinnar. Bardagar í Bosníu í Bosníu-Herzegóvínu, þar sem 18,7% landsmanna búa, hafa verið hræringar vegna fyrirhugaðra kosninga 18. nóvember. Múham- eðstrúarmenn, sem tala serbó-kró- atísku, eru fjölmennastir eða 39% íbúa lýðveldisins, en grísk- kaþól- skir Serbar eru 32% og rómversk- kaþólskir Króatar 13 af hundraði. Serbar og Króatar hafa bitizt um völdin undanfarna mánuði, en mú- hameðstrúarmenn hafa fylkt liði og krafizt aukinna réttinda. Bosnía er í oddaaðstöðu. Kosn- ingarnar í næsta mánuði geta ráðið úrslitum um hvort lýðveldið hallar sér að lýðræðissinnum í Króatíu og Slóveníu eða „valdboðssinnum" í Serbíu. Króatar í Bosníu hafa dreg- ið taum múhameðstrúarmanna, eins og í ljós kom þegar bardagar blossuðu upp milli múhameðstrúar- manna og Serba í bænum Foca í síðasta mánuði. Orsök þeirra var sú að Serbar neituðu að taka þátt í minningarathöfn um múhameðs- trúarmenn, sem skæruliðar serbn- eskra konungssinna, Tsétníkar, felldu í stríðinu. Talið er að herská múhameðstrú lokað og staðið hefur verið fyrir hreinsunum í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt sumum fréttum hafa 50—70.000 misst atvinnuna. Rúm- lega 40.000 Serbar hafa flúið frá Kosovo síðan 1981 og sakað al- banska meirihlutann um ofsóknir. Serbar segja að hin nýja stjórnarskrá þeirra eigi að koma í veg fyrir að Albanar í Kosovo segi sig úr lögum við Serbíu og Júgó- slavíu og lýsi yfir sameiningu við Albaníu. Samþykkt stjórnarskrár- innar var hápunktur þriggja ára baráttu Milosevic forseta fýrir því að svipta Kosovo sjálfsforræði og treysta yfirráð Serba. I júlí var þingið í Kosovo leyst upp og stjórn héraðsins leyst frá störfum. Aður höfðu 114 albanskir þingfulltrúar lýst yfir sjálfstæði Kosovo. í síðasta mánuði sam- þykktu fyrrverandi albanskir þing- menn nýja stjórnarskrá og lýstu yfir stofnun lýðveldis. Þá höfðu flestir þeirra flúið frá Júgóslavíu eða til Króatíu og Slóveníu og sum- ir þeirra verið handteknir. Serbnesk og júgóslavnesk yfirvöld kváðu yfir- lýsinguna marklausa. Nú reyna leiðtogar Albana í Kosovo að koma í veg fyrir upp- reisn, svo að Serbar fái ekki átyllu til að grípa til enn harkalegri kúg- unarráðstafana. Róttækri stefnu eykst hins vegar fylgi í héraðinu. Glundroði í Makedóníu Nágrannalýðveldið Montenegro eða Svartfjallaland hefur lítið kom- ið við sögu deilnanna um framtíð Júgóslavíu. Flestir Svartfellingar, sem eru 2,7% Júgóslava, eru grísk- kaþólskir eins og Serbar og þeir eru ein fátækasta þjóðin í sambandsrík- inu. Stuðningsmönnum aukinnar sjálfstjórnar hefur fjölgað og fylgi þeirra kemur í ljós í væntanlegum kosningum. Spenna hefur vaxið í héraðinu Novi Pazar, sem var skipt milli Serbíu og Möntenegro eftir 1945. Múhameðskir heimamenn krefjast sjálfstjórnar og tengsla við Bosníu. Serbar reyna að bijóta hreyfinguna á bak aftur. Glundroði ríkir í syðsta lýðveld- inu, Makedóníu. Fátækt hefur aukizt og fyllt almenning gremju og vonleysi. Þjóðernissinnar færa sér óánægjuna í nyt (meðallaun á mánuði’ eru um 150 dollarar eða helmingi lægri en annars staðar í Júgóslavíu). Þeir ala líka á ótta við Gegn breytingum: Júgóslavneskir hermenn. aukin áhrif minnihluta Albana ’ í málum lýðveldisins. Fylgi öfgafullra þjóðernissinna kann því að aukast í kosningunum í Makedóníu í nóvember. Ein öflug- asta hreyfing þeirra er VMRO, Innri byltingarsamtök Makedóníu elzti félagsskapur hryðjuverka- manna í Evrópu. Samtökin hóta að grípa til vopna í baráttu fyrir sjálf- stæði. Makeóníumenn eru 8,7% íbúa Júgóslavíu. Dauðvona ríki Þar sem engin lausn er sjáanleg á margvíslegum og flóknum vanda Júgóslavíu virðist upplausn sam- bandsríkisins blasa við og landið jafnvel ramba á barmi borgarastyij- aldar. Hvert lýðveldi um sig skarar eld að sinni köku og reynir að ná fram sem hagstæðustum samning- um. Hins vegar geta þau ekki stað- ið á eigin fótum, ef sambandsríkið leysist upp. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að fjögur syðstu lýðveldin — Serbía, Montenegro, Makedónía og Bosnía — myndi sambandsríki. íbú- arnir á þessu svæði eru grísk--, kaþólskir eða múhameðstrúar og Tyrkir réðu þar lögum og lofum öldum saman (Montenegro hélt þó sjálfstæði sínu að nafninu til). Slíkt ríki gæti verið í ríkjabandalagi með svokölluðum vesturlýðveldum róm- versk-kaþólskra Suður-Slava, þ.e. Slóvena og Króata, sem flestir lutu stjórn Habsborgara í Vín. Um þann möguleika er einnig rætt að Slóvenía, Króatía og hluti Bosníu myndi ríkjabandalag. Andúð á Serbum virðist hins vegar nánast það eina sem sameinar Slóvena og Króata, þótt sambúð þeirra virðist góð á yfirborðinu. Ef Bosníu yrði skipt mundi það leiða til harðvít- ugra landamæradeilna, jafnvel stríðs. Fleiri landamæradeilur gætu risið, ef sambandsríkið líður undir lok. Talið er að ef Júgóslavía leysist upp í frumparta sína verði aðeins Serbar óánægðir með núverandi yfirráðasvæði. Milosevic forseti hef- ur sagt að lýðveldin sætti sig því aðeins við núverandi landamæri að engin breyting verði á núverandi stjórnarfyrirkomulagi. kunni að skjóta upp kollinum í Bos- níu, ef serbneskir íbúar reyni að efla sambandið við Serbíu og ef króatískir íbúar reyni að auka sam- bandið við Króatíu. Eins og sakir standa stefnir í bandalag milli mú- hameðskra og króatískra flokka gegn Serbum eftir kosningarnar í Bosníu í nóvember. Við það mundu þjóðadeilur í Júgóslavíu magnast enn. Kúgun í Kosovo í Kosovo-héraði, sem hefur verið formlega sett undir serbneska stjórn, hafa Serbar beitt hervaldi til að tryggja yfirráð sín. Um 60 Albanar hafa fallið í mótmælum síðan í marz 1989. Hvergi í Evrópu munu mannréttindabrot vera eins algeng og ástandinu hefur verið líkt við uppreisnina á vesturbakka ár- innar Jórdan. Leiðtogar Albana í Kosovo sitja í fangelsi, þúsundir verka- manna hafa verið sviptir atvinnu, albönskum fjölmiðlum hefur verið Tudjman: Orsögn eða laustengt ríkjabandalag? ' Milosevic: Elur þjóðernishyggju. serbneskri Því er haldið fram að sjálft for- sætisráðið í Belgrad — æðsta yfir- vald Júgóslavíu — hafi í raun og veru viðurkennt að sambandsríki Titos hafi gefið upp öndina. Það hafi gerzt þegar það sagði nýlega að ákvæði stjórnarskrárinnar væru ekki lengur í gildi og gætu ekki leyst margvíslegan vanda Júgóslav- íu. Margt bendir því til þess að sambandsríkið í núverandi mynd leysist upp áður en langt um líður. Forsætisráðherra stjórnarinnar í Belgrad, Ante Markovic, hefur brugðizt við auknum þjóðernisvand- amálum með því að reyna að koma á fót eigin stjórnmálaflokki. Hann nýtur virðingar fyrir tilraunir til að leysa gífurlegan efnahagsvanda, en þær hafa ekki tekizt. Samdráttur eykst og lífskjör versna. Markovic kann að taka að sér hlutverk sáttasemjara í eijum Serba, Króata og Slóvena og reyna að finna málamiðlunarlausn, en ef til vill eru deilumálin orðin óleysan- leg. % Heimta sjálfstjórn: Serbar mótmæla í Knin, Króatíu. « mii f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.