Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 29

Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 C 29 OGÆTILEGUR AKSTUR Ekki greint frá flutn- ingsaðila Til Velvakanda. Til að koma í veg fyrir hugsan- legan misskilning langar okk ur að géra athugasemd við grein sem birtist í Velvakanda laugardag- inn 20. október sl. Einar nokkur hringdi til Velvak- anda og kveðst hafa sent tvo böggla til Kaupmannahafnar. Hann kvartar yfir þremur atriðum varð- andi þá þjónustu sem hann keypti, en vegna þess að hann greinir ekki frá því með hvaða flutningsaðila hann sendi bögglana gætu margir haldið að þeir hefðu verið sendir í pósti. Við vitum hinsvegar að það hefur ekki verið gert, því ekkert atriði sem Einar kvartaði yfír getur átt við Póstinn. Einar sagði fylgibréfið hafa verið á ensku, en fylgibréf með póstsend- ingum er á íslensku. Á fylgibréfinu er tekið fram að flytjandi beri enga ábyrgð, en póst- þjónustan ber aftur á móti ábyrgð á bögglasendingum að vissu há- marki skv. gjaldskrá og fyrir póst- böggul sem glatast eða eyðileggst eru sendanda greiddar skaðabætur. Þriðja atriðið er að Einari þótti þjónustan dýr, sendingarkostnaður bögglanna beggja var 5.913 krón- ur, en ef hann hefði sent bögglana í pósti hefði hann greitt 1.903 kr. fyrir hvorn böggul eða samtals 3.806 krónur og því sparað sér hvorki meira né minna en 2.107 krónur. Póststofan í Reykjavík, Þorsteinn Ólafsson, sölustjóri. --------------- Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljós- in loga á morgnana núna í skamm- deginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Hinrik Ólafsson, Þórey Sigþórsdóttir, Magnús Arni Magnússon, Ingi- björg Gréta Gísladóttir, Dofri Hermannsson og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. leysi hefur oft verið áberandi. Leikhúsin þyrftu að sýna meiri kjark bæði hvað varðar verkefnav- al og val á leikurum. Samstarf yngri og eldri leikara er að mínu mati afar mikilvægt fyrir gott og öflugt leiklistarlíf.“ Aðspurðir um framtíðina sögðu viðmælendur Morgunblaðsins að meðan á námi stæði hugsuðu fáir út í það sem tæki við að því loknu. „Það er mikið að gera í skólanum og maður hugsar fyrst og fremst um að fá sem mest út úr náminu.“ Hilde Helgason leikstýrir verk- inu, en hún hefur kennt við Leik- listarskólann frá upphafi. Hún kennir raddbeitingu og leiktúlkun. „Það er gefandi að vinna með blandaðan hóp og ég held að það sé þroskandi fyrir alla sem taka þátt í uppfærslunni,“ segir Hilde. „Undirbúningsvinnan hefur verið mikil en hún hefur gengið vel. Annars verða leiksýningarnar sjálfar að segja til um árangurinn, því leiksýning er það sem gerist á leiksviðinu frá einu augnabliki til annars.“ Til Velvakanda. Ogætilegur akstur leiðir oftast til stórslysa eins og dæmin sanna. Sérstaklega á þetta við nú þegar skammdegið er nýbyijað og ökumenn hafa ekki enn vanið sig við það. Ekkert getur komið í veg fyrir slys annað en það að öku- menn sýni gætni og varúð í akstri. Alltof margir sýna af sér kæruleysi og aka eins og á sumar- degi þó aðstæður séu aðrar og verri. Á þessum tíma er líka full ástæða til að hyggja vel að bílun- um sjálfum. Eru ljós í góðu lagi? Eru bílarnir útbúnir til aksturs í hálku sem gæti gert vart við sig hvenær sem er á þessum árstíma? Eða er bíllinn kannski enn þá á slitnu sumardekkjunum sem trass- að var að endurnýja í sumar? Hræddur er ég um að margir ættu að athuga sinn gang hvað þetta varðar. Þó er það að sjálfsögðu aðalat- riðið að sýna gætni í akstri því minnstu mistök géta kostað mannslíf eða mikið tjón. Það verð- ur aldrei um of brýnt fyrir öku- mönnum að „akstur er dauðans alvara“. Einn akandi. Slæm fjárfesting Til Velvakanda. Eg var líftryggður hjá Sjóvá frá 1930. Það voru foreldrar mínir sem keyptu líftrygginguna en síðan borgaði ég af henni til sextugs. Þá ætlaði ég að fá trygg- inguna útborgaða eins og reglurn- ar gera ráð fyrir en fékk'reyndar ekki útborgað fyrr en ég varð sex- tíu og elns árs. Þegar til kom fékk ég um 1.000 krónur útborgaðar. Svona fór ég út úr minni líftrygg- ingu. Borgari Ullariakkar kr. 17.850.- Litir: svart, blátt, svart/hvítt fiskibein, svart/brúnt fiskibein, drapplitað og Tweed Stærðir 36-44. Sendum í póstkröfu. 10% staðgreiðsluafsláttur % Kolaportið hefur unnið sér fastan sess í viðskiptaflóru Reyk- víkinga og nú ætla aðstandendur þess að efna til markaðshátíða um land allt. Hringferð Kolaportsins: Byrjað að skrá þátttakendur Fyrirtækjum gefst nú kostur á óvenjulegri og áhrifamikilli aðferð til að ná til viðskiptavina um allt landið með þátttöku í hringferð Kolaportsins næsta sumar. A ein- um mánuði er ætlunin að halda markaðshátíðir á 11 stöðum hringinn um landið og verður stoppað einn til tvo daga á hveij- um stað, en hringferðinni lýkur svo með mikilli Kolaportshátíð í Reykjavík. Markaðshátíðimar verða haldnar í íþróttahúsum eða öðru stóru húsnæði á hveijum stað, en auk þess í risastóru 800 fermetra tjaldi. Hugmyndin er að þetta verði sannkölluð hátíð á hveijum stað, sem standa muni frá hádegi og fram á kvöld, og verði sótt af öllum íbúum nærliggjandi byggð- arlaga. Þátttakendum er skipt í tvo hópa; aðalhóp, sem mun telja 60 fyrir- tæki og verður með í ferðinni all- an hringinn, og heimahópa, sem taka þátt í markaðstorginu í sinni heimabyggð. í aðalhópnum geta átt heima hvers konar fyirirtæki, sem vilja kynna eða selja vöru og þjónustu á þennan nýstárlega hátt, allt öðru vísi en í venjulegri verslun eða svokölluðum útsölumörkuð- um. Á einum mánuði munu þau ná beint til flestra íbúa lands- byggðarinnar og stórs hluta Reykvíkinga, og verða því að hafa umtalsvert vörumagn eða að vera vel undirbúin til að afgreiða pant- anir, ef sú leið er farin. Nú er byijað að skrá fyrirtæki til þátttöku í aðalhópnum, sem fer með allan hringinn en skráning þátttakenda í heimahópa verður á vegum samstarfsaðila Kola- portsins á hverjum viðkomustað. Eins og fyrr segir verður fjöldi þátttakenda í aðalhópnum tak- markaður við 60 fyrirtæki og er áhugasömum aðilum bent á að hafa samband við skrifstofu Kolaportsins sem fyrst í síma 687063. KDLAPORTK) M^RKa-ÐííO^íf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.