Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990
Vié munum
sakna
Fossvogsdalsins
ÞRÖSTUR
HELDUR
VESTUR
eftir Friórik Indriðoson
„HVAÐ kemur til að svona gamall jaxl eins
og þú, Þröstur, ákveður að gerast kennari
vestur á fjörðum?" Hann brosir kankvís og
svarar: „Nei Friðrik, þú mátt ekki kalla mig
kennara, það er lögverndað starfsheiti. Eg er
leiðbeinandi eða leibbi.“ Þessi orðaskipti eiga
sér stað á kaffistofu sunnudagsblaðsins á slag-
inu klukkan níu einn fimmtudagsmorgun fyrir
skömmu. Þröstur er snarpur í hreyfingum þeg-
ar hann kemur í heimsókn, veðurbarið andlitið
ber aldurinn vel og dökkt hárið er lítið tekið
að grána. Hann er kominn á sjötugsaldurinn
og á að baki yfir 40 ára gifturíkan feril hjá
Landhelgisgæslunni. Þröstur þessi sem hér um
ræðir er Sigtryggsson og lét nýlega af starfi
skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hann er
fluttur, ásamt konu sinni Guðrúnu Pálsdóttur,
vestur á Þingeyri. Þar mun hann kenna í grunn-
skóla staðarins í vetur málrækt, stærðfræði,
ensku og dönsku.
röstur er ekki með öllu ókunnur
Þingeyri því þangað kom hann
stundum með móður sinni í kaup-
staðaferð sem krakki. Hann segir
að hann eigi að vísu engar minning-
ar þaðan aðrar en af sælgætiskrukk-
unum í kaupfélaginu. Þröstur fædd-
ist á Núpi í Dýrafirði 7. júlí 1929,
sonur hjónanna Sigtryggs Guðlaugs-
sonar sóknarprests og skólastjóra
héraðsskólans á Núpi og konu hans,
Hjaltlínu M. Guðjónsdóttur. Hann
óist upp á Núpi fyrstu 18 ár ævi
sinnar, eða í húsi skammt frá skólan-
um er hét Hlíð.
Þröstur kynntist snemma sjó-
mennsku eða að loknu landsprófí.
Móður hans var að vísu umhugað
um að hann gengi menntaveginn
áfram en sjálfan hryllti Þröst við
þeirri tilhugsun. Sumarið 1947
komst Þröstur á síld með frænda
sínum og hefur starfað síðan á sjó
eða í störfum tengdum sjómennsku.
Þröstur innritaðist í Stýrimanna-
skólann 1951 og útskrifaðist þaðan
með ágætiseinkunn tveimur vetrum
síðar. Arið 1954 réðst hann til Land-
helgisgæslunnar og hefur starfað
þar óslitið síðan. „Hugur minn
stefndi alitaf á sjóinn. Mér leiddist
í héraðsskólanum, leiddist lærdóm-
urinn í landsprófínu. Á hinn bóginn
sá ég að tekjumöguleikar mínir væru
smáir í landi án þess að ég væri
með gráðu í einhverju, því valdi ég
sjómennskuna að ævistarfi."
Þetta var auglýst svo grimmt
Nú er komið að tímamótum í lífi
Þrastar og hann fluttur vestur. Hann
segir að hann hafi ákveðið að ger-
ast kennari, afsakið leiðbeinandi, á
Þingeyri af því að starfið var aug-
lýst svo grimmt til umsóknar í Morg-
unblaðinu. „Þegar ég hætti hjá
Landhelgisgæslunni hringdi ég vest-
ur og lét skólastjórann vita að ég
væri tilbúinn í slaginn," segir Þröst-
ur. „Og af hveiju Þingeyri varð fyr-
ir valinu má segja að ég tel þann
stað bjóða upp á óteljandi möguleika
fyrir mig nú á efri árum, kannski
kemst maður á veiðar þar, jafnvel
að manni takist að kaupa smábát.
Það er hlutur sem mig hefur lengi
dreymt um.“
Þröstur er ekki með öllu ókunnur
kennarastarfínu því hann starfaði
sem skólastjóri við bamaskólann á
Þröstur Sigtryggsson og Guðrún Pálsdóttir kona hans í Fossvogsdalnum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg